Tíminn - 23.11.1974, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.11.1974, Blaðsíða 19
Laugardagur 23. nóvember 1974. TÍMINN 19 Q Þórbergur sinn þremur árum áður i Bergstaðastræti 9 B. Hann var friður maður sýnum og vel vaxinn, mjög snyrtilegur i klæða- burði, frábærlega kurteis og án allrar tilgerðar, mildur og hlýr i viðmóti, altaf hýrlegur og gamansamur, en þó alvöru- gefinn. Hann var blátt áfram og einlægur i framkomu. Maður fann aldrei, að hann hugsaði hugsanir á bakvið þær hugsanir, sem að manni sneru. Hann verkaði á mann eins og hann væri hreinn og tær. Hann kom þannig fram, eins og honum væri greiði gerður með þvi að lita inn til hans. Og hann virtist gleðjast innilega, þegar manni gekk vel i lifinu, en það var hæfileiki, er umkomuleysingjum sýndist viðast hvar nokkuð djúpt ' á i þá daga. En Jakob var engu siður það, sem kallað er gáfumaður. Hann hugsaði miklu skýrar og ýtar- legar en maður átti að venjast og var visindalega ráövandur I allri hugsun. Hann lét sér afar annt um, að ræðan væri sönn, en var þó mjúkur og skemmtinn i máli og sagði þannig frá, að athygli manns missti aldrei af einu einasta atkvæði. Það var eins og hann legði sig allan inn i hvert einasta orð. Af honum lærði ég þá miklu frásagnarspeki, að ræðan getur verið skemmtileg, þó að hún sé sönn. Kannski er hún aðeins skemmtileg, þegar hún er sönn. Hann hugsaði mikið um lifið og hafðilengilegið veikur.Og ekki vantaði hann vit á skáldskap eða öðrum bókmenntum, og það var unaðslegt að eiga ræður viö hann um slík efni. En minnisstæðastur er Jakob mér frá þessum árum sem vitringur og göfugmenni jafnvel einstakt göfugmenni. Mér leið svipað i návist hans sem ég væri kominn inn I hlýja stofu móti skinandi sól. Jakob hafði, þegar hér var komið sögu, numið speki nokkra eður visdóm, sem löngu siðar olli byltingu i lifi minu. Visdóm þennan kallaði hann teosófi eður guðspeki. Ég hafði aldrei heyrt nennargetiðáður.Ég varð allur að undrun. Hvernig gátu svona merkileg fræði farið framhjá mér öll þessi ár? Hvar hafði ég verið? Hvi töluðu ekki allir um svona efni I staðinn fyrir þennan auðvirðilega hégóma hversdags- lifsins? Ég hafði sveitzt við I mörg ár að hugsa mikla speki um tilveruna. En nú fannst mér min speki svo voðalega heimskuleg i samanburði við visdóm Jakobs Kristinssonar. Er ég þá heimskur? Er ég lélegur hugsuður? Er ég litilfjörlegur lifsfilosóf? Það skyldi þó ekki vera, að i visdómi Jakobs leynist einmitt lausnin á sjálfri lifsgát- unni, sem ég hef glimt svo lengi við árangurslaust? Það var önnur mesta skemmtun min þennan vetur að heyra Jakob segja frá kenningum guðspekinnar. Ég sat oft heima hjá honum langstundum, og hann upplauk fyrir mér i hlýjum og öfgalausum viöræðum hverju leiksviði lifsins öðru furðulegra. Hann fræddi mig um alheimsút- streymi logosar um tilverustigin sjö, um þróun lifsins, um endur- holdgun sálarinnar, um karma- lögmálið, um lif framliðinna á öðrum tilverustigum, um meistarana um veginn til full komnunar, um kraftaverkin o.s.frv. Þetta var allt undursam- legt. En hvað heimur minn hefur verið takmarkaöur Þetta hefur ekki verið rýmra en litil músar- hola undir stóru fjalli I saman- buröi viö heim allifsins. Og er það ekki alveg óskaplegt að vera búinn að heimskast hér I 22 ár á næstu grösum viö meistarana og hafa aldrei haft minnsta hugboð um, að neinar slikar verur væru til? Nú ætla ég að segja Elskunni minni, þegar ég kem heim, að það séguöiöllummönnum. Nei, þann andskota má ég ekki segj henni. En ég ætla aö segja henni, að það sé alveg áreiöanlegt, að viö höfum elskazt I fyrra lifi og að það sé karma okkar, sem nú hafi loksins leitt okkur aftur saman i Baðstofunni. Kannski hef ég verið Dante i næsta lifi hér á undan og hún Beatrice. Elsku Beatrice min! Skyldum við þá eiga eftir að verða hamingjusöm I þessu jarð- lífi? Ekki bar ég þó gæfu til að festa verulega trú á neitt af þvi, sem Jakob fræddi migum guðspekina, enda flutti hann mér þennan visdóm aldrei sem óskeikul visindi. Það voru aðeins lauslegar frásagnir af hugmyndum guð- spekinnar um tilveruna. En mér fannst ekki heldur viturlegt að segja þetta vit- leysu að svo komnu máli. Ég lét það liggja milli hluta, tók það einstöku sinnum upp sem leik- fang hugsunarinnar eða vakti máls á þvi við kunningja mina til að fá vekjandi umræðuefni, þegar Millilandafrumvarpið megnaði ekki að koma sveiflum sálarinnar á nógu þægilega hrey fingu, Ekki vakti það heldur hjá mér neina löngun til að afla mér frekari fræðslu um þennan annarlega visdóm. Og fræðsla Jakobs hvarf smátt og smátt inn i rökkur gleymskunnar i styrjöld minni við skugga tiðarandans. Og þó. Heimur minn varð aldrei samur eftir viðræður minar við Jakob Kristinsson um guðspekina. Og það liðu fjögur ár. Jakob Kristinsson lauk guð- fræðinámi sinu i júni 1914 og gerð- ist þá prestur Vestur-lslendinga i Kanada. Hinn 15. dag júli- mánaðar, siðla dags i þykku veðri og austankalda, sté hann á skips- fjöl á Reykjavikurhöfn og sigldi alfarinn af landi brott. Þegar vinir manns hverfa úr landi, fara þeir alltaf alfarnir. Ég stóð lengi niðri á Steinbryggju og horfði út á hafið. Að kvöldi þess dags skrifaði ég I dagbók mina: „Hreinritaði ,,Tiu boð- orð”......Vinur minn Jakob Kristinsson fór til Vesturheims I dag. Kvaddi ég hann niðri á Steinbryggju. Mikill skaði þykir mér að brottför hans úr landinu. Eins góðum manni hef ég aldrei kynnzt og nærfellt engum gáfaðri Minnist ég nú margra ánægju- stunda, er ég hef setið heima hjá honum og spjallað við hann um hugstæðustu efni mannkynsins. En þeir dagar eru nfi sem aðrir yndisdagar mínir um garð gengnir. Hamingjan ein má vita, hvort ég sé Jakob nokkurn tima aftur”. Þannig enduðu stórfenglegustu æfintýri þessara ára. Og það varö nýr heimur með nýjum æfintýrum. Þetta er æfintýrið um vitringana tvo. Or Ofvitanum, annarri útgáfu, Reykjavlk 1964. Datsun - Folks- wagen - Bronco utvarp og sterlo í öllum bllum BILALEIGAN ÆÐI HF Simar: 13009 & 83389 rOPIЗ— Virka daga 6-10 e.h. Laugardaga 10-4 e.h. g. ^BILLINN BÍIASALA HVERFISGÖTU 18-iimi 14411 Húsavið- gerðir s.f. Látiö okkur skoða hús- eignína fyrir veturinn. Sími 12197. Viðgerðir Nýlagnir SAMVIRKI BRAUTARHOLTl 4. SfMAR: .28340-37199 Ford Bronco — VW-sendibílar Land Rover - VW-fólksbilar BILALEIGAN EKILL LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL TT 21190 21188 LOFTLEIÐIR /SSbílaleigan felEYSIR CAR RENTAL 24460 í HVERJUM BÍL PIO MEER ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI 0 Hjálparmaður Seyðisfjörð til að sækja vistir og vatn hefðu þeir komið að brezka togaranum Newby Wyke, eins og kunnugt er, og hefði það tafið þá um tvo sólarhringa. — Við vitum að það er Islenzkur stýrimaður á þessum þýzka tog- ara, BX733 Othmarschem, sem hælt hefur sér mjög fyrir að hafa leikið á okkur. Þegar varðskipið kom voru 8-10 þýzkir togarar á þessum slóðum, sem hafa farið strax inn og fréttist af seinkun okkar á Seyðisfirði, — og það er afar fátitt þeir séu svo margir. o Olíugusa hafnarinnar ekki hækkað umtals- vert, enda ekki verið sótt mikið á um það. Nú kvæði hins vegar við annan tón, og væri nú gert ráð fyrir stór- felldari hækkun en áður hefði veriö gerð hjá Reykjavikurborg. Á þessu ári hafa orðið gífurlegar hækkanir hjá ýmsum stærstu þjónustufyrirtækjum borgarinnar, en hér keyrði þó um þverbak. Samkvæmt gjaldskránni ættu vörugjöld að hækka um 87% og skipagjöld um 78% Ef litið væri á tekjur hafnarinnar, myndu þær nema 150 milljónum króna á næsta ári á móti 80 milljónum á þessu ári. Kvaðst Kristján ekki telja stætt á þvi aö gera tillögur um svo stórfelldar hækkanir hjá einu fyrirtæki borgarinnar. — ,,Ég viðurkenni það, að Reykjavikurhöfn, þarf á fjár- magni að halda, en fyrr má nú rota en dauðrota,” sagði Kristján Benediktsson. Ráðstöfunartekjur hafnarinnar hafa verið fremur litlar fram til þessa, en sam- kvæmt breytingunni á gjald- skránni á hún að skila 100 milljón- um i afgang. Hér er um meira en litla hugarfarsbreytingu að ræða hjá þeim sem ráða og stjórna. f Arnesingar Framsóknarvist r Framsóknarfélag Arnessýslu efnir til þriggja kvölda spila- keppni sem hefst að Aratungu föstudaginn 22. nóv. kl. 21. Ræöu- maður kvöldsins verður Vilhjálmur Hjálmarsson menntamála- ráðherra. Heildarvinningar: Ferð fyrir tvo til Mallorca með ferðaskrifstofunni Sunnu. Stjórnin. Akranes J Framsóknarfélag Akraness heldur framsóknarvist i félags- heimili sinu, Sunnubraut 21. sunnudaginn 24. nóv. kl. 16. öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Þeir ættu að minnast orða foringja sins, núverandi forsætis- ráöherra, er hann ræddi um það, að dýrtiðin mætti ekki magnast um meira en 10-15% á næsta ári. Ef aðrir aðilar færu að eins og hafnarstjórnin yrðu allar ráð- stafanir að engu. Þeir mættu lika minnast þess, er núverandi fjár- málaráðherra gerði að einkunn- arorðum sinum: Aðhald og hóf- semi i fjármálum. Þá skirskotaði hann sérstaklega til þess, hvað hefði áhrif á kaupgjald og verðlag i þessu landi. Með þessu kvað Kristján gengið þvert á óskir þessara manna og beinlinis reynt að magna verðbólgubálið. Kvaðst Kristján gera það að tillögu sinni, aö gjaldskránni yrði visað aftur til hafnarstjórnar til endur- skoðunar, áður en næsta umræða færi fram, og lagði fram eftirfar- andi tillögu fyrir hönd borgar- fulltrúa framsóknarmanna: „Við teljum ekki fært fyrir borgarstjórn að fallast á hækkun vörugjalda hjá Reykjavíkurhöfn, er nemi 87% og hækkun á skipa- gjöldum um 78%. Báðar þessar hækkanir eru langt umfram það, sem annars staðar þekkist. Svo stórfelldar hækkanir á gjaldskrá hafnarinnar hljóta að hafa I för með sér keðjuverkandi áhrif til hækkunar I ýmsum greinum. Við leggjum til, aö hækkun framangreindra gjalda fari ekki yfir 45%.” Tillaga þessi olli nokkrum heilabrotum hjá ihaldinu, sem átti erfitt með að kyngja þessum afskiptum af málinu, og lýsir það nokkuð vel hugsunarhættinum, sem rikir i herbúðum meiri- hlutans, að eftir að ólafur B. Thors var með miklum hofmóði búinn að samþykkja að taka til- löguna til annarrar umræðu, orðaöi Albert Guðmundsson (i forsetastóli) niðurstöðuna á þessa leiö, að „þeir, sem samþykki að bföa með að fella þessa tillögu, en visi henni til annarrar umræðu, gjöri svo vel og gefi merki.” 0 Heykögglar ákveðið á siðastliðnum vetri, aö Flateyjarverksmiðjan yröi reist fyrst af þessum þremur verk- smiöjum, og aö þvi stefnt að hún tæki til starfa á árinu 1975. Sagði Arni að það hefði ekki þótt ráölegt, að vinna aö undir- búningi allra þriggja verk- smiðjanna I einu, auk þess sem ræktun heföi þótt auðveldust i A- Skaftafellssýslu, þar sem þar væri mikið land sem ekki þyrfti að ræsa fram. — Hafizt var handa um ræktun I fyrravor, sagði Arni — og I haust var lokið við að sá i 200 hektara lands. Jarðvinnslu hefur verið haldið áfram allt fram til þessa dags, og búið er að undirbúa 150 hektara lands undir sáningu að vori. Sagði Árni að verksmiðjan ætti að geta fullnægt heykögglaþörf- inni fyrir A-Skaftfellinga og Austfirðinga, og þegar hún væri komin i full afköst 1976 væri gert ráð fyrir að hún skilaöi 2500-3000 tonnum yfir rekstrartimann. Alþingismenn og fulltrúar fjögurra landshluta ræða hagsmunamál landshlutanna FB-Reykjavik. Samstarfsnefnd landshlutasamtakanna á Vestur- landi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi kom saman til fundar á ísafirði i byrjun október. Þar voru samþykktar ýmsar ályktanir um hagsmunamál þess- ara landshluta, og á föstudags- morgun héldu fulltrúar lands- hlutasamtakanna fund með þing- mönnum landshlutanna I Reykja- vik, þar sem ályktanirnar voru lagðar fyrir þá til athugunar. Framsögu um málin hafði ölaf- ur Þórðarson formaður Fjórðungssambands Vestfjarða, en fundarstjóri var Askell Einarsson formaður Fjórðungs- sambands Norðurlands. Tillögurnar og ályktanir ráð- stefnunnar á Isafirði fjalla um al- menna byggðaþróun, fjármögnun varanlegrar gatnagerðar, hús- næðismál, simamál, samgöngu- mál, raforkumál, hafnarmál, framkvæmdastofnun rikisins þjónustudeildir úti i landshlutun- um og skipan opinberra fram- kvæmda. Gunnar kjörinn A flokksráðs- og formanna- ráðstefnu Sjálfstæðisflokksins á föstudaginn var Gunnar Thorodd- sen kjörinn varaformaður flokksins, eins og Tlminn hafði áöur skýrt frá aft til stæfti. Andstæftingar Gunnars höfftu I hyggju aft bjófta Ragnhildi Helgadóttur fram á móti honum, en heyktust á þvi, þar eft ekki tókst aft tryggja henni nægilegt fyigh Byggingarframkvæmdir vift verksmiftjuna eru nú I fullum gangi, og hefur vinnuflokkur unnift aft framkvæmdum frá þvi i ágúst i sumar. Er bæöi um aft ræfta byggingu verksmiöjuhúss og starfsmannahúss. — Vift gerum fastlega ráft fyrir aft fá þurrkvélasamstæftuna til landsins i febrúar á næsta ári, og gert er ráft fyrir aft kaupa sláttu - vélar og annan búnaft til starf- rækslunnar i vetur. Sagfti Árni bændur i þessum landshluta almennt mjög ánægfta meft fyrirhugaða verksmiðju, og tók hann fram að þeir hefðu átt stóran þátt i þvi, hversu málið gekk vel fram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.