Tíminn - 06.12.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.12.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 6. desember 1974. Hvað á barnið að heita? Tólf barna móðir á Bretagne, Le Goarnic að nafni, kæröi fyrir Evrópuráðinu i Strassbourg og Alþjóöadómstólnum i Haag vegna meints misréttis, sem hún og börn hennar hafi mátt þola af frönskum stjórnvöldum siðast liðin 10 ár. Að frönskum lögum ættu sex barna frúarinn- ar aö njóta bóta rikistrygginga, en til þess verður tilvist þeirra að vera sönnuö með fæðingar- vottorði. Samkvæmt úrskuröi hins opinbera eru keltnesk —-bretónsk) nöfn ekki viður- kennd og fást þvi ekki skráð. Sama er að segja um eiginnöfn á móðurmáli annarra minni- hlutahópa i Frakklandi, s.s. baska, katalanmælandi, pro- vence, vesturflæmsk og þýzku- mælandi (þjóðarbrotið á Alsace). Nöfn LaGoarnic-syst- kinanna eru fögur og hljóma vel (Abraboran, Maiwen, Gwendal, Diwesha, Sklerijenn og Brann) og hlíta þúsund ára keltneskri nafnahefð. Eftir þreytandi málastapp i Quimper og Renne og málskoti til forseta lýöveldis- ins, stendur móöirin enn frammi fyrir þvi, að franska dómsmálaráðuneytiö krefst franskra nafna á börnin. Hún neitar. Evrópuráðið hefur farið þess á leit við hina baráttuglöðu konu, að hún semji skýrslu um undirokun minnihlutahópa almennt og ættarinnar LeGoarnic sér i lagi. íshafseyja rís úr sjó Sovéskir visindamenn hafa lokið fyrsta áfanga umfangsmikilla jöklafræðilegra rannsókna á Ishafseyjunni Oktiaberskaija Revolutsia. Hún tilheyrir Severnaja Semlja eyjaklasanum og er m.a. at- hyglisverð sem dæmi um Ismyndun þá, sem á sér stað á heimsskautasvæðunum. Fyrir skömmu fundust nokkr- ar beinagrindur náhvala á malarkambi á strönd eyjarinnar I 40 metra hæð yfir strandlinunninni. Alitið er, aö hvalirnir hafi strandaö þarna á ströndinni fyrir 10.000 árum. Af þessu má álykta, að eyjan hafi smám saman risiö hærra og hærra úr sjó eða 4-5 metra á ári. Skrýtin fiskisaga Nokkrir stangveiðimenn, sem ætluðu að drýgja tekjurnar með þvi að veiöa fisk i soðiö, urðu fyrir undarlegri reynslu nú á dögunum. Kushtovatniö, fallegt litið vatn 500 km noröur af Moskvu, hvarf fyrir augunum á þeim. A nokkrum andartökum varð 10 ferkilómetra stórt vatn að nokkrum smápollum, — en til allrar hamingju fullir af fiski. Kushtovatnið hafði horfiö niður um sprungu. Sérfræðingar gáfu þá skýringu, aö á svæðinu væru margir hellar, kalksteins- sprungur og neðanjaröarár, sem hefðu hreinlega gleypt vatnið i sig. Gamalt fólk þar um slóðir segir, að þetta hafi komið fyrir áður, og minnast þeirra tima, þegar vatnsbotninn var plægður og gaf góða hafra- uppskeru. En jafn snögglega og vatniö hvarf, birtist það aftur. Það munu vera fleiri kvikul vötn á þessum slóöum. Sýningarstúlka varð utanríkis ráðherra og aftur sýningarstúlka? Hún er svört, hún er kvenmaöur og hún var ráðherra. Eitthvað hefur þessi kona þurft að berj- ast til þess að komast áfram i lifinu, ef dæma má af þvi, sem rauösokkar segja um mismun- un kynjanna. Elizabeth Bagaya prinsessa i Uganda er sú, sem hér um ræðir. Hún var utan- rlkisráðherra lands slns i febrúar siöast liöinn, en nú hef- ur henni verið vikið úr embætti vegna þess að hún á að hafa lent I ástarvæintýri með ónefndum Evrópumanni á snyrtingu á Parisarflugvelli. Annars sagði franski utanrlkisráðherrann, sem hún er hér með á myndinni, að hún væri bezta vopniö, sem Uganda ætti yfir að ráöa, en það sagði hann auövitað, á meöan hún var enn ráöherra. — Þér eruð óvenjuleg samsetn- ing fegurðar og töfra, hæfileika og gáfna, sagöi franski ráöherr- ann, þegar fegurðardisin kom tilfundar viö hann og fór fram á að Frakkar veittu Comoreyjun- um sjálfstæði, en þaö er eyja- klasi norðan Madagaskar, sem þeir ráöa yfir. DENNI DÆMALAUSI Gina á við að hún v'ilji heldur hafa stráka meðsér heldur en stelpur. — Og þú ert steipa!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.