Tíminn - 06.11.1974, Síða 12

Tíminn - 06.11.1974, Síða 12
12 TÍMINN MiOvikudagur 6. nóvember 1974. var. Árangurslaust renndu þau augunum hræöslulega til dyranna, eins og þau væntu þess, að mæður þeirra birt- ust þar þeim til verndar. En þær sátu inni í stórstof unni, þar sem presturinn kynnti sér biblíuþekkingu fullorðna fólksins. Annars horfðu þau sem dáleidd á stórt, hvít- skeggjað andlit mannsins, unz rauða vartan á kinninni tók að vaxa og vaxa og varð loks að óttalegu f lykki, sem fyllti því nær stofuna. Þeim varð þungt um andardrátt- inn, og litlar varirnar skrælþornuðu. Þegar meðhjálpar- inn reis svo úr sæti sínu með litlu pappírsmiðana, sem hann ætlaði að skrifa einkunnirnar á, og kallaði á börnin með nafni, — börðust þá ekki hjörtun í brjósti þeirra eins og litlum, hræddum f uglum? Þau gengu hvert af öðru að prófborðinu með svipaðri tilf inningu og sofandi maður, sem berst við martröð, og það var eins og stóra vartan rauða og þrumuraust karlsins drægi þau að sér. Svo byrjaði hann að hlýða þeim yfir: ,,Sjöunda boðorðið? drundi hann. „Hvað kennir biblían oss um helvíti?" „Hvað mun gerast á morgni upprisunnar?" „Hvernig hljóðar trúarjátningin?" Og börnin höfðu alltaf verið viss um að það yrðu þeir kaflarnir í kverinu, sem þeim hafði gengið allra verst að læra og al-ómögulegast var að muna hvernig hljóðuðu, sem meðhjálparinn spyrði um. Eða var það kannski stóra, rauða vartan, sem gaf hon- um vísbendingu um það, hvar þau voru veilust fyrir? Þegar þau höfðu þolað þessa eldraun, skrifaði með- hjálparinn einkunnirnar á miðana. Á miða þeirra, sem svarað höfðu spurningum hans rétt, gerði hann stóran kross, en ræki þau í vörðurnar, gerði hann vinkil eða jafnvel bara strik. En ekki var öll þraut úti, þótt þetta væri búið. Meðhjálparinn arkaði út, og krakkarnir eltu hann, feimnir og óframfærnir. Nú urðu þau að mynda hring á miðju gólf i í stórstof unni, þar sem presturinn tók við einkunnamiðunum. Og nú tilkynnti presturinn frammistöðu þeirra í áheyrn fullorðna fólksins og hrós- aði þeim eða vandaði um við þau um leið og hann nefndi nöfnin, allt eftir því, sem krossarnir gáf u tilefni til. Síð- an fengu þau loks miða sína og gátu sjálf séð svört strik- in, sem líktust mest sporum eftir skjó í lausamjöll. Já. Þetta var þung raun, og kökur og brauð og kaf f i — meira að segja stór kross og hrósyrði prestsins í áheyrn alls safnaðarins — gat ekki vegið upp á móti þeim þjáning- um, sem þau höfðu orðið að þola. Nei, Katrínu gazt ekki að þessari uppfræðslu, og svo var um marga foreldra aðra, er veittu því athygli, hve m jög þetta f ékk á börnin. En þrátt f yrir dulda andúð for- eldranna, varð ekki hjá þessu komizt tvisvar sinnum á ári, fremur en nokkur lifandi vera gat skotið sér undan sigð dauðans. Elvíra hafði boðizt til þess að kenna drengjunum að skrifa, en ekki hafði orðið af framkvæmdum enn sem komið var. I desembermánuði er yngsti drengurinn varð fimm ára, ól Katrín f jórða barnið. Það var stúlka, og var hún nefnd Sandra. Hún var lítil og viðkvæm. Það varð æ þrengra í kotinu eftir því sem f jölgaði í heimili. Á vetrum þegar Jóhann var heima og sof ið var á tveim slagbekkjum á nóttunni, var gólfrúmið ekki sér- lega mikið. Það var orðið ógerlegt að halda öllu í röð og reglu á heimilinu. Það varsama, hvernig Katrín kepptist við að þvo — alltaf lágu hér og þar hrúgur af blautum og óhreinum f ötum, og götóttir sokkar og vettlingar héngu á öllum nöglum. Úrhjallar Jóhanns og blikkdósir og alls konar skran, sem honum fylgdi jafnan, lá á víð og dreif um herbergið. Svo gat hún ekki heldur fengið af sér að banna drengjunum að telgja báta úr berki og sprekum. Reyknum úr hlóðunum sló. niður, og þess sáust engin merki lengur, að hún hefði keypt kalk og kalkað allt her- bergið hátt og lágt fyrir jólin, allt hafði orðið jaf n svart og áður á skömmum tíma. Á mörg heimili voru nú komn- ar eldavélar í stað gömlu hlóðanna, og Katrín óskaði þess heitt og innilega að eiga slíkt eldfæri. En það mundu sjálfsagt liða langir tímar þar til fátækt hjáleigufólk hefði ráð á slíku. Strábreiðurnar voru slitnar og götóttar, og rykið og óhreinindin settust milli gisinna þráðanna. En hvernig skyldi hún hafa efni á að kaupa nýtt bindi- garn, þótt hún kynni að geta fengið aflóga tuskur gefins? Það var þýðingarlaust að þreyta sig á bolla- leggingum um það sem ógerlegt var. Katrín hafði fyrir tveim árum keypt kálf í því skyni að ala sér upp kú. Hún 'varð að gera eins og Beta: fá beit handa gripnum hjá einhverjum bóndanum og annast mjaltir í staðinn. Beta átti koldimman kumbalda, sem hún notaði sem f jós, og þar fékk Katrín að hafa kvíguna sína á vetum. Heys af laði hún sér meðf ram akurstígnum og á blóðsnöggum engjaskæklum, sem bændunum þótti ekki svara kostnaði að nytja. Eftir að sáðskiptiræktun hafði verið tekin upp pg sláttuvélar komu til sögunnar skeyttu bændur minna um útskækla og þýf i, sem slá varð með Ijá, og þess vegna var þurrabúðarfólkinu leyft að heyja þarna handa skepnum, sem það kunni að vera að basla með, ef það kærði sig um. MIÐVIKUDAGUR 6. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Morguntónleikar kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Útvarpssaga barnanna: 17 30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku 17.50 Tónleikar. íilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 19.35 Gunnlaugur Scheving iistmálari. Matthias Jóhannessen segir frá hon- um, — fyrri hluti. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöng- ur. Árni Jónsson syngur b. Gestum biiður og veislu- gleði I Skálholti. Ragnar Jóhannesson cand. mag. flytur erindi. c. Kvæði eftir Hallgrim Jónasson. Öskar Halldórsson les. d. Sagnir að austan.Rósa Gisladóttir frá Krossgerði segir munn- mælasögur úr Breiðdal og Beruneshreppi. e. „Eitt er landið ægi girt”. Bárður Jakobsson lögfræðingur flytur lokaþátt sinn úr sögu sjómennskunnar (7).f. Kór- söngur. Söngflokkur úr Pólýfónkórnum syngur „Al- þýðuvisur um ástina” eftir Gunnar Reyni Sveinsson, við texta eftir Birgi Sigurðs- son, höfundur stj. 21.30 Útvarpssagan: „Gang- virkið” eftir Ölaf Jóh. Sig- urðsson. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Spurt og svarað. 22.45 Nútimatónlist. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Miðvikudagur 6. nóvember 1974 KVELL 1 c L 0/ t 1 6 R 1 Ni 'h 1 q u D R’ n r’ E K ! 1 K - U B B ; J U R k— 1 f W/AVAV. Skorpi-menn hertaka orkustöðina beina o;kupjafanum fra jörðu 18.00 Björninn Jógi. Nýr, bandariskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 18.25 Gluggar. Breskur fræðslumyndaflokkur. Þýð- andi og þulur Jón O. Ed- wald. 18.45 Fflahirðirinn. Bresk framhaldsmynd. Surani. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.10 Hlé 20.00 Fréttir 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.40 Loginn i norðri. Heim- ildamynd um sögu Finn- lands frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar til vorra daga. Myndin er gerð I sameiningu af finnska sjónvarpinu og BBC og inn I hana er fléttað gömlum kvikmyndum, meðal annars myndum úr seinni heims- styrjöldinni. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. (Nord- vision — Finnska sjónvarp- ið) 21.35 Bróðurhefnd. (Run Sim- on Run) Bandarisk sjón- varpskvikmynd frá 1973, byggð á leikriti eftir Lionel E. Siegel. Leikstjóri George McCowan. Aðalhlutverk Burt Reynolds, Inger Stev- ens og Royal Dano. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Aðal- persóna myndarinnar er indiáni, sem dæmdur hefur verið til fangavistar fyrir að hafa myrt bróður sinn. Hann á þó enga sök á glæpn- um, og þegar hann er látinn laus, einsetur hann sér að koma fram hefndum á morðingjanum, eins og reglur ættar hans kveða á um. Hann verður ástfanginn af stúlku, sem starfar að velferðarmálum indiána, og reynir hún að telja hon- um hughvarf. 22.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.