Tíminn - 06.12.1974, Blaðsíða 19
Föstudagur C. desember 1974.
TÍMINN
19
Pálína Skarphéðinsdóttir, Gili í Skagafirði:
Framsóknarflokkurinn
á að starfa til vinstri
VIÐ höldum nú áfram aö birta
viötöl, sem tekin voru viö unga
fulltrúa á 16. flokksþingi Fram-
sóknarflokksins. Viömælandi
SUF-siöunnar aö þessu sinni er
Pálina Skarphéöinsdóttir úr
Skaröshreppi, nánar tiltekiö frá
Gili f Skagafiröi.
SUF-siöan spuröi hana fyrst,
hver væru helzfu hagsmunamál
hennar byggöarlags.
— Þó aö samgöngur megi telj-
ast viöunandi i Skagafiröi, ef
miöaö er viö ýmis önnur svæöi á
landinu, þá er mjög brýnt að
þær veröi bættar. Nú er unnið aö
stækkun flugvallar á Sauöár-
króki, en mjög mikiö atriði er,
aö flugsamgöngur séu i góðu
lagi, þegar fannkynngiö er sem
mest á veturna og vegir teppast.
Stórauka þarf fjármagn til
endurbyggingar vegakerfisins,
og sérstaklega er brýnt aö
hraöa endurbyggingu vegarins
yfir Héraösvötnin, þvi aö hann
vill gjarnan teppast vegna
flóöa. Einnig þarf aö endurbæta
vegi austan vatna og til
Siglufjarðar.
Varðandi Skaröshrepp vil ég
segja þaö, aö þaö er brýnt
hagsmunamál, að börn og
unglingar þaðan geti sótt skóla
til Sauöárkróks, i staö þess, sem
hugmyndir sumra eru uppi um,
aö þau sæki skóla til
Varmahliðar eru um 20
kflómetrar frá hreppamörkum.
Auk þessa yrði kostnaður fyrir
hreppinn vegna skólahúss I
Varmahliö a.m.k. 8-10 milljónir,
en kostnaður við skóla á
Sauöárkróki yröi aöeins rekstr-
arkostnaður.
■ — Hvaö finnst þér um
stjórnarmyndunina og önnur
mikilvæg mál, svo sem
varnarmál og landhelgismál?
—Ég er persónulega andvig
stjórnarsamvinnu við Sjálf-
stæöisflokkinn. Ég tel Fram-
sóknarflokkinn vera vinstri
flokk, og aö hann eigi aö starfa
sem slikur, en úr þvi sem komiö
er, vona ég að takist að leysa
efnahagsmálin á farsælan hátt,
án þess aö skerða kjör
almennings. Ég held þó aö allir
geri sér þaö ljóst, að allur
almenningur veröur að taka
þátt i þvi aö greiöa fyrir
ofneyzluna aö undanförnu, en
vonandi veröur framkvæmdin
þannig, að þær greiöslur verði I
réttu hlutfalli við neyzlu hvers
og eins.
Ég varð fyrir miklum
vonbrigöum með nýgerðan
samning viö Bandarikin,
varöandi varnarmálin, og virö-
ist mér lokatakmarkiö, að losna
algjörlega viö herinn, vera
langt undan.
Ég hef nú ekki mikiö hugleitt
landhelgisdeildu okkar viö V-
Þjóöverja. Ég held aö
samningaleiöin veröi affara-
sælust, en aö islendingar setji
þaö skilyröi, aö verksmiðju- og
frystiskipum verði ekki hleypt
inn fyrir 50 milurnar.
— Að lokum, Pálina, hvernig
finnst þér þetta þing hafa
gengiö, og hver eru mikilvæg-
ustu málefni þess, aö þinu mati?
— A svona fjölmennu þingi
eru öll þingstörf þung i vöfum,
þvi margir þurfa að segja álit
sitt, sem oft eru endurtekningar
á þvi, sem áöur hefur verið sagt.
Mikilvægasta málefni þessa
þings er byggöastefnan, þ.e.
jöfnun aöstööu strjálbýlis og
þéttbýlis meö tilliti til lifsgæöa,
efnahags og menntunar, svo og
félags- og tómstundastarfa. Ég
er ánægð með störf þessa þings,
einkum það, hve margt ungt
fólk á þar sæti. Væri vel ef þaö
merkti, að þátttaka þess i
stjórnmálum væri að aukast.
—hs—
Bogi Sigurbjörnsson, Siglufirði:
Flokkurinn hefur sjaldan
verið heilsteyptari
BOGI Sigurbjörnsson frá Siglu-
firöi var einn fulltrúa á 16.
flokksþingi Framsóknar-
flokksins. SUF-síöan tók hann
tali, meöan þingiö stóö yfir, og
spuröi hann fyrst um störf þess
þings.
— Mér hafa fundizt störf
þessa þings mjög ánægjuleg.
Hér er um geysifjölmennt þing
aö ræða, auk þess sem óvenju-
stór hópur ungra manna og
kvenna eru nú þingfulltrúar.
Mér finnst áberandi, hve mikill
samhugur og eining er ríkjandi
á þessu þingi, en undanfarin ár
hefur oft á tiöum veriö leiöin-
legt karp um tilbúinn ágreining
innan flokksins.
Þaö er sem sagt mitt mat, að
Framsóknarflokkurinn hafi
sjaldan veriö heilsteyptari og
samstæðari en nú, og aö þaö
uppgjör, sem fram fór innan
flokksins á árinu, hafi eflt
starfsgleöi og þrótt hinna raun-
verulegu framsóknarmanna.
— Hver telur þú, að stefnu-
mörkun flokksins eigi aö vera I
landsmálunum?
— Engar ályktanir hafa veriö
samþykktar af þingheimi
ennþá, þar sem nefndir eru nú
starfandi, en það er augljóst að
byggöamál verða mjög á dag-
skrá þessa þings, og þvi vil ég
sérstaklega fanga. Ég hef áöur
haldiö þvi fram, aö
Framsóknarflokkurinn hafi
bókstaflega bjargað lands-
byggöinni frá auðn, þegar hann
sem forystuflokkur vinstri-
stjórnar lagði grundvöll aö
endursköpun atvinnulifs dreif-
býlisins. Arangurinn geta allir
séö, sem það vilja, og þaö er
augljóst, aö flokksþingiö telur
þar aöeins um byrjun að ræða,
sem fylgja beri eftir meö
markaöri langtima stefnu.
önnur stórmál hafa aö sjálf-
sögöu veriö rædd hér, svo sem
landhelgismál og utanrikismál.
Varðandi landhelgismál veröur
örugglega ályktaö að stækka
efnahagslögsöguna I 200 mílur,
og alger einhugur er um þaö, aö
alls ekki veröi samiö viö V-
Þjóöverja eöa nokkra aöra þjóö
um veiöar frysti- eöa verk-
smiöjutogara innan 50 miln-
anna. Þetta er auövitaö geysi-
mikilvægt mál, og jafnframt
byggöamál.
Varöandi utanrikismál er
þingheimur á móti hersetu i
landinu á friöartimum, og þaö
hefur alltaf veriö stefna
Framsóknarflokksins, aö
varnarliö yröi ekki til
frambúðar I landinu, en eitt er
þó skýrt, a.m.k. af minni hálfu,
aö viö viljum samstarf og
samstöðu meö vestrænum
þjóöum I öryggismálum.
Ég vil fyrir mitt leyti fagna
þeim árangri, sem náöst hefur á
þess ári i þessum málum og á
ég þar fyrst og fremst viö lokun
Keflavikursjónvarpsins og
aöskilnaö varnarliðsins frá
flugstöövarrekstrinum.
— Hvernig hefur starfsemi
ungra Framsóknarmanna á
Siglufiröi veriö?
— Núverandi formaöur FUF á
Siglufiröi er Sveinn Þorsteins-
son húsasmiöur. Félagið hefur
alltaf starfaö samkvæmt flokks-
lögum, haldiö árlega aöalfundi
og kosið I trúnaöarstöður og
nefndir.
Starfiö hefur að sjálfsögðu
veriðmisjafnlega mikið, eins og
gengur, en á undanförnum
árum hefur félagið gengizt fyrir
málfundarnámskeiðum og
umræðufundum, auk þess sem
félagiö hefur að sjálfsögðu
unniö aö undirbúningi kosninga
og fleira.
1 heildina hefur starfsemi
Framhald á bls. 23.
Kjördæmisþing Framsóknarmanna i Reykja-
neskjördæmi verður haldið í félagsheimilinu
Stapa, Ytri-Njarðvík, n.k. sunnudag og hefst
kl. 10 fyrir hádegi.
Ávörp flytja ólafur Jóhannesson, dómsmála-
og viðskiptaráðherra, sem fjallar um stjórn-
málaviðhorfið, og Eggert Jóhannesson, for-
maður SUF, sem ræðir málefni sambandsins.
Á dagskrá verða auk þess ræða Gunnars
Sveinssonar alþingismanns, skýrslur for-
manns og gjaldkera, kosning stjórnar og
kosning aðalmanna og varamanna i miðstjórn.
Aukin áhrif..
Meðal þeirra mörgu mála, sem hið glæsilega
flokksþing Framsóknarflokksins fjallaði um
nú fyrir skömmu, voru breytingar á lögum
Framsóknarflokksins. Fyrir flokksþinginu
lágu tillögur sérstakrar laganefndar, er starf-
að hafði um nokkurt skeið að endurskoðun á
lögum flokksins. Tillögur nefndarinnar náðu
flestar fram að ganga, og verður hér getið
þeirra atriða, sem sérstaklega varða ungt fólk.
Fjölgað er miðstjórnarmönnum þeim, sem
kjörnir eru á flokksþingi, úr 15 i 25, og skulu 7
þeirra hið fæsta vera úr röðum ungra
framsóknarmanna. Hér hefur hlutfall ungs
fólks aukizt verulega. Samkvæmt þeim regl-
um, er áður giltu, voru aðeins 3 af 15 úr hópi
ungra manna. Má þvi búast við, að áhrifa ungs
fólks fari að gæta i enn rikara mæli en verið
hefur i þessari stofnun, sem fer með æðsta vald
i málefnum flokksins á milli flokksþinga.
óhætt er að fullyrða, að þessi breyting er
árangur af jákvæðu starfi ungra framsóknar-
manna um land allt i störfum flokksins á und-
anförnum árum, og endurspeglar traust það,
sem ungir menn njóta i Framsóknarflokknum.
Við miðstjórnarkjörið á flokksþinginu kom
þetta enn betur i ljós, en þá náðu kjöri 10 menn
yngri en 35 ára. Mun enginn annar stjórnmála-
flokkur á íslandi hafa á að skipa jafnmörgum
ungum mönnum i slikum trúnaðarstöðum.
Önnur breyting, sem ekki siður er athyglis-
verð, er sú, að formaður Sambands ungra
Framsóknarmanna á framvegis sæti á fundum
þingflokks Framsóknarflokksins. Þeir háværu
menn, sem áður voru i forsvari fyrir S.U.F.,
kvörtuðu gjarnan undan þvi,að á þá væri ekki
hlustað,og þeir hefðu fá og litil tækifæri til að
koma skoðunum sinum á framfæri i þeim
stofnunum flokksins, sem mesta þýðingu hafa.
Með þessari nýju skipan hafa ungir menn tæki-
færi til að koma skoðunum sínum á framfæri
við þingflokkinn, túlka þar sjónarmið sin, og
reyna að hafa þau áhrif á gang mála, sem
æskilegust eru.
Þetta veitir einnig þingflokknum tækifæri til
að leita álits ungra manna á þeim málum, sem
efst eru á baugi hverju sinni. Slikt ætti að
skapa þau tengsl milli þingflokksins og
stjórnar S.U.F., sem báðum aðilum verður
styrkur að, og útiloka á þann hátt óþarfa mis-
skilning, sem stundum gerði vart við sig milli
þessara aðila.
....ánægjulegur áfangi
Þessir áfangar, sem náðst hafa, eru ungum
Framsóknarmönnum að sjálfsögðu ánægju-
efni. Ekki sizt fyrir þá sök, að þetta hefur náð
fram að ganga með einarðlegri og
málefnalegri baráttu, sem mætt hefur auknum
og vaxandi skilningi i flokknum. En þessi
árangur leggur lika ungum mönnum auknar
skyldur á herðar. Þeir verða að beita áhrifum
sinum á jákvæðan hátt, kappkosta að láta
málefni ráða ferðinni, en láta með öllu lokið
þeim baráttuaðferðum og persónulega
valdatafli, sem svo mjög einkenndi orðið i lokin
athafnir þeirra ungu manna, sem sögðu skilið
við Framsóknarflokkinn við síðustu
alþingiskosningar. I.B.