Tíminn - 23.11.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.11.1974, Blaðsíða 13
Laugardagur 23. nóvember 1974. TÍMINN 13 • TjL Flutningaskipiö Svanur viö bryggju I Grundarfiröi. Myndirnar tók Bæring Cecilsson i Grundarfiröi. Grundfirðingar eign ast flutningaskip Hafsteinn Þorvaldsson formaöur Ungmennaféiags tslands setur sambandsráösfundinn. 19. sambandsrdðsfundur UMFÍ: Gróska í starfsemi ungmennafélaganna um allt land BH-Reykjavik. — Nýtt flutninga- skip hefur bætzt i skipafiota iandsmanna. Ber þaö heitiö Svan- ur og kom til heimahafnar sinnar, Grundarfjaröar, nú um helgina. Eigendur Svans hafa myndaö meö sér hlutafélag, Nes hf., en aöaleigendur eru Pálmi Pálsson, sem jafnframt er skipstjóri Svans, Jón G. Kristinsson, 1. vél- stjóri, og Jón Sigurösson, 2. vél- stjóri. Samkvæmt nýju mæling- unni er skipiö um 780 lestir. Siöasta höfn skipsins, áður en þaö kom hingað til lands, var oliuhöfnin Zwacs i Gibraltar- sundi. Skipið var byggt i Noregi 1972, og þaö voru norskir aðilar, Njósnari i netinu er njósna- saga, sem Francis Clifford hefur skrifað. Aður útkomnar eru bæk- urnar: Njósnari á yztu nöf, Gildra njósnarans, Flótti i skjóli nætur, Njósnari i neyð, 1 eldlínunni, Æðisgenginn flótti. Njósnir með allri sinni spennu eru hluti atburðanna i þessari bók. Konur toga óafvitandi i þræöina, ofbeldi, morð og flótti fylgja hvert á eftir öðru með miskunnarlausum afleiðingum. Francis Clifford hlaut 1. verðlaun „Crime Writers’ Association” 1969, og hefur siðan hlotið fjölda af verðlaunum og viðurkenningum fyrir bækur sinar. sem seldu skipið hingað. Núver- andi eigendur tóku við skipinu úti i Persiu, sigldu þvi þaðan til Ind- lands, en siðan suður fyrir Góðrarvonarhöfða. A vestur- strönd Afriku tóku þeir brota- járnsfarm, sem þeir fluttu til Túnis, en þar tóku þeir saltfarm, á vegum Sambands islenzkra samvinnufélaga, og fluttu hingað heim. Verður honum dreift á nokkrar hafnir hér, m.a. Patreks- fjörð og Keflavik. Skipstjórinn, Pálmi Pálsson, er ungur maður, sonur þekkts afla- manns og brautryðjanda i út- gerðarmálum Grundfirðinga, Páls Þorleifssonar frá Hömrum i Eyrarsveit. Umsagnir um bókina hafa verið lofsamlegar eins og sjá má af eftirfarandi dæmum: „Verðlaunahafinn Francis Clifford hefur bætt I safnið enn einni frábærri njósnasögu .... Bók, sem þú getur ekki lagt frá þér fyrr en lokið er lestri siðustu blaðsiðu.” — New York Mirror — „Það skrifar enginn jafn spenn- andi njósnasögur sem Francis Clifford. Þessi bók tekur mann heljtartökum.” — Daily Worker — „Snjallar og ógleymanlegar lýsingar....” — The Scotsman — Bókin er prentuð og innbundin i Prentverki Akraness hf. Citgef- andi er Hörpuútgáfan á Akra- nesi. Hjálpar samtök mynda loftbrú í Bangladesh Loftbrú frá Dacca i suðurhluta Bangladesh til neyðarsvæðanna i Rangpur/Dinajpur, sem komið verður á laggirnar núna i vikunni, er meðal stærri verkefna, sem hjálparstofnanir kirkna á Norðurlöndum hafa fengizt við. Þann 18. nóvember lagði flug- vél af gerðinni Hercules C-130 af stað frá Osló með 22 tonn af hjálpargögnum. Frá Dacca verð- ur flogið með hjálpargögnin til hungursvæðanna i norðurhluta landsins, þar sem talið er að um 30.000 manns muni deyja úr hungri á viku hverri, sé hjálpin ekki aukin. Jörgen Henriksen, deildarstjóri hjá Hjálparstofnun krikjunnar i Danmörku, sem nýkominn er frá flóðasvæðunum i Bangladesh, telur að yfir 100.000 manns hafi látizt úr hungri siöastliðnar sex vikur. Hercules- vélin á að vera i stöðugum flutningum milli Dacca og Rangpur/Dinajpur svæðanna. Einnig verða viðbótarbirgðir af matvælum og lyfjum sóttar til Bangkok i Thailandi. önnur flug- vél, sem ber 13 tonn, er einnig tilbúin að hefja flug milli Dacca og Thakurgaon i Norður-Bangla- desh, en þaðan verður hjálpar- gögnum dreift til flóðasvæðanna m.a. með þyrlum. Ástandið á hinum norðlægari flóöasvæðum Bangladesh er nú alvarlegra en nokkru sinni fyrr. Matarbirgðir landsins eru uppurriar, og nú er þess beðið aö ný uppskera komist i gang um miðjan desember. Ástæðan fyrir þvi, að hjálparstofnanir kirkna komu þessari loftbrú af stað er sú, að mjög litið af hjálpargögn- um hefur komizt sunnan frá Dacca tíl norðursvæðanna, vegna þess, að samgöngukerfið má heita eyðilagt. Auk loftbrúarinnar fór flugvél með 10 tonn af varningi til Kalkútta á mánudaginn og siðar i vikunni fer flugvél á vegum dönsku Hjálparstofnunarinnar með 26 tonn af hjálpargögnum, þ.á.m. lyf frá alþjóðlegu barna- hjálpinni og Rauða krossinum. Vonazt er til að Hercules-vélin geti flutt 1000 tonn af vörum frá Dacca til norðurhéraðanna á viku hverri. Það eru hjálparstofnanir kirkna á Norðurlöndum, sem hafa á hendi hjálparstarfið i Bangladesh og Vestur-Bengal i Indlandi á vegum Lúterska heimssambandsins. Hjálpar- stofnun kirkjunnar á tslandi mun einnig taka þátt i þessu hjálpar- starfi með þvi að verja söfnunar- fé þvi, sem landsmenn leggja af mörkum, til kaupa á matvælum eða öðrum bráðum nauðsynjum. Giróreikningur Hjálparstofnunar kirkjunnar er nr. 20.000. íslenzk frímerki — 1 9. útgáfa frímerkjalistans Úterkominá vegum Isafoldar 19. útgáfa frímerkjalistans íslenzk frimerki eftir Sigurð H. Þor- steinsson. Þar er fjallaö um fri- merki frá þeim tima er tsland heyrði undir Danmörku, lýð- veldisfrimerkin, þjónustumerki, tollstimpla, sérstimpla, erlenda póststimpla og jólamerki. 1 formála segir, að listinn hafi að þessu sinni sem ætið veriö tek- inn til nákvæmrar endurskoðun- ar. Verðbreytingarnar eru sem áð- ur það sem mest ber á og þeirra vegna kaupa flestir listann, en verð á islenzkum frimerkjum hefur sem kunnugt sifellt farið hækkandi. Texti bókarinnar er bæði á is- lenzku og ensku, þannig aö hún gagnast bæöi islenzkum söfnur- um og erlendum. 19. sambandsráðsfundur Ung- mennafélags islands varhaldinn-i Grindavik sunnudaginn 10. nóv. s.l. Fundurinn var mjög vel sóttur, enda gróska i starfsemi ungmennafélaganna um allt land. Hafsteinn Þorvaldsson form. UMFÍ sctti þingið með ræðu en siðan flutti Sigurður Geirdal fra m kvæmdast jóri UMFÍ skýrslu um störf og fjár- hag samtakanna á timabilinu frá siðasta þingi. Hæst bar i starfsemi þessa timabils stóraukna fræðslustarf- semi t.d. hafa hátt á sjöunda hundrað manns sótt félagsmála- námsskeið samtakanna siðustu tvö ár. Auk þessara almennu félagsmálanámskeiða hafa verið haldin sér námskeið fyrir starfs- menn ungmennafélaganna. Annar liður i starfsemi UMFt hefur farið mjög vaxandi að undanförnu en það eru erlend samskipti M.a. fóru fimm keppnis- og sýningarhópar ung- mennafélaganna til Norður- landa s.l. sumar fyrir milligöngu UMFt hópur ungiinga dvaldi i unglingabúðum i Noregi og farin var hópferð til Bergen með 140 forystumenn og ungmennafélaga i orlofs- og kynningarferð. Fjölmarga aðra liöi starf- seminnar mætti nefna svo sem iþróttastarfið, starf UMFt að þjóðhátiðarhöldunum, land- græðslu, útgáfustarfsemi margs konar o. fl. Helzta mál fundnrins að þessu sinni var 15. 'andsmót UMFt, sem haldið verðut á Akranesi i HJ—Reykjavik. —A ráðslefnu scm E.F.V.Í. og Efnafræðistofa RIl beittu sér fyrir um matvæla- eftirlit á islandi fyrir skemmstu, kom fram i erindi einu, að incnntunarmál inatvælaiðnaðar- ins hafa verið i mesta ólcstri. i erindinu vareinnig sagt, að erfitt væri að sjá, hvernig margar mat- vælaiðngreinar gætu axlað þá ábyrgð i heilsufarsmálum, sem á þeim hvildi, ef miðað væri við kennslumagn í Iðnskólanum i Reykjavik t.d. i matvælafræðum. Þó bæri að gæta þess. að kennsla i sérgreinum fyrir kjötiðnaðar- menn við Iðnskólann i Reykjavik hefði aukizt allverulega og vænta mætti frekari þróunar i þá átt. t fréttatilkynningu, sem Félag isl.kjötiðnaðarmanna hefur sent frá sér i tilefni ráðstefnunnar, lýsir stjórn F.Í.K. yfir ánægju sinni með þessa ráðstefnu og telur að með henni sé stigið spor i rétta átt. Stjórnin harmar, að meðlimum F.I.K. var ekki boðið skriflega á ráðstefnu þessa, hvorki sem áheyrnarfulltrúum né til fvrirlestrahalds. t fréttatilkynningunni segir enn fremur: „Nú cr það staðreynd. júli á næsta ári. Var mikill hugur i ungmennafélögum að standa sem bezt að mótinu og gera það sem glæsilegast og fjölbreytilegast. Þá voru ræddar tillögur til breytinga á lögum UMFI og var þeim visað til laganefndar. Allmiklar umræður urðu um skrifstofu og þjónustumiðstöð UMFt i Reykjavi, og voru menn á eitt sáttir um, að hún hefði miklu hlutverki að gegna og væri ómetanleg aðstoð við hin dreifðu félög, sem óhjákvæmilega verða að leita eftir margs konar fyrir- greiðslu til Reykjavikur. A skrif- stofunni starfa 3 fastráðnir menn auk ritstjóra Skinfaxa og manna, sem ráðnir eru i skamman tima til sérstakra verkefna. Fram- kvæmdastjóri UMFt er Sigurður Geirdal. Gunnar Sveinsson gjaldkeri UMFI reifaði á fundinum nýstár- lega hugmynd um stofnun klúbba fyrir eldri ungmennafélaga, sem hefði það markmið að styðja starfsemi ungmennafélaganna og aðra hliðstæða æskulýðsstarf- semi I landinu. A fundinum voru Guðmundur Snorrason umf. Njarðvikur, Þórhallur Guðjóns- son, umf. Keflavikur, Jóhannes Haraldsson umf. Grindavikur og Slmon Rafnsson umf. Þrótti, Vatnsleysuströnd, sæmdir starfs- merki UMFI fyrir störf sin að málum hreyfingarinnar. Fundurinn var mjög vel undirbúinn og skipulagður af hálfu Grindvikinga og i heild má segja, að hann hafi verið óvenju vel sóttur og starfsgleði og bjart- sýni helztu einkenni hans. að ísl. kjötiðnaðarmenn hafa á liðnum árum verið sifellt á verði og reynt að bæta sér upp tak- markaða námsaðstöðu við Iðn- skólana vegna skorts á kennurum i sérgreinum. Hafa þeir beitt sér fyrir námskeiðum og fengið þar til hina hæfustu menn erlenda og innlenda. Auk samstarfs við inn- lenda abila hefur félagið átt gott samstarf við Teknologisk Institut I Kaupmannahöfn og fengið það- an kennara og kennslugögn, þ.á.m. lög og reglugerðir, sem giltu I Danmörku um þessi efni á hverjum tima.” Vorði 1971 hélt félagið fjöl- mennt námskeið með þátttakend- um viðsvegar af landinu og naut þar aðstoðar Rannsóknarstofnun- ar iðnaðarins og Iðnþróunar- stofnunar tslands. Siðan hafa kjötiðnaðarmenn notið ráðgjáfar rannsóknurstofnunar iðnaðarins um þessi mál. Kjötiðnaðarmenn telja þó þörf á aukinni fagmennt- un. vegna hinnar öru þróunar i iðninni. Telja þeir vænlegast til árangurs, að það nám fari fram i sérstökum matvælaiðnskóla. sem auk þess að mennta nema héldi námskeið fyrir sveina. Pálmi Pálsson skipstjóri við mvndina af Grundarfiröi, sem skipverjum var fært við heimkomuna. Nokkrar húsmæður frá Grundarfirði gæöa sér á krásunum, sem bornar voru fram um borð i Svani við komuna. Njósnari í netinu — ný njósnasaga eftir Francis Clifford Kjötiðnaðarmenn vilja matvælaiðnskóla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.