Tíminn - 06.11.1974, Síða 4
4
TÍMINN
Mifivikudagur 6. nóvember 1974.
Martha talar alltaf
Martha, eiginkona fyrrverandi
dómsmálaráðherra Bandarikj-
anna, Johns Mitchells, er þekkt
fyrir það, hversu mikið hún
talar. Hún hefur sagt frá mörgu,
sem ekki hefur verið ætlunin, að
fólk fengi almennt að vita um,
t.d. þegar Watergate-málið stóð
sem hæst. — Einhver verður að
minnsta kosti að hefja
samræður, segir Martha, þegar
hún er að réttlæta málæði sitt.
Myndin sem hér fylgir með, er
tekin af henni við komu hennar
til London, en þar átti hún að
koma fram í sjónvarpsþætti. í
viðtali við komuna til London
lét hún hafa það eftir sér, að
þetta væri i fyrsta skipti, sem
hún væri karlmannslaus, og það
væri erfitt. Hún sagði ennfrem-
ur, að i raun og veru væri hún
mjög feimin, en þvi hafa liklega
fæstir trúað.
Verður Síbería
hituð upp?
Nafn Siberiu er venjulega tengt
fannkyngi, freðinni jörð og
höröu veðurfari. Skyldi vera
hægt að hita hana upp? Leonid
Monchinsky lagði spurningu
þessa fyrir Igor Lomonosov,
sem starfar við Jaröskorpu-
rannsóknarstofnun Siberiu.
Veðurfar Siberiu getur veriö
haröneskjulegt — en Siberia býr
einnig yfir miklum auðlindum
— kolum, oliu og gasi, auk
neðanjarðarhvera. Brátt munu
risa borgir, þar sem hvera-
vatninu verður veitt beint til
verksmiðja og ibúðarhverfa.
Hveravatnið verður látið hita
gróðurhús og sundlaugar, og
einnig verður það notað til að
ylja loftið i borgunum. Það er
auðugt af söltum, og þvi vel
fallið til lækninga. Rannsóknar-
hópar á mörgum stöðum sinna
nú þvi viðfangsefni, hvernig
nýta megi hitann I iðrum jarðar.
Þegar hafa verið gerð likön að
borgum, sem þannig eru
hitaðar. 1 Kamchatka er raf-
orkuver, sem nýtir hveraorku.
Hverjir eru svo framtiðarmögu-
leikarnir? í Vestur-Siberiu er
samfellt hverasvæði, sem
spannar hundraö milur, og er
frá hálfri og upp i tvær milur
undir yfirborði jarðar. Hiti
vatnsins er frá 50 stigum og að
suðumarki. Aformað er að hita
upp borgina Omsk með 80 stiga
heitu vatni, sem sótt er hálfa
aðra milu niður i jörðina. Þessi
hverasvæði eru einna mikil-
vægust, þar sem árnar Lena og
Jenisei renna saman, og auk
þess með ánum Jana, Indigirka
og Kolyma. Þar má beita
hveravatninu til að leysa ýmis
meiri háttar vandamál tengd
námugreftri. Mestar vonir um
nýtingu jarðhita i Austur-
Siberiu eru bundnar við Baikal-
svæðið. Væri hveravatn á þvi
svæði notað til upphitunar, gæti
þaö sparað 700.000 tonn af
kolum á ári. A þessu svæði hefur
jarðhitinn þegar verið nýttur I
ylræktarstöðvum og heilsu-
ræktarstofnunum. í grennd við
borgina Ulan Ude i Buryatiu er
verið að reisa heilsuhæli, þar
sem hveravatn verður tekið i
notkun. Gróðurhús hituð með
hveravatni hafa verið starfrækt
þar siöan 1969, og fullnægja þau
grænmetisþörf borgarbúa.
Sú var tiðin, að Englendingar
töluðu með stolti um Diönu
Dors. Hún var til dæmis oft
kölluð Marilyn Monroe Eng-
lands. En það er orðið talsvert
langt siðan. Þegar maður litur
nú á stjörnuna, sem orðin er
fjörutiu og tveggja ára og all-
mörgum kilóum þyngri, á
maður satt að segja erfitt meö
að trúa þvi, að eitt sinn hafi
kvikmyndaframleiðendur
slegiztum að fá hana til aö leika
i myndum sinum og boðið henni
gull og græna skóga. Svo að
maður tali nú ekki um alla
myndarlegu og forriku biölana,
sem gengu á eftir henni meö
grasiö i skónum. Þá var hún
heldur ekki nema 56 kiló, og þau
dreifðust aðdáunarlega vel um
skrokkinn á henni. Nú er hún
orðin hvorki meira né minna en
85. Vinir hennar segja, aö hún
hafi reynt að éta sig frá
áhyggjunum og leiðindunum,
þegar kvikmyndatilboöunum
fór að fækka. Gallin er bara sá,
aö þvi meira sem hún treður i
sig, þvi erfiðara reynist að fá
hlutverk
Kynbomban blæs út
DENNI
DÆMALAUSI
Þetta var ágætt á bragöið, þar
til þú kveiktir i.