Tíminn - 06.12.1974, Síða 2

Tíminn - 06.12.1974, Síða 2
2 TÍMINN Föstudagur 6. desember 1974. PÖNTUNARSEDILL TIL. IS-SPOR HF. Ármúla 1 - Pósthúll 1151 Reyklavlk Undirritaður pantar hérmeð: (1 sett = 3 peningar) __.... sett í bronsi á kr. ....... sett í.silfri á kr. sett í 18 K gulli á kr. | ...... sett í platínu á kr. 1 Helmingur andvirðis pöntunarinnar kr, □ Hjálagt □ Greitt inn á Gíróreikning nr. 48333 Skv. skráningu Heimilisfang Bcmn ö fLötta HfttínjjGwOfjw })cj<)t rjuTfCKfnöttttJ Forsetapeningarnir nnr í tílefni af 30 ára afmæli £ íslenzka lýöveldisins 28. NÓVEMBER — f jögurra-ráðherra Sjónvarpstillagan hans Alberts Guðmundssonar er fallin, góðu heilli. Fimm alþingismenn greiddu henni atkvæði, fjórir auk flutningsmanns. Þeir voru öldungarnir Guðiaugur, aldurs- forseti úr Eyjum, og Ingólfur, kappinn á Hellu, þeir eru senni- lega „gamla fólkið”, sem Albert nefndi I framsöguræðu sinni, að hefði sent sér þakkar- og hvatn- ingarbréf i málinu. Hinir tveir voru heldur engir ómerkingar, þeir Matthias Á. Mathiesen, núverandi fjármála- ráðherra, og Gunnar Thoroddsen iðnaöarráðherra, nýkjörinn vara- formaöur Sjálfstæðisflokksins, sá hinn sami er á sinum tima beidd- ist eftir forsetaembættinu á Is- landi, æðstu virðingarstöðu þjóðarinnar, eins og marga rekur minni til. Forsætisráðherrann sat hjá i þessu máli á þeim forsendum, að hann vildi láta tillöguna fá þing- lega meöferð og fara i nefnd. Ekki var þó sá gállinn á Geir i vor, þegar efnahagsfrumvarp Ólafs Jóhannessonar var lagt fram á sinum tima. Bendir þetta til, að Geir hafi verið tillögunni hlynntur. Fjóröi ráðherra Sjálfstæðis- flokksins Matthias Bjarnason, fyrsti þingmaður Vestfirðinga sást ekki i þingsölum um þetta leyti. Hvaö olli er mér ókunnugt. Hvort um eðlilegar fjarvistir hef- ur verið að ræða, eða hvort hann, eins og fleiri flokksbræður hans Vandaðir ódýrir svefnbekkir og svefnsófar öldugötu 33 Sími 19407. Húsaviðgerðir s.f. Veturinn er ekki kominn — enn er tími til húsaviðgerða Sími 1-21-97. m»ssa Jónas R. Jónsson . hefur skotið sér út milli stafs og hurðar rétt áður en atkvæða- greiðsla fór fram, en siðan horfið aftur i þingsali að henni lokinni, veit ég ekki. En sem sé, enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins greiöir at- kvæði gegn tillögunni, sem þeirra eigin þingmenn nefndu þá lág- kúrulegustu, er borizt heföi i þingsalina fyrr og siðar, og jafn- vel lögleysu. Tveir samþykkja lágkúruna og lögleysuna, báðir lögfræðingar, annar að auki prófessor I lögum, sá þriðji einnig lögfræðingur situr hjá og virðist efnislega samþykkur tillögunni, en sá fjórði er i felum. Hvilik reisn! Gæti slikt og þvilikt gerzt annars staðar i hinum vestræna heimi án eftirkasta. Skyldi ekki setja hálfgerðan hroll að sumum þingmönnum Sjálfstæöisflokks- ins, svo og óbreyttum flokks- mönnum, eftir þessi málalok, og þeim þyki reisn ráðherra sinna i lakara lagi i þessu máli. Og hvað um ráðherra okkar, Framsóknarmanna, getur ekki hvarflað að þeim, að sá félags- skapur, sem þeir nú hafa lent i, geti veriö miður hollur i mörgum greinum? Og þetta skeði seint á þjóðhátiðarári 1974, nánar tiltekið hinn 28. dag nóvembermánaðar. Megi sá dagur I framtiðinni veröa dagur til viðvörunar ráðherrum á Islandi, að þeir gæti sóma sins, ef slikar tilfinningar hrærast i hjört- um þeirra á annað borð. Melum 30. nóvember 1974. Jónas R. Jónsson. Föstudagur 6. desember 1974 Vatnsberinn (20. jan. — 18. febr.) Þú færð góöar fréttir fyrir hádegiö. Þú kemst við það i gott skap, sem varir i allan dag. Þetta veröur þess vegna ánægjulegur dagur, og ef veðrið verður á þann veg, sem búast má við, skaltu leita útilifsins. Nautið (20. april — 20. mai) Það er alveg merkilegt meö þig, hvaö þér hættir til að hvarfla frá þvi, sem þú ert aö gera. Þú verður að gera þér ljóst, sérstaklega i ákveönu máli, aö þú kemur þvi ekki fram nema þú sért sterkur og fastur fyrir. Tviburarnir (21. mai — 20. júni) Hvað er nú þetta? Skapið I lágmarki I dag, og liklega á öndveröum meiði við flesta? Reyndu að stilla þig. Þetta er ekki eins alvarlegt og það lít- ur út fyrir, og það leysir enginn þin vandamál, nema þú sjálfur. Krabbinn (21. júni — 22. júli) Þaö gerist eitthvað þaö á vinnustaönum I dag, sem skiptir verulegu máli. Þú skalt þess vegna hafa augun opin og fylgjast vandlega meö öllu, sem fram fer og gripa tækifæriö, sem veröur þér aö mestu liöi. Ljónið (23. júli — 23. ágúst) Fjármálin eru betri en oft áöur, en það er samt engin ástæöa til þess að eyöa og spenna. Þú gæt- ir átt gott og ánægjulegt kvöld I hópi góöra félaga eða kunningja, ef þú kærir þig um I raun og veru, og það miklu oftar. Jómfrúin (24. ágúst — 22. sept) Það gerist eitthvaö það I dag, sem kemur þér til þess aö sjá lifið og tilveruna öörum og bjartari augum en hingað til. Þetta verður til þess aö létta skapið, en hitt er annað mál, aö þú skalt ekki gera þér vonir um hagnaö i þessu sam- bandi. Vogin (23. sept. — 22. okt.) Það er óvist, nema þú hafir talsvert aö gera i dag. Einhver aðili mun aö likindum hafa sam- band viö þig og biðja þig um aöstoö I sambandi við lausn á timabundnu verkefni, sem þú skalt veita fúslega. Það borgar sig. Sporðdrekinn (23. okt. — 21. nóv). Þolinmæði þin og þrautseigja verða til þess að bjarga þvi, sem bjargaö verður I einhverri and- stöðu, sem þú lendir i við ættingja þina. Þaö væri hyggilegt af þér með tilliti til þessa aö fresta ýmsum fyrirhuguöum aögeröum. Bogmaðurinn (22. nóv. — 21. des.) Leynimakk er fráleitt I dag. Þú skalt ræöa málin og semja fyrir opnum tjöldum, þó að þin sé .freistaö æriö sterklega. Likaminn hefur oröið útundan. Sýndu honum meiri umhiröu og ræktarsemi. Þjálfun er heppileg og holl. Steingeitin (22. des. — 19. jan.) Útgjöldin hjá þér færast i aukana, en það er algjör óþarfi að vera aö auka enn á þau með alls konar óþarfa innkaupum. Það litur út fyrir aö eldra fólk þurfi mjög á tillitssemi þinni aö halda. Þetta eykur á ábyrgð þina. Fiskarnir (19. febr. — 20. marz.) Þessi dagur er alveg sérstaklega heppilegur til ferðalaga, heimsókna og endurnýjunar á göml- um kunningsskap. Skemmtanir eru hins vegar vafasamari, og eitthvað gæti orðiö til leiðinda I miklu fjölmenni. Hrúturinn (21. marz — 19. april) Þetta er enginn annadagur, og alls ekki heppi- legur til neinna stórræða. Hann kemur langbezt út fyrir þig, ef þú hefur ekki mikiö um þig, og þú mátt alls ekki fara aö ergja þig á þvi að gera þér vonir um stórvirki. Jífp v-. JZy it:) Ktietulur fvmwn %LJÖÐLEIT Heimilis ánægjan eykst með Tímanum HILLU SYSTEM UR EIK , TEAK OG PALESANDER ()EN DAN1Æi( tI R MÖGULEIKAR ; Húsgagnavei^lun !l I-leykjavíkur hl'. BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.