Tíminn - 06.12.1974, Side 1

Tíminn - 06.12.1974, Side 1
HREYFILHITARAR í VÖRUBILA OG VINNUVÉLAR WEBffl Lofttjakkar Olíutjakkar Stjórnventlar HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULATUNI 6 - SIMI (91)19460 ÍDAG Deilur í Al- þýðubanda- laginu um málmblendi- verksmiðju opinberaðar á Alþingi — sjá bls. 10 c 244. tölublað — Föstudagur 6. desember —58. árgangur Landvéiar hf Skulda tugi milljóna í lífeyrissjóð sjómanna Auglýsingar um nauðungaruppboð á fjölda skipa Gsal-Reykjavík — „Það má segja, að allflest útgerðarfyrir- tæki islenzkra togara skuldi tals- vert I lífeyrissjóð sjómanna”, sagði Héðinn Finnbogason, lög- fræðingur Tryggingarstofnunar rikisins, en I Lögbirtingarblaðinu, sem kom út s.l. miðvikudag eru augiýst nauðungaruppboð á fjölda togara og skipa fyrir ógold- in iðgjöld i lifeyrissjóð sjómanna, og eru auglýsingarnar birtar eftir kröfu Tryggingarstofnunarinnar. Það dylst eflaust engum, að hagur útgerðarinnar er bágur um þessar mundir, og um það vitna Könnun á veitinga- og gistihúsarekstri utan þéttbýlissvæða — nefnd skipuð til að gera tillögur um úrbætur HJ—Reykjavik. Skipuð hefur verið nefnd til þess að athuga og gera tillögur um úrbætur á vanda þeirra aðilja, sem stunda veit- inga- og gistihúsarekstur að vetrarlagi utan mestu þéttbýlis- svæða iandsins, en sem kunnugt er hafa þeir átt við mikla rekstrarörðugleika að etja. í nefndinni eiga sæti Páll Pét- ursson, alþingismaður sem er formaður nefndarinnar, Kjartan Lárusson frá Ferðaskrifstofu rikisins, Lárus Ottesen fram- kvæmdastjóri frá ferðamálaráði, Sigtryggur Albertsson hótelstjóri Húsavik og Tómas Sveinsson frá Framkvæmdastofnuninni. Skal nefndin m.a. taka til at- hugunar rekstarafkomu og rekstarfjárþörf þessara þjón- ustuaðilja yfir vetrarmánuðina. Einnig skal hún leita leiða til bættrar afkomu og gera tillögur um aðstoð hins opinbera, ef þess er þörf. Þá skal hún og gera til- lögur um samræmingu slikrar aðstoðar. Nefndin er skipuð af sam- gönguráðherra samkvæmt þings- ályktunartillögu, sem Alþingi samþykkti 29. april s.l. og er mið- að við að húnskilitillögum sinum til Alþingis á haustþinginu. þessar kröfur Tryggingarstofn- unarinnar. Ógoldin iðgjöld i lif- eyrissjóð sjómanna skipta tugum milljóna, og sem dæmi má nefna að fimm togarar Bæjarútgerðar Reykjavikur eru auglýstir á nauöungaruppboð i siðasta lög- birgingarblaði og skuld fyrir- tækisins er samkvæmt auglýsing- unni rúmar 14 millj.kr. Togarar ögurvlkur, Vigri og ögri eru einnig auglýstir á nauðungarupp- boð og er skuld þess fyrirtækis tæpar átta millj.kr. Timinn hafði tal af Marteini Jónassyni, framkvæmdarstjóra Bæjarútgerðar Reykjavikur vegna þessa máls, og sagði hann, að litið væri um þetta að segja annað en að fyrirtækið væri að reyna að komast fram úr þessu, eins og hann orðaði það. — Þetta eru erfiöleikar sem togaraútgerðin á við að gl ima, og þetta eru erfiðleikar i sjálfum rekstrinum. Við erum a’C reyna að krafsa okkur fram úr þessu núna þessa dagana, hvernig sem farið verður að þvi. Ég held, að útgerð- in hafi engin töfrabrögð i poka- horninu til að ganga frá þessu á stundinni, en ég verð að viður- kenna, að úr rekstrinum verða þessir fjármunir að koma. „Við hefðum aldrei látið birta auglýsingu um nauðungaruppboð á skipum okkar, ef við heföum fé til að borga þessa skuld, sagði einn af eigendum ögurvikur, þeg- ar við höfðum tal af honum. Sagðist hann vonast til þess, að þetta væru aðeins timabundnir erfiöleikar og úr þeim rættist fljótlega. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Skyndiverk- fall Gsal—Rvik. — Allir starfsmenn Togaraafgreiðslunnar lögðu nið- ur vinnu i gærdag til áréttingar kröfum um kjaramál sin. Fundir voru haldnir i allan gær- dag i húsi Togaraafgreiðslunnar við Geirsgötu og siðar um daginn átti framkvæmdastjóri Togaraaf- greiðslunnar Ingi L. Magnússon fund með fulltrúum Vinnu- veitendasambands Islands. Ingi L. Magnússon vildi ekkert um málið segja i gærdag. og sagði að upplýsingar þar að lútandi yrðu að biða unz málið væri kom- ið i höfn. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur 1975: Útsvörin 3,2 milljarðar — voru 1,9 milljarðar 1974 BH—Reykjavik. — Frum- varp að fjárhagsáætlun fyrir Reykjavikurborg áriö 1975 var til fyrstu umræðu á fundi borgarstjórnar I gærkvöldi, og verður sagt frá umræðum i blaðinu á morgun. Þess skal þó getiö, borgarbúum til glöggvunar, að niðurstöðu- tölur frumvarpsins eru um sex milljarðar króna I stað 3,8 milijarða áður. Ötsvars- tekjur borgarinnar eru áætiaðar 3.2 milljarðar, en voru 1.9 á þessu ári. Þá er reiknað með 10% aukaálagi á útsvör, þannig að útsvars- álagiö verði 11% I stað 10%, og svona mætti lengi telja i likum dúr. Víðtækt tollsvikamál í uppsiglingu Gsal-Reykjavik — Fyrir örfáum dögum komst upp mikið toll- svikamál og eru jafnvel likur til, að það sé með stærstu tollsvika- mála, sem upp hafa komið hér á landi um langt árabil. Varningur- inn, sem svikinn var undan tolli, var aðallega ýmiss konar fatnað- ur, en ekki er enn ljóst hvað mikið magn af fatnaði hér er um að ræða og heldur ekki verðmæti varningsins. Rannsókn á þessu tollsvikamáli er enn á frumstigi, og verður það væntanlega sent sakadómi Reykjavikur I dag. Að sögn Björns Hermannsson- ar, tol!l:stjóra, var varningur þessi afhentur úr flugfrakt Flug- leiða h.f., án þess að hann væri tollafgreiddur eða greiddur I banka. Spurðum við Björn að þvi, hvort það væri rétt, sem okkur hefði borizt til eyrna, að inn i þetta tollsvikamál blönduðust nokkrir heildsalar og fatabúða- eigendur. — Eftir þvi sem ég bezt veit á þessu stigi málsins, er einungis um að ræða tvö fyrirtæki, og ég vil taka það skýrt fram, að engir tollþjónar eru viðriðnir þetta mál, heldur einungis afgreiðslumaður hjá vörugeymslu Flugleiða h.f. Sagði Björn, að upp hefði kom- izt um tollsvikin, þegar starfs- menn tollstjóraembættisins hefðu ætlað að sækja vöru, sem að hluta til var orðin ársgömul, og setja hana á uppboð. — En eins og kunnugt er, eru vörur sem ekki hefur verið vitjað um i eitt ár, teknar og settar á uppboð hjá toll- stjóraembættinu. Hefði þá komið i ljós, að varan var ekki á sinum stað. — Um varninginn sjálfan get ég aðeins sagt, að mér er kunnugt um að þetta er mestmegnis fatnaður, en hvers kyns hann er, veit ég ekki, þvi ég hef ekki fengið neitt nema flugfylgibréfanúmer, og um vörutegundir eða verðmæti varningsins, er mér ekki kunn- ugt. Ekki er nákvæmlega vitað, hvenær varningurinn var afhent- ur á þennan ólöglega hátt, en það gæti verið á siðustu 10 mánuðum, að sögn Björns, en þó er liklegt, að afhendingin hafi átt sér stað á siðustu mánuðum. Liðið er u.þ.b. ár frá þvi hluti af þessum tollsvikna varningi var fluttur inn, og var hann geymdur i vöruskemmu Flugleiða i Ingólfs- stæti 3. Rækjustríð við Húna- flóa á nýjan leik gébé Reykjavik — Ný staða virð- ist vera að koma upp i sambandi við rækjuveiði og löndun báta við Húnaflóa. Tveir rækjubátar frá Blönduósi, sem hafa aðeins leyfi til að landa á Hvammstanga og Skagaströnd, hafa nú sagt upp viöskiptum sinum við rækjuverk- smiðjuna á Hvammstanga. Það voru Blönduósbátarnir tveir, Nökkvi og Aðalbjörg, sem komu til Hvammstanga á mið- vikudagskvöld til löndunar. Þeir lönduðu þó aðeins hluta af aflan- um, en afgangurinn var settur á bifreið, sem ók siðan til Blöndu- óss og var aflinn settur i rækju- verksmiðjuna þar. Það eru skipt- ar skoðanir um, hve mikill afli þessi var, 400 kg, sagði fréttarit- ari blaðsins á Hvammstanga, en Kári Snorrason, forstjóri rækju- verksmiðjunnar á Illönduósi, sagði að þetta hefði ekki verið svo mikið. Siðan skiluðu bátarnir tveir rækjukössum þeim, sem þeir höfðu fengið hjá rækjuverksmiðj- unni á Hvammstanga, og sögðu upp viðskiptum sinum við verk- smiðjuna. Þetta staðfesti Karl Sigurgeirsson, forstjóri verk- smiöjunnar. Kári Snorrason, forstjóri rækjuverksmiðjunnar á Blöndu- ósi, telur að ástæðan til þess, að eigendur bátanna hafa tekið þessa afstöðu nú sé sú, að sjó- mennirnir séu óánægðir með að rækjan er að mestu eða öllu leyti flokkuð i annan verðflokk, en á Blönduósi fari 60% rækjunnar i fyrsta flokk. Einnig eru sjómenn óánægðir með að fá ekki að landa við hverja löglega vinnslustöð, Framhald á bls. 8.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.