Tíminn - 14.08.1974, Qupperneq 4

Tíminn - 14.08.1974, Qupperneq 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 14. ágúst 1974 ■■mym mn II B Flestu er nú hægt að stela I Tveir þekktir lögfræðingar i Alaborg I Danmörku standa nú i störræðum. Fyrir tveimur árum tóku þeir sumarbústað upp i skuld, sem væri kannski ekki i frásögur færandi, ef það hefði ekki dregið dilk á eftir sér. Fyrir skömmu ákváðu þeir að selja sumarbústaðinn, sem var hinn vandaðasti að allri gerð og fimmtiu fermetrar að flatar- máli. Þeir höfðu samband við fasteignasala, sem tók að sér að selja fyrir þá. Þeir gáfu honum nakvæmar upplýsingar um það hvar bústaðinn væri að finna, og hann lagði þegar af stað til þess að lita á hann. Nokkrum klukkustundum siðar hringdi hann á lögfræði- skrifstofuna og lýsti þvi yfir, að honum væri llfsins ómögulegt að finna umrætt hús. Lögfræðingarnir brostu góðlát- lega og sögðu, að það gæti nú varla einfaldara verið, en ef hann væri alveg viss um að hann fyndi það ekki, þá væri auðvitað ekki um annað að ræða en fara með honum á staðinn. Og svo lögðu þeir allir þrir af stað. Vesalings fasteignasalinn var hálf kindarlegur, því að á löngum starfsferli hafði það aldrei hent hann fyrr að finna ekki heilthús. — Nú ökum við að beygjunni þarna, og handan við hana er....— Já, en ég segi ykkur það satt, að þetta er nákvæmlega saman leiðin og ég fór, sagði fasteignasalinn. Og handan við beygjuna fann eg ekkert nema einn sökkul! Og viti menn. Þarna stóðu sumar- bústaðareigendur (fyrrverandi) og trúðu ekki sinum eigin augum. Það var búið að stela fina sumarbústaðnum þeirra, og eftir stóð aðeins sökkullinn. Lögreglan hefur nú málið til rannsóknar, en eina sporið sem hún hefur til þess að fara eftir er sú frásögn nágrannanna, að kvöld nokkurt hafi þeir séð nokkra menn önnum kafna við að rifa niður húsið, og að þvi loknu hafi komið vörubill og flutt allt draslið á brott. Fólkið hélt auðvitað að eigendurnir ’ hefðu ákveðið að reisa bústaðinn einhvers staðar annars staðar, og veittu þessu þvi enga sérstaka athygli. En málið gerist stöðugt flókn- ara. Það hefur nefnilega aldrei gerzt áður i Danmörku, að heilu húsi væri stolið, og nú eiga lög- fræðingarnir fyrrnefndu i miklum deilum við trygginga- félagið sitt um það, hvernig túlka beri hin ýmsu ákvæði tryggingalaganna. Allar likur benda þvl til þess, að málið lendi fyrir dómstólum, og margir munu eflaust fylgjast spenntir með þvi, hvernig þessu prófmáli lyktar. Meðfylgjandi teikningu fundum við i dönsku blaði og látum hana fljóta með til •gamans. Hún þarf sannarlega engra skýringa við. Hún er ekki leikkona Franski leikstjórinn og kvenna- gullið Roger Vadim er ef til vill þekktastur fyrir fyrrverandi eiginkonur sinar, þær Birgitte Bardot, Anette Ströyberg og Jane Fonda. Allar voru þær ungar, fagrar og óþekktar, þegar hann uppgötvaði þær, og allar voru þær orðnar heims- frægar, þegar hann skildi við þær. Vadim trúlofaðist nýlega tuttugu og átta ára gamalli stúlku, Catherine Schneider að nafni. Það sem ef til vill vekur mesta athygli i sambandi við þessa trúlofun er síi staðreynd, að unnustan er ekkileikkona og hefur alls ekki I hyggju að ganga listabrautina. Hún er aftur á móti einkaerfingi að stórfyrirtækinu Schneider-Creúsit. Kunnugir telja, að þarna sé Vadim loksins búinn að finna þá einu réttu, þvi að þetta samband sé byggt á allt öðrum og traustari grunni en þau fyrri. Við skulum bara vona, stúlkunnar vegna, að sá grunnur sé ekki peningarnir hennar. Þetta hefur andstyggilegar aukaverkanir. DENNI. DÆMALAUSI Hef ég nokkurn tima sagt þér, hv-ð mér þykir vænt um þig. Þú manst aldrei neitt.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.