Tíminn - 06.11.1974, Side 7

Tíminn - 06.11.1974, Side 7
Miðvikudagur 6. nóvember 1974. TÍMINN 7 IV <$■ ■ j trtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasöiu kr. 35.00. Askriftargjaid kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Hagstæðir samningar Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra gerði á blaðamannafundi grein fyrir hinni árangursriku ferð sinni til Sovetrikjanna, í fyrri viðskiptasamningi við Rússa var gert ráð fyrir litilfjörlegum yfirdrætti af hálfu íslendinga. Skuldin við Rússa var komin langt yfir þau mörk, og hafa Rússar sýnt mikla þolinmæði i þeim við- skiptum. Nýir samningar tókust nú um skuldavið- skipti, og taka þeir gildi um næstu mánaðamót. Skuldin verður vaxtalaus fram að þeim tima. Nýju samningarnir gera svo ráð fyrir, að greiddur verði helmingur skuldarinnar, en vextir verða greiddir af eftirstöðvunum. Viðskiptahallinn við Sovétrikin nemur um 3,5 milljörðum króna, en búið er að greiða af þvi rúman milljarð króna. Þá var sam- þykkt að yfirdráttarheimildin verði hækkuð veru- lega frá þvi sem áður var. Samkomulag tókst einnig um það við hvaða upphæð skuli miða, en það atriði hefur verið svolitið á reiki vegna gengis- breytingarinnar á islenzku krónunni. Að dómi við- skiptaráðherra er þetta samkomulag Islendingum eins hagstætt og frekast var hægt að búast við. Rætt var um að auka vörukaup Sovétrikjanna frá íslandi til að jafna þann mikla mismun, sem orðinn er á i viðskiptum rikjanna, en Islendingar kaupa nær alla oliu, sem þeir nota, frá Sovét- rikjunum. Samkomulag náðist um, að Rússar kaupi á þessu ári 10 þúsund lestir af fiskimjöli á þvi verði, sem gildir á heimsmarkaði. Krefjast þeir þess, að mjölið verði i bezta gæðaflokki. Nánari samningar þar um verða i höndum fiski- m jölsf ramleiðenda. Hins vegar sagði ráðherrann, að ekki hefði fengizt framgengt, að Rússar keyptu af okkur all- verulegt magn til viðbótar af heilfrystum fiski og fiskflökum. Eru þeir búnir að gera ráðstafanir til kaupa á þeim vörutegundum til áramóta. En gert er ráð fyrir viðræðum i desember n.k. um viðskipti næsta árs, og standa vonir til, að þá verði hægt að semja um meiri útflutning á þessum vöruteg- undum til Sovétrikjanna en átt hefur sér stað á þessu ári. Um svipað leyti og ráðherrann var i Moskvu, var samið þar um oliukaup íslendinga á næsta ári, og urðu þeir samningar ekki óhagstæðari en ráð hafði verið fyrir gert. Á blaðafundinum benti viðskiptaráðherra á, að viðskipti okkar við Sovétrikin væru mjög mikil- væg, og bæri íslendingum að leggja á þau áherzlu. Minnti hann á, að þegar mörkuðum okkar i Bret- landi, var lokað vegna landhelgisdeilunnar 1952 hafi Rússlandsviðskiptin bjargað okkur, en þá var ekki farið að selja fisk til Ameriku, þar sem stærsti markaður okkar er nú. Mikill ávinningur Það er mikilvægur ávinningur fyrir Islendinga, að ráðherrafundur Efta, sem nýlega var haldinn i Helsinki, skyldi lýsa yfir áhyggjum sinum yfir þvi, að samningar íslands við Efnahagsbandalagið skuli enn ekki komnir til fullrar framkvæmdar vegna tilrauna Vestur-Þjóðverja til að knýja okkur til undanhalds i landhelgismálinu. Það er einnig mikilvægt, að Norðmenn hafa lofað að bera þetta mál upp i viðræðum þeirra við Efnahags- bandalagið. Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra á miklar þakkir skildar fyrir að hafa náð þessum árangri á Eftafundinum. þþ. ERLENT YFIRLIT Verða Brown og Carey kjörnir? Sögulegar kosningar í Kaliforníu og New York I Gaer varmikill kosninga- dagur i Bandarikjunum. Kosiö var til allrar fulltrúa- deildar Bandarikjaþings og þriðjungs öldungadeildar- innar. Þá fór fram kosning á mörgum rikisstjórnum og all- mörgum fylkisþingum. Al- mennt er þvi spáð, að demó- kratar muni vinna mikinn sigur, og geti þeir þakkað það Watergate-málinu, verð- bólgunni og vaxandi atvinnu- leysi, sem stjórn repúblikana er kennt um. Þá er búizt við þvi, að demókratar bæti við sig rikisstjórnum, og m.a vinni þeir rikisstjórnakosn- ingarnar I tveimur stærstu rikjum Bandarikjanna, Kali- forniu og New York. Sérstök athygli hefur þvi beinzt að rikisstjórnaefnum þeirra þar, þvi, að bæði geta þau komið til greina siðar sem forsetaefni! ef þau vinna nú og tekst vel i rikisstjóraembættinu. AF þessum tveimur rikis- stjórnaefnum hefur rikis- stjóraefnið i Kaliforniu Edmund G. Brown vakið meiri athygli. Ástæðan er m.a. sú, að Brown virðist mörgum ráðgáta, og spádómarnir um hann eru þvi harla misjafnir. Hann er sonur og alnafni Edmunds G. Brown, sem var rikisstjóri i Kaliforniu 1959-’66 og vann það frægðarverk að fella Nixon rikisstjórakosn- ingunni 1962, en að henni lokinni lýsti Nixon yfir þvi, að hann væri hættur afskiptum af stjórnmálum, og mun hann nú iðrast þess að hafa ekki staðið við það. Til aðgreiningar er Brown eldri venjulega kall- aður Pat, en sá yngri Jerry. Brown eldri féll i rikisstjóra- kosningunni 1966 fyrir Ronald Reagan, sem var endurkosinn 1970, en býður sig ekki fram nú. Brown yngri, sem er 36 ára, var mjög hlédrægur og feiminn i uppvexti, og þótti þá ekki liklegt, að hann fetaði I fótspor föður sins, Þetta þótti enn óliklegra 1956, þegar hann gekk i munkaskóla og hugðist gerast munkur, eftir að hafa stundað háskólanám i eitt ár. 1 munkaskólanum var hann i fjögur ár. Fyrstu tvö árin þar gerði hann litið annað en að lesa bibliuna og ganga ein- samall um I klaustur- garðinum. Árið 1960 hætti hann við að gerast munkur, hóf nám i grisku og latinu, og lauk siðan lagaprófi við Yale- háskólann 1964. Siðan hóf hann lögfræðistörf i Kaliforniu og studdi ýmis róttæk samtök, eins og mótmælagöngur gegn Vietnamstriðinu. ÞS gerðist hann stuðningsmaður land- búnaðarverkamanna frá Mexikó. Árið 1970 ákvað hann að hefja þátttöku i stjórn- málum og bauð sig fram sem rikisritara. Hann náði kosn- ingu. Þetta þykir ekki valda- mikið starf, þótt það sé talið virðulegt, en þvi fylgir m.a. ýmiss konar skrásetning og skjalavarzla. Brown hélt hins vegar þannig á málum að hann vakti á sér mikla athygli. M.a. lét hann hefja mál gegn ýmsum oliuhringum fyrir við- leitni til að fara i kringum lögin. Einkum varð Exxon- hringurinn fyrir barðinu á honum. Brown fékk þvi það orð á sig, að hann væri and- snúinn spillingu. Þetta tryggði honum sigur i prófkjörinu hjá demokrötum og virðist ætla að tryggja honum sigur i rikis- stjórakosningunni. Um margt þykir hann minna á Robert Kennedy. Hann er ekki sérstakur ræðumaður, og hann er enn hlédrægur og oft feimnislegur. Framkoma hans vekur samt traust og vonir. Hann er ógiftur, en býður oft þekktum konum til kvöldverðar, eins og Liv Uhlman og Nathalie Wood. Faðir hans hefur sagt um hann, að hann sé mesti gáfu- maðurinn i Sacramento (höfuðborg Kaliforniu), en hitt sé ekki vist, að mesti gáfu- maðurinn verði bezti rfkis- stjórninn. HUGH L. CAREY, sem er rikisstjóraefni demókrata I New York, er miklu hversdags legri maður en Brown. Hann er af irskum ættum kominn, og unnu báðir foreldrar hans að kaupsýslu og gátu sér þar gott orð. Faöir hans var meö- eigandi i allstóru oliufélagi. Carey fæddist 11. apríl 1919 og var nýlega býrjaður i laga- námi, þegar heimsstyrjöldin hófst. Hann gat sér frægðar- orð i hernum. Hann lauk laga- námi og lokinni styrjöldinni, og hóf siðan þátttöku i flokks- starfi demókrata I Brooklyn, jafnhiða þvi, sem hann var sölumaður fyrir oliufyrirtæki ættarinnar. Árið 1960 náði hann kosningu til fulltrúa- deildar Bandarikjaþings, og hefur átt þar sæti siðan. Hann hefur getið sér gott orð. 1 fyrra ákvað hann að gefa kost á sé sem rikisstjóraefni i New York, en hlaut mikinn mót- gang . Hann náði ekki útnefn- ingu flokksstjórnar, og i marz- mánuði siðast liðnum missti hann konu sina frá 12 börnum þeirra, sem eru á aldrinum 8- 28 ára. Hann ákvað samt að taka þátt i prófkjöri, og hlaut fjárhagslegan stuðning bróður sins, sem hefur grætt á oliu- verzlun. Hann sigraði i próf- kjörinu, þótt við rikan og vel metinn Gyðing væri að eiga. Þvi ei nú almennt spáð, að Carey verði kjörinn rikis- stjóri. Nelson Rockefeller var kjörinn rikisstjóri i New York 1958, og endurkjörinn siöan. Hann lét af embættinu fyrir nokkrum mánuðum, lét vara rikisstjórann Wilson taka við, og hugðist þannig tryggja honum kosningu. 1 þetta sinn virðist Nelson ætla að bregðast bogalistinn. Þ.Þ. Carey og börnin hans tólf. Eitt peirra er á bak við bflhurðina.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.