Tíminn - 22.08.1974, Síða 12
12
TÍMINN
Fimmtudagur 22. ágúst 1974.
r Frank Usher: (5)
A
TÆPU VAÐI
L _____________J
í heimi njósnanna þarf lánið að leika við mann ef vel á
að fara. Þeir i Whitehall höfðu bæði verið gáfaðir og
heppnir þegar þeir komust að þvi hvar K.G.B. geymdi
Stanislov í Munchen. Upplýsingarnar fengu þeir frá
manni að nafni Eckberg sem var í þjónustuliði hússins
við Königsplatz.
Eckberg var gamall kommúnisti og höfðu Rússarnir
látið hann lausan úr fangabúðum árið 1945. Hann var
álitinn vera traustur kommúnisti. En eftir uppreisnina i
Ungverjalandi 1956 hafði hann starfað fyrir brezku
leyniþjónustuna, sem var í því fólgið að vera kyrr á
sama stað og bíða þess, að hann gæti gert gagn. Eckberg,
veiklulegur maður um sextugt, tók ekki mikla áhættu
þar sem hann var, en saf naði sér góðum spariskildingum
á kostnað brezkra skattgreiðenda.
Nú setti hann sig í samband við Peterson.
Peterson hringdi í Amöndu og Óskar. Þau fullvissuðu
hann um að þau hefðu ekki einu sinni rekið nefið út um
dyrnar siðan þau komu inní þessi virðulegu herbergi sem
þau voru geymd í.
— Allt er tilbúið í kvöld, sagði hann við Óskar. — En ég
get ekki verið með nema að mér takist að hrista af mér
njósnarann sem er alltaf á eftir mér. Farðu að húsinu
klukkan tvö í nótt. Þér verður hleypt inn um kjall-
aradyrnar. Segðu bara: ,, Ég er kominn til þess að sækja
tómu f löskurnar". Seinna mun Amanda mæta þér í bíl.
Farðu gætilega. Allt er undir ströngu eftirliti.
Klukkan var orðin hálftvö. Ennþá voru margir á ferli —
stúlkur i litríkum, þröngum buxum eða kvöldkjólum, og
ungir menn í smóking. Jass-hl jómlist kvað við út úr sér-
hverjum næturklúbb.
Á Königsplatz var aftur á móti nokkurn veginn hljótt
klukkan tiu mínútur fyrir tvö.
Óskar stóð inni í porti og starði á hinn „örugga stað",
sem var í myrkri að öðru leyti en því að dauft Ijós var í
kjallaranum. Þegar hann hafði sannfært sig um það að
ekki væri njósnað um sig, gekk hann að húsinu og niður
tröppurnar í kjallarann.
Dyrnar voru opnaðar. Hann gekk hægt inn með
skammbyssuna í hendinni.
Það var Ijóstýra á ganginum. Við annan steinvegginn
stóð magur maður, sköllóttur í buxum, skyrtu og inni-
skóm. Óskar opnaði munninn til þess að segja aðgangs-
orðin, en maðurinn setti fingur á varir sér. Augun voru
skær. Hið sköllótta höfuð var alsett örum. Hann benti
Óskari að fylgja sér og þeir gengu inn í herbergi sem
bæði gat verið dagstofa og svefnherbergi.
Eckberg hvíslaði: Bittu mig fyrst og leggðu mig í
rúmið. Vaktmennirnir eru tveir og skiptast á. Praslov
sef ur eins og er í herberginu hérna við hliðina á. Shanski
situr framan við herbergi fangans og gætir að öllu sem
fram fer á ganginum. Þeir eru báðir þreyttir. Ég helti
svolitlu út í vodkaglösin þeirra. Þegar þú ert búinn að
binda mig og legg ja mig tiUekur þú til þinna ráða.
Eckberg, sem vildi taka sem minnsta áhættu, hafði
tilbúið snæri, en Óskar hafði einnig snæri meðferðis.
Hann starði fast á hinn örótta, smávaxna Þjóðverja.
— Hvað með lykilorðin sem ég fékk skipun um að gefa
þér? •
Eckberg brosti til Óskars.
— Þau voru með öllu óþörf. Ég þekkti þig strax af
stærðinni. Þú verður að halda á honum út. Þeir eru búnir
að deyfa hann.
Óskar hafði nú hraðar hendur og batt Eckberg fag-
mannlega.
— Þakka þér hjálpina, vinur minn, sagði hann rétt áð-
ur en hann kef laði hann —Og til hamingju!
— 0 —
Um kvöldið fékk óskar pakka. I honum var skamm-
byssa með hljóðdeyfi. Óskar hafði leyst af hendi
þegnskyldu sina í brezka henum og kunni með byssu að
fara. Eigi að siður kynnti hann sér vopnið nákvæmlega
áður en hann lagði af stað til Königsplatz nokkru eftir
miðnætti.
Oskar gekk eftir götum Múnchen, þar sem næturlífið
var i f ullum gangi, léttur í lund yf ir því að geta nú loks-
ins aðhafzt eitthvað. Og svo mundi hann bráðum fá að
sjá Amöndu aftur. Hann var ekki sérlega spenntur á
taugum. Hann skyldi taka hlutina eins og þeir kæmu
f yrir.
— Þakka og sömuleiðis. Þér mun ekki veita af allri
þínni heppni.
Óskar gekk frá kef linu á sínum stað og gekk út.
Hurðin á næsta herbergi stóð á hálf a gátt. Óskar lædd-
ist þar inn. Praslov svaf þungt í rúmi með skammbyssu
á stól við hliðina á sér.
Óskar stakk byssunni ívasann, kippti sænginni ofanaf
honum og var búinn að kef la hann áður en að hann vakn-
aði almennilega. K.G.B.-maðurinn barðist um á hæli og
hnakka til að byrja með, en gaf sig fljótt þegar Óskar
sýndi honum skammbyssuna. Óskar ógnaði honum
miskunnarlaust með skammbyssunni í von um að Rúss-
inn kysi að halda líf i. Óskar vildi alls ekki vera viðriðinn
fleiri lík. Óskar batt hann svo mótþróalaust.
~7----------------T'w’--------------------1
Jæja fólk, varðandi y , Hvernig dirfistu að
ávarpa mig þannig.y
Pabbi/
\ hann bjargaði
i\lifi okkarlf,
Það’ er eina < ■ Avarpaðu
ástæöan fyrir mig „Hans
aö ég hlifi t konunglegu
honumhágöfgi”. ,
Veiztu hvað? A
Ég og Haddi erurrv
saman.E /
Ég get ekki'
beðið eftir þvi
að segja öllum
>^,frá þessu-
I'liJt I
1
Fimmtudagur
22. ágúst
7.00. Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.00.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl) 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45. Svala Valdimarsdóttir
heldur áfram lestri þýðing-
ar sinnar á sögpnni
„Malena byrjar i skóla”
eftir Maritu Lindquist (6).
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
liða. Viðsjóinnkl. 10.2^ Jón
Jónsson forstöðumaður
Hafrannsóknarstofnunar-
innar ræðir um samskipti
Islendinga við alþjóðlegar
stofnanir, (áður útvarpað i
marz). Morgunpopp kl.
10.40. Hljómplötusafnið kl.
11.00 (endurtekinn þáttur
G.G.)
12.00. Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25. Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00-A frfvaktinni. Sigrún
Sigurðardóttir kynnir óska-
lög sjómanna.
14.30. Síðdegissagan: „Katrfn
Tómasdóttir” eftir Rósu
Þorsteinsdóttur. Höfundur
les (15).
15.00. Miðdegistónleikar.
Pablo Casals leikur Svitu
nr. 1 fyrir selló án undirleiks
eftir Bach. Walter Klien
leikur Pianósónötu I B-dúr
(K281) eftir Mozart:
16.00.Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.25- Popphornið. >
17.10 Tónleikar.
17.40. Frá Egyptalandi.
Rannveig Tómasdóttir
byrjar að lesa úr bók sinni
„Lönd i ljósaskiptum”.
18.00-Tónleikar. Tilkynningar.
18.45. Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
' 19.00. Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35. Daglegt mál. Helgi J.
Halldórsson cand. mag.
flytur þáttinn.
19.40. A fimmtudagskvöldi.
Vilmundur Gylfason sér um
þáttinn.
20.20. „Grjótkast”, smásaga
eftir Gunnar Guömundsson
fyrrverandi skólastj. Þor-
leifur Hauksson les.
21.10. Frá tónlistarhátiðinni i
Bergen I maí. Itzhak
Perlmann og Vladimir
Ashkenazy leika saman á
fiðlu og pianó Sónötu i c-
moll op. 30 nr. 2 eftir
Beethoven.
21.35. Leikrit: „Leonida
kynnist byltingunni” eftir
Ion Caragiali. Aður út-
varpað i sept. 1959. Þýðandi
Halldór Stefánsson. Leik-
stjóri: Gisli Halldórsson.
Persónur og leikendur:
Leonida — Þorsteinn ö.
Stephensen. Efimitsa —
Nina Sveinsdóttir, Safta —
Helga Valtýsdóttir.
22.00. Fréttir
22.15 Veðurfregnir- Kvöld-
sagan: „Sólnætur” eftir
Sillanp'áá. Andrés
Kristjánsson islenzkaði.
Baldur Pálmason les (9)
22.35 Manstu eftir þessu?
Tónlistarþáttur i umsjá
Guðmundar Jónssonar
pianóleikara.
23.20. Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Ávallt
fyrstur
r
a
morgnana