Tíminn - 06.12.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.12.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 6. desember 1974. fer í siglingar. Og ef þér takið drenginn á skip yðar, þá læt ég sýslumanninn skerast í leikinn". „Þetta er þó í fyrsta skipti, sem kerling hefur ætlað að taka mig svona taki, svo sannarlega sem við f örum allir í sindrandi helvíti. — Kannski þú viljir koma sjálf í stað- inn fyrir strákinn? Ég býst við, að ég gæti brúkað einn kvenmann á sjónum". Hann lygndi illilegum augunum framan í Katrínu. ,,Ha-ha-ha!" Norðkvist hló hátt, og hinir tóku allir undir. Katrín stóð grafkyrr og lét sér hvergi bregða. Andlit hennar var orðið dumbrautt, en það var af reiði en ekki blygðun. Málrómurinn var harður og óveill, er hún svaraði skeyti skipstjórans. „Ég hélt, að menntaðir kapteinar gerðu sér annað til gamans en að veitast að varnarlausri konu. En sé það yðar siður — og þá þér um það. Ég hef sagt yður það, sem ég ætlaði að segja yður". Og síðan snaraðist hún hnarreist út úr búðinni. öllum varð orðfall. Norðkvist rauf þögnina. „Þarna saumaði hún að okk- ur öllum", sagði hann. — „Þetta er forkunnar kven- maður", bætti hann svo við. „Það var eins og djöfullinn sjálfur væri kominn", sagði Eriksson skipstjóri illskulega og bylti sér til á ístr- unni, unz hann var aftur kominn í sínar fyrri stellingar. „Heyrðu, Eriksson. Ekki getur þú tekið strákinn gegn vilja foreldranna. Það veizt þú sjálfur", sagði Norð- kvist. Og hvort sem honum líkaði betur eða verr, þá varð hann að hlíta ráðum Norðkvists, þess volduga manns. Fyrst í stað hélt Eiríkur, að Katrín hefði alls ekki talað við Eriksson. En er drengurinn komst á snoðir um, að búið mundi að ráða annan aðstoðarmatsvein og heyrði auk þess sagt frá orðaskiptunum i búðinni, duldist hon- um ekki, að móðir hans hafði látið skammt miili orða og gerða. Hann varð hamslaus af bræði. „Ég skal samt fara. Ég strýk, ég strýk", æpti hann, og röddin var í senn loðin af gráti og titrandi af reiði. „ En nú vill enginn taka við mér, því að þú hefur gert mig að athlægi um alla byggðina. Allir strákar hrópa á eftir mér og segja, að mamma haf i mig í pilsvasanum og ég fái ekki að fara á sjó, fyrr en ég kemst hjálparlaust upp úr honum. — Og mundu það, að ég hreyf i ekki við einu einasta strái í sumar á hverju sem gengur — og það er þér að kenna". Katrín lét þetta sem vind um eyrum þjóta. Lofum honum að þusa hugsaði hún. Smátt og smátt féll þetta svo í fyrnsku, en samt kom það hvað eftir annað fyrir um sumarið, að Eiríkur rif jaði þetta upp, ef hann komst í vont skap, og hafði þá í frammi hræðilegustu hótanir, sem hann framkvæmdi þó aldrei. Þegar leið að nýju vori, bjó Katrín sig undir aðra viðureign við óstýriláta unglingana, sem þóttust fleygir og færir langt fyrir aldur fram. Hún var jafnvel smeyk um, að Gústaf, er nú var á tólfta ári, myndi líka vilja fara að heiman. En svo kynlega bar við, að ekkert bólaði á slíku. Þessi heimaspekt yngsta sonarins létti af henni þungum áhyggjum. Hann hafði ávallt verið litla barnið á heimilinu síðan Sandra dó, og hann var í senn ákaf lega þverlundaður og bráður, en þó jafnf ramt barnalegur og leiðitamur. Eiríki var skólavistin mjög þvert um geð, einkanlega að vorinu,en Gústaf rækti námið af alhug. Og flest skipin voru sigld úr höfn, áður en prófdagurinn rann upp. En hinn drengurinn var orðinn svo fáskiptinn og hljóðlátur, að það fékk Katrínu áhyggju. Hann skyldi þó ekki hafa í huga að strjúka að heiman? hugsaði hún kvíðin. Dag nokkurn voru þau Eiríkur tvö ein heima. Þá vék drengurinn sér allt í einu að henni og spurði ofur-stilli- lega og þó með leyndri eftirvæntingu: „Hefur þú ekki hugsað þér að lofa mér að fara að heiman í vor, mamma?". Katrín þagði stundarkorn: hún var að sýsla við grautarpott yfir hljóðunum. Loks spurði hún blíðlega: „Langar þig óstjórnlega mikið á sjóinn?". „Já", svaraði drengurinn. Annað sagði hann ekki. Hann studdi olnbogunum á borðiðog lét hökuna hvíla á höndum sér og horfði löngungaraugum út um gluggann, yfir ásinn og byggðina, út á blámerlandi sundið milli skógarbeltanna, nýleyst úr viðjum vetrarins. Katrín gaf svip drengsins nánar gætur. Svo varp hún öndinni og mælti stillilega: „Þú verður þá að fá að fara, ef þú færð skiprúm hjá sæmilegum skipstjóra". Drengurinn kipptist til, eins og rekinn hefði verið i hann hnífur, og leit spyrjandi á móður sína. Síðan tróð hann húf inni á höf uðið og rauk út. Hann stefndi niður í þorpið, tróð höndunum í buxnavasana og blístraði sjó- mannalag. Katrín stóð við gluggann og horfði á ef tir syni sínum, grönnum og renglulegum. Ö, hve hann var líkur Jóhanni, þarna . sem hann slangraði niður ásinn. Og hún brosti dapurlega. Hann fékk skiprúm hjá skipstjóra frá Langanesi. Föstudagur 6. desember 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55, Morgunleikfimi kl. 7.35 og 9.05. Morgunstund barn- anna kl. 9.15: Sigurður Grétar Guðmundsson les „Litla sögu um litla kisu” eftirLoft Guðmundsson (3). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir 9.45. Létt lög milli liöa. Spjaliað við bændurkl. 10.05. Hin gömlu kynni” kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þátt með tónlist og frásögnum frá liðnum ár- um. Morguntónleikar kl. 11.00: André Pepin, Ray- mond Leppard og Claude Viala leika Sónötu i F-dúr fyrir flautu, sembal og selló eftir Loeillet / Margot Guil- leaume syngur þýskar ariur eftir Handel við undirleik kammersveitar / Lola Bobesco og kammersveitin i Heidelberg leika þætti úr Arstfðakonsertunum eftir Vivaldi. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: <Jr end- urminningum Krústjeffs. Sveinn Kristinsson byrjar lestur þýöingar sinnar. 15.00 Miðdegistónleikar Suisse Romande hljóm- sveitin leikur „Eldfuglinn”, ballettsvitu eftir Strav- insky, Ernest Ansermet stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.25 Popphorniö 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Hjalti kemur heim” eftir Stefán Jónsson Gisli Halldórsson leikari les (18). 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.45 Þingsjá Umsjón/ Kári Jónasson. 20.10 Kórsöngur Arnesinga- kórinn i Reykjavik syngur lög eftir Arnesinga, Þuriöur Pálsdóttir stjórnar. Pianó- leikari: Jónina Gisladóttir. 20.30 Upplýsingaskylda fjöl- miöla Páll Heiðar Jónsson stjórnar þætti i útvarpssal. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Húsnæöis- og byggingarmál: Ólafur Jensson sér um þáttinn. 22.35 Bob Dylan Ómar Valdimarsson les úr þýð- ingu sinni á ævisögu hans eftir Anthony Scaduto og kynnir hljómplötur, — sjötti þáttur. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 1 ÁLFNAD ER VERK E ÞÁ HAFIÐ ER ■ ^ SAMVINNUBANKINN DIPREIÐfl EIGCnDUR! Aukið ÖRYGGI, SPARNAÐ og ÁNÆGJU ( koynlu yðar, moð þvi að lóla okkur annait itillingarnar á bifroiðinni. Framkvaimum víla-, hjóla- og Ijóiaitillingar óiamt tilhoyrandi viðgorðum. Ný og fullkomin itillitaki. O. £ngilbcíl//on h/f Stilli- og Auðbrckku 51 vclaverkstæði Kópavogi, simi 43140

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.