Tíminn - 06.12.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.12.1974, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Föstudagur 6. desember 1974. Dómarar í aðalhlutverki... þegar FH-ingar sigr- uðu Ármenningg... ★ Þeir tóku Ármenninga fyrir í leiknum, d meðan FH-ingar léku í skjóli þeirra FH-ingar geta svo sannar- lega þakkað misvitrum dómurum sigurinn yfir Ármannsliðinu 20:15 á miðvikudagskvöldið í Laugardalshöllinni. Dóm- gæzla þeirra Sigurðar Hannessonar og Gunnars Gunnarssonar, var hreint út sagt fyrir neðan allar STAÐAN Staðan er nú þessi I 1. deildar- keppninni i handknattleik: FH Haukar Fram Ármann Víkingur Valur Grót ta IR 4 3 2 2 1 1 0 1 3 73:81 1 003 54:65 0 0 0 84:74 8 0 0 60:50 6 1 0 49:42 5 0 2 66:69 4 0 2 50:50 2 0 3 63:68 2 hellur — Þeir tóku leik- menn Ármannsliðsins al- gjörlega fyrir í leiknum, á meðan að leikmenn FH- liðsins gátu leyft sér Ijótan leik i skjóli þeirra. Vissulega er það ekki sök FH- inga, hvernig dómararnir tóku á hlutunum — þeir fóru eins langt og þeir framast gátu og það hefðu öll lið gert. Augu dómaranna voru alltaf á Ármenningunum i leikn- um, og það réði úrslitum. Furður- leg dómgæzla varð til þess að fjögur mörk voru tekin af Ármanningum og eitt af FH- ingum i byrjun leiksins. Þá flautuðu dómararnir of fljótt á brot, þannig að, þeir sem brutu, högnuðust á þvi. FH-ingar byrjuðu leikinn á þvi, að taka tvo leikmenn Ármanns- liðsins úr umferð — þá Jón Astvaldsson og Björn Jóhanns- son. Sú aðferð Birgis Björns- sonar, gekk ekki upp, þvi að Armenningar komust yfir 6:3. Hinir ungu og efnilegu leikmenn Armanns Jens Jensson og Hörður Harðarson, sýndu þá góðan leik og réðu leikmenn FH- liðsins ekki við kraft þeirra. Á sama tima lék Armannsliðið sterkan varnarleik og Ragnar Gunnarsson var eins og klettur i markinu. FH-ingar hættu þessari leikaðferð fljótlega, en ekki tók þá betra við. Ármenningar komust i 9:5 og siðan 10:6, en fyrri hálfleiknum iauk 10:8. FH-ingum tókst að jafna 12:12 og komast yfir 13:12 á 10 min, siðari hálfleiksins. Þegar staðan var 13:13fóru dómararnir að láta ljós sitt skina og þeir misstu þá leikinn algjörlega úr höndunum á sér. Armannsliðið missti kjarkinn og FH-ingar með Viðar Simonar- son, sem sinn bezta mann, komust I 17:13, en leiknum lauk 20:15 fyrir FH. Viðar Simonarson var bezti leikmaður FH-liðsins, sem stefnir nú hraðbyri að Islandsmeistara- titlinum. Með heppni og hag- stæðri dómgæzlu á ekkert að geta stöðvað FH-liðið i vetur. Það er erfitt að sigrast á liði, sem hefur dómarana með sér. „Úrslitin hefðu orðið önnur... — ef betri dómarar hefðu dæmt leikinn", sagði Pétur Bjarnason, þjólfari Ármannsliðsins son og Gunnar Gunnars- oröið önnur. son, og var það vel skiljan- legt — Það er staðreynd, sagði Pétur, að við höfum aldrei unnið leik, þegar þessir dómarar hafa dæmt. Ef betri dómarar hefðu dæmt þennan leik, þá hefðu úrslit leiksins „Viðgátum ekki bæði ráðið við FH-ingana og dóm- arana", sagði Pétur Bjarnason, þjálfari Ármannsliðsins, efftir leik- inn gegn FH. Pétur og leik- menn Ármannsliðsins voru ekki ánægðir með dómara leiksins, þá Sigurð Hannes- — t byrjun leiksins dæmdu þeir fjögur lögleg mörk af okkur, og i siöari hálfleik réöu þeir úrslitun- um, þegar þeir f fóru aö visa leik- mönnum Armannsliösins út af fyrir sömu smábrot og FH-ingar komust upp meö. Liöiö brotnaöi algjörlega niöur viö mótspyrnuna frá dómurunum. —SOS HS0*0G«« pumnx fótboltaskór Verð fró kr. 1954 PÓSTSENEDUAA Sportvöruverzlun Ingólfs Oskarssonar KLAPPARSTÍG 44 SÍMI 1-17-83 • REYKJAVÍK Isleifur sextugur í DAG á heiðursmað- urinn ísleifur Þor- kelsson, eða Leifi, eins og vallargestir i Reykjavik kalla hann, sextugsafmæli. í nærri 40 ár hefur hann verið traustur og trú- verðugur þjónn iþróttavallanna i Reykjavik og aflað sér vinsælda þeirra, sem vellina stunda, fyrir samvizkusemi og lipurð í starfi. ísleifur er Vestmannaeying- ur aö uppruna, en fluttist til Reykjavikur 1932, þar sem hann hefur búiö siöan. Lengst af hefur hann veriö starfs- maöur Rafmagnsveitu Reykjavikur, eða I 28 ár, auk starfa sinna fyrir Iþróttavell- ina um kvöld og helgar. Strax eftir komuna til Reykjavlkur geröist tsleifur KR-ingur að áeggjan þeirra Siguröar Halldórssonar og Björgvins Schram. Þar bætt- ist KR góöur liðsmaður, því aö siöan hefur hann meira og minna unniö fyrir KR aö ýms- um málum, án þess þó aö sitja I stjórnum félagsins. Kunnastur er isieifur þó fyrir störf sln á iþróttavöllun- um, þar sem hann hefur starf- aö óslitið i nær fjóra áratugi. tþróttasiða Timans vill við þetta tækifæri árna isleifi og konu hans, Oktaviu Guðmundsdóttur, allra heilla um leið og -tsleifi er þökkuö góð samvinna fyrr og slðar. Þess má geta, að isleifur tckur á móti vinum og kunningjum á heimili slnu aö Sörlaskjóli 28 milli klukkan 5 og 7 I dag. —a.þ. Ragnar Gunnarsson varði mjög vel I leiknum, að vanda. Hann lét ekki langskotin fara svo auðveldlega fram hjá sér — FH- ingar skoruðu aðeins 4 mörk með langskotum. Ragnar varði 12 sinnum mjög glæsilega og að auki varði hann tvö vitaköst. Þá áttu þeir Jens, Hörður Harðarson og Jón Astvaldsson, góðan leik. Mörkin i leiknum, skoruðu: FH: Viðar 8 (1 viti), Þórarinn 6 (1 vlti), Geir 3 (1 víti), örn 2 og Gunnar 1. Ármann: Hörður H. 6 (3 víti), Jens 3, Jón 3, Björn 2 og Stefán 1. SOS Vals- stúlk- urnar — Reykjavíkur- meistarar VALSSTÚLKURNAR uröu Reykjavíkurmeistarar I hand- knattleik á miðvikudagskvöldiö, þegar þær sigruðu Armanns- stúlkurnar 6:5 (2:2) I Laugar- dalshöllinni. Mörk Vals: Elín, Ragnheiður, Hrefna, Björg G. Björg J. og Sigrún eitt hver. Armann: Erla 3 (1 viti), Katrín og Jóhanna eitt hvor. Deildar- bikarinn: Aston Villa áfram Þrír jafnteflis- leikir í 8-liða úrslitunum Birminghamliðiö fræga Aston Villa tryggði sér rétt til að leika I undanúrslitum ensku bikarkeppninnar, meö þvi aö vinna sigur yfir Colchester 1:2 á útivelli. Villa-Iiðiö, sem lék á Wembley 1972 I úrslitun- um I deildabikarkeppninni, hefur nú mikla möguleika á aö komast aftur á Wembley. Þrjú jafntefli voru gerð I 8- liða úrslitum deildarbikar- keppninnar, en leikirnir i 8- liða keppninni fóru þannig: Colchester-Aston Villa 1:2 Middlesbro.-Man. Utd. 0:0 Newcastle-Chester 0:0 Norwich-Ipswich 1:1 Manchester United á mikla möguleika á að komast I undanúrslitin, þvl að liðið leikur aftur gegn „Boro” á heimavelli sinum Old Trafford. Þá eru möguleikar Ipswich mjög miklir, leikmenn Ipswich-liðsins eiga ekki að vera I vandræðum með nágrannana frá Norwich á heimavelli. Það kom mjög á óvart, að 4. deildarliðið Chester náði jafn- tefli á St. James Park I Newcastle. Þrátt fyrir þessi óvæntu úrslit, eiga Newcastle -leikmennirnir að vera nokkuð öruggir áfram. Spá okkar er, að þessi lið leiki I undanúrslitunum: Aston Villa, Manchester United, IpswichogNewcastle. -SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.