Tíminn - 22.08.1974, Side 5

Tíminn - 22.08.1974, Side 5
FimmUuUgnr 22. ágilt»t l»I4. TÍMINN S Þessar myndir tók Gunnar ljósmyndari Timans á hljómlelkum Nazareth á þrihjudagskvóld. Anægjulegir hljóm- leikar Nasareths — í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld ÞAÐ LÆTUR nærri að um 2500 manns hafi tekið sér ferð á hendur inn í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld til að hlýða á brezku rokkhljóms veitina Nazareth. Til þess að verða þeirrar tónlistar aðnjótandi, þurftu menn að greiða fimmtán hundruð krónur, en aldrei áður hafa islenzkir poppunnendur þurft að greiða jafnháa upphæð til að komast inn á hljómleika hérlendis. Aðbúnaðurinn i Laugardalshöllinni var vægast sagt lélegur og þurftu þúsundir unglinga að láta sér nægja óhreint gólfið i salnum. Hljómleikarnir byrjuðu með upptroðslu Hallgrims Björgólfs- sonar, sem kom fram með nokkrum aðstoðarhljóðfæraleik- urum. Það þarf i sjálfu sér ekki mörg orð til að lýsa framlagi Hallgrims, sem var óframbæri- legt i alla staði. I fyrsta lagi var hávaðinn yfirgengilegur, að við borð lá að áheyrendur fórnuðu höndum i skelfingu — og kalla þó islenzkir poppunnendur ekki allt ömmu sina i þeim efnum. Það litla sem heyrðist af tónlistinni virtist litt áhugavekjandi, og samspil aöstoðarmannanna var tilviljanakennt og óöruggt. Júdas kom næst fram, og hefur þeirri hljómsveit bætzt nýr liös- maður Rúnar Georgsson saxa- fónleikari. Þáttur þeirra var stórgóður, og hafa þeir sennilega ekki i aðra tið verið öllu betri. Þeir léku vandaða og auðsjáan- lega vel æfða tónlist, sem átti svo sannarlega upp á pallborðið hjá áheyrendum. Yfirvegaður flutn- ingur, ágæt lög og lifleg sviðs- framkoma voru helztu einkenni hljómsveitarinnar. Af sérstökum lögum, sem hljómsveitin lék skal nefnt lagið „Bye, bye,” sem lét afarvel i eyrum. Það liðu um 30 minútur frá þvi Júdas hætti leik sinum, þangað til Nazareth kom fram á sviðið. Þeir byrjuðu á titillagi næst siðustu LP-plötu sinnar, og I fyrstu varð manni spurn, hvort hávaðinn frá Hallgrimi Björgólfssyni ætlaði aö endurtaka sig. Sennilega hefur styrkurinn verið mjög svipaður, en munurinn var einfaldlega sá, að Nazarethmenn eru kunnáttu- menn á sinu sviði, en það er meira en hægt er að segja um Hallgrim og Co. Tónlist þeirra I Nazareth komst þvl að mestu leyti til skila, þrátt fyrir hávaðann, sem henni fylgdi. Þeir léku mörg af sinum frægustu lögum á hljómleik- unum, en eitt lag, sem ekki hefúr verið gefið út á plötu fékk að fljóta með Af einstökum mönnum innán hljómsveitarinnar bar mest á söngvaranum, Dan McCafferty, og gitarleikaranum Manuel Charlton, en hann virtist vera mjög leikinn á sitt hljóðfæri. Þeir voru allir mjög liflegir á sviðinu, og ljósasýningin var mjög vel út- færðog setti skemmtilegan svip á hljómleikana. 1 heild má segja,að hljómleikar' Nazareths hafi verið „pott- þéttir”, ef nota má þetta poppyrði. Þeir kunna sina rullu út i æsar og vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera, og hvað þeir ætluðu að gera. Ljósasýningin náði hámarki i lokalagi hljómsveitarinnar, og um stund var iþróttahöllin I Laugardal einna likust ævintýra- heimi. Óánægjuraddir heyrðust viða, enda kannski ekki óeðlilegt, þvi hljómsveitin leikur nær eingöngu hröð rokklög, með fáum hljóð- færum, svo fyrir þá, sem á annaö borð ekki kunna að meta þessa hröðu rokktónlist, virtust lögin hvert öðru likt, og jafnvel leiði- gjörn þegar liða tók á hljóm- leikana. Þá kvörtuðu margir sáran yfir hávaðanum og einn sagði, að eyrun á sér hefðu ekki náð þessu sem tónlist, fyrr en hann hefði gripið fyrir eyrun, — enþá hefði tónlistin lika verið ágæt. Mér segir þó hugur um, að flestir hafi farið ánægðir heim —Gsal— íRáðhorra- °stólar tll ráðstöfunar strax Nú er einstakt tækifæri til að tryggja sér hina eftirsóttu ráðherrastóla, sem svo margir hafa dáðst að. __ Einstök gjöf fyrir fólk með framtíðardrauma. JXUFMG HUSGAGIMAVERZLUN r---------- GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR Skeifan 15 Sími 82898 Minjagripir frá Alþingishátíöinni 1930 eru verömætir ættargripir nú. ^sili Ef aö líkum lætur, eiga minjagripir Þjóöhátiöarnefndar 1974 einnig eftir aö margfaldast aö verömæti meö árunum. Veggskildirnir sem Sigrún Guöjónsdóttir listamaöur hannaöi og hlaut verölaun fyrir, kosta i dag kr. 7.494.-. Þeir eru framleiddir meö sérstakri áferö hjá Bing og Gröndahl. Tryggiö yöur þessa kjörgripi á meöan tækifæri er til. Þeir fást í helstu minjagripaverslunum um land allt. Þjóöhátíöarnefnd 1974

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.