Tíminn - 23.11.1974, Side 4
4
TÍMINN
Laugardagur 23. nóvember 1974.
Talnaband í stað
viskíflösku
Ann Schaufuss var eftirsótt ljós-
myndafyrirsæta og iöulega á
rútunni London-Paris-New
York og græddi fé á tá og fingri,
gekk í fötum frá Dior og finum
pelsum. Meöalskammtur af
áfengi: Ein flaska af viskii á
dag. En svo varö Ann leið á
þessu, hætti að þamba viski og
láta taka af sér myndir og fór að
hugleiöa. Nú sigur hún lon og
don i klaustri i Paris og dýrkar
Krishna guð og þylur bænir og
telur þær á talnabandi. Þaö
kemur I staö viskisins segir hún.
Allar eigur sinar hefur hún gef ið
Krishna og étur hrisgrjón að
indverskum siö. Myndirnar eru
teknar i musterinu, sem Ann er
búsett I og tuldrar bænir og H
hugleiöir. L
Bretar selja Þjóðverjum Hitler
Adolf Hitler er nú seldur i
stórum stil frá Bretlandi til
Þýzkalands. 1 Bretlandi hefur
fyrirtæki nokkurt hafið fram-
leiöslu á bronzstyttum af for-
ingjanum fyrrverandi og senda
þær I frakt yfir sundið til Þýzka-
lands, þar sem nægur markaöur
er fyrir punt af þessu tagi. Hef-
ur þvi Adolf sálugi Hitler komizt
yfir Ermasund, en ekki þá leið-
ina, sem hann ætlaði sér á sin-
um tima.
DENNI
DÆMALAUSI
„Pabbi kemur brosandi heim.
Þaö hefur ekki veriö mikiö aö
gera hjá honum á skrifstofunni i
dag.”