Tíminn - 22.08.1974, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22. ágúst X974.
TÍMINN
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason, Tómas
Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar
18300—18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — af-
greiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523.
Verð I lausasölu kr. 35.00.
Askriftargjald kr. 600.00 á mánuöi.
Blaöaprent h.f.
Alþýðu-
bandalagið
Að sjálfsögðu eiga eftir að verða miklar um-
ræður um slit viðræðnanna um myndun vinstri
stjórnar. Hér i blaðinu hefur verið vitnað til
ummæla þeirra Ragnars Arnalds, sem kenndi
Alþýðuflokknum fyrst og fremst um, að þær
slitnuðu, og ummæla Gylfa Þ. Gislasonar, sem
kenndi um óvilja Alþýðubandalagsins. Hið
rétta er, að þeir Ragnar og Gylfi segja hvor um
sig ekki nema hálfan sannleikann, en sé frá-
sögn þeirra lögð saman, kemur allur sannleik-
urinn i ljós. Vinstri viðræðurnar strönduðu á
sameiginlegum óvilja eða viljaleysi þessara
flokka til þess að taka á sig ábyrgð á vanda-
sömum ráðstöfunum á erfiðum timum.
Það kom strax i ljós eftir kosningarnar, að
skoðanir voru mjög skiptar um það innan
Alþýðubandalagsins, hvort það skyldi heldur
vera innan stjórnar eða utan. Kjósendur þess
voru þvi almennt fylgjandi, að það héldi áfram
þátttöku i vinstri stjórn. Foringjar þess sáu
hins vegar fram á, að framundan biðu vanda-
samar ráðstafanir, sem gætu orðið óvinsælar i
bili. Sumir þeirra vildu þó taka á sig ábyrgð, en
aðrir vildu hlaupast frá vandanum, likt og
Sósialistaflokkurinn gerði, þegar búið var að
eyða striðsgróðanum 1946, og Alþýðubandalag-
ið gerði 1958, þegar það rauf vinstri stjórnina
þá. Þessir menn réðu yfir Þjóðviljanum og þvi
var hann látinn halda uppi hinum hörðustu
árásum á Alþýðuflokkinn meðan á vinstri
viðræðunum stóð. Slikt var beinlinis gert til að
auka tortryggni Alþýðuflokksins og styrkja
þann arm hans, sem var andvigur þátttöku i
vinstri stjórn. Þessir menn réðu þvi einnig, að
sett voru fram ýmis skilyrði, sem þeir vissu frá
stjórnarmyndunarviðræðunum 1971, að
Framsóknarflokkurinn myndi ekki fallast á,
t.d. um þjóðnýtingu samvinnufyrirtækja. Af
hálfu þessara manna var þetta bersýnilega
sett fram til að torvelda viðræðurnar og jafnvel
til að láta þær stranda. Þegar flokkar ætla að
vinna saman af heilindum, þá reyna þeir að
sneiða hjá ágreiningsefnum, en einbeita sér að
hinu, sem þeir geta verið sammála um. Þetta
gerði Alþýðubandalagið i stjórnarmyndunar-
viðræðunum 1971. Hér voru þvi viðhöfð allt
önnur vinnubrögð en þá. Af svipaðri ástæðu
vék Alþýðubandalagið aldrei frá skilyrðum i
varnarmálum, sem það vissi, að Alþýðuflokk-
urinn myndi aldrei fallast á. Þannig mótaðist
öll afstaða Alþýðubandalagsins i viðræðunum
af sjónarmiðum þeirra leiðtoga þess, sem voru
á móti nýrri vinstri stjórn og notuðu Þjóðvilj-
ann óspart i þeim tilgangi. Það voru þessi öfl
innan Alþýðubandalagsins, sem sigldu vinstri
viðræðunum i strand, ekkert siður en Alþýðu-
flokkurinn. Þau vildu ekki, að Alþýðubanda-
lagið tæki á sig vanda og ábyrgð á erfiðum tim-
um, heldur reyndi að afla sér fylgis með
óábyrgri stjórnarandstööu.
Framsóknarmenn harma það, að ekki tókst
að halda áfram vinstri stjórninni. En þeir
munu ekki láta það verða til þess að fylgja
fordæmi þeirra leiðtoga Alþýðubandalagsins,
sem vilja ekki taka á sig ábyrgð á erfiðum tim-
um og meta meira imyndaðan flokkshag en
þjóðarhag. —Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Ræðst Hassan inn í
Spænska Sahara?
Þar eru einu auðugustu fosfatnámur í heimi
INNRÁS Tyrkja á Kýpur og
upplausn portúgalska ný-
lenduveldisins hafa beint auk-
inni athygli að slðustu meiri-
háttar nýlendu Spánverja I
Afriku, Spænska Sahara.
Hassan konungur i Marokkó
hefur aukið mjög tilkall
Marokkos til nýlendunnar sið-
ustu mánuðina og ýmsir kunn-
ugir gizka á, að hann kunni nú
að fylgja þessu tilkalli eftir
með innrás inýlenduna. Spán-
verjar hafa að undanförnu
styrkt varnir sinar þar og
virðast reiðubúnir til að veita
viðnám.
Spænska Shara er rúmlega
100 þús. fermllna landsvæði á
vesturströnd Afríku, sunnan
Marokkó. Spánverjar lögðu
þetta landsvæði undir yfirráö
si^ i byrjun þessarar aldar.
Ei.ginn sóttist þá eftir þvi,
enda er það að mestu leyti
eyðimörk, eins og sést á þvi,
að íbúarnir eru 50-70 þús. tals-
ins og langflestir þeirra
hriðingjar, sem reika fram og
aftur um eyðimörkina og fara
oft yfir landamærin inn I
Mauretaniu. Aðalbyggðin er
við höfuðborgina, E1 Aiun,
sem hefur um 20 þús. ibúa.
Segja má, að Spænska Sahara
hafi yfirleitt ekki verið veitt
athygli fyrr en eftir 1959, en þá
fundust þar fosfatnámur, sem
nú eru taldar einar þær auðug-
ustu I heimi. Þær eru skammt
sunnan landamæra Marokkó.
Gizkað er á, að þar sé að finna
um 1700 millj. smál. af fosfati,
og geti ársframleiöslan innan
skamms numið um 10 millj.
smálesta, en Spánverjar hafa
unnið kappsamlega að þvi sið-
ustu árin að undirbúa nýting-
una og notið til þess aðstoðar
erlendra auðhringa. Þetta
hefur orðið til þessa, að valda-
menn i Marokkó hafa farið að
renna hýru auga til ný-
lendunnar. 1 Marokkó eru fos-
fatnámur, Marokkó er stærsti
fosfatútflytjandi i heiminum
um þessar mundir og ræður
mestu úm fosfatverðið á
heimsmarkaðinum. Af þeim
ástæðum óttast þeir væntan-
lega samkeppni við Spán-
verja, og vilja þvi ná fosfat-
námunum i Spænsku Sahara
undir yfirráð sin. Hassan kon-
ungur mun jafnfr. telja það
styrkja stöðu sina og álit
heima fyrir, ef hann gæti inn-
limað Spænska Sahara. Þess
vegna er nú farið að tala um
hugsanlega innrás Marokkó-
manna I Spænska Sahara.
SPÆNSKA SAHARA komst
strax á dagskrá árið 1966, en
þá krafðist ekki aðeins
Marokkó yfirráða þar, heldur
einnig Mauritania. Allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna
samþykkti þá, að fara skyldi
fram þjóðaratkvæðagreiðsla i
nýlendunni, sem leiddi i ljós
hver vilji ibúanna væri. Spán-
verjar mölduðu i móinn næstu
fjögur árin, en 1971 lýstu þeir
yfir þvi, að þeir myndu láta
þjóðaratkvæði fara fram við
fyrstu hentugleika. Þeir hafa
þó enn ekki komið þvi I verk,
enda telja þeir þetta erfiðleik-
um bundið, m.a. vegna þess,
að hriðingjar frá Mauretaniu
kunni að krefjast atkvæðis-
réttar. Það kann þó að ráða
meira, að Spánverjar hafa
ekki viljað viðurkenna niður-
stöður atkvæðagreiðslunnar,
sem fór fram i Gibraltar og
leiddi i ljós þann vilja ibú-
anna, að þeir viljá óbreytt
ástand. Spánverjar hafa þvi I
staðinn farið inn á þá braut, að
koma upp visi að heimastjórn
og gefa jafnframt til kynna, að
þeir stefni að þvi að veita ný-
Hassan konungur.
lendunni fullt sjálfstæði. Þetta
telur ekki aðeins Marokkó,
heldur einnig Mauretanía og
Alsir fjarstæðar ráðagerðir,
þvi að ibúarnir séu of fámenn-
ir til að mynda sjálfstætt rlki,
enda sé fyrirætlun Spánverja
sú, að breyta aðeins um form.
Þeir ætli að breyta nýlend-
unni i leppriki, sem þeir ráði
raunverulega. Þannig ætli
þeir að tryggja sjálfum sér og
alþjóðlegum auðhringum yfir-
drottnun yfir hinum miklu fos-
fatauðæfum nýlendunnar.
Þjóðhöfðingjar þessara
þriggja rikja, eða þeir Hassan
konungur i Marokkó,
Boumedienne forseti Alsir og
Ould Daddah forseti Maure-
taniu hafa nokkrum sinnum
hitzt til að reyna að ná sam-
komulagi um framtið
Spænska Sahara, en það ekki
tekizt, m.a. vegna þess, að
bæði Marokkó og Mauretania
gera tilkall til yfirráöa.
Boumedienne mun hafa dreg-
izt á að styðja tilkall
Marokkós, en þó með þvi skil-
yrði, að landamæradeila milli
Marokkos og Alsirs yrði leyst
þannig, að landsvæöi, þar sem
eru auðugar járnnámur, falli
undir Alsir.
Eins og sagt var i upphafi,
bendir nú margt til þess, að
Hassan konungur telji orðið
tilvalið tækifæri til að höggva
á hnútinn og láta sig einu gilda
afstöðu Alsirs og Mauretaniu.
Auk áðurgreindra ástæðna ýt-
ir það undir hann, að Spán-
verjar hafa veikari aðstöðu en
ella sökum þess, að þeir leita
nú mjög stuðnings Afriku-
þjóða á alþjóðlegum vettvangi
i deilunni við Breta um GI-
braltar. Veikindi Francos og
óvissan, sem þau valda, geta
lika gert Hassan djarfari en
ella. Þ.Þ.
Spænska Sahara,