Tíminn - 01.11.1974, Síða 20
r
Föstudagur 1. nóvember 1974.
-
Tíminn er
peningar
Augiýsitf
í Timanum
v.
gSðí
fyrir góéan mat
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
HORNA
Á MILLI
Reuter-Beirut. — Búðir flótta-
manna frá Palestinu báru
þess merki I gær, að átök milli
f jandsa mlegra flokka
Paiestinuaraba stæðu fyrir
dyrum.
Yasser Arafat, leiötogi
PLO, er sagður taka á sig
verulega áhættu — pólitlskt
séð — með þvi að hitta Hussein
Jórdaniukonung að máli.
Fjöldi Palestinuaraba getur
ekki fyrirgefið Hussein fram-
komu hans I garö skæruliða
Palestinuaraba, er þeir voru
flæmdir frá Jórdaniu af her-
mönnum konungs á árunum
1970-1971.
Ekki lá ljóst fyrir I gær,
hvort þeir Arafat og Hussein
héldu fund einir, eða hvort
Anwar Sadat Egyptalands-
forseti og Hafez Al-Assad Sýr-
landsforseti sætu einnig
fundinn, en fréttir frá
Palestinu bentu til, að siðari
kosturinn yrði ofan á.
Arafat: Teflir djarft.
Reuter-New York. — Alríkis-
dómari f New York stefndi I
gær fuiltrúum Bandarikja-
stjórnar fyrir rétt og bauð
þeim að sanna heimild full-
trúa PLO (Samtaka
Palestinuaraba) tii að fá að
koma til Bandarikjanna.
öfgasamtök Gyöinga hafa
krafizt þess, að fulltrúum
PLO, sem boðið hefur verið til
allsherjarþings S.Þ., verði
meinað að stiga fæti á banda
riska jörð, vegna þeirra
ofbeldisverka, sem PLO hefur
tekið á sig ábyrgð á undan-
farin ár. (Þess má geta, að nú
þegar eru i gildi takmarkanir
á ferðafrelsi sumra sendifull-
trúa hjá S.Þ. innan Bandarikj-
anna, einkum þeirra, er
koma frá kommúnista-
ríkjum.)
Reuter-Lissabon. — Ný lög
voru sett I Portúgal I gær, er
heimila i fyrsta sinn stofnun
annarra stjórnmálaflokka en
fyrrum s t j ó r n a r f lo kk s
landsins (ANP), flokks þeirra
Salazars og Caetanos.
Samkvæmt hinum nýju
lögum verða a.m.k. 5000
félagar að vera skráðir I sam-
tök til að þau öðlist opinbera
viðurkenningu sem stjórn-
málaflokkur og fái að bjóða
fram I kosningum.
Með lögunum er frelsi
manna til að mynda stjórn-
málasamtök fyrst tryggt á
formlegan hátt I Portúgal. 1
landinu eru — að sögn
Reuter-fréttastofunnar —
starfandi yfir fjörutiu stjórn-
málasamtök, en fæst þeirra
uppfylla skilyrði til að fá opin-
bera viðurkenningu.
öll stjórnmálasamtök er
mega starfa i Portúgal,
nema þau stefni að þvi að koll-
varpa lýðræði eða stofna til
óeirða. (Sjá nánar grein um
byltinguna i Portúgal, siðari
hluta, sem birtist I Timanum
nú um helgina).
Reuter-Jérúsalem. — Nokkur
hópur manna tók sér stöðu
fyrir utan utanrikisráðuneyti
Israels I gær til að mötmæla
heimsókn Jean Sauvagnar-
gues, uta n ríkisráðherra
Frakklands, til tsrael. Ráð-
herrann var þá einmitt á leið
til annars fundar sins með
Yiagal Allon, utanrikisráð-
herra Israels.
Utanrikisráðherrarnir
ræddust tvisvar við I gær. Þótt
báðir segðu, að viðræðurnar
hefðu verið vinsamlegar og
opinskáar, benti ekkert til, að
þeim hefði tekizt að brúa það
bil, sem myndazt hefur milli
rikjanna tveggja að undan-
förnu.
Þá átti Sauvagnargues einn-
ig fund með Yitzhak Rabin,
forsætisráðherra ísraels, en
að sögn var fundurinn jafn
kuldalegur og móttökur þær,
er franski ráðherrann fékk, er
hann kom til Israels I fyrra-
kvöld. Rabin á að hafa deilt á
afstöðu Frakka til PLO (Sam-
taka Palestinuaraba), en
franska sendinefndin á alls-
herjarþingi S.Þ. greiddi at-
kvæði með þvi, að PLO fengi
sæti á þinginu, og sjálfur átti
franski utanrlkisráðherrann
fund með Yasser Arafat, leið-
toga PLO, áður en hann kom
til Israels.
Areiðanlegar fréttir
hermdu, að Frakkar og
ísraelsmenn hefðu ákveðið að
freista samkomulags um
önnur mál en þau, er snerta
deilu Araba og Is'raelsmanna,
svo sem samskipti þjóðanna á
sviði efnahags- og menningar-
mála.
Af vettvangi Sameinuðu þjóðanna:
Breytir Suður-Afríka stefnunni?
Reuter-Sameinuðu þjóðunum. —
Likur benda til, að öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna komi að
nýju saman til frekari umræðu
um aðild Suður-Afriku að samtök
unum. Stórveidin þrjú, Banda-
rikin, Bretland og Frakkland,
beittu neitunarvaidi i fyrrakvöld
til að koma I veg fyrir samþykkt
tillögu þess efnis, að Suður-Afriku
verði vikið úr S.Þ.
Fulltrúar Suður-Afriku á alls-
herjarþingi S.Þ. hafa hvorki mál-
frelsi né atkvæöisrétt á þinginu
þar eð meirihluti aðildarrikjanna
hefur neitað að samþykkja kjör-
bréf þeirra. Afríkuriki — sem
leggja áherzlu á, að Suður-Afrlku
verði vikið úr S.Þ. — taka
ákvörðun um það, innan fárra
daga hvort tillaga um brottvisun
Suöur-Afriku verður á ný borin
Bergstaðastræti
Víðimelur
Reynimelur
Laugarnesvegur
Efstasund innri
hluti
Álfheimar
Símar 1-23-23 og
26-500
undir öryggisráðið eða vlsað til
allsher jarþingsins.
Hugmyndir eru uppi um að
meina fulltrúum með öllu aðgang
að fundum allsherjarþingsins.
Sendiherrar stórveldanna
þriggja, sem áður eru nefnd,
reyndu árangurslaust að forða
þvl, að til atkvæðagreiðslu kæmi I
öryggisráöinu. Þeir freistuðu
þess að fá fulltrúa rikja I ráðinu
ofan af þvi að greiða atkvæði með
brottvisun Suður-Afrlku og lögðu I
stað þess til, að Suður-Afriku-
stjórn yrðu settir tveir kostír:
Annaðhvort að fylgja óbreyttri
stefnu I kynþáttamálum, og verða
þá að hverfa úr S.Þ., eða breyta
verulega um stefnu.
Areiðanlegar fréttir af vett-
vangi S.Þ. hermdu I gær, að
aðeins fyrir
áskrifendur
Tímans
Þeir sem gerasi
áskrifendur aö Tímanum
fram til 1. nóvember n.k.
fá Heimilis-Tímann frá
upphafi sem kaupbæti
Timinn/
Aðalstræti 7/ simar 12323
og 26500.
Suður-Afrlkustjórn, sem fyrir
alla muni vill vera áfram aðili aö
S.Þ., gæti ekki að óbreyttum
aðstæðum reitt sig framvegis á
stuðning stórveldanna I vestri.
Þess vegna ætti hún þess einan
kost að breyta stefnunni I kyn-
þáttamálum Roelof F. Botha,
sendiherra Suður-Afriku hjá S.Þ.,
er sagður á förum til heimarlkis
sins til að skýra John Forster for-
sætisræaðherra frá stöðunni I dag
og leggja á ráðin um framhaldið.
Þess var opinberlega farið á
leit við Sameinuðu þjóðirnar i
gær, að umræðum um deilu
Araba og Israelsmanna, er áttu
að hefjast á allsherjarþinginu
innan viku, yrði frestaö til 13.
nóvember n.k.
Talsmaður S.Þ. upplýsti I gær,
að Mahmoud Riad, aðalritari
Arababandalagsins, hefði farið
þessa á leit við Kurt Waldheim,
aðalritara S.Þ.
Frá aiisherjarþingi S.Þ.: Sviptingar eiga sér staö hjá sam-
tökunum.
Hjólmtýr Pétursson
— kveðjuorð —
I dag verður til moldar
borinn einn af beztu
stuðningsmönnum Tlmans
fyrr og síðar, Hjálmtýr
Pétursson. Hans mun nánar
getið siðar I Islendingaþátt-
um, en ekki þykir annað hlýða
en aö hans sé minnzt af hálfu
Tímans á þessum miklu vega-
mótum.
Hjálmtýr flutti til Reykja-
vikur um það leyti, sem útgáfa
Nýja dagblaðsins hófst og
varð brátt einn ötulasti
stuðningsmaður þess, við
hliðina á Vigfúsi Guðmunds-
syni. Hann vann þá jöfnum
höndum fyrir Nýja dagblað
ið og Timann en slðan fyrir
Timann einan eftir að Nýja
dablaðið hætti að koma út. Um
skeið var hann framkvæmda-
stjóri Tlmans. Langmest af
störfum Hjálmtýs fyrir-
Tlmann voru unnin sem sjálf-
boðavinna og verður áhugi
hans, atorka og ósérplægni
aldrei metin til fulls. Á sama
hátt vann Hjálmtýr fyrir
Framsóknarflokkinn. Við
Einar Agústsson munum
lengi minnast ötullar þátttöku
hans I kosningabaráttunni á
slöastliðnu sumri, þegar hann
gekk fram af óskertum áhuga
og eljusemi, þótt heilsan væri
biluö. Vissulega munaði mikið
um hlut hans þá, eins og
jafnan áður.
Hjálmtýr ritaði alla tlð
meira og minna I Tímann og
Nýja dagblaðið, ýmist undir
nafni eða dulnefni. Oft deildi
hann þá á það sem miður fór
og var ómyrkur I máli. Það
var hann lika við okkur sam-
herjana, ef honum likaði ekki
störf okkar. Gagnrýni hans
hafði hins vegar þann blæ, að
maður var þakklátur
hreinskilni hans. Maður fann
ótvirætt að hún var sprottin af
góðum huga mikils hugsjóna-
manns, sem setti heill lands og
þjóðar ofar öðru.
Við Timamenn, þökkum
Hjálmtý mikil og góð störf og
vottum konu hans, börnum,
systrum, og öðrum aðstand-
endum innilegustu samúð.
Þ.Þ.