Tíminn - 23.11.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.11.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Laugardagur 23. nóvember 1974. honum eitthvað — hvort hann vildi ekki fá mat eða leggja sig, — en hún þorði það ekki, því að hún hélt að hann myndi forsmá það, er hún gat boðið. En svo bað hann sjálfur um mat. ,,Getið þér gef ið mér eitthvað að borða?" spurði hann. „Jú, jú-jú", svaraði Katrín og roðnaði dálítið. Hún hafði að vísu ekki margt fram að bera. Hún sauð rúgmjölsgrautog bjótil nýttkaff iog steikti annað eggið, sem hún hafði geymt handa telpunni. Diskarnir hennar voru skörðóttir, én hún hafði ekki öðru betra að tjalda. Jóhann og hinir f ylgdarmennirnir gengu út, og læknir- inn varð einn eftir inni hjá Katrínu. Hann sat við borðið og mataðist. Brátt hafði hann lokið snæðingi. Nú kemur að því, hugsaði Katrín, nú kemur að því að borga. Læknirinn var staðinn upp. „Hvað mikið skuldum við lækninum?" spurði Katrín kvíðaf ull. „Ha? — Já, æ-já. Það eru víst þrjú mörk", svaraði hann. „Þrjú mörk?" stamaði Katrín og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Þrjú mörk — já. Það er taxtinn", sagði læknirinn hirðuleysislega og tróð sér í frakkann. Katrín stóð sem þrumulostin á miðju gólfi og vissi hvorki, hvað hún skyldi segja né gera. En svo rankaði hún við sér og gekk að dragkistunni og tók þrjá einnar markar peninga, sem hún hafði falið þar undir fötunum sinum. Augu hennar flutu í tárum, er hún sneri sér að lækninum, svo að hún sá hann aðeins í móðu. „Gerið þér svo vel", sagði hún. „Þakka yður fyrir", sagði hann og lét peningana í buxnavasann. „Þakka yður fyrir", svaraði Katrín loðinni röddu. „Eru fylgdarmennirnir tilbúnir að flytja mig heim?" spurði hann svo. „Já, þeir eru ferðbúnir. Þeir fóru að fá lánaðan hest handa yður niður að sjónum". „Ágætt". Aftur gaf hann ýmis f yrirmæli um það, hvernig ætti að hjúkra telpunni og sagði Katrínu að láta ekki hugfallast, þótt henni þyngdi, er liði að kvöldi. Hann beið enn stundarkorn, og nú beindist athygli hans að Einari. Hann lagði lófann á koll drengsins. „Ert þú elztur af systkin- unum?" spurði hann. „Já," svaraði drengurinn. Hann varð dauðfeiminn, þegar læknirinn ávarpaði hann, en samt rétti hann úr sér og horfði beint framan í gestinn. Hann varð að einbeita öllum vilja sínum, en hann gerði það samt. „Ætlar þú að verða skipstjóri, þegar þú ert orðinn stór?" spurði læknirinn. „Já", svaraði drengurinn. „Hann á líka kapteinssparibauk", sagði Gústaf, sem gjarna vildi, að sér væri einnig gefinn dálítill gaumur. „Nei — kapteinssparibauk?" „Já", sagði Einar í þriðja sinn og tók nú stóra spari- baukinn, sem gamla f rúin á Eikivöllum hafði gef ið hon- um, ofan af dragkistunni til þess að sýna lækninum hann. „Þetta er kapteinsbaukurinn hans", sagði Gústaf. „Þetta er góður gripur. Ég vona, að hann verði orðinn fullur, þegar þú þarft á peningunum að halda", sagði læknirinn og tróð hendinni í buxnavasann. Þegar hann dró hana aftur upp úr vasanum, lágu mörkin þrjú, sem hann var nýbúinn að taka við, í lófa hans. Hann renndi þeim niður í sparibaukinn. Einar roðnaði af gleði, hann rétti lækninum höndina og hneigði sig djúpt. „Ég þakka kærlega", sagði hann. „Ekkert að þakka", svaraði læknirinn. Gústaf hljóp til móður sinnar og hvíslaði svo hátt að heyra mátti: „Hann lét héilt mark í sparibaukinn hans Einars, mamma". Læknirinn brosti hýrlega. Jóhann kom slangrandi upp grýtta brekkuna með kerruhest í taumi og nam staðar fyrir utan kofadyrnar. Katrín fylgdi lækninum til dyra. „Hvernig er veðrið?" spurði hún. „Hann er óðum að lygna. Allt í lagi með það", svaraði Jóhann. „Hvenær kemurðu aftur?" Enn leit hún djúpum, stillilegum augum á lækninn, en gerði enga tilraun til þess að þakka honum komuna. Hann var setztur upp í aftursætið og reynd að skýla sér sem bezt með frakkanum. Taskan lá við fætur hans í vagninum, sem skókst til með skrölti miklu á leiðinni niður ásinn. Katrín horfði um stund á eftir þeim, en hvarf síðan inn að sjúkrabeði barnsins. Það fór eins og læknirinn hafði sagt: barninu elnaði skyndilega sóttin um kvöldið. Katrín lá á hnjánum við bekkinn og laut yf ir aðframkomið barnið, þegar Jóhann kom heim úr Bómarsundsferðinni. „Jóhann", hvíslaði Katrín svo lágt að varla heyrðist. Hann læddist á tánum til hennar. „Hvað?" hvíslaði hann. Hvernig? Þabvoru > vélmenni á verði' unw ^ borB.'-'^N Nei, þáö hlýtur að vera um borö i flutningaskipi okkar.'Förum þangaö. Laugardagur 23. nóvember 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 fþróttir. Umsjón: Jón Asgeirsson. 14.15 Aö hlusta á tónlist IV. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan. Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.40 Tiu á toppnum. örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „A eyðiey” eftir Reidar Anthonsen samið upp úr sögu eftir Kristian Elster. Fjórði þátt- ur: Við megum ekki æðrast. Þýðandi: Andrés Kristjáns- son. Leikstjóri: Briet Héðinsdóttir. Persónur og leikendur: Eirikur/Kjartan Ragnarsson, Andrés/Rand- ver Þorláksson, Jörgen/Sól- veig Haukdsóttir, hrepp- stjórinn/ Guðjón Ingi Sig- urðsson. 18.00 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Frystikistufjölskyldan. Þáttur ,eftir ólaf örn Haraldsson. 19.55 Slðari leikur St. Otmar og FH i annarri umferð Evrópubikarkeppninnar i handknattleik. — Jón As- geirsson lýsir siðari hálfleik I St. Gallen i Sviss. 20.30 Los Valdemosa syngja og leika. 20.45 „Minning undir mal- biki”, smásaga eftir Jónas Jónsson. Höfundui les. 21.15 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfegnir. Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 16.30 Jóga til heilsubótar Bandariskur myndaflokkur með kennslu i jógaæfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 16.55 Knattspyrnukennsla. Breskur myndaflokkur. Leiðbeinandi George Best. Þýðandi Ellert B. Schram. 17.05 Enska knattspyrnan 17.55 tþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. Stjórn upptöku Sigurður Sverrir Pálsson. 19.45 Hlé. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.30 Læknir á lausum kili. Fæðingarhriðir. Bresk gamanmynd. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Vaka. Þáttur um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Gylfi Gíslason. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.30 Julie Andrews. Breskur skemmtiþáttur. Þýðandi Heba Júlíusdóttir. 22.20 Herra og frú . Smith (Mr. and Mrs. Smith) Bandarisk biómynd frá árinu 1941. Leikstjóri Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk Carole Lombard og Robert Montgomery. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. Myndin greinir frá hjónun- um Ann og David Smith. Þauhafa verið gift i nokkur ár, en þá kemur óvænt i ljós, að hjónabandið er ekki lög- legt. David vill kippa þessu i lag, en kona hans er ekki alveg á sama máli. 23.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.