Tíminn - 01.11.1974, Page 4

Tíminn - 01.11.1974, Page 4
4 TÍMINN Föstudagur 1. nóvember 1974. Kirkja fyrir 2000 manns í 200 manna þorpi Þessi óvenjulega kirkja, sem hér sést á efri myndinni minnir mann einna helzt á Beduina- tjöld. Sá, sem teiknaði kirkjuna, er Gottfried Böhm prófessor i arkitektur. Kirkjan á að geta rUmað 2000 manns i sæti, en hún er reyndar reist i þorpi i sunn- anverðu Þýzkalandi, og ibúar þorpsins eru ekki nema 200 tals- ins. Þúsundir pilagrima heim- sækja þorpið árlega. Þarna hef- ur fólk fengið lækningu lfkt og i lindunum i Lourdres i Frakk- landi, en upphaflega var það þýzk kona, sem lét reisa fyrsta bænahúsiðá þessum stað, nánar til tekið i Wigratzbad, árið 1936, eftir að hún losnaði úr klóm Gestapo. Ekki hafa yfirvöld við- urkennt þetta sem opinbert bænahús eða kirkju, en konan, sem nú er 75 ára gömul ákvað að láta reisa i Wigratzbad annað bænahús, i þakklætisskyni fyrir björgun sina. Neðri myndin sýnir loftið i einu af smáhúsun- um. ''ÍTiTf.UUM 'UUIUH ..mUUIUinl ]§! #«,, fWiSnp," iKÍÍBI ■ Paul var rdðinn — Paula var rekin! Eiga kynskipti að leiða það af sér, að reka megi viðkomandi manneskju úr starfi? Þetta er spurning, sem dómstólarnir i Trenton i Bretlandi fá að glima við. Paula Grossman, sem sést hér á myndinni, hefur lagt mál sitt fyrir dómstólana. Hún hefur i 14 ár verið kennari við Bern- ards-tónlistaskólann, — en sem kennarinn Paul Grossman. í april 1971 gekkst hún undir upp- skurð, sem olli kynskiptum hennar (en áður hafði hún sem sagt verið talin karlmaður og hét Paul). Uppskurðurinn tókst vel og hún lét breyta nafni sinu i Paula Grossmah, en þá fékk hún uppsagnarbréf frá skóla- yfirvöldum. Þetta er mismunun kynjanna, sagði Paula og vildi fá nánari skýringu á uppsögn- inni. En skólanefndin svaraði, að þetta væri ofur einfalt mál: Við réðum kennarann Paul Grossman, en ekki kennslukon- una Paulu Grossman, hún er ekki ráðin hér við skólann. — En af hverju sögðu þeir þá Paulu Grossman upp starfi, ef hún hefur aldrei verið ráðin? spyrja menn nú. Úr þessu fær dóm- stóllinn að ráða fljótlega. , 1 2.000 krónur d klukkutímann Leena Numinen er 15 ára göm- ul. Hún er sænsk-finsk, og er ljósmyndafyrirsæta i Paris um þessar mundir. Hún er mjög vinsæl meðal myndasmiða Parisarborgar, og eftirsótt af öllum helztu tizkufrömuðum þeirrar borgar, sem vilja láta mynda hana i eða með vörur sinar. Leena getur þess vegna sett upp háar upphæðir fyrir vinnu sina, og hún fær 12.000 krónur á klukkutimann, en þrátt fyrir það er hún ekki viss um, að hún vilji halda áfram sem ljós- myndafyrirsæta. Hún er jafnvel að hugsa um að snúa sér aftur að námsbókunum, enda er það ef til vill réttara fyrir hana, á meðan hún er ekki eldri en þetta. Hún getur átt glæsta framtið, þótt hún biði enn um sinn. ★ Enskar tölvur til Síberíu Sovétrikin hafa pantað tölvur fyrir 1/2 milljón sterlingspunda frá Solartron-Schlumberger i Farmborough. Verða þær not- aðar i Siberiu til að stjórna streymi i oliuleiðslum. Þetta er i þriðja sinn, sem slikar tölvur eru pantaðar frá Solartron- Schlumberger. Þær gefa mjög nákvæmar og skjótar upplýs- ingar um þykkt oliunnar. ,,Nú deilum við i útkomuna með fjórum.” Gerðu það fyrir mig, farðu heldur einhveria aðra leiö. ■—ri'{htfft1 DENNI DÆMALAUSI ,,Ég skil. En hvar er það sett i samband við rafmagnið?”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.