Tíminn - 23.11.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.11.1974, Blaðsíða 9
Laugardagur 23. nóvember 1974. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur í Aöalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasfmi 19523. Verö i lausasölu kr. 35.00. ^ Askriftargjald kr. 600.00 á mánuöi._Blaöaprent h.f. y „Gróði" Vísis Stjórnmálaritstjóri Visis, annars höfuð- málgagns Sjálfstæðisflokksins, hefur nýlega lagt til, að hætt yrði að stunda landbúnað á Islandi og landbúnaðarvörur fluttar inn i staðinn. Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, reit grein hér i blaðið 16. þ.m., þar sem hann reikn- ar út ,,gróðann” af þvi, ef farið væri eftir tillögu þessa stjórnmálaritstjóra Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaða Gunnars Guðbjartssonar varð þessi: „Nú eru notaðir hérlendis um 70 millj. litra af nýmjólk og rjóma á ári, sem þyrfti að kaupa er- lendis frá. Óniðurgreitt verð á mjólk hér er nú kr. 55,40 pr. lt. i 2 lt. fernum. Verð á mjólk i sams konar umbúðum i Danmörku, þar sem liklegast væri að fá mjólk keypta, er nú tæpar 2 kr. danskar pr lt. eða 41,57 isl. pr lt. væri slik mjólk flutt i skipi til landsins, og yrði þá 7-10 daga gömul, þegar hún kæmi á markað hér, þá kostaði flutningurinn skv. nýjum upplýsingum, og það sem honum fylgir, um 25 kr. pr. lt., og sölukostnaður hér heima er 20-25 kr. pr lt. Einn litri af mjólk, þannig kominn til landsins, myndi þvi kosta 80-85 kr og „gróðinn” á 70 millj. lt. magni yrði þá -r 1,750-2,100 millj. kr. Væri mjólkin hins vegar flutt flugleiðis, sem lik- legraværi, yrðu 18 flugvélar i förum alla virka daga ársins, miðað við þær vélar, sem íscargo notar. Við þá flutninga yrði flutningskostnaðurinn einn um 7 milljarðar króna, og það væri mest- megnis erlendur gjaldeyrir, og að sjálfsögðu allt „gróði”. Og mjólkin þar að auki 5-10 kr dýrari litrinn en islenzk mjólk hér i Reykjavik, en 15-20 kr. dýrari annars staðar á landinu. Væri keypt svinakjöt frá Danmörku i stað islenzks kindakjöts og það flutt á skipum mánaðar lega allt árið, og væri verðið miðað við 50% toll, svo sem lög mæla fyrir um, og sölu i heilum skrokkun, yrði það um 600 kr. pr. kg. óniðurgreitt verð á isl. lambakjöti er nú með söluskatti 414 kr. pr kg i heilum skrokkum. „Gróðinn” pr. kg kjöts er þvi -r 186 kr. pr. kg, og á 10 þús. tonnum, sem er eðlileg árssala kindakjöts i landinu, er þvi „gróðinn” -=-1,860 millj. kr”. Þanniglitur „gróðinn” út, sem myndi fást af þvi að leggja landbúnaðinn niður og flytja inn land- búnaðarvörur, Þrátt fyrir þetta, og mörg önnur mikilvæg rök, hefur enginn af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins enn andmælt þessum skrifum Visis, og Mbl. vikur óbeint að þeim, án þess að nefna Visi á nafn. Af þvi má draga þá ályktun, að skoðanir Visis eigi öflugt fylgi innan Sjálfstæðis- flokksins. Ford og Bréznjéf Um helgina hefst i Vladivostok fundur leiðtoga risaveldanna. Þessum fundi verður veitt mikil at- hygli. Þetta er i fyrsta sinn, sem þeir Ford og Bréznjéf hittast, og getur það haft mikil áhrif á sambúð risaveldanna næstu árin, hver árangur þessa fundar verður. Þá staðreynd verður að viðurkenna, að leggist þessi tvö riki á eitt, t.d. i sambandi við Palestinumálið, afvopnunarmálin, oliumálin og matvæladreifinguna, geta þau ráðið miklu um framtiðina. Þess vegna ber að vænta góðs árangurs af viðræðum þeirra Fords og Brézjnéfs. ÞÞ ERLENT YFIRLIT Rússar og Norðmenn semja um hafsvæði Bandaríkin vilja fd Noreg f olíusamstarf Landabréf þetta sýnir muninn á tillögum Norðmanna og Rússa. Norska tiilagan er merkt meö brotinni linu, en rússneska tillag- an meö óbrotinni llnu. Umdeilda svæöiö er merkt meö iitlum punktum. A MANUDAGINN kemur hefjast i Moskvu viðræður milli rikisstjórna Noregs og Sovétrikjanna um skiptingu hafsvæðisins, sem nær frá norsk-rússnesku landamær- unum til norðurpólsins. Með viðræðum þessum verður fylgzt af athygli viða um heim. Þær vekja i fyrsta lagi athygli vegna þess, að hér er um mikilvægt lögfræðilegt atriði að ræða, sem getur haft áhrif á önnur hliðstæð deilumál. I öðru lagi vekja þessar viðræð- ur svo athygli sökum þess, að þær verða taldar nokkurt dæmi um þaö, hvernig Sovét- rikin haga samningum við næstu nágranna sina. Segja má, að deilan standi um 155 þús. ferkilómetra haf- svæði. Norðmenn vilja fylgja svokallaðri miðlinu, sem þeir telja vera I samræmi við haf- réttarsamningana, sem voru gerðir á Genfarráðstefnunni 1958. Samkvæmt henni verður linan nokkuð bugðótt. Rússar vilja hins vegar fylgja svokallaðri sektorlinu, sem er nokkurn veginn bein lina frá landamærum Noregs og Sovétrikjanna til noröurpóls- ins. A landabréfinu, sem fylgir þessari grein, sést greinilega i hverju munurinn er fólginn. Samkvæmt rússnesku tillög- unni fá Rússar um 155 þús. ferkilómetra svæði meira en samkvæmt norsku tillögunni. Jafnhliða þessu má búast við að annað vandamál komi við sögu I þessum viðræðum. Norðmenn halda þvl fram, að landgrunn Noregs nái til alls þess svæðis, sem liggur sunn- an hinnar umsömdu linu milli Noregs og Svalbarða. Þetta þýðir, að Norðmenn einir eigi allan rétt til rannsókna og vinnslu á auðæfum hafsbotns- ins á þessu svæði, en ekki þykir ólíklegt, að þar geti verið að finna mikla oliu. Það væri mjög mikilsvert fyrir Norðmenn að fá viðurkenn- ingu Sovétrikjanna á þessu, þvi að fleiri riki en Sovétrikin munu draga þennan rétt Norð- manna I efa. UMRÆDDAR viðræður milli Noregs og Sovétrikjanna eru ekki sizt viðkvæmar og vandasamar sökum þess, aö helzta siglingaleið Rússa er um hafsvæðið milli Noregs og Svalbarða. Rússar munu þvi vafalaust leggja áherzlu á, að Norðmenn heiti alfrjálsum siglingum um þetta svæði, og mun vafalaust ekki standa á Norömönnum að fallast á það, þvi að þeir berjast öðrum fremur á hafréttarráðstefn- unni fyrir siglingafrelsi, sökum hins mikla verzlunar- flota síns. En Rússar munu sennilega einnig fara fram á vissar takmarkanir á vigbúnaði á þessu svæði, og geta gert það með nokkrum rétti, þar sem Norðmenn eru samningsbundnir til að hafa ekki neinar herstöðvar eða vigbúnað á Svalbarða, og er ekki óréttmætt að það gildi einnig um nálægt hafsvæöi. Oðru máli gegnir að sjálfsögðu um herstöðvar og vlgbúnað i Noregi. Þótt þessar væntanlegu. viðræður Norðmanna og Rússa veki vfða mikla athygli, munu þær hvergi vekja meiri athygli en á Norðurlöndum. Það myndi hafa veruleg áhrif á viðhorf Norðurlandamanna til Sovétrikjanna, ef Sovét- menn sýndu sanngirni i þessum viðræðum og áfram héldist, i þessum efnum eins og öörum, góö sambúð milli Norðmanna og Rússa. ÞAÐ þykir ekki ólfklegt, að það styrki nokkuð aðstöðu Norðmanna i þessum viðræðum, að Noregur er að verða olluframleiðsluland og mun þó verða þaö enn frekar I framtiðinni. En það skapar Norðmönnum annan vanda. Samkvæmt frásögn eins helzta stjórnmálaritstjóra New York Times, David Bind- er, leggja Bandarfkin nú fast að Norömönnum að gerast þátttakendur í þeim rikjasam- tökum oliukaupenda, sem þau beita sér fyrir að koma á fót. Norska stjórnin hefur hins vegar hafnað fastri aðild, en telur Noreg geta verið i laus- ari tengslum við umrædd samtök. Afstöðu þessa byggir norska stjórnin á þvi, að Noregur verði innan tiðar kominn I hóp olluútflutnings- landa, og verði þvi einnig aö hafa vissa samvinnu við þau, og eigi þvi ekki heima i föstum samtökum oliukaupalanda. Þessa skýringu hafa Banda- rikjamenn ekki látið sér nægja, og beita þvf ýmsum aðferðum til að fá Norðmenn til aö ganga i samtök oliukaup enda. M.a. hefur athygli blaða béinzt að John Ausland, sem gekk næstur sendiherra aö völdum i sendiráði Bandarikj- anna I Osló á árunum 1969- 1973, en fór þá á eftirlaun og er nú búsettur í Osló. 1 blööum hefur verið gizkað á, að hann sé einskonar einkafulltrúi Kissingers I Osló og eigi sér- staklega að fylgjast með olíu- málunum. David Binder heldur þvi fram f áðurgreindi frásögn, að oliuhringarnir hóti Norðmönnum þvi, aö þeim verði neitað um ýmsa tækni- lega aðstoð og tæki ef þeir verði mjög ósamvinnuþýðir. Bandarikjamenn eru tækni- lega langt á undan öðrum þjóðum f öllu, sem lýtur að þvi að vinna olfu úr hafsbotni. Það gæti tafið oliuvinnslu Norð- manna, ef þeir misstu alveg tæknilega aðstoð Bandarikja- manna. AFSTAÐA NOREGS til samtaka oliukaupalanda IEA var til umræðu i norska þinginu siðast liðinn þriðju- dag. Þar kom I ljós, að Verkamannaflokkurinn, Miðflokkurinn og Sósialiska kosningabandalagiö styðja stefnu rfkisstjórnarinnar, og hefur hún þvi öruggan þingmeirihluta I þessu máli. Hins vegar vill íhaldsflokkur- inn að Noregur gangi i samtökin. Kristilegi flokkur- inn er einnig fylgjandi aðild, en vill þó hafa marga fyrir- vara. Samkvæmt þessu er ekki liklegt, að stjórnin breyti afstöðusinni. Fyrir Islendinga er ástæða til að fylgjast vel með oliumálum Norðmanna og afstöðu risaveldanna til þeirra — Þ.Þ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.