Tíminn - 17.07.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.07.1974, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 17. júlf 1974. TÍMINN 13 Hver sigrar hver fellur? Spennan i íslands- mótinu i knattspyrnu, þ.e.a.s. 1. deildar keppninni, er i algleymingi, ekki aðeins hvað varðar efsta sætið, heldur einnig um neðsta sætið. Ljóst er, að Skagamenn og Kefl- vikingar munu berjast um efsta sætið, nema eitthvað mjög óvænt gerist. En erfiðara er að spá um það, hvaða lið falli niður i 2. deild. Eins og sakir standa eru 6 af 8 liðum 1. deildar i fallhættu. . Sigrún Guðmundsdóttir skrifstofustúlka: Ég býst við þvi, að Keflvikingar sigri að þessu sinni, þrátt fyrir slaka byrjun. En það verður örugg- lega ekki Valur, sem fellur niður i 2. deild að þessu sinni. Helzt býst ég við þvi, aö það verði Akureyri. Jóhann Þórir Jónsson rit- stjóri: Mér þykir llklegast, aö Keflvikingar verði íslands- meistarar. Fram hefur verið Hklegasti „fallkandidatinn”, en nú er Elmar Geirsson kominn heim, svo að staða Fram getur breytzt til hins betra. t. Björn Aðalsteinsson verzlunarmaður: Kefl- vlkingar hafa sótt i sig veörið að undanförnu, og mér virðist flest benda til þess, að þeir veröi Islandsmeistarar i ár. Hins vegar sýnist mér á öllu, að það verði Akureyringar, sem falli niður I 2. deild. !« Einvarður Jósefsson banka- gjaldkeri: Ég spái þvl, að Akurnesingar verði Islands- meistarar I ár, en þó veröa þeir að halda mjög vel á spöðunum I slðustu leikjunum til að ná þvl marki Ég er smeykur um, að Framarar falli I ár. vV V-:, Iþróttaslðan spurði nokkra vegfarendur I gær, hverju þeir vildu spá um efsta og neðsta sæti 1. deildar, og fara svör þeirra hér á eftir. : U(!A v * f Helga Bolladóttir: Akurnes- ingarverða Islandsmeistarar. Ég spái þvl, að það verði Fram, sem fellur niður i 2. deild. Halldóra Guðmundsdóttir sjúkraliði: Skagamenn veröa Islandsmeistarar, en það verður ekki Fram, sem fellur i 2. deild. Til þess er liðið allt of gott. Sigurjón Sigurðsson banka-. maður: Ég veit ekki, hvort það er fræðilegur möguleiki á þvl að KR sigri. En það þýðir vlst ekkert að láta ósk- hyggjuna ráða. Ég hygg, að Keflvlkingar muni hafa það af að sigra á endanum. En um stööuna á botninum vil ég engu spá. Kristinn Jörundsson leikmaður i Fram: Keflvlk- ingar verða Islandsmeistarar I ár. Skagamenn hafa verið heppnir I fyrstu leikjum mótsins. Ég trúi þvi varla, að sú heppni endist út heilt mót. Ég þori engu aö spá um neðsta sætið. Stefán Eggertssson: Keflvlkingar hafa þaö á endanum, en ómögulegt er að segja fyrir um það, hvaða lið dettur niður. Mér finnst knattspyrnan I sumar heldur lakari en á undanförnum árum. Rafsuðu Yn3d T ir I/1 handhæg I AClvl og ódýr fyrir SUÐUVÍR 2,5 og 3,25 mm RAFSUÐUKAPALL nýkominn z 16, 25, 35, 50 sq-mm^)y j k A ARMULA 7 - SIMI 84450 Sigurjón Þórarinsson rafvélavirki: Heæzt er ég á þvi, að Keflvlkingar vinni mótið. Að öllum llkindum verður þaö Reykjavikurfélag, sem fellur niður I 2. deild, og finnst mér sennilegast, að það verði Vlkingur. Sigurður Friðriksson viðskiptafræðingur: Mér þykir einsýnt, að Kefl- vlkingum takist aö verja Islandsmeistaratitilinn. Þeir hafa verið að slga á jafnt og þétt. Ég vil engu spá um það, hvaða lið fellur að þessu sinni. í Jónas Jónasson útvarps- maður: Það þýöir nú lltiö að spyrja mig, ég rata varla lengur á völlinn. En eftir þvi, sem ég hef fylgzt með svona utan við, þá sýnist mér Kefl- vlkingar vera að spjara sig. Ætli þeir sigri ekki i ár, enda þótt Skagamenn séu alltaf harðir I horn að taka. — Neösta sætið? Drottinn minn dýri, ég veit enn minna um það. En ef það er satt, að Valur sé I fallhættu, þá hlýtur það að stafa af þvi, hve langt er siðan ég var I skemmti- nefnd hjá félaginu! ÚTBOÐ Tilboð (fskast i að leggja dreifikerfi I Breiðholti II, 5. áfanga fyrir Hitaveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, gegn 3.000.- króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuö á sama stað fimmtudaginn 25. júli 1974, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 | AugtýsicT iTimamun!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.