Tíminn - 23.11.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.11.1974, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. nóvember 1974. TÍMINN 7 Ruth Magnússon, Ríinar Einarsson og EHsabet Erlingsdóttir, viröa hér fyrir sér og skoöa nótur af sumum þeim lögum, sem flutt verða á sunnudaginn. Hljómeyki heldur hljómleika í Norræna bébé-Reykjavík — Þegar nafniö Hljómeyki er nefnt, vita senni- lega fæstir viö hvaö er átt. Þaö er samstarfshópur niu söngvara, sem tók sig saman snemma á þessu ári og stofnuðu félagsskapinn Hljómeyki. Héldu þau hljómleika 23. marz sl. viö mikla hrifningu áheyrenda og var húsfyllir. Næstkomandi sunnudag, 24. nóvember, mun Hljómeyki halda aöra hljómleika sina, og veröa þeir bæöi kl. 3 og kl. 5 þann dag, i Norræna húsinu. A efnisskránni er norræn tón- list, en gestir hópsins að þessu sinni eru Elisabet Erlingsdóttir og Kristinn Gestsson. Þau munu flytja „Lög handa litlu fólki” eftir Þorkel Sigurbjörnsson og islrnzk þjóölög i útsetningu Fjölnis Stefánssonar. Hljómeyki syngur lagaflokk- inn „Hevjiö I Homrum” eftir danska tónskáldiö Vagn Holm- boe, en hann mun vera einn af fremstu tónlistarmönnum Dana nú. Þetta eru sex lög viö ljóö húsinu eftir færeyska skáldiö J.H.O. Djurhuus, en tónverkiö hefur ekki veriö flutt áöur hérlendis. Atli Heimir Sveinsson hefur útsett fyrir kórinn tvo madrigala úr leikritinu Dans- leikur eftir Odd Björnsson og heyrast þeir nú hér i fyrsta sinn, en þetta mun I fyrsta sinn sem Atli Heimir útsetur fyrir kór. Einnig syngur Hljómeyki nor- ræn þjóðlög. Eins og fyrri hljómleikar Hljómeykis, veröa þessir án efa mjög eftirsóttir og munu margir hafa áhuga á aö hlusta á þessa ágætu listamenn. Þvi er ekki ráð nema i tima sé tekið, að útvega sér aögöngumiða sem allra fyrst. Hinir niu meölimir Hljómeykis eru: Aslaug Ólafs- dóttir, Guðfinna Dóra Ólafs- dóttir, Helga Gunnarsdóttir, Kristin ólafsdóttir, Ruth Magnússon, Guðmundur Guöbrandsson, Hafsteinn Ingvarsson, Halldór Vilhelmsson og Rúnar Einars- son. Fró markaðsfundi Flugleiða: Kalla — ný barnabók eftir Örn Snorrason örn Snorrason hefur látiö frá sér fara bókina Enn um okkur Kalla. örn kann vel til verka og þekkir hugarheim barna, enda sjálfur barnakennari, Þá spillir ekki, aö bókin er myndskreytt af Halldóri Péturs- syni. A bókarkápu segir frá ummæl- um Valgarðs Haraldssonar námsstjóra á Akureyri um fyrri bók Arnar — Þegar við Kalli vor- um strákar. Valgaröur haföi þá I bekk hjá sér dreng, sem átti I erfiðleikum meö lesturinn. En allt I einu brá svo viö, að strákur varðfluglæs á örskömmum tima. Þegar Valgaröur spuröi pilt, hverju þetta sætti, svaraði stráksi: Ég fékk bara svo skemmtilega bók, að ég varö aö lesa hana ^ftur og aftur. Þessi bók var Þegar ég og Kalli vorum strákar. Mun óhætt að taka undir þau ummæli Valgarös, aö betri með- mæli með barnabók geti varla. Isafold gefur hina nýju bók Arnar út. Sölustjórar bjartsýnir á söluaukningu FB-Reykjavik. Fyrsti fundur Flugleiöa hf. um markaðs- og sölumál hófst i Reykjavík á þriöjudaginn. Fundinn sitja sölu- stjórar fyrirtækisins erlendis, alls um 50 manns. Timinn hitti aö máli fjóra þessara manna, frá Norðurlöndunum, Skotlandi, Austurriki og Italiu og voru þeir allir mjög ánægöir meö gang mála, og farþegaaukningu á þessum stööum. Björn Steenstrup er sölustjóri Flugleiða i Sviþjóð Noregi og i Finnlandi, Hann var upphaflega sölustjóri fyrir Loftleiðir, og tók viö þvi starfi árið 1953, en i fyrra tók hann einnig við málum Flug- félagsins, eftir sameiningu flug- félaganna. — A yfirborðinu hefur engin breyting orðið á, við sameining- una, segir Steenstrup. Fólk sér bæði nöfnin utan á skrifstofunum, og verður þvi ekki vart við neina breytingu. Við höfum reyndar sameinað söluskrifstofurnar til þess að spara, og starfrækjum skrifstofur i Osló, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Helsinki og i Gautaborg. Skrifstofan i Gauta- borg er aðalskrifstofan, og þar hef ég aðsetur. — Ýmiss ófyrirsjáanleg atvik hafa orðið til þess að valda flug- félögum I heiminum erfiðleikum. Má þar nefna ókyrrðina fyrir botni Miðjarðarhafsins og oliu- hækkunina. Svo hafa flugránin haft áhrif á fólk i þá átt, að það velur bæði flugfélög og ákvörðunarstaði nokkuð með til- liti til þess, hvað gerzt hefur i þeim málum. — Rúmur helmingur þeirra far- þega, sem kaupa sér far með is- lenzku vélunum á Norðurlöndun- um er á leið til íslands, afgangur- inn heldur áfram vestur um haf. A sumrin eru það að miklu leyti ferðamennirnir, sem hingað eru að koma, og á öðrum timum er margt um tslendinga, sem búa á Norðurlöndunum og eru að fara heim. En einnig hefur orðið mikil farþega aukning I sambandi við ráðstefnuhald hér á landi, segir Steenstrup. — Mikið af sölustarfinu á Norðurlöndunum fer fram I gegn- Enn um okkur um ferðaskrifstofur. I Sviþjóð eru til dæmis þrjár ferðaskrifstofur, er selja skipulagðar hópferöir til íslands, allt frá 8 daga ferðum i tæplega þriggja vikna ferðir. Að sjálfsögðu selja svo allar ferða- skrifstofur venjulega flugmiða Flugleiða. Fólkið, sem kemur hingað i skipulagðar ferðir er oft- ast velstætt fólk, og flytur þvi mikið af peningum til landsins, ekki einungis með þvi að dveljast hér og borða, heldur kaupir það sér lika sitt af hverju til þess að fara með heim. Steenstrup sagði að fjárhags- vandræði fólks á Norðurlöndun- um væru þó töluvert farin að segja til sin hvað við kemur feröalögum. Astandið væri lik- lega bezt enn i Noregi, verst i Danmörku, og Sviþjóð væri svona mitt á milli. Atvinnuleysi og ótt- inn við það hefði þó þau áhrif að fólk dragi við sig ferðalög, en vonandi ætti eftir að rætast úr þessu. 011 flugfélög hefðu átt i vandræðum þetta ár, sem nú er aðliða, vegna aukins tilkostnaðar af völdum oliuverðhækkananna. Fargjaldaákvarðanir eru teknar löngu fram i timann, og þeim er ekki hægt að breyta fyrirvara- laust, og þvi hafa flugfélögin orð- iðað fljúga á gömlum fargjöldum þrátt fyrir það að tilkostnaðurinn hefur margfaldazt i öllum rekstri þeirra, sagði Steenstrup að lok- um. > Silvio Amori er sölustjóri Flug- leiða á ítaliu. Hann hefur aðsetur i Milano, en auk þess er söluskrif- stofa fyrir Flugleiðir i Rómaborg. Amori sagði, að þrátt fyrir það ótrygga ástand, sem hefur verið rikjandi á Italiu bæði efnahags- lega og stjórnmálalega gæti hann sagt frá þvi, að söluaukning hjá skrifstofum Flugleiða á Italiu næmi 40% fyrstu tiu mánuði þessa árs. Amori sagðist vongóð- ur um, að næsta ár yrði ekki siðra, en það, sem er að liða. Þar sem Italir verða að fara alla leið til Luxemborgar til þess að geta komizt i flugvélar Flug- leiða, er það aðallega ungt fólk, sem hefur áhuga á ferðalögum, og lætur ekki ferð með lest draga þann ferðaáhuga úr sér, sem mest ferðast með vélum félagsins á vegum itölsku söluskrifstof- anna. Kaupsýslumenn verða fremur að hugsa um að vera fljót- ir I ferðum og velja sér þá önnur flugfélög. Amori hefur verið sölustjóri Loftleiða fyrst og nú Flugleiða i fjögur ár. Hann hefur komið nokkrum sinnum til tslands, en kom hingað reyndar fyrst fyrir tuttugu árum og þá sem ferða- maður með skipi. Erwin A.J. Gasser er sölustjóri i Vinarborg, og hann er einnig ræðismaður Islands i Austurriki. Hann hefur starfað fyrir Loftleið- ir 110 ár, en sölusvæðið, sem hann starfar á nær til Júgóslaviu og Austur-Evrópulandanna. Hann sagði, að frá þessu svæði kæmu um 500 farþegar á ári, og vonandi ætti sú tala mikið eftir að aukast, enda legði hann mikla vinnu i að kynna ísland sem ferðamanna- land. Gasser sagðist hafa yfir að ráða töluverðu safni af kvikmyndum frá Islandi, og einnig ætti hann mikið einkasafn af litskugga- myndum héðan. Hann sagðist hafa gert mikið af þvi að sýna þessar myndir og segja frá Is- landi og Islendingum við ýmiss tækifæri, enda þekkir hann vel til hér, eftir að hafa komið hingað um tuttugu sinnum sjálfur. 1 fyrsta sinn i fyrra flaug is- lenzk flugvél beint til Vinar frá Islandi. —Þá var það reyndar vél frá Flugfélagi Islands, sem i það skipti var keppinautur minn, en nú er ég fulltrúi beggja félaganna sem fulltrúi Flugleiða, sagði Gasser. Gasser sagðist hafa gert tölu- vert af þvi að kynna Island innan stórfyrirtækja i Austurriki, með það fyrir augum að hvetja fyrir- tækin til þess að verðlauna starfs- fólk sitt með íslandsferðum. Sagði hann, að það hefði gefizt vel. Taldi hann að grundvöllur gæti orðið fyrir beinu flugi nokkr- um sinnum á ári milli Vinar og ts- lands með alls konar hópa, sem vildu gjarnan koma til Islands til þess að njóta hér náttúrufegurð- ar, ómengaðs loftlags og kyrrðar- innar. Gasser sagði að lokum, að um 80% þeirra, sem keyptu farmiða með Flugleiðum færu um Kaup- mannahöfn, þar sem þangað væri fljótlegt að komast,og menn veldu fremur að fljúga til Kaup- mannahafnar og taka þar is- lenzku flugvélarnar, heldur en fara til Luxemborgar og fara þar um borð i islenzka flugvél. Stuart Crceer fulltrúi Flugleiða i Glasgow. Hann sagði, að skrif- stofur islenzku flugfélaganna væru orðnar hluti af umhverfi Glasgow-búans, þvi að svo lengi væru þær búnar að vera þar. Eftir sameininguna fluttist Flugfélags- skrifstofan i húsnæði það, sem Loftleiðir höfðu áður haft, en Flugleiðir bættu við sig húsnæði á annarri hæð þessa húss, til þess að koma fyrir allri starfseminni á einum stað. Cree sagði, að Flugleiðir væru þriðja mesta flugfélagið i Glas- gow ef talað væri um flugferðir og fjölda ákvörðunarstaða, sem boð- ið væri upp á, og annað tveggja, sem biði ferðir yfir Norður-At- lantshafið. Islenzku vélarnar lenda átta sinnum i viku i Glasgow að vetrinum og niu sinnum að sumri til. Flugið milli Glasgow og Kaup- mannahafnar er mjög mikið not- að af kaupsýslumönnum, sem þurfa að fara þar á milli i ýmsum erindagjörðum, bæði Norður- landabúum og Bretum. Hins veg- ar eru það að jafnaði mest Is- lendingar, sem fljúga til íslands að vetrinum, en á sumrin eykst tala útlendinganna i vélunum, sem þá eru á leið i sumarleyfi tií Islands. A Norður-trlandi er umboðs- maður fyrir Flugleiðir, en hann rekur þó ekki skrifstofu, heldur starfar heima hjá sér, sem um- boðsmaður félagsins. Stöðug söluaukning varð hjá is- lenzku flugfélögunum þar til i ár og I fyrra, þegar nokkur jöfnuður komst á, sem er reyndar það sama, og segja má um flest önnur flugfélög að sögn Crees. Erwin Gasser Björn Steenstrup Stuart Cree Silvio Amori

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.