Tíminn - 06.12.1974, Page 8

Tíminn - 06.12.1974, Page 8
8 TÍMINN Föstudagur 6. desember 1974. Bifreiða- eigendur í RAFKERFID Alternatorar Dínamóar Startarar Anker Spólur Straumlokur Segulrofar Fóðringar Kol & m.fl. i 6, 12 & 24 volta kerfi BÍLARAF HF. Borgartúni 19 Simi 24-700 Flóamarkaður og hornabldstur Eiginkonur blásara i Lúörasveit Reykjavikur halda flóamarkað og kökubasar i Hljómskálanum við Tjörnina laugardaginn 7. des. n.k. kl. 2 e.h. Agóða verður varið til styrktar Lúðrasveitinni og starfsemi hennar. Eiginmennirn- ir munu ekki heldur liggja á liði sinu, þvi kl. 13.30 á fjáröflunar- daginn munu þeir leika við Hljómskálann. 0 Höfnin beiöni Jónasar Árnasonar og bauðst til þess að segja mönnum, hverja reynslu Mývetningar hefðu af stóriðju. Sagði Sigurður að ungmennafélag sveitarinnar væri klofið og karlakórinn hættur störfum. Einn fundarmanna leitaði frekari upplýsinga hjá Sigurði, enda var vandráðið af máli hans, að Klsiliðjan ætti hlut að þessari raunasögu, en fékk dræm svör. Þetta var e.t.v. skiljanlegt, þegar haft er í huga, að hann hefur áður á fundi í Mývatnssveit lýst Kisil- iðjunni sem hinu mesta þarfa- fyrirtæki. Ýmsir utanhéraðsmenn aðrir töluðu á fundinum, svo sem Starri I Garði, Einar Valur Ingimundar- son, séra Rögnvaldur Finnboga- son, Haukar Hafstað, starfsmað- ur Landverndar, og Stefán Jóns son alþingismaður. Fór mikill timi i mál þeirra, þannig að e.t.v. hafa færri heima- menn en vildu, getað komið fyrirspurnum sinum á framfæri. Það kom fundarmönnum nokk- uð á óvart, hversu hart sum- ir samflokksmanna Magnúsar Kjartanssonar fyrrverandi iðnaðarráðherra, deildu á hann. Kvað svo rammt að þessu, að pólitiskir andstæðingar hans urðu að bera blak af honum, svo að hann nyti sannmælis vegna af- skipta sinna af skipan viðræðu- nefndar um orkufrekan iðnað og aðild aö samningum við Union Carbide. I ræðum ráðherra kom fram, að mikill munur er á hugsanlegum samningum við U.C. og Kisiliðj- una, svo að dæmi sé nefnt. Þannig mun U.C. sjá um sölu framleiðslu verksmiðjunnar, ef i þetta verður ráðist, en hins vegar mun U.C. ekki ráða verðinu. Þá kom og fram, að U.C. var I upphafi mjög andsnúið þvi, að íslendingar ættu meiri hluta i fyrirtækinu, en breytti afstöðu sinni, þegar ljóst var að fyrrverandi rikisstjórn myndi ekki ljá máls á öðru. Verði samiö við U.C. munu þeir samn- ingar verða þeir fyrstu i sögu fyrirtækisins, þar sem fallizt er á slíka skiptingu eignarhluta, og sömuleiðis mun þetta verða i fyrsta sinn, sem U.C. semur við riki þvi að fyrri samningar hafa verið við einstök fyrirtæki. Fundurinn að Leirá var fjölsóttur og fór vel fram. Fundarstjórar voru þeir Ásgeir Pétursson sýslumaður og Sigurð- ur Sigurðsson, oddviti, Skil- mannahrepps. Aformin um hugsanlega málm- blendiverksmiðju er nú til at- hugunar hjá þingflokkunum, að þvi er fram kom á Leirárfundin um. Rikisstjórnin hefur ekki enn tekið endanlega afstöðu til máls- ins, en fari svo, að afstaða hennar verði jákvæð, verður málið lagt fyrir Alþingi til umræðu, og ákvörðunar. © Rannsókn samband við rannsóknarlög- regluna i Kefiavik I sima 92-3333. Að sögn Hauks Guðmundssonar hefur ekkert nýtt komið fram I 'málinu siðustu daga. Er mikið verk enn óunnið við úrvinnslu gagna, sem borizt hafa og rannsókn á æviferli Geirfinns er ólokið. Sagði Haukur við Tlmann I gær, að ástæðan fyrir þvi hversu seint þeir lýsa eftir manninum, sem átti' tal við Geirfinn i Klúbbnum, væri sú, að margir sem þekktu Geirfinn, hefðu haft samband við rannsóknarlög- regluna og einnig þeir, sem töluðu við hann stuttu fyrir hvarfið, og þvi hefði ekki verið talin ástæða til að lýsa eftir manninum, enda þyrftu engin tengsl að vera milli hans og hvarfs Geirfinns. Þá hefði lika verið talin ástæða til að gefa manninum tima til að gefa sig sjálfur fram. Maðurinn, sem lýst er eftir, og sást á smurstöð á Akureyri, hefur ekki gefið sig fram, en sjónarvottar sögðu hann likjast myndinni af styttunni, sem gerð var af manninum sem fékk að hringja i Hafnarbúðinni. ■V XÆ, Sælgætis- Kerta- Gjafavöru- MARKAÐUR Op/ð til kl. 22 í kvöld og laugardag til kl. 18 Vörumarkaðurinn hf r Armúla la, Matvörudeild Húsgagna- og heimilistækjadeild Vefnaðarvörudeild Skrifstofa Simi 86111 — 86112 — 86113 — 86114 Til umboðsmanna Tímans Vinsamlegast sendið uppgjör til nóvemberfoka eins fljótt og hægt er. Ennfremur er þess óskað að lokauppgjör fyrir órið 1974 berist til skrifstofunnar um 20. janúar GJALDKERI 0 Rækjustríð sem þeir vilja, en séu skikkaðir til að landa á vissum stöðum. ,,Það þætti ýmsum skritið, ef þeir væru skyldugir til að verzla aðeins I einni ákveðinni verzlun”, sagði Kári. Karl Sigurgeirsson á Hvamms- tanga sagði aftur á móti, að i rauninni hefði það verið á móti vilja þeirra þar að taka á móti þessum Blönduósbátum, Nökkva og Aðalbjörgu, og vinnslu- stöðvarnar á Drangsnesi, Hólma- vik, Hvammstanga og Skaga- strönd fðu gert með sér sam- komulag um skiptingu á rækju- aflanum. Samkomulag þetta hef- ur þó ekki verið viðurkennt af yfirvöldunum. Hefðu menn al- mennt ekki trú á þvi að rækju- verksmiðjan væri til frambúðar. Við Húnaflóa er bannað að veiða smærri rækju en 300 stk. i kflóinu. Sagði Karl, að trúnaðar- maður sjávarútvegsmálaráðu- neytisins, sem jafnframt er starfsmaður stöðvarinnar á Hvammstanga, telji rækjuna og meti þannig i hvaða flokk hún fer. Þessi talnihg er yfirleitt látin gilda, á flestum rækjuvinnslu- stöðvum. Einnig sagðist Karl halda, að Afhenti trúnaðarbréf Hennes Jónsson afhenti hinn 4. desember 1974 Pal Losonczi for- seta rikisráðs Alþýðulýðveldisins Ungverjalands trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands i Ung- verjalandi með aðsetri I Moskvu. sjómennirnir sjálfir væru ekki mikið við mál þetta riðnir, heldur væru það eigendurnir á Blönduósi og jafnvel fleiri aðilar, sem héldu málinu til streitu. Þá sagðist Karl benda á það, að á annan Blönduós-bátinn sem er 29 tonna, er skráður skipstjóri, sem aðeins er 17 ára gamall, en staðfestingu á þessu gátum við þvi miður ekki fengið i gærkvöldi. Hjá sjávarútvegsmálaráðu- neytinu fengum við þær upp- lýsingar hjá Þórði Ásgeirssyni, skrifstofustjóra, að mál þetta væri þegar til meðferðar hjá þeim, og yrði sennilega tekin ákvörðun i dag, föstudag, um það hvort bátarnir tveir skyldu svipt- ir veiðileyfi sinu eða ekki. „Málið er f athugun og er ekki fullkannað enn” sagði Þórður. ÚTBOЮ Tilboð óskast i loka af ýmsum stærðum og gerðum fyrir Hitaveitu Reykjavikur. tJtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 9. janúar 1975. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 ÉSKÚLI THORODDSEN Eftir Jón Guðnason t fyrra bindi þessa mikla rits umæviSkúla Thoroddsens, sem kom út 1968, er fjallað um æsku og námsár Skúla heima og er- lendis og svo um feril hans sem embættis- manns. Miklum hluta þess bindis er varið i að lýsa ,,Skúlamálinu” svokallaða, sem endaði að sönnu með þvi að Skúli Thoroddsen var sýknaður en eigi að siður hrakinn frá embætti. Er sú frásögn öll hin fróðlegasta lýsing á purkunarlitlu valda- spili og krókaleiðum réttarfarsins. I siðara bindinu er rakinn i heild stjórn- málaferill Skúla Thoroddsens og alþingis- saga hans. Gerð er glögg grein fyrir stjórnmála- og félagsmálaskoðunum hans og stefnu hans i sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar. öll þessi mál eru skýrð i samhengi við almennt þjóðfélagsástand kringum aldamótin, með pólitiská sögu islendinga á 19. öld i baksýn, og sýnd tengslin við stjórnmálastrauma umheimsins, sér i lagi evrópskar frjálslyndishræringar 19. ald- ar. Bókin i heild veitir ómetanlega innsýn i is- lenska stjómmálasögu fyrir aldamótin og fyrstu tvo áratugi þessarar aldar. Hún leiðir glöggt i ljós hvernig þjóðmálastarf og frelsisbarátta 19. aldar breytist á þess- um áratugum i nútimapólitik; má þar sjá eins og frumdrætti að þeirri pólitisku hernaðarfræði, leikreglum, brögðum og viðbrögðum, sem siðan hafa sett mark sitt á islenska þjóðmálastarfsemi. VERÐ SÍÐARA BINDIS KR. 3200 + SÖLUSK. BÆÐI BINDIN KR. 4.500 + SÖLUSK. HEIMSKRINGLA

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.