Tíminn - 01.11.1974, Síða 17

Tíminn - 01.11.1974, Síða 17
Föstudagur 1. nóvember 1974. TÍMINN 17 N-lrar unnu óvæntan sigur... — þeir lögðu HAA-lið Svía að velli í Stokkhólmi Norður-lrland vann mjög óvæntan sigur yfir Sviþjóð i Stokkhólmi s.l. miðvikudag, i knattspyrnuleik, sem var liður i Evrópukeppni landsliða, riöli 3. Ekki var búizt við miklu af liði N-trlands fyrir ieikinn, þar sem þeir töpuðu fyrsta leik sinum i Osló fyrir Noregi 1-2. En þegar eftir 22 minútur höfðu trarnir náð 2-0 forystu, fyrst skoraði Nicholl (Aston Villa) eftir hornspyrnu frá Mcllroy (Manch. Utd.) og siðan skoraði O’Neill (Nottingham) með mjög góðu skoti af um 20 metra færi. Þrátt fyrir að Sviarnir væru með HM lið sitt tókst þeim ekki að komast yfir þetta áfall, og var framlina þeirra sérstaklega bitlaus, þrátt fyrir að Sandberg og Edström væru þar i fremstu víglinu, en þau skot, sem komu á mark tr- anna, átti Pat Jennings auð- velt með að sjá um. FH-ingar leika sína heimaleiki á möl... — í 1. deildar keppninni í knattspyrnu næsta keppnistímabil. Trassaskapur stöðvar framkvæmdir við grasvöllinn í Hafnarfirði Skozkur sigur Skotar unnu sigur yfir tslending- um i landsleik i blaki, sem fór fram I Edinborg á miðvikudags- kvöldið. Lauk leiknum með sigri Skota 3:0. Þeir unnu yfirburða- sigur i fyrstu hrinunni 15:4, en i annarri og þriðju lotu náði is- lenzka liðið að veita Skotum harða keppni og voru þær hrinur mjög spennandi — Skotar unnu þær 15:13 og 15:11. FH-ingar, nýliðarnir i 1. deildar keppninni í knattspyrnu, leika heimaleiki sína næsta keppnistimabil á malar- vellinum i Kaplakrika. Nú er útséð um að gras- völlur þeirra, sem unnið hefur verið að frá þvi 1968, verði tilbúinn fyrir keppni næsta sumar, Noregur tapar... Júgóslavía sigraði Noreg I lands- leik leikmanna undir 23ja ára aldri í Belgrad s.l. miðvikudag, með 2-0. Bæði mörkin komu seint i leiknum, Primorac skoraði á 74. minútu og Savic á 80. minútu. Leikur þessi var liður I Evrópu- keppninni fyrir landslið leik- manna undir 23ja ára aldri. þar sem ekki er byrjað að tyrfa hann. Eins og komið hefur fram, þá lýstu bæjaryfirvöld i Hafnarfirði þvi yfir, að loknum siðasta leik FH- liðsins i 2. deild, að Hafnarfjarðarbær myndi gefa FH-ingum peningaupphæð, sem svaraði kostnaði við að tyrfa völlinn. FH-ingar voru bjartsýnir á að þeir myndu geta lcikið á grasvelli næsta keppnistimabil, og hófu þvi strax undirbúning i þeirri trú, að hægt yrði að tyrfa völlinn I haust. En þá kom babb i bátinn, sem stöðvaði framkvæmdirnar við grasvöllinn. SI. vor var lagt vatn og rafmagn að nýja búnings- húsinu við malarvöllinn i Kapla- krika, og var grafinn skurður í gegnum vallarstæðið á gras- veilinum. Svo illa var gengið frá skurðinum, að framkvæmdir við grasvöllinn stöðvuðust. FH-ingar fóru fram á lagfæringu á þess- um skurði, og að hann yrði fluttur út fyrir — að jaðri vallar- stæðisins. Það hefur enn ekki verið gengið frá þcssum skurði, og geta FH- ingar þvi ekki borið þann salla á vallarstæðið, sem þeir þurftu að gera áður en til tyrfingar kæmi. A þessu sést, að það er ekki FH-ing- um að kenna, þó að þeir leiki ekki á grasvelli næsta keppnistimabil, heldur er það þeim aðila að kenna, sem trassar aö ganga frá skurðinum, sem var grafinn i gegnum völlinn. -SOS. A-Þjóðverjar í öldudal... Þeir höfðu ekki roð við Skotunum Það reyndi ekkert á unnu góðan sigur 3: Skotar léku vináttuleik við A-Þýzkaland á Hampden Park s.l. mið- vikudag og unnu verð- skuldaðan sigur 3-0. Áhorfendur voru 39.445 talsins. Mikil forföll voru i skozka liðinu, Billy Bremner, David Hay, Danny McGrain, Harvey í skozka markinu, þegar Skotar 0 d Hampden Park og Peter Lorimer voru allir meiddir og Jim Holton var borinn af velli eftir 11 minútna leik, eftir að hafa lent i árekstri við Þjóðverjann Weise. Þrátt fyrir þessi forföll höfðu Skotar yfirhöndina allan timann og lið A-Þýzkalands virðist vera i einhvers konar öldudal um þessar Fantabrögð dugðu ekki — Ungverjum til að stöðva Leighton James. Hann splundraði vörn þeirra hvað eftir annað og var maðurinn á bak við sigur Wales 2:0 LEIGHTON JAMES átti stórleik gegn Ungverjum I Cardiff. Wales vann góðan sigur yfir Ungverjalandi I Cardiff á mið- vikudaginn i riðli 2 i Evrópu- keppni landsliða. Ungverjarn'- ir komu með það i huga að ná ööru stiginu með sér heim, og léku þvi mikinn varnarleik. En þeir réðu ekkert viö Leigh- ton James (Burnley), sem átti stórleik, og til þess að lialda honum iskefjum, notuðu Ung- verjarnir yfirleitt fantabrögð. Mönnum þótti undarlegt, að dómari leiksins bókaði Ung- verjana ekki, þrátt fyrir fantaskap þeirra. Lið Wales var miklu betra en lið Ungverjanna i mark- alausum fyrri hálfleik, en á 59. minútu leiksins lék James illi- lega á bakvörð Ungverjanna einu sinni sem oftar og gaf vel fyrir markið. Þar lagði Gii Reece knöttinn fyrir fætur Arfon Griffiths sem skoraði laglegt mark. Griffiths þessi leikur með 3. deildar liðinu Wrexham, og var þarna að leika sinn fyrsta landsleik á heimavelli, 32ja ára gamall. A 85. minútu leiksins var James enn á ferð. Hann einlék i gegn- um vörn Ungverjanna og frá endamörkunum gaf hann háan bolta fyrir markið, þar sem „Stóri” John Toshack var og skallaði inn. 2-0 fyrir Wales gefur alls ekki rétta mynd af gangi leiksins, 5-0 hefði verið réttari tala, og þeir 8.445 áhorfendur, sem fylgdust með leiknum, fóru heim mjög ánægðir með landslið Wales. Ó.O. mundir. Sparwasser fékk tvö góð tækifæri fyrir A-Þýzkaland i byrj- un leiksins, en misnotaði bæði. Skotar skoruðu fyrsta markið á 32. minútu, er Hutchinson skoraði úr vitaspyrnu eftir að Kirsche hafði brugðið Joe Jordan. Þrem- ur minútum seinna skoraði Kenny Burns (Birmingham) eftir sendingu frá Jardine. Þannig var staðan i hálfleik, 2-0 fyrir Skot- land. f seinni hálfleik fóru A- Þjóðverjar að beita hörkunni og voru þrir bókaðir, en Skotar létu ekki koma sér úr jafnvægi og bættu við enn einu marki, þar var Dalglish (Celtic) að verki á 75. minútu. Jurgen Croy var i marki A-Þjóðverja og varði hann mjög vel, en Harvey i marki Skota átti mjög rólegan dag, það reyndi svo að segja ekkert á hann, það segir meira en mörg orð um gang leiks- ins. Ó.O. Firma- keppni — í körfuknattleik Stjórn Körfuknattleikssam- bandsins hefur nú ákveöið að hleypa af stað firmakeppni. Keppni þessi verður með talsvert nýju sniði, óliku þvi, sem áður hefur verið viöhaft varöandi firmakeppnir. Þátttakendur i keppninni verða þeir leikmenn, sem skipa lands- liðshópinn i karlaflokki, alls um 20 talsins. Keppnin fer þannig fram að einn leikur gegn einum, og fara leikirnir fram i hálfleik á leikjum fslandsmótsins. Þegar leikmaður (firma) hefur tapað tveim leikjum, er hann úr keppni. Annars verður hver leikur leikinn þar til annar aðilinn hefur skorað 10 körfur — en leikurinn verður að vinnast með 4 stiga mun. Fyrirmyndin að þessari keppni er sótt til Bandarikjanna, en þar er keppni með þessu sniði mjög vinsæl. Körfuknattleikssamband Is- lands mun gefa vegleg verðlaun til handa þeim, er sigur ber úr býtum i keppninni. Gefist þessi tilraun vel, er fyrirhugað að veita öllum leik- mönnum 1. deildar rétt til þátt- töku á næsta ári.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.