Tíminn - 22.08.1974, Síða 16
GBÐI
J'yrir yóúan tntU
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Ringulreið í
Mósambik
NTB-Lorenzo Marques —
Háttsettir fulltrúar iönaðar-,
verzlunar og landbúnaðar i
Mósambik sendu í gær Portú-
gölsku stjórninni skeyti, i
bvcrju segir, að efnahags- og
stjórnmálaástandið i landinu
nálgist nú algjöra ringulreið.
Þeir kröfðust þess jafnframt,
að komið yrði á sterkri og
starfssamri stjórn i landinu.
Ribeiro, sem er landstjóri i
Mósambik, reyndi i gær af
öllum mætti að koma i veg
fyrir verkfall starfsmanna
miðstjórnarinnar. Sérfræð-
ingar telja, að fjárhags-
ástandið i landinu muni
versna að mun, ef gengið
verður að launakröfum
embættismannanna, en þeir
setja einnig fram þá kröfu, að
Frelimo verði þegar i stað
falin völdin i landinu og að
embættism önnum, sem
studdu fyrri stjórn i Portúgal,
verði þegar sagt upp störfum.
Vandræðin i Mósambik hafa
aukizt, vegna þess að stjórnin
i Lissabon hefur ekki komið á
nýrri stjórn i landinu, eins og
upphaflega var lofaö að yrði á
mánudaginn var, en þvi var
frestað án nokkurrar
skýringar.
Flóðin sjatna
NTB—Manila — Um það bil ein
milljón manna er nú heiinilislaus
vegna flóða á Filippseyjum, en
vatnið er nú tekið að sjatna I
Manila og á flestum flóðasvæðun-
um.
Fram til þessa hafa 78 manns
drukknaö. Flóðin valda miklu
tjóni á hrisgrjónauppskerunni á
Luzon-eyju, en ekki eru þar öll
kurl komin til grafar ennþá.
Filippinska stjórnin, alþjóða
Rauði krossinn og fjöldi annarra
stofnana hafa tekið saman hönd-
um um aö koma matvælum,
lyfjum og öðrum hjálpargögnum
til fióðasvæðanna.
Vatnið er einnig tekið að sjatna
i héruðunum umhverfis Dacca i
Bangladesh, en ástandið fer hins
vegar versnandi i suðvesturhluta
landsins.
Ekki bætti það fyrir björgunar-
aðgerðum, að skip með 700 lestir
af hveiti innanborðs fórst á
Bengalflóa, er það varð lekt eftir
að hafa rekizt á eitthvað i sjónum,
og sökk.
Bensin og
gúmmígjald
— 38 önnur gjöld felld niður
A.Þ.—Reykjavik — Fjármála-
ráðherra hcfur lagt fram á
Alþingi frumvarp til laga um
fjáröflun til vegagerðar. t frum-
varpinu er gert ráð fyrir þvi, að
lagt verði á sérstakt innflutnings-
gjald, bensingjald, sem nemur 17
krónum af hverjum bensinlitra.
Er miðað við, að þetta gjald veri
iniiheÍR’.t frá ng n.eð 1. september
n.k.
Þá er einnig gert ráö fyrir þvi,
að lagt verði á sérstakt
innflutningsgjald, gúmmigjald,
af hjólböröum, notuöum og nýj-
um, og gúmmislöngum á bifreið-
ar og bifhjól. Það gjald nemur 45
krónum af hverju kg. Þetta gjald
tekur einnig til hjólbarða og
gúmmislangna, er fylgja bif-
reiöum, sem fluttar eru til lands-
ins.
Af bifreiðum, sem nota annað
eldsneyti en bensin, skal frá og
með árinu 1975 greiða árlega
þungaskatt til rikissjóös sem hér
segir:
a) Fyrir bifreiðir allt að 2000 kg
að eigin þunga eða léttari greið-
ast 45 þúsund krónur.
b) Fyrir bifreiðir 2000 kg og
þyngri greiðast 45 þúsund krónur,
og auk þess 1550 krónur fyrir hver
íull 100 kg umfram 2000 kg. I
greinargerð með frumvarpinu'
segir m.a.:
„Með frumvarpi þessu er
annars vegar aö þvi stefnt að afla
fjár til vegagerðar og hins vegar
að fella niður 38 gjöld, sem lögð
eru á notendur bifreiða.
Gerir frumvarpiö ráð fyrir, að
gjöld af bensini hækki frá gildis
tölu laga þessara. Þá er gert ráð
fyrir, að þungaskattur disilbif-
reiða hækki þann 1. janúar n.k.
Frá 1. janúar 1975 falli hins vegar
margvislegar álögur niöur, sem
til þessa hafa veriö lagðar á bif-
reiðaeigendur. Hækkun gjald-
anna er að hluta ætlað að mæta
tekjumissi rikissjóðs vegna fækk-
unar gjaldstofna. Fyrir Alþingi
munu þvi verða lögð 4 frumvörp
um niðurfellingu gjalda. Lagt er
til, að i stað gjalda þessara verði
eitt gjald lagt á notendur bensin-
knúinna ökutækja — bensingjald
— og annaö á notendur disilbif-
reiða — þungaskattur.”
Hvað gera Akureyringar
í frístundunum?
SB—Reykjavik — A Akureyri er
nýlega hafin könnun á félags- og
fristundaiifi bæjarbúa. Þetta er
liður i viðtækri rannsókn, sem
gerö er i 12 Evrópulöndum á veg-
um Evrópuráösins. Noröurlanda-
ráö beitti sér fyrir þvi, aö Noröur-
löndin yröu meö I þessu, og kostar
Norræni menningarmálasjóöur-
inn könnun i Tampere i Finn-
landi, Stavanger I Noregi, Es-
bjerg i Danmörku, örebro i
Sviþjóö og Akureyri.
Markmið könnunarinnar er að
aöstoða bæjaryfirvöld við að bæta
skipulag nienningar- og félags-
mála meö þvi að leggja þeim i
hendur visindalegar upplýsingar
um ástand málanna á hverjum
stað. Þá er stefnt að þvi, aö hægt
sé að bera saman tölurnar frá öll-
um stööunum.
Könnunin á Akureyri hófst 1.
júli s.l., og er þess ekki að vænta,
að niðurstöður verði birtar fyrr
en eftir ár eöa svo.
Nýiar viðræður
U ■ Ankara og Nikósiu, en heir
um Kýpur?
NTB—Aþenu — Bretar komu I
gær með nýjar tillögur, sem bein-
ast að þvi að hefja að nýju i Genf
samningaviðræður um Kýpur.
Brezki ambassadorinn i Grikk-
landi, Robin Hooper, átti i gær
viðræður við Karamanlis for-
sætisráðherra, i þvi skyni að
kynna sér skilyrði grisku stjórn-
arinnar fyrir þvi að snúa aftur að
samningaborðinu.
Svipaðar aðgerðir fóru fram i
Ankara og Nikósiu, en heimildir
segja, að aðalmáli skipti að
kynnast sjónarmiðum Grikkja og
Kýpur-Grikkja, áður en hægt sé
að leggja tillögur fyrir Tyrki.
Talið er mögulegt, að Kerides,
forseti Kýpur, komi til Aþenu
næstu daga til nýrra viðræðna.
Ecevit, forsætisráðherra Tyrk-
lands, segir, að Tyrkir vilji ekki
snúa frá tillögum sinum um sér-
staka stjórn fyrir Grikki og aðra
fyrir Tyrki á Kýpur, en Tyrkir
séu fúsir til samræðna um stærð
tyrkneska svæðisins á eynni.
Selassie settur af
bróðlega?
NTB—Addis Abeba — Haile
Selassie Eþiópiukeisari, sem ekki
hefur átt sjö dagana sæla undan-
farið, hélt stutta ræðu i þinginu i
Addis Abeba i gær. Hann hvatti
þjóðina til að standa saman og
kvaðst andvigur þvi, að Erítrea
fengi sjálfstæði, þar sem hafnar-
borgirnar Assab og Massawa
væru mjög mikilvægar fyrir
fjárhag landsins.
Æ fleiri kunnir stjórnmála-
menn eru nú handteknir, og i gær
var handtekinn einn af æðstu
mönnum fjármálaráðuneytisins.
Tveir ráðherrar i núverandi
stjórn sögðu i gær, að þingmenn
þægju oftsinnis mútur, slikt væri
orðið daglegt brauð og tilheyrði
starfinu.
Asakanir um mútur og
mútuþægni eru daglegt lestrar-
efni blaða i Addis Abeba, og i
opinberum tilkynningum frá
hernum, sem tekið hefur öll völd,
er sifellt höfðað til hinnar gömlu,
lélegu stjórnar keisarans.
Blaðaáróðurinn gegn Selassie
er trúlega liður i þeirri áætlun
hersins að setja keisarann af, og
er með áróðrinum verið að kanna
viðbrögð almennings, áður en
hafizt verður handa.
Dóttur Hofnar-
forstjóra rænt
NTB-Haag — Mikið iögreglulið
leitaði i gær að fimm ára gamalli
auðmannsdóttur, sem rænt var i
fyrradag. Ræningjarnir krefjast
hálfrar fjórðu milljónar króna i
lausnargjald, en heimtuðu upp-
haflega aðeins helminginn af þvi.
Telpunni var rænt, er hún var
að leika sér utan viö heimili sitt i
auðmannah verfi bæjarins
Eindhoven. Faðir hennar er
kunnur vindlaframleiðandi i
Hollandi.
Lögreglan kveðst leita
hávaxins, dökkhærðs, ungs
manns i sambandi við ránið.
Nágrannar segja, aðbarnið hafi
æpt, þegar þvi var ekið á brott I
bláum Fiatbil.
Talsmaður Hofnar-verksmiðj-
anna, þar sem faðir telpunnar er
forstjóri, sagði I gær, að lausnar-
gjaldið væri til reiðu, og aðeins
væri beöið frekari fyrirmæla frá
ræningjunum. Sú staðreynd, að
gjaldið var tvöfaldáð, segir
lögreglan að bendi til þess, að
ræningjarnir hafi ekki vitað upp-
haflega, hver var faðir telpunnar.
Afbrýði-
semi
varð
sex
manns
að bana
NTB-Saarbrucken — Þrjátiu
og þriggja ára gamall V-Þjóð-
verji trylltist I gær og varð
fimm manneskjum að bana
með keppnisbyssu, áður en
hann skaut sjálfan sig. Að
sögn lögreglunnar er liklegt,
að afbrýðissemi hafi valdið
berserksgangi mannsins.
Meðal þeirra, sem hann varð
að bana, voru sambýliskona
hans, fyrrverandi eiginkona
og sex ára gömul dóttir.
HHJ—Rvik — Fornleifafræöingarnir, sem vinna aö uppgreftrinum f
Reykjavik, eru um þessar mundir aö hreinsa gólf á húsi, sem þeir telja
vera frá landnámsöld. Húsiö er u.þ.b. tiu metrar á iengd, en ekki er
með öllu Ijóst, hver breiddin hefur veriö. A miöju gólfi er eidstæöi, sem
sést glögglega á yfirlitsmyndinni. Þá eru i öðrum enda hússins flatar
hellur og holt undir. Mun þar vera um iokræsi að ræða. t öðrum enda
hússins fundust snældusnúðarnir tveir, sem sjást á hinni myndinni.
Hinn stærri þeirra er talinn vera úr tálgusteini úr Esjunni, en hinn er úr
innfluttu klébergi. Einnig hafa fundizt þarna tinnubrot, nagiar og fleira
smálegt. Uppgreftrinum verður haldið áfram fram í miðjan
septembermánuð. Timamyndir Róbert.