Tíminn - 01.11.1974, Page 11

Tíminn - 01.11.1974, Page 11
10 TÍMINN Föstudagur 1. nóvember 1974. Föstudagur 1. nóvember 1974. TÍMINN 11 Ólafur Haukur Arnason Timamynd GE. Þótt fótt væri gert annað en minna á sannleikann öðru hverju, hefði bindindisstarfið samt mikið gildi wm ■ ■ ■ Fræbslurit um áfengi fyrir börn. Áfengisvarnaráð var stofnað árið 1954, samkvæmt lögum, sem þá voru sett. Það er skipað fimm mönnum. Áfengisvarnaráðu- nautur rikisins er sjáifkjörinn formaður ráðsins, en fjórir nefndarmenn eru kosnir i sameinuðu Alþingi af afstöðnum hverjum almennum alþingis- kosningum. Áfengisvarnaráð verður þannig kosið nú i haust. t áfengislögunum segir m.a. um hlutverk áfengisvarnaráðs: „Afengisvarnaráð fer með yfirstjórn alira áfengisvarna i iandinu. Það skal stuðla að bindindissemi, vinna gegn neyzlu áfengra drykkja og reyna I sam- ráði við rikisstjórn, áfengis- varnanefndir og bindindissamtök að afstyra skaðlegum áhrifum áfengisneyzlu. Afengisvarnaráð skal hafa um- sjón með áfengisvarnanefndum, samræma störf þeirra og vera þeim tii aðstoðar og leiðbeiningar i hvivetna. Það skal fyigjast sem bezt með áfengis- og bindindis- máium og veita hlutlausar upp- lýsingar um þau til blaða og ann- arra aðila, er óska þess. Umsagnar áfengisvarnaráðs skal jafnan leita, áður en reglu- gerðir samkvæmt lögum þessum eru settar. Aiits þess skal einnig leita varðandi verðlagningu áfengis.” Við hittum nýlega að máli ólaf Hauk Arnason áfengisvarnaráðu- naut, og skýrði hann nokkuð frá starfi áfengisvarnaráðs, en skrif- stofa þess er til húsa I Templara- höllinni við Eiriksgötu. — Svo sem i lögunum segir, sagði Ólafur Haukur, — vinnur áfengis- varnaráð með og fyrir áfengis- varnanefndir, ásamt öðrum störfum. Þær eru i hverri byggð á landinu. Þær eru skipaðar þrem mönnum i hreppum, en i kaupstöðum eru sjö i áfengis- varnanefndum, nema i Reykja- vik, þar eru niu manns i áíengisvarnanefnd. Afengis- varnanefndarmenn eru sam- kvæmt þessu 750 i landinu, og eru störf þeirra ólaunuð. Störf nefndannaeru mismunandi. Viða I fámennum hreppum eru engin vandamál, en annars staðar eru mikil og knýjandi verkefni. 1 landinu eru 20 félög áfengis- varnanefnda. Flest ná yfir eina sýslu, önnur yfir stærri svæði. Hafa þau hvert a.m.k. einn sameiginlegan fund á ári, þar sem ástand og horfur heima fyrir og annars staðar eru ræddar og samþykktir gerðar. Starfsmenn áfengisvarnaráðs eru fjórir, tveir erindrekar og skrif- stofustúlka, auk min. Ef áfengisvarnanefndir takast á hendur verkefni, sem þær hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til einar, reynir áfengisvarnaráð að hlaupa undir bagga. Þannig höf- um við styrkt ýmiss konar fræöslustarfsemi, ritgerðasam- keppni, íþróttamót og ferðalög. Eitt dæmi um þ.h. starfsemi eru svonefnd skólamót. Til dæmis eru slik mót haldin að Skógum ár- lega, og sótt af, að heita má, allri skólaæskunni i Rangárþingi. Einnig styrkir áfengisvarna - ráð starfsemi ýmissa bindindis- og áfengisvarnasamtaka, svo sem AA-samtökin, Bindindisfélag islenzkra kennara, Landssam- bandið gegn áfengisbölinu, Sam- band bindindisfélaga í skólum, Bindindisfélag ökumanna, Bindindisráð kristinna safnaða og Afengisvarnanefnd kvenna I Reykjavik og Hafnarfirði. Alþingi veitir hins vegar sjálft Stórstúku Islands fjárstyrk. 5,8 milljónir til áfengis- varna — Hve mikið fé fær Áfengis- varnaráð til ráðstöfunar? — A þessu ári fengum við 5,8 milljónir króna. Þróunin hefur orðið sú, að alltaf fer meira og meira af f járveitingunni i rekstur og laun starfsfólks. sem þó hefur ekki fjölgað. Fjárveitingin hefur ekki hækkað hlutfallslega eins mikið og allur kostnaður i þjóð- félaginu. — Hve háa styrki veitir Afengisvarnaráð bindindis- og áfengisvarnasamtökunum, sem þú minntist á áðan? — Það er stefna okkar að styrkja ekki samtökin sjálfra þeirra vegna heldur verkefni þau, sem unnið er að hverju sinni. Framlög okkar hafa vérið allt frá nokkrum þúsundum króna til smárra verk- efna og upp i 100 þúsund kr. — Hve mikils styrks nýtur Stórstúka íslands? — Á fjárlögum i ár er henni út- hlutað 1,3 milljón kr. Til saman- burðar má geta þess, að skátar fá 1,1 milljón, ungmennafélögin 2,2 milljónir og íþróttasamband Islands 9,6 milljónir. Við snúum okkur aftur að starf- semi Áfengisvarnaráðs. — Ráðið hefur með höndum og styrkir útgáfustarfsemi um þessi mál. Hafa nokkuð mörg rit verið gefin út, segir Olafur Haukur. Sem dæmi má nefna nýleg fræðslurit um áhrif áfengis, annað fyrir fullorðna, en hitt fyrir börn. Þá höfum við gefið út bók- merki með tilvitnun i orð Thomasar A. Edison, upp- finningamannsins: ,,Ég neyti aldrei áfengra drykkja. Mér hefur alltaf fundizt ég þurfa á óskertri skynsemi minni að halda”. Og Áfengisvarnaráð styður útgáfu bindindisblaða. Viö eigum dálitið af kvik- myndum, sem erindrekarnir nota við störf sin, en myndirnar eru einnig lánaðar félögum og skólum. Áfengisvarnaráð stuðlaði að þvi, að komið var af stað visinda- legum rannsóknum á áfengis- venjum þjóðarinnar. Dr. Tómas Helgason stjórnar þessum rann- sóknum, og þegar eru fengnar merkilegar niðurstöður. Þær verða þó að sjálfsögðu aldrei endanlegar, þvi þjóðfélagsgerðin breytistalltaf. Rannsóknir þessar hófust 1967, og þeim verður haldið áfram. Utvarpsráð hefur sýnt Afengis- varnaráöi þann velvilja að fá okkur dálitinn tima, til afnota hálfsmánaðarlega. Þáttur okkar hefur hlotið nafnið Til um- hugsunar, og er Sveinn H. Skúla- son, framkv æ m dastjór i Bindindisfélags ökumanna, stjórnandi hans nú, en fyrstu þættina annaöist Arni Gunnars- son fréttamaður. Skrifstofa Áfengisvarna- ráðs er upplýsingamiðstöð Mikill þáttur I starfseminni á skrifstofu Áfengisvarnaráðs er ýmiss konar ráðgjafarþjónusta. Spurningar berast frá einstak- lingum, félagasamtökum og skól- um um ótal margt I sambandi við áfengi, og önnur fikniefni. Við reynum að hafa tiltækar eins Itar- legar heimildir og unnt er til að geta veitt svör við þessum spurn- ingum. Ég álit, að við eigum að hafa slikar upplýsingar á tak- teinum. Það er oft talað um áróðursstarfsemi i sambandi við áfengisvarnir, En starf okkar er það ekki. Þetta eru blákaldar staðreyndir. — Viltu ekki nefna þær af þessum staðreyndum, sem þér finnst hvað athyglisverðastar? — Margt væri gaman að drepa á. Ég nefni fyrst áfengissölu Áfengis- og tóbaksverzlunar rikisins. Það er augljóst, ef reikningarnir væru gerðir upp, að það tjón, sem verður hér á landi i beinhörðum peningum af áfengis- neyzlu árlega, nemur hærri upp- hæð en sá ágóði, sem rikiö hefur af áfengissölunni. A þessu hafa verið gerðar rannsóknir i Banda- rikjunum, Sovétrikjunum og Noregi, og niðurstöður þeirra allra hafa orðið á þennan veg. Á vegum fyrirtækisins Industrikonsulent h.f. i Noregi var reiknað út, að þjóðhagslegt tjón Norðmanna af drykkjuskap manna, sem vinna við iðnað, nemur einum milljarði norskra króna á ári. Þarna var aðeins um einn þátt atvinnuveganna að ræða, og gera má ráð fyrir að tjónið sé svipað i öðrum greinum. I Bandarikjunum og Sovét- rikjunum -hafa menn komizt að þeirri niðurstöðu, að þjóðarfram- leiðslan væri 10% meiri, ef áfengisdrykkja kæmi ekki til. Niðurstaðan af rannsóknum hjá þessum tveim þjóðum, sem búa við gjörólik hagkerfi, er hin sama. Þó annast rikið áfengissölu i Sovétrikjunum, en einkaaðilar i Bandarikjunum. Þá er rétt að minna á, að þar sem'mikið er drukkið, þurfa of- drykkjumenn eða fólk með sem vilja lækka áfengiskaupaald- urinn og leyfa 18 ára gömlu fólki að kaupa áfengi. Hvert er álit þitt á þvi máli? — Ég er þvi algerlega andvigur. Aldurinn var lækkaður um eitt ár um leið og kosningaaldurinn varð 20 ár. 1 Kanada hefur fengizt reynsla af þessu. Þar var áfengiskaupaaldurinn fyrir þem árum lækkaður úr 21 ári i 18 eða 19 ár . Var það mismunandi eftir fylkjum. Alitið var, að með þessu væri aðeins verið að viðurkenna ástand,sem þegar væri veruleiki, þ.e. að unglingar á þessum aldri væru farnir að drekka. Sam- kvæmt niðurstöðum rannsókna einnar þekktustu rannsóknastofn- unar heims i áfengis- og fikni- efnamálum, Addicition Research Foundation i Toronto, hefur af- leiðing lagabreytingarinnar orðið sú, að unglingar á aldrinum 18/19- 21 árs halda áfram að drekka, og drekka meira en áður. Og drykkjuskapur aldursflokkanna fyrir neðan 18-19 ár jókst og þeim fjölgaði stórum, sem drukku úr þeim hópi. ölvunarakstur táninga margfaldaðist. Við vitum, að hér á landi hafa unglingar byrjað að neyta áfengis. Við þvi er nauðsyn að sporna. Norski áfengisvarnayf ir- læknirinn, Kjölstad, segir: ,,Ég hef orðið vitni að þvi, að 15 ára piltur varð drykkjusjúklingur, Rætt við Ólaf Hauk Árnason áfengisvarnardðunaut sjúkdóma af völdum drykkju- skapar allt að helming þeirra sjúkrarúma, sem til eru. Þannig er t.d. i Frakklandi. Hér er talan ekki svo há, en allt að 40% sjúklingá á geðsjúkrahúsum hér munu vera drykkjumenn. Nær öll ofbeldisbrot hér á landi eru framin undir áhrifum áfengis. Þá er ókannað, hve mikill hluti þeirra, sem leita að- stoðar félagsmálastofnana, eru hjálpar þurfi vegna eigin áfengis- neyzlu eða drykkjuskapar sinna nánustu. Ótalið er það verðmætatjón, sem verður af ölvun við akstur, i heimahúsum og annars staðar. Loks er það, sem aldrei verður bætt og ekki er hægt að meta til fjár — áhrifin, sem drykkju- skapur foreldra hefur á börn. Unglingur getur orðiö drykkjusjúklingur á faum mánuðum — Það er oft fárazt yfir drykkju- skap unglinga. Hann er að visu alltof mikill. En mér hefur stund- um fundizt hann smávægilegt vandamál miðað við drykkjuskap foreldra. Þeir hljóta jafnan að vera fyrirmyndin. Þeir móta rikj- andi viðhorf og venjur. Þeirra er ábyrgðin. Og það er eldri kynslóðin, sem sér um að vininu er dreift. — Nú heyrast stundum raddir þótt aldrei drykki hann annað en öl. Unglingur getur orðiö drykkjusjúklingur á örfáum mánuðum, vegna þess að miðtaugakerfið hefur ekki náð fullum þroska. Drykkjusýki er að jafnaði nokkur ár að hertaka fullorðið fólk. Hins vegar þarf ekki nema jafnmarga mánuði til að gera ungling að drykkju- sjúklingi.” Rannsóknir hafa m.a. leitt i ljós, að karlar, sem voru 40-49 ára fyrir tveim árum, höfðu að jafnaði byrjað að drekka 19 ára gamlir, en konur á sama aldri 21 1/2 árs. Synir og dætur þessa fólks, eða fólk, sem þá var á aldrinum 20-29 ára, hafði hins vegar byrjað 16 (karlar) og 17 ára (konur) Þessar tölur eiga einungis við um Reykvikinga. Og við höfum ástæðu til að ætla, að byrjunaraldur drykkju fari enn lækkandi. Jákvæðar hliðar Hins vegar fékkst einnig gleði- leg niðurstaða úr þessari könnun, nefnilega sú, að bindindisfólk er fleira hér i höfuðborginni en viðast annars staðar á Vestur- löndum. 13% fólks á aldrinum 21- 49 ára reyndist vera algerir bindindismenn. Afengisneyzla á ibúa er hvergi á Norðurlöndum lægri en hér, og ef gluggað er i tölur um áfengis- neyzlu annarra Evrópuþjóða, eru Tyrkir einir fyrir neðan okkur. Hins vegar neyta ýmsar aðar þjóðir litils áfengis, svo sem ísraelsmenn, ibúar Kúbu og Perú, svo og ýmissa þróunar- landa. Múhameðs- og Búddatrú- armenn neyta að jafnaði ekki áfengis. Eflaust veldur það miklu um að ástandið er þó ekki verra hér, að áfengur bjór er ekki leyfður. Drykkjusýki barna i Danmörku er orðin slikt vandamál, að Danir hafa leitað aðstoðar Svia og Norðmanna. Þar er ekki óal- gengt, að 10 ára börn komi drukkin i skólann. Eflaust á þetta rætur að rekja til áfenga ölsins, og þó eru þeir til i hópi þessarar frændþjóðar okkar, sem finnst fáranlegt að við höfum ekki áfengan bjór á boðstólum. Þá virðast enn til hér Is- lendingar, sem undir yfirskyni frelsisástar berjast með oddi og egg fyrir sterka bjórnum. Við virðumst margir vera ákáflega seini að viðurkenna stað- reyndir um áfengismál. — Þetta hlýtur að vera rétt, segja menn, þegar rætt er um niðurstöður rannsókna á sild og þorski, — það er búið að kanna þetta. En sömu sögu er ekki .. að segja um áfengi. Þar er sjálfsagt að hafa persónulega skoðun, þó að hún stangist á við niðurstöður rannsókna. Þar virðist erfitt að lita á málin án þess að ,hnúta- baslið i sálinni”, eins og Þor- bergursegir, „rými skynsamlegu viti út i yztu myrkur.” Reynsla Svia af áfengum bjór er slæm. Þó er reynsla Finna miklu hræðilegri, en sala áfengs öls var leyfð i Finnlandi árið 1970. Fyrir þann tima var áfengis- neyzla Finna allmiklu minni en Svia. 1 fyrra var hún orðin meiri, og hafði neyzlan þó aukizt veru- lega i Sviþjóð, þar til I fyrra. Eftir að áfengt öl var leyft i Finnlandi, hefur ásókn i sterka drykki aukizt gifurlega, þótt þvi sé oft haldið fram, að menn neyti minna magns af sterkum drykkj- um, ef áfengt öl sé i boði. A tveim árum eftir 1970 fjölgaði of- beldisásum um 51% og alvar- legum glæpum, fyrst og fremst morðum, fjölgaði um 61%. Breyting i nánd? Æ fleiri þjóðir virðast nú vera að viðurkenna að áfengi sé hættu- legt fikniefni. Afengismál voru i fyrsta sinn rædd i Evrópuráðinu fyrir ári, og itarlegar tillögur og áætlanir gerðar um þau. Þeim rikjum fjölgar sem banna að auelýsa áfengi. Evrópuráðið hvetur mjög til að hækka verð á áfengi. En það er viðurkennd staðreynd, að þaö er einkum tvennt, sem dregur úr áfengisneyzlu — hömlur og hátt verðlag. — Þrátt fyrir ógnvekjandi stað- reyndir virðist áfengisneyzla ekki fara minnkandi? — Nei, þvi miður. Þó hefur Frökkum tekizt að draga úr áfengisneyzlu með hömlum, en með þeim var áfengisbölið orðið skelfilegt, og er enn. Ýmislegt virðist benda til að áfengisneyzla i Sviþjóð hafi staðið I stað upp á siðkastið, eða a.m.k. aukizt minna en i nágrannalöndum Svia. Þar er bindindishreyfingin til- tölulega sterk, og þingið hefur verið henni vinveitt og veitt rif- legar fjárhæðir til starfa hennar. Sænski menntamálaráðherrann hefur verið talsmaður aukinna fjárveitinga til bindindis- hreyfingarinnar. Það er ákaflega gleðilegt fyrir 223 formenn áfengisvarnanefnda hérlendis, að Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra er sá 224., en hann er for- maður nefndarinnar i sinni sveit, og hann hefur ekki sagt af sér þvi starfi, þó að hann hafi tekið við áby rgðarmiklu embætti. Viðbrögð Vilhjálms við vinveitingum i opinberum veizl- um eru mjög ánægjuleg. Það er oft talað um, að það þurfi að breyta almenningsálitinu hvað snertir áfengi. En hver veit um almenningsálitið? Er það kannski skálkaskjól fyrir andvaraleysi og sofandahátt? Ég fæ ekki betur séð en almenningsálitið sé alveg á bandi Vilhjálms. Þetta er einmitt spor i rétta átt. Jón Arnason prentari sagði einu sinni: Sorinn lekur alltaf niður. Þvi þarf að byrja efst. Það taka fáir drykkjuræfil sem er öllum byrði, sér til fyrirmyndar. öðru máli gegnir með þá, sem meira mega sin. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir að hætta að bjóða áfengi i opinberum samkvæmum, jafnvel þó að við gerðum það einir þjóða. En svo vill til að fjöl- mennasta þjóð veraldar, Ind- verjar hafa aldrei áfenga drykki um hönd við slik tækifæri. Og flestir ráðherrar norsku stjórnar- innar i tíð Korvalds forsætisráð- herra veittu ekki áfengi. I Noregi hefur verið hafin barátta fyrir afnámi tollfriðinda vegna áfengiskaupa, sem far- menn, flugliðar og ferðafólk nýtur. Þeir sem berjast fyrir þessu telja þetta fólk ekki verst efnum búið i þjóðfélaginu, og þvi ekki ástæða til að það njóti sér- stakra friðinda. Þetta er réttlæt- ismál, og einnig er fjarstæða, að ákveðnir hópar rikisstarfsmanna fái að kaupa áfengi tollfrjálst. Það er gróft siðleysi. Áfengisvarnir — ofdrykkjuvarnir Menn rugla stundum saman áfengisvörnum og ofdrykkju- vörnum, sagði Ólafur Haukur enn fremur, þegar við ræddum um störf áfengisvarnaráðs. Afengis- varnir stefna fyrst og fremst að þvi að koma i veg fyrir að fólk verði áfenginu að bráð. Of- drykkjuvarnir eru hins vegar hjálp við þá, sem eru á leiðinni að verða háðir áfengisneyzlu eða eru þegar orðnir áfengissjúklingar. Það er auðvelt að vita, hvort of- drykkjumanni hefur verið bjargað eða ekki. En hins vegar vitum við ekki, hver árangur er af áfengisvarnabæklingi, sem gefinn er út. Ýmsar rannsóknir benda til að áfengisfræðsla þurfi að fara fram fyrr en tiðkazt hefur, eigi hún að bera árangur. Rannsókn, sem gerð var i Skotlandi fyrir tveim árum, sýndi, að börn á aldrinum 7-9 ára voru móttækilegust fyrir fræðslu um áhrif áfengis. En það er öfugt við það, sem viö höfum haldið fram að þessu. Samkvæmt rannsókninni höfðu 11-12 ára gömul börn þegar tamið sér ákveðna afstöðu til áfengis og ákveðin viðbrögð þegar rætt var um áfengismál. Hér hefur lengi verið lögð megináherzla á áfengisfræðslu i 12 ára aldursflokkum. Margt virðist benda til að þessi fræðsla eigi að fara fram þegar börnin eru yngri. En gæta ber þess, að áfengismál eru mjög viðkvæmt og vandmeðfarið efni og heiman- búnaður barnanna misjafn. Aldrei er nægilega varlega með þessi mál farið vegna hugsan- legra tengsla barnanna við drykkjufólk. Og öll bindindis- fræðsla krefst gifurlega mikils af kennaranum. 1 Reykjavik, Kópavogi og Hafnarfirði hefur verkaskipting orðið. sú, að félagsmálastofnanir bæjanna hafa annazt of- drykkjuvarnir en áferigisvarna- nefndir áfengisvarnir. A öðrum stöðum hafa áfengisvarna- nefndirnar verið til aðstoðar of- drykkjumanninum og fjölskyld- um þeirra, og hefur oft verið þörf á þessu starfi og mikið unnið, einkum á Suðurnesjum og Akur- eyri. Hvað gera þeir, sem gert hafa menn að ofdrykkumönnum? Andstæðingar bindindis- hreyfingarinnar segja oft: Hvað gerið þið fyrir ofdrykkjumenn? Mér finnst bezta svarið við þessari spurningu vera: Hvað gera þeir, sem gert hafa þessa menn að ofdrykkjumönnum? Hvað gera umboðsmenn áfengis- groðans? Hvað gera veitinga- menn og þjónar. — Og er það eðlilegt að þjónar hafi hærra kaup þvi meira sem drukkið er? Hvers vegna vinna matreiðslumenn við þeirra hlið á mánaðarkaupi, meðan þeir hafa prósentur af þvi áfengismagni, sem þeir selja? Farið er i kring um bann við auglýsingum á áfengi. Lævisar áfengisaulýsingar leitast við að fá fólk til að ánetjast gerviþörfum. Ég. nefni sem dæmi poka með áfengisauglýsingum, sem stund- um hafa verið notaðir undir varning i tollfrjálsu verzluninni á Keflavikurflugvelli. Þá eru glæstir barir þegjandi auglýsing um að það, sem þar er á boðstólum, sé eitthvað fint og girnilegt. Lögum samkvæmt eiga vinveitingastaðir að hafa á boðstólum fjölbreytt úrval óáfengra drykkja. 1 beztu veitingahúsunum er séð um að svo sé, en alls ekki á öllum stöðum. Ég tel að rétt sé að huga að þessu og svipta þá staði vin- veitingaleyfi, sem ekki hafa óáfeng vin og aðra óáfenga drykki i úrvali I boði. Eins leikur áreiðanlega vafi á að á ýmsum veitingahúsum sé þeim skil- yrðum laga fullnægt að þar sé fyrsta flokks matur á boðstólum. Þá hafa ýmsir veitingastaðir úti á landi fengið vinveitingaleyfi á þeim forsendum að þar sé verið að þjóna erlendum ferðamönn- um. Raunin er hins vegar sú, að barir þessara vinveitingahúsa eru fyrst og fremst sóttir af Is- lendingum. 1 kjölfarið hefur fylgt að þeim, sem i nágrenni búa, hef- ur verið gert lifið leitt með ókyrrð, sem stöðunum hefur fylgt, og ölvun við akstur hefur aukizt. I þessu sambandi er rétt að taka fram, að fáránlegt er að tekið skuli mark á tillögum þeirra manna um áfengismál, sem sjálf- ir hafa hag af áfengissölu. Algert frelsi ekki til lengur Nú á timum er algert frelsi i áfengismálum ekki til hjá nokkurri menningarþjóð. Afengisneyzla og áfengisböl hald- ast algerlega i hendur. Þvi meira áfengismagns, sem þjóð neytir, þvi meira tjóni veldur áfengið, og þvi fleiri áfengissjúklingar eru meðal þjóðarinnar. Þetta er staðreynd, sem ýmsir heimska sig þó á að andmæla.' Eina raunhæfa leiðin til úrbóta er þvi að minnka heildarneyzluna meðan timi er til, en ekki biða eftir tjóninu. Þau tæpu tvö ár, sem hér var algert áfengisbann, frá þvi 1. jan- uar 1915 fram i nóvember 1917 var ekki til áfengisvandamál hér á landi, og tæpast afbrot heldur. Fangahúsið við Skólavörðustig var leigt sem ibúðarhúsnæði. En lélegir embættismenn, sennilega drykkfelldir sjálfir, eyðilögðu þetta, og „læknabrennivinið” var leyft 1917. Rothöggið kom siðan utanfrá, þegar við vorum þvingaðir til að kaupa „Spánar- vinin” 1922. Upp frá þeim tima hefur áfengisneyzla þjóðarinnar stöðugt aukizt, fyrst með sterku vinunum 1935 og siðan tilkomu vlnveitingastaða eftir 1950. A erfiðleikaárunum 1968-’69 dró nokkuð úr áfengisneyzlunni, en hún hélzt greinilega i hendur við þjóðartekjur. Þrátt fyrir þetta er oft talað um að bannið hafi gefizt illa og senni- lega hefur aldrei verið logið eins miklu um nokkurt timabil Is- landssögunnar og um þessi tvö ár. Einnig hefur oft verið talað um að bannið i Bandarikjunum hafi gefizt illa. Þó telur rithöfundur- inn Upton Sinclair það hafa verið svo mikilvægt og leyst slikan þjóðarvanda að þvi verði jafnað við afnám þrælahaldsins. En eftir að það var afnumið hefur allt farið á verri veg i áfengismálum þar vestra. Afengissjúklingar i Bandarikjun- um eru taldir um 10 milljónir, sem svarar til að 10.000 áfengis- sjúklingar væru hér, en til allrar hamingju er það 4-5 sinnum hærri tala en sú raunverulega. Menn viröast ekki þora að viðurkenna staðreyndir um áfengismál. Vita menn t.d. að drykkju- sjúklingar hér á landi eru fleiri en krabbameinssjúklingar? Og þeim fækkar ekki, þótt takist að lækna einhverja, þvi alltaf bætast nýirihópinn.Drykkjusýki veldur auk þess miklu meira böli meðal aðstandenda sjúklinganna en aðrir sjúkdómar. Það er lika eins og menn þori ekki að skipa áfengi á bekk með deyfilyfjum. Og enn tala menn um að hressa sig á áfengi þótt vitað sé, að áhrif þess eru alls ekki hressandi. Einnig er neyzlu áfengis oft jafnað við neyzlu annarra efna, sem ekki eru fikni- efni. Það er ef til vill erfitt að losna undan þessum vanabundna hugsunarhætti, en án þess er þó ekki hægt að taka alvarlega á i þessum málum. Mitt álit er, að þótt Afengis- varnanefndir og bindindis- hreyfingin gerðu fátt annað en að minna fólk á sannleikann öðru hverju, þá hefði starf þeirra samt mikið gildi. En bindindishreyfingin stendur raunar fyrir ýmiss konar menningarstarfi. Ef á vegum hennar eru þúsundir manna að virku félagsstarfi, má lita á þá starfsemi sem einn af hornstein- um lýðræðis, og það hefur gildi út af fyrir sig. Um tiu þúsund munu nú vera félagar i bindindishreyfingunni. Almenningur fréttir ekki um hvern drykkjumann, sem gengur i bindindisfélag og hættir Framhald á 19. siðu THOMAS A. EDISON sagði: „Ég neyti aldrei áfengra drykkja. Mér hefur alltaf fundizt ég þurfa á óskertri skynsemi minrii að halda.“ Bókmerki áfengisvarnaráðs.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.