Tíminn - 06.11.1974, Qupperneq 2

Tíminn - 06.11.1974, Qupperneq 2
2 TÍMINN M»vikud»gnr ». návember 1974. Miðvikudagur 6. nóvember 1974 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Þú skalt yfirfara gömul viðfangsefni og leggja nýjar áætlanir — en það er alltof snemmt að hugsa til þess að reyna að koma þeim i fram- kvæmd. Það er ekkert á móti þvi að bregða sér úr bænum undir kvöldiö. Fiskarnir (19. febr.—20. mai . Þú brennur af áhuga og framkvæmdalöngun. Þetta. er íyrirtak. Þú skalt beita forystuhæfi leikum þinum og skipulagsgáfunni, og sannaðu til: þetta verður ánægjulegur dagur i alla staði Hrúturinn (21. marz—19. april) Nú verður þú að fara að athuga fjárhaginn nán- ar og hafa auga með útgjöldunum. Þetta þýðir ekki það, að þú eigir að neita þér um tilbreyting- ar, en varastu að særa náinn ættingja þinn. Nautið (20. april—20. mai) Þú skalt ekki slá neinu föstu varðandi kaup á hlutum i dag, þvi að þaö er aldrei aö vita, nema þeir reynist gallaöir eöa jafnvel minna viröi en þér hefur verið talin trú um. Haltu vel á fjármál- unum i dag. Tviburarnir (21. maí—20. júni) Persónuleg vandamál hrjá þig i dag. Þau eru samt ekki eins alvarleg og þú hyggur,ogþú skalt stilla þig um að skamma einhvern, sem þér finnst gera á hluta þinn. Þú sérð þetta i allt ööru ljósi áður en langt um liður. Krabbinn (21. júní—22. júlí) Morguninn og fram yfir hádegið eru bezti hluti (iagsins og þú skalt notfæra þér hann eins og bezt þú getur. Þú skalt beita kænlegum aðferðum, ei þér finnst þú ekki' vera metinn að veröleikum. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Mikið skelfing virðist ætla að verða litið úr helgaráformunum hjá þér, en misstu ekki móðinn. Þetta kann að lagast með kvöldinu. Gættu þin að fljótfærnin skapi þér ekki erfiði. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Þú skalt búa þig undir það að fá einhverja viður- kenningu i dag, en störfin ættir þú samt að bæta, og endilega forðast að lenda i orðasennu við samstarfsmenn þina. Sýndu vini þinum áhuga. Vogin (23. sept.—22. okt.) Það er eitthvað að hjá þér, og þú sérð hlutina ekki i réttu ljósi. Ef þér aðeins tækist að lita á málin frá annarra hlið, væri strax mikið fengiö. Þá sérðu lika nægjar leiðir til úrbóta I ákveðnu máli. óheppilegur timi til skemmtana. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Það er eitthvað aö brjótast um i þér. Ef þú ert viss um að peningalegur hagnaður sé raunveru- lega af þessu, þá skaltu ekki fresta framkvæmd- um, en þú skalt ekki blanda geöi við aðra, og alls ekki taka félaga með þér I þetta. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Það er eitthvert vináttusamband að myndast hjá þér þessa dagana, en farðu samt varlega i það. Það er hætt við þvi að þú rekir þig fljótlega á það, að þetta varekki neitt fyrir þig. Háttatimi snemma er hollastur. Steingeitin (22. des.-19. jan) Það er hætt við þvi, að þú verðir i hálfslæmu skapi i dag. Það er eitthvað að hjá þér núna, og þú skalt fara yfir það, sem þú hefur verið að gera upp á siðkastið og endurskoða það i nýju ljósi. Flugvirkjar Flugvirkjafélag íslands heldur almennan félagsfund, miðvikudaginn 6. nóvember n.k. kl. 16,30 að Siðumúla 11. Fundarefni: 1. Næturmatur i Keflavík. 2. Atvinnumál. 3. Uppsögn samninga. Stjórnin. BYGGÐAÁÆTLUN VESTURLANDS — aðalmól nýafstaðins aðalfundar sam toka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi Gsal-Reykjavik — Aöalfundur samtaka sveitarfélaga i Vestur- landskjördæmi var haldinn um siöustu helgi i Munaöarnesi. Fundinn sóttu 43 kjörnir fulltrúar, auk fjölda gesta. Fundurinn hófst föstudaginn 1. nóv. kl. 14 meö kosningu starfsmanna. Fundar- stjórar voru kosnir Jón Þór Jónasson, oddviti Hjaröarholti, og Jón Þórisson, oddviti Reyk- holti. Fundarritarar voru Her- mann Hjartarson, ólafsvik og Jónas Gestsson Hellissandi. Ávörp fluttu Gunnar Thorodd- sen félagsmálaráðherra og Unn- ar Stefánsson, flutti ávarp Páls Lindals, formanns sambands isl. sveitarfélaga. Auk þeirra fluttu ávörp Asgeir Pétursson, sýslumaður Brynjólf- ur Sveinbergsson, formaður f jórðungssambands Norð- lendinga, og Axel Jónsson fram- kvæmdastjóri sveitarfélaga i Reykjanesumdæmi. Alexander Stefánsson, formaö- ur samtakanna flutti skýrslu stjórnar og Guöjón Ingvi Stefáns son, framkvæmdarstjóri lagði fram og skýrði reikninga samtak- anna og fjárhagsáætlun. 1 skýrslu stjórnar kom fram, að samtökin hafa unnið mikið starf i þágu sveitarfélaga og framfara- mála Vesturlands. Aðalmál fundarins að þessu sinni var byggðaáætlun fyrir Vesturland. Fluttu þrir sér- fræðingar Framkvæmdastofnun- ar rikisins og tveir sérfræðingar Verkfræði- og teiknistofunnar á Akranesi erindi um hina ýmsu þætti byggðaáætlunarinnar. Urðu um það mál miklar umræður. A fundinum störfuðu fimm nefndir um hina ýmsu mála- flokka og voru gerðar margar samþykktir á fundinum. Um orkumál gerði fundurinn m.a. ályktun um að hafizt yrði handa um virkjun Kljáfoss i Hvitá, þar sem hún virðist mjög hagkvæm. Lögð var áherzla á aukna nýt- ingu innlendra orkugjafa til upp- hitunar húsa og að gerð yrði itar- leg könnun á nýtanlegum jarðhita I kjördæminu. Fundurinn skorar á stjórnvöld að veita tæknilega og fjárhags- lega fyrirgreiðslu, svo fram- kvæmdum verði hraðað um nýt- ingu jarðhita frá Deildartungu og Leirá. Um varanlega gatnagerð sam- þykkti fundurinn, að beina þvi til þéttbýlissveitarfélaga, að þau notfæri sér lögin um gatnagerða- gjöld til að afla tekna fyrir varanlega gatnagerð. Jafnframt, að leitað verði eftir þvi, að byggðasjóður láni til skemmri tima verulegan hluta af þeirri upphæð sem til þarf að fjár- magna varanlega gatnagerð I þéttbýli, með tilliti til mjög vax- andi tekna byggðasjóðs. Auk þessa voru gerðar margar ályktanir um samgöngumál, heil- brigðismál, dreifingu stofnana, póst- og simamál, brunavarnir, og um húsnæðismál og varnir gegn eyðingu byggðar i sveitum. Ennfremur um rannsóknir vegna hugsanlegrar leirverksmiðju I Búðardal. Um staðsetningu fræðsluskrif- stofu komu fram tvær tillögur. Annars vegar um aðsetur hennar i Borgarnesi og hins vegar um að- setur á Akranesi. Samþykkt var að visa tillögunum til stjórnar, til athugunar og endanlegrar af- greiðslu. í stjórn samtaka sveitarfélaga I Vesturlandskjördæmi voru kjörn- ir: Alexander Stefánsson, oddviti Ólafsvik formaður. Húnbogi Þor- Alexander Stefánsson, oddviti steinsson, sveitarstjóri Borgar- nesi, ritari, Guðmundur Vésteins- son, bæjarfulltrúi Akranesi, gjaldkeri,, Ágúst Bjartmars, odd- viti Stykkishólmi, Haraldur Arnason, oddviti Búðardal, Sigurður Sigurðsson, oddviti Stóra-Lambhaga, og Valdimar Indriðason bæjarfulltrúi Akranesi. Auglýsing um rekstrarstyrki til sumardvalarheimila fyrir börn _ Eins og undanfarin ár mun menntamálaráöuneytiö veita styrki til rekstrar sumardvalarheimila og vist- heimila fyrir börn úr bæjum og kauptúnum á árinu 1974. Styrkir þessir eru einkum ætlaðir félagasamtökum, sem reka barnaheimili af framangreindu tagi. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar ráðuneytinu, ásamt upplýsingum um tegund heimilis, tölu dvalar- barna og aldur, dvalardaga samtals á árinu miðað við heils dags vist, upphæð daggjalda, svo og upplýsingar um húsnæði (stærð, búnað og aðra aðstöðu) og upplýsingar um starfsfólk (fjölda, aldur, starfsreynslu og menntun), ennfremur fylgi rekstrarreikningur heimilisins fyrir árið 1974. Sérstök umsóknareyðublöð fást i menntamálaráöu- neytinu, Hverfisgötu 6, en umsóknir skulu hafa borizt ráðuneytinu fyrir 1. desember, n.k. Menntamálaráðuneytið, 1. nóvember 1974. Ættarmót Niðjar séra Páls ólafssonar, prófasts i Vatnsfirði halda ættarmót i Lækjar- hvammi, Hótel Sögu fimmtudaginn 7. nóvember 1974 kl. 20,30. Nefndin. ^Snjó-hjólbarðar tll sölu í flestum stærðum HAGSTÆTT VERD Sólum flestar stærðir ÁBYRGÐ Á SÓLNINGU Sendum í póstkröfu 8ÓUUNQ> HB góð snjó-mynstur Nýbýlaveg 4 • Simi 4-39-88 Kópavogi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.