Tíminn - 14.08.1974, Side 13

Tíminn - 14.08.1974, Side 13
Miðvikudagur 14. ágúst 1974 TÍMINN 13 Leikrit um Papa og norræna landnema BÓKAÚTGAFAN FAGRAHLIÐ hefur gefið út nýtt leikrit eftir ungan Akureyring, sem nefnir sig Eystein unga, en heitir raunar Steinþór Helgason. Þetta leikrit heitir Saga, og er tileinkað fyrstu ibúum landsins, Pöpunum. Eftir Eystein unga hefur áður komið eitt leikrit, Bæiidur, er prentað var I mjög iitlu uppiagi og óvfða getið. Petta seinna leikrit Eysteins unga er prýtt ljómandi fallegum teikningum eftir Halldór Péturs- son listmálara. Á bókarkápu er svolátandi kynning á þvi: „A þvi herrans ári 1974 halda íslendingar miklar þjóðhátiðir um allt land og eina aðalhátið á Þingvöllum við öxará til að minnast ellefu alda búsetu I landi sinu. Að litlu er þá getið þeirra manna, sem öldum saman bjuggu á landi hér fyrir svokölluðu landsnámstlð — Papanna, sem lifðu fyrir trúna á almáttugan guð og þá hugsjón, að hér mætti þrifast vopnlaust þjóðfélag”. Þessi bók er gefin út I litlu upplagi, og mun ekki vera til sölu nema I fáum búðum, hér I Reykjavlk i bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. HOLDANAUTASTÖÐ- INNI ÞOKAR ÁLEIÐIS GB—Reykjavik. — Reytingsafli hefur verið að undanförnu, og er vinna nokkurn veginn stöðug hér I Hrisey, sagði Sigurður Finnboga- son I viðtali við blaðið i gær. Ekk- ert hefur verið byggt i sumar af Ibúðarhúsum, en hreppurinn áætlar byggingu þriggja Ibúða og ætlar slðan að leigja þær út. Framkvæmdir byrja senniiega i haust. Bygging holdanautastöðvar- innar gengur samkvæmt áætlun, en á henni var byrjað I júni. Stefnt er að þvi að koma fjósinu og geymsluhúsinu undir þak fyrir haustið, og mun slðan verða unnið að innréttingum i vetur. Fóður- geymsla verður svo byggð næsta sumar. Það má búast við, að fyrstu gripirnir verði settir I húsið á næsta vori. Mikið hefur verið um ferða- menn I Hrlsey I sumar, og eru það þá yfirleitt dagsferðir, sem fólk fer I, leigir sér bát, eða fer með ferjunni á morgnana og svo til baka á kvöldin. Lasleiki hefur verið mikill i börnum I Hrisey i sumar, og eru það ýmsar umgangspestir og „flensur”, sem leggja þau i rúm- ið. Þetta hefur veriö áberandi. Hljómsveit Ingimars Eydal: Bjarki, Ingimar, Finnur, Arni, fyrir framan eru: Helena og Grimur. INGIMAR í SÓL OG SUMARYL BH-Reykjavlk. — Það er ekki nóg með, að hljómsveit Ingimars Ey- dal syngi fagurlega um sól og sumaryl, nú skal haldiö I dýrðina — og það meira að segja alla leiö til Spánar, þar sem hljómsveitin mun skemmta næstu vikuna á hinum nafntogaða skemmtistaö Jack E1 Negro I Palma á Mallorca. Feröaskrifstofan Sunna hefur allan veg og vanda af för hljóm- sveitarinnar, en þaö er orðinn ár- legur viðburður, aö Ingimar skreppi þangað suður á vegum Sunnu til að skemmta sólargest- um á þessum ágæta stað. Við náðum sem snöggvast tali af Ingimar, er hann var á ferð i borginni, og spurðum hann, hvort miklar breytingar hefðu orðiö á hljómsveitinni. — Nei, blessaður vertu, þaö er brandari hjá okkur I hljómsveit- inni, að þegar kemur einhver nýr, þá sé hann að ráða sig upp á meðal-rikisstjórnartiö. Nema bara, — hvaö hljómsveitin viröist heldur stabilli en stjórnin! — Hvernig er hljómsveitin skipuð núna? — Helena Eyjólfsdóttir er söng- konan, Finnur Evdal. klarinett oe saxófónn, Bjarki Tryggvason, söngvari og bassi, Grimur Sigurðsson á gitar og trompett og Arni Friðriksson á trommur, auk min. — Hvenær var sjónvarps- þátturinn, sem sýndur var á kosninganóttina siöustu, tekinn? — Fyrir ári. 1 Sjálfstæðishúsinu á Akureyri, sá eini, sem hefur verið filmaður þar. Atti að gefa hina einu, sönnu Sjalla— stemningu. — Ætlið þið að slappa af, þegar þið komið frá Spáni? — Ekki aldeilis. Við komum við i leiðinni hjá sjónvarpinu, og svo förum viö eitthvað út á land. Þvi miður getum við bara veriö á svo fáum stöðum núna, áður en við byrjum aftur i Sjallanum. — Hvað ertu búinn að vera þar i mörg ár? — Hvaö segirðu, maður? Mörg ár? Ja, biddu nú. Þau eru þó ekki orðin tíu. Jú, þetta verður ellefta árið. Ja, timinn liður. Og með það var Ingimar rokinn.... Sólartrí Áður flaug hugurinn og farfuglarnir. Nú fljúgum við X sól og hvíld. Þangað sem hugurinn leitar suður skammdeginu. Fíeiri og fleiri átta sig á hve einstök tækífæri bjóðast rtú til að njóta sumarblíðu, hressingar og skemmtunar meðan veturinn ríkir'hérfnorðri, ■ Eftir sex tíma þotuflug í hásuður erum við komin til Kanaríeyja úti fyrir Afríkuströndum.__________________ ■ Við höfum íslenska fararstjóra á Gran Canaria og sjö mismunahdi gististaðHirað velja um í 15 eða 22 daga. M Flognar verða ferðir frá októberlokum til miðs - maí. HJÁ SKRIFSTQFITM FLUGFÉLAGANNA OG UMBÖÐSMÖNNUM

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.