Tíminn - 06.12.1974, Síða 6
6
TÍMINN
Föstudagur 6. desember 1974.
Ensk
hjónarúm
Eigum nú hin viðurkenndu
hjónarúm fró Siumberiand
Engiandi.
ATH. hagstætt verð
Opið í dag til kl. 10,
ó morgun til kl. 6
SbáEinJ
Yioorgarði
SANDVIK
snjónaglar
SANDVÍK SNJÓNAGLAR veita öryggj í
snjó og hálku. Látið okkur athuga gömlu
hjólbarðana yðar og negla þá upp.
Skerum snjómunstur í slitna hjólbarða.
Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22,
GÖMMIVNNUSTOFAN HF.
SKIPHOLTI 35 REYKJAVlK SÍMI 31055
Frá talningu atkvæöa frá HallgrfmsprestakalU og 8tóra-Núps-pre«ta
kalli, en þar var kosið sunnudaginn 1. desember. Talningin fór fram á
skrifstofu Biskups tslands.
Séra Karl hlautum 70%
atkvæða í Hallgrímssókn
.V
gébé Reykjavik — Fimmtudaginn
5. desember voru atkvæöi talin á
Biskupsskrifstofu, en sl. sunnu-
dag voru prestkosningar I tveim
prestaköllum, Hallgrlmspresta-
kalli I Reykjavik og Stóra-Núps-
prestakalli.
Umsækjendur um Hallgrims-
prestakall voru tveir, sr. Karl
Sigurbjörnsson og sr. Kolbeinn
Þorleifsson. A kjörskrá voru
4.638, en atkvæöi greiddu 1.938.
Sr. Karl hlaut 1.359 atkvæði en sr.
Kolbeinn 525. Auðir seðlar voru
46, en 8 ógildir. Kosningin var
ólögmæt, vegna ónógrar þátt-
töku, en krafizt er að 50% þeirra,
sem á kjörskrá eru, greiði at-
kvæði svo kosning verði lögmæt.
1 Stóra Núps-prestkalli voru 368
á kjörskrá, en 197 greiddu at-
kvæði. Umsækjandi var einn, sr.
Sigfinnur Þorleifsson, settur
prestur að Stóra Núpi. Hlaut hann
196 atkvæði, ep 1 seðill var auður.
Kosningin var lögmæt.
Sunnudaginn 8. desember verð-
ur gengiö til prestkosninga á
Akranesi, voru umsækjendur
upphaflega fimm, en einn þeirra,
Ingólfur Guðmundsson lektor við
Kennaraháskólann i Reykjavik
dró umsókn sina til baka.
Hinir fjórir umsækjendur um
Akranes-prestakall eru: sr. Árni
Sigurösson, Blönduósi, sr. Björn
Jónsson, Keflavik, sr. Hreinn
Hjartarson, sendiráðsprestur i
Kaupmannahöfn og sr. Sigfús J.
Arnason, Miklabæ.
Happdrætti Framsóknarflokksins
1974
VINNINGAR:
Alls 24 farseðlar í hópferð til Kanaríeyja með Ferðaskrifstofunni Sunnu. Ferðin stendur í hólfan
mdnuð, 22/3 til 5/4 1975. Dvalið verður á Hótel Waikiki og er hólft fæði innifalið i farseðli.
Vinningar skiptast þannig:
1. Farseðlar fyrir 4 manna fjölskyldu
187.600,00
2. Farseðlar fyrir 4 manna fjölskyldu
187.600,00
3. —5. Farseðlar fyrir tvo, alls
3 vinningar 281.400,00
6.—15. Farseðill fyrir einn, alls
10 vinningar 469.000,00
Samtals kr. 1.125.600,00
VERÐ MIÐANS KR. 200,00
Dregið 23. desember 1974
jet nrie^
M wL MjG
sr wl
-nr ■»'
m Pt «r
m.
PJL «L
Þeir sem hafa fengið heimsenda miða, með gíróseðli, eru vinsamlegast beðnlr að greiða þá i næstu
peningastofnun, banka, sparisjóð eða á póststofu, en einnig má að sjálfsögðu senda greiðsluna
til Happdrættisskrifstofunnar pósthólf 5121.
Afgreiðsla Timans, Aðalstræti 7, tekur einnig á móti uppgjöri og hefur miða til sölu