Tíminn - 01.11.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.11.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 1. nóvember 1974. heim til Katrínar að loknu dagsverki með dálitinn poka- skjatta á bakinu. Katrín táraðist af geðshræringu og þröngvaði Betu til þess að þiggja helminginn af kartöflunum að iaunum. Beta hafði tiltölulega enn minna fyrir sig að leggja heldur en hún. Seint um haustið kom Seffer gamli upp að Klif i og af- henti Katrínu ullarpoka. /,Þetta er ullin drengsins. Ég sagði kvenfólkinu að klippa kindina þína, því að þú hefur ekki verið til stór- ræðanna í haust", sagði hann. „Kindina mína?" „Já, svo sannarlega, sagði Eva. Kindina drengsins, á ég við. Það gekk lamb undir henni á hólmanum í sumar. Þúgefur hafthana hjá okkur í vetur, — viðerum vel birg af heyjum, guði sé lof, — en lambinu skaltu slátra núna fyrir jólin. Katrínu langaði mest til að vef ja örmunum utan um hálsinn á karlinum og kyssa óhreint, skeggjað andlit hans. Ullin af ánni og kjötið af lambinu kom sér meira en vel um miðjan veturinn. Þessi vinsemd gerði henni jólin aðsannri hátíð. Þau hefðu annars orðið döpur, því að Jó- hann kom ekki heim f yrr en eftir nýár að þessu sinni. Hann hafði í ráðleysi sínu keypt heilmikið af dýrum leikföngum handa eldri drengnum, og þótt Katrín gæti ekki annað en tekið þátt í hrifningu barnsins, var hún öðrum þræði vonsvikin. Það var ekki hægt að seðja hungrið eða skýla nekt sinni í vetrarkuldunum með leik- föngum. Hún varð ekkert undrandi, þegar hún heyrði Svensson væla: „Það get ég bölvað mér upp á, að ekki hafði ég efni á að kaupa svona leikf öng handa börnunum mínum, þegar ég var á sjó sem kapteinn og fékk kapteinslaun og átti hálfa skútuna, sem ég var á. En fátæklingarnir eru ekki að knepra við sig nú á dögum". Katrínu virtist sem yngri drengurinn myndi verða óheppinn um flesta hluti. Fyrsta æviskeið hans var gerólíkt því, sem verið hafði um hinn drenginn, og nú, þegar hann þarfnaðist umfram allt óskiptrar umönnun- ar hennar, komst hún að raun um, að hún var orðin van- fær á ný, svo að þessi litla, veikgerða vera varð strax að þoka um set fyrir nýju barni. Þetta sumar hafði komið leki að „Fríðu", svo, að hún var ekki lengur sjófær. Jóhann kom heim í sláttarlok. Og Katrín þakkaði guði f yrir, að hún skyIdi þó ekki verða ein um það leyti, sem hún átti sín von. Allir þorðu að lána Jóhanni bát, og í þetta skiptið sótti hann Ijósmóðurina sjóveg út í Langnes. Dag nokkurn sat Jóhann fyrir framan Katrínu, sem hvíldi hjá nýfæddu barninu. Þá spurði hann hana, hvernig hún hefði farið að með Ijósmóðurina árið áður, er hann var ekki heima. Og nú fyrst sagði Katrín honum, að í það sinn hefði hún engrar annarrar fæðingarhjálpar notið heldur en þeirr- ar, sem Beta gat látið í té. Hann þagði við um stund og virtist hugsi, og fór svo að segja konu sinni frá því, hvernig hann hljóp hús úr húsi vormorguninn góða fyrir hálf u f jórða ári og bað um hest að láni til þess að sækja Ijósmóðurina. Katrin starði undrandi á hann. „Og þetta hefurðu aldrei sagt mér fyrr", sagði hún. ,,0-nei", svaraði maður hennar. Þá fór hún að hlæja. Hún hló innilegar heldur en hún hafði gert í háa tíð, og tárin hrundu niður vanga hennar. „Vesalings Jóhann", sagði hún. „Þetta hefur bitnað langtum meira á þér en mér. Og að hugsa sér, að þú skildir hlaupa hús úr húsi til þess að biðja um hest! Svona ert þú, Jóhann — allt of samvizkusamur. Hvað heldurðu, að ég hefði gert, ef þú hefðir legið hér og ég hefði ætlað að sækja Ijósmóðurina? Ég hefði, skal ég segja þér, farið rakleitt í næsta hesthús og tekið þar hest". Jóhanni varð ekki um sel. ,, En það hefði verið þjófnaður. Þeir hefðu orðið æf ir". „Þeir hefðu þá mátt verða æf ir. Þjóf naður, Jóhann, er ekki alltaf glæpur, heldur réttvísi stundum". Hann starði á hana með undrun og virðingu. Honum datt aldrei í hug að bera á móti því, að kona hans væri miklu, miklu fremri en hann, hvort heldur var andlega eða líkamlega. Jóhann hafði komið svo snemma heim í þetta sinn, að hann fékk vinnu við að þreskja vorsáðið, og þegar því var lokið, hófst kartöf luupptekningin. Hann var óvanur slíkum verkum og striðbusalegur við þau, og Katrín varð þess oft áskynja, að fólk bæði hæddist að ódugnaði hans og henti gaman að sjóaravísum hans og lygasögum. Einu sinni fékk hann lánaða bátkænu og dró á við einn hólmann. Það kvöld kom hann heim með nýjar geddur, sem var óvanalegt lostæti á heimilum kotalýðsins. Stundum bað Kalli Seffer hann að vera sér innan handar við að leggja lóðir. Seffer átti bát og veiðarfæri, en Jó- hann útvegaði beitu. Hann átti líka að leggja lóðirnar og vitja um þær. Það var mestmegnis aborrar, sem þeir veiddu, og það, sem kom í Jóhanns hlut, saltaði Katrín og geymdi til vetrarins. lill! iiiiB Föstudagur 1. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Rósa B. Blöndals held- ur áfram að lesa söguna „Flökkusveininn” eftir Hextor Malot (17). Þing- fréttirkl. 9.45. Spjallaö við bændurkl. 10.05 ,,Hin gömlu kynni” kl. 11.00: Strauss kvartettinn leikur Strengja- kvartett i C-dúr op. 76, „Keisarakvartettinn”, eftir Haydn / Erna Spoorenberg og hljómsveitin St. Martin- in-the Fields flytja „Exultate Jubilate”, tón- verk fyrir sópran, strengja- sveit, óbó og horn (K 165) eftir Mozart / Juiius Kat- chen pianóleikari, kór og Sinfóniuhljómsveit Lundúna flytja Kóralfanta- siu op. 80 eftir Beethoven. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan „Fanney á Furuvöllum” eftir Hug- rúnu Höfundur les (2). 15.00 Miðdegistónleikar. Willi- am Bennett, Harold Lester og Denis Nesbitt leika þrjár fluatusónötur eftir Handel. André Saint-Clivier og Paillard kammerhljóm- sveitin leika Konsert i G-dúr fyrir mandólin og hljóm- sveit eftir Hummel; Jean- Francois Paillard stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið, 17.10 Ctvarpssaga barnanna: „Hjalti kemur heim” eftir Stefán Jónsson Gisli Hall- dórsson les (2). 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Tónleikar Sinfónlu- hijómsveitar tslands i Háskólabiói kvöldið áöur. Hljómsveitarstjóri: Kar- sten Andersen. Einleikari á fiðlu: Vaclav Hudecek frá Tékkóslóvakiu a. Sinfónía nr. 1 i c-moll eftir Anton Bruckner b. Fiðlukonsert i D-dúr op. 35 eftir Pjotr Tsjaikovský. — Jón Múli Arnason kynnir tónleikana 21.30 (Jtvarpssagan: „Gang- virkið” eftir Ólaf Jóh. Sig- urðsson.Þorsteinn Gunnars- son leikari les (10). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Frá sjón- arhóli neytenda Jón Óttar Ragnarsson lektor skýrir frá matvælarannsóknum i viðtali við Baldur Guðlaugs- son 22.35 Tiu á toppnum. örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 1. nóv.1974 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.40 Tökum lagið. Brezkur söngvaþáttur. Hljómsveitin „The Settlers” og fleiri leika og syngja létt lög. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 21.10 Kapp með forsjá. Brezkur sakamálamynda- flokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Kastljós. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónar- maður Ólafur Ragnarsson. 22.35 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.