Tíminn - 22.08.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.08.1974, Blaðsíða 1
Þessi snilldarvel geröu stól- ar eru unnir af Rfkaröi Jóns- syni og prýöa heimili hans. Frásögn og myndir af heim- sókn á heimili og I vinnustof- ur Ríkarös eru í opnu blaös- ins i dag, á 8. og 9. siöu. Sjálfskaparvíti borgaryfirvalda í Reykjavík: 33,7 ha. holt í Kópavogi á 53 milljónir — tugmilljónahækkun vegna heimildar- lausrar skipulagningar og framkvæmda á einkaeign í öðru byggðarlagi NU ER AÐ SANNAST á óþægi- legasta hátt, hversu dýrt spaug það getur veriö fyrir bæjarfélag, þegar forráðamenn þess villast út fyrir bæjarmörkin, skipuleggja þar nýja byggð og hefjast handa um framkvæmdir á landi, seiri þeir eiga enga heimild á. Þess konar misgáningur borgaryfir- valda í Reykjavik hefur leitt til þess, aö holt eitt i landi Fífu- hvamms i Kópavogi, á stærð viö meðaltún i sveit, hefur verið metið á 53 milljónir króna, og eru ekki horfur á öðru en þessum aurum verði borgarsjóður að snara út, cf skipulagið á ekki að fara úr böndunum og undir- búningsvinnu á svæðinu að vera kastað á glæ. Þessi spilda úr landi Fifu- hvamms og innan bæjarmarka Kópavogs, sem borgaryfirvöldin i Reykjavik höfðu i ógáti helgað sér á svona slysalegan hátt, er 33,7 hektarar að flatarmáli, og höfðu 22 hektarár verði skipu- lagðir sem byggingarsvæði. Meira að segja var þar byrjað á holræsagerð og vegarlagningu i fullu heimildarleysi, án þess að minnzt væri á kaup á landinu Borgin hleypti sjálf upp verðinu Það er einmitt þetta, sem hleypt hefur matinu svo upp sem raun ber vitni, þvi að þessir 22 hektarar eru metnir á fimmtiu milljónir króna, langdrægt hálfa þriðju milljón króna hektarinn. Hinn hlutinn, sem ekki hefur verið áformað að byggja á 11,7 hektarar, er virtur á þrjár milljónir samtals — það er að segja ekki nema 256 þúsund krónur hektarinn. Þannig er meginverðið sjálfskaparviti, fram kallað af borgaryfirvöldum Reykjavikur sjálfum. Samningsaðstaða rokin út i veður og vind Það.var fyrst i fyrra, er menn með vinnuvélar höfðu verið sendir inn á spilduna til holræsa- gerðar og gatnagerðar, að borgaryfirvöldin vöknuðu við vondan draum Eigendur lands ins mótmæltu eðlilega þessum aðförum. og áttu borgaryfir- völdin i Reykjavik ærið óhægt um vik, þar sem þau höfðu gleymt að leita samninga um heimild á landinu. Allri samningsaðstöðu til kaupa á þvi á viðhlitandi verði höfðu þau gloprað út úr höndum sér og var ei annars úrkostar en fallast á, að mat færi fram. Voru þá skipaðir matsmenn þeir Halldór Þorbjörnsson saka- dómari og ólafur St. Sigurðsson, fulltrúi i Kópavogi. Niðurstaða mats þeirra er sú, sem hér hefur verið frá greint. Mörg dæmi um viðlika trassaskap Við afgreiðslu borgarreikn- inganna fyrr i sumar gerði Kristján Benediktsson borgar Frh. á bls. 15 STOÐUGIR FUNDIR UM STJÓRNARMYNDUNAR- TILRAUNIRNAR FLOKKSRAD Sjálfstæöis- flokksins, sem skipað er 160 fulltrúum viðs vegar að af landinu, kom saman til fundar I Reykjavik i gær. Flokksráðið samþykkti einróma aö fallast á að sett yrði á laggirnar stjórn Fram sók nar f lokksins og Sjálfstæöisflokksins, að þvi tilskildu, að samstaöa næðist um málcfnasamning og verk- efnaskiptingu, sem væri þess eðlis, að þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins gæti við unaö. Þingflokkur Sjálfstæðismanna var siðan kallaður saman til fundar i gærkvöldi. Þingflokkur Framsóknar- flokksins hélt einnig fund i gær, og i dag munu viðræðu- nefndir flokkanna hefja viðræður árdegis, og er búizt við, að þær standi i allan dag. Gengisskráning felld niður 25% álag á nauðsynlegar yfirfærslur SEÐLABANKI tslands sendi i gær út svolátandi fréttatil- kynningu þess efnis, að gengis- skráning hefði verið felld niður fyrst um sinn frá lokun banka þann dag: „Seðlabankinn hefur, að höfðu samráði við gjaldeyrisviðskipta- bankana, ákveðið að gengis- b hjónagarðurinn af remur fokheldur í haust þar verða 57 íbúðir — kostnaður 170 milljónir SJ-Reykjavik. — i haust verður væntanlega fokheldur hjóna- garöur stúdenta með 57 íbúðum. Hús þetta stendur austan Suður- götu og sunnan Aragötu og Odda- götu. Þar hefur Háskólaráð út- hlutað 2,3 hektara svæði fyrir hjónagarða, og hlaut Hrafnkell Thorlacíus arkitekt verðlaun fyrir tillögu um gerð þeirra, sem lögð er til grundvatlar viö fram- kvæmdirnar. Itillögum Hrafnkels Thorlacius er gert ráð fyrir þrem 3ja hæða húsum með 57-60 ibúðum i hverju, auk þess dagheimili fyrir 60 börn og gæzluvelli. Nú er búið að steypa megnið af fyrsta húsinu, og er ætlunin að reyna að gera það fokhelt fyrir veturinn, að sögn Ragnars Ingimarssonar prófessors, formanns byggingar- nefndar. Ekki befur verið tekin ákvörðun um framkvæmdir við siðari áfanga, enda eru þær um Frh. á bls. 15 skráning verði felld niður frá kl. 4. e.h. 21. ágúst 1974. Ráðstöfun þessi er talin nauð- synleg vegna þess óvissuástands, sem skapazt hefur undanfarna daga og leitt hefur til þess, að skipuleg gjaldeyrisviðskipti geta ekki lengur farið fram. A meðan þetta ástand varir munu gjaldeyrisviðskipta- bankarnir, þegar brýn nauðsyn krefur, selja gjaldeyri með þvi skilyrði að viðskipti, sem þannig fara fram, verði endanlega gerð upp á fyrsta opinbera gengi, sem skráð verður eftir að regluleg gjaldeyrisviðskipti hafa verið tekin upp á ný. Munu gjaldeyris- viðskiptabankarnir taka vegna slikra viðskipta 25% tryggingarfé umfram siðasta gengi, sem skráð var”. Langt er komið að stevpa upp fyrsta áfanga hjónagarðanna þriggja, sem verða f útjaðri háskólahverfisins. Tfmamynd: Róbert. SLONGUR BARKAR TENGI Landvélarhf 153. tölublað — Fimmtudagur22, ágúst — 58. árgangur Dömur! Nýjung! DRESSFORM fatnaður loks á tslandi Pantið bækling núna 33373 Sjálfvirkur simsvari allan sólarhringinn. Póstverzlunin Heimaval, Kópavogi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.