Tíminn - 22.08.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.08.1974, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. ágúst 1974. TÍMINN 3 SlökkviliAsmenn ráfta niðurlögum eidsins i gsrdag. Fyrsti heybruninn d drinu: Timamynd: Gunnar. HLAÐA ÞORGEIRS I GUFU- NESI BRANN Í GÆRDAG gsal—Rvík — í gærdag var stór- bruni i hlöðu Þorgeirs Jónssonar, bónda i Gufunesi. Slökkviliðið var kvatt út rétt fyrir klukkan 15 i gærdag. Þegar að var komið, var mjög.mikill eldur i hlöðunni, og teygðu eldtungur sig upp um þakið. Talið er liklegt, að kviknað hafi i út frá heyblásara. Þess má geta, að i nóvember 1972 kviknaði i sömu hlöðu. . Vib Timamenn hittumi Rúnar Bjarnasori slökkviliðsstjóra á brunastað i gær. Hér var mjög mikill eldur, þegar við komum, og logaði þakið allt. Heyblásarinn var i gangi, og kynti hann uridir-eldinn. Ég var strax hræddur um að við yrðum vatnslitlir, og sú varð lika raunin . Ég gerði þvi ráðstafanir til að fá hinga niu tonna vatnsbíl Reykja- vikurborgar, og stóð það heima, að þegar við urðum vatnslausir, kom billinn. Sagði slökkviliðsstjóri, að vegna vatnsskortsins hefði verið gripið til þess ráðs að dæla froðu á eldinn, og hefði hún gert sitt gagn og eldurinn ekki breiðzt út á meðan. Eftir að vatnsbill borgarinnar var kominn, gekk slökkvistarfið mjög greiðlega fyrir sig, og allur yfirborðseldur var slökktur um klukkaft 16. — Það er nú ávallt þannig við heybruna, að þótt við séum búnir að slökkva eldinn, höfum við raunverulega ekki komizt fyrir hann, fyrr en allt heyið hefur verið tekið i sundur. Sagði slökkviliðsstjóri, að menn frá slökkviliðinu yrðu áfram uppi i Gufunesi, eitthvað fram eftir nóttu, til aðstoðar. — ...,en það gefur auga leið, að við getum ekki bundið öll slökkvitæki borgarinnar hérna, yfir ónýtu heyi. Hlaðan er mjög mikið skemmd af völdum brunans, og þakið er gjörónýtt. Hlaðan var óvátryggð. LÚTERSKA kirkjuráðið i Austur-Þýzkalandi hefur ákveðið, að prestár austur-þýz'ku kirkjunnar skuli við guðs- , þjónustur og aðrar samkomur fjalla um ástandið I Suður-Afríku og biðja sérstaklega fyrir Namibiu. Aðalnefnd heimsráðs lútersku kirkjunnar i Austur-Þýzkalaridi mun fará þess á léit við báðar kirkjúdeildir blökkumanna i Namibiu, að þessa verði einnig minnzt þar i .landi. 1 I m Vegamál Austurlands Vilhjálmur Hjálmarsson alþingismaður skrifac nýlega grein i Austra um vegamál á Austurlandi i tilefni af opnun hringvegarins. Vilhjálmur segir: „l)m siðustu áramót var byrjað að aka „þurrum hjólum” yfir Skeiðarársand. Þann 14. júlí var hringvegurinn formlega tekinn I notkun. Auk alls annars fylgir það þeim atburði, að einangrun Austur- lands,að þvi er varðar samgöngur á landi,er rofin. Hins vegar fer þvi fjarri, að vegamál á Austurlandi séu þar meö leyst. Jafnvei þvert á móti, þvi sú aukna umferð, sem fylgir opnuninni,kallar á betri vegi hvarvetna þar sem hún flæðir yfir. Fyrst má lfta á þann hluta hringvegarins, sem liggur um Austur- land. A Breiðamerkursandi er aðeins bilaslóö meira og minna niðurgrafin. Vegur yfir Lónsheiði er brattur og ekki til frambúðar. Þetta eru tvær megintorfærurnar á hringleiðinni um Austurland. En auk þcss eru enn — og verða við lok Austurlandsáætlunar um vegagcrð 1975 — stærri og minni kaflar óuppbyggðir á leiðinni með fjörðum og eins þá farið er um Breiðdalsheiöi. Sömu sögu verður að segja um þá vegþsem tengja saman þéttbýlis- staði á Austurlandi. Með lánsfjáröflun til Austurlandsáætlunar hef- ur reynzt unnt að hraða meira en ella vegagerð frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar og Eskifjaröar um Fgradal, til Neskaupstaðar um Oddsskarð, til Seyðisfjaröar um Fjarðarheiði og til Vopnafjarðar. En stærri og minni kaflar verða þóóuppbyggðir á flestum eða öllum leiðum við árslokin 1975. Uppbyggingu fáfarnari vega i fjórðungnum miðar i áttina hægt og hægt, en mikil verkefni blasa þó við á fjölmörgum stöðum. Sem ein- stök dæmi má nefna ieiðina til Borgarfjarðar og vegi um austur- byggð og efri hluta Jökuldaisins. En hiiðstæður er að finna viðs veg- ar annars staðar.” Vaxandi þörf fyrir góða vegi Vilhjálmur Hjálmarsson segir ennfremur: „Margir undrast, hve mikiö er ógert i vegamálum á landi hér. Aðrir lita yfir það, sem fámenn þjóð i stóru landi hefur gert á hálfri öld eða svo, og segja þaö sé harla gott. En mergurinn málsins er sá, að þörfin fyrir góða vegi fer sifellt vaxandi og henni ber að sinna, svo sem hugvit og fjármagn frekast leyfa. Þörfin fyrir greiðar samgöngur á landi segir hvarvetna til sin. t strjálbýlinu eru það félagsmál, mjólkurflutningar og ný skipan Jræðslumála. Margir og dreifðir þéttbýlisstaðir þarfnast tengingar sin á milli og við aðliggjandi sveitabyggð. Vaxandi ferðamennska innlendra sem erlendra kallar á betra vegakerfi. Og siðast en ekki sizt: Atvinnureksýur og öll drift þarf á góðum samgöngum að halda, svo á styttri sem á lengri leiöum. Austfirðingar þurfa betri vegi eins og aðrir landsmenn, á þvi er enginn vafi. Vandinn verður aö skipta þvi fé, sem fæst hverju sinni, þvi raunar þarf að þoka fram öllu i senn: Að Ijúka byggingu aðal- vega,gera átak sem vfðast á hinum fáfarnari leiðum, binda götur i þéttbýli og hefja lagningu oliumalar á fjölförnustu þjóðvegina.” Þ.Þ. Reykjavíkurlögreglan fær nýjan fjarskiptabúnað Gsal-Rvik. — i samvinnu við Landsimann hefur lögreglan að undanförnu unnið aö uppsetningu á nýjum og fullkomnum fjar- skiptatækjum, sem koma til með að breyta mjög miklu i öllum lög- gæzlumálum hériendis, en notkun þessara nýju tækja hafa veriö i undirbúningi um þriggja ára skeið. Þessi nýju fjarskiptatæki verða tekin i fulla notkun innan skamms, en lögreglumenn hafa á siðustu vikum verið að læra á ir tÍIÍ? I Wrrt D I í ’FREMUR dauft er yfir laxveiðinni þéssa dagana, enda er v.eiöifimabilið i flest- úiri ám nú óðum að stýttast. í mörgum ám lýkur þvi um næstu mánaðamót, en i öðrpm frá 10. til 20. september. Grimsá. Þórunn ráðskona i veiðihús- inu sagði, að heldur hefði veið- in batnað undanfariö, en nú .eru komnir úm tólf hundruð laxar á land. Veitt <=jr til 15. september. 1 gærmorgun fékk Siguröur Fjeldstedi'tuttugu. punda lax við Svartastökk, en annars komu um sjö laxár á land i gærmorgun. Þyngsti laxinn.j sem fengizt héfur i, sum'ar, reyndist 26 púnd, en þrir 25 punda hafa einnig fengizt. Litið eitt hefur rignt undanfarið, en ekki nóg til að neitt hækkaði i ánni aö ráði. Laxá i Aðaldal > Helga Halldórsdóttir, ráðs- kona i veiöihúsinu aö Laxamýri, sagði, að veiðin hefði rétt glæðzt undanfarna daga, en hún hefur verið léleg annars. Nú munu eitthvað á ellefta hundrað laxar komnir á land, en I allt komu á siðasta veiði- timabili 2522 laxar, svo veiöin verður miklu minni heldur en i fyrra. Veiðitimabilinu i áf lýkur 31. ágúst. 1 gærmorgun fengust 1-2 laxar á stöng, og nú ftýlega fengust 14 laxar á eina stöng i fimm daga, en þaö kallast vist ekki mikið hjá laxveiðimönn- um. (Jlfarsá Ragnar Guömundsson á Korpúlfsstöðum sagði, að veiðin i tJlfarsá væri þó nokkuð minni. heldur en i fyrra, og mun áistæöan ' vera sú sama og i svo mörgum öörum ám: vatnsleysi, þurrk- ar og hjti. Veiðin býrjaði ágætlega i vor, en hefur verið daufleg i sumar. Eitthvað á fjórða hundrað laxar eru komnir á land, en tyær stangir eru leyfðar i ánni. Allan veiðitim- ann i fyrra kom 581 lax á land. Meðalþyngd fiskanna hefur verið svipuð og áður. Það er Aburðarverksmiðjan, sem hefur ána á leigu, eins og und- anfarin sumur. Veiðitimabil- inu lýkur 20. september. Þvera Guðmundur Jónsson á GÚðnabakka gat ekki gefið okkur upp nákvæma tölu yfir veiðina i sumar, en það munu komriir hátt i tvö þúsund laxar á land, og er þvi veiðin svipuö og i fyrrasumar, en þá komu rúmlega tvö búsund á leziíi,. Tólt'.sta.sigir eru leyföar i áúni, en veiðin hefur verið n:na bezt að meðaltaliá efra svæðinu. í Meöalþyngd laxanna er frá fim'm til tiu pund, • en sá þyngsti, sem fengizt hefur i sumar, var 22 pund. Vatnið er fremur litið i Þverá, eða aðeins neðan viö meðallag. Veiðinni lykur 5. september. tækin og útbúnað þeirra. Aö sögn Arna Sigurjónssonar, fulltrúa lögreglustjóra, sem hefur haft umsjón með uppsetningu tækjanna, á vegum lögreglunnar eru þau sérstaklega hönnuð af sérfróðum mönnum, sem hafa eingöngu það verkefni að vinna við gerð tækja fyrir lögregluna. Fjórir sendar hafa verið settir upp, tveir á Skálafelli og tveir i Hallgrimskirkjuturni. Mögu- leikar eru á átta bylgjum — og hafa sex bylgjur þegar veriö teknar i notkun. Það hefur lengi verið vandamál hjá lögreglunni, hversu auðvelt hefur verið fyrir fólk að heyra til lögreglumanna við embættis- störf, en ástæðan er sú, að auðvelt er að ná bylgjunum, sem lögreglan hefur verið meö. tJtilokað er hins vegar, með þessum nýju fjarskiptatækjum, að nokkrir utanaðkomandi nái nýju bylgjunum. Segja má, að mesta breytingin samfara þessum nýja tækjakosti sé sú, að fjarskipti milli lögreglu- manna munu batna mjög veru- lega. Þá má geta þess, að allt sem fer i gegnum nýju tækin er tekið inn á segulband og timasett. — Frá sjónarmiði lögreglunnar eru þessi tæki mjög fullkomin, sagði Arni Sigurjónsson. Haraldur Sigurðsson, deildar- verkfræðingur hjá Landsim- anum, hefur stjórnað uppsetningu tækjanna. Mjólkursamlag ísfirðinga: Ónóg neyzlumjólk 4 mánuði ársins — Við erum hér knappir meö mjólk, að minnsta kosti fjóra mánuði ársins, og veröum þá aö fá neyzlumjólk úr Reykjavik — meö bilum, þegar þeir ganga, en annars flugvélum, sagöi Páll Sigurösson, mjólkurbússtjóri á tsafiröi. Þaö er um hálf önnur milljón litra, sem viö fáum á ári. Mjólkursamlagið fær mjólk frá bændum innan úr Djúpi og vestur um allt til Dýrafjarðar, og helztu mjólkursölustaðirnir eru ísa- fjörður, Hnifsdalur, Bolungavik, Súðavik, Suðureyri og Flateyri, og auk þess Núpsskóli og Reykja- nesskóli á vetrum. Sala á neyzlu- mjólk hefur aukizt, þvi að mjólkin er hlutfallslega ódýr fæðutegund. Páll sagði, að mjólkurframleið- endum á svæðinu hefði frekar farið fækkandi, en bú heföu stækkað, og þó að stundum bæri við, að þeir, sem haft hefðu kúabú, hættu mjólkurfram- leiðslu, jafnaðist það nokkuð upp annars staðar. En við gerð 'byggöaáætlana þarf að sjálf- sögðu að taka tillit til þess, að bæjum og sjóþorpum verði séð fyrir nægjanlegri neyzlumjólk. Það er eins og að likum lætur á haustin, sem mjólkurfram- leiðslan er ónóg, og það er ekki fyrr en kemur fram yfir áramót, að menn á þessu svæði eru sjálf- birgir, þótt kleift sé að koma mjólkinni áfallalaust til Isa- fjarðar vegna veðurlags.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.