Tíminn - 06.12.1974, Side 21

Tíminn - 06.12.1974, Side 21
Föstudagur 6. desember 1974. - TÍMINN 21 200 stia skoruð... — þegar UBSC-risarnir sigruðu KR 122:78 í gærkvöldi UBSC Sefria-risarnir frá Vfna'rborg unnu góöan sigur yfir KR 122:78 i slðari ieik iiöanna i Evrópukeppninni I köruknattleik, sem fór fram I Laugardalshöllinni f gær- kvöidi. Þaö kom nokkuð á ovart, aö KR-ingum tækist aö skora 78 stig gegn UBSC iiöinu og þegar viö höföum tal af Einari Boliasyni, þjálfara KR liösins eftir leikinn, haföi hann skýringu á þvi. „Austur- rlkismennirnir leika ekki eins stlfa vörn gegn okkur I kvöld, eins og þér leku I Vlnarborg. Þar létu þeir okkar leikmenn aldrei I friöi.” KR-ingar fengu gott næöi i gærkvöldi í sókninni, þeir brutust oft skemmtilega fram hjá UBSC-risunum og skoruöu. Sérstaklega var Kol- beinn Pálsson drjúgur, hann skoraöi 19 stig i leiknum. Hann og Þröstur Guömundsson, voru beztu leikmenn KR-liösins. KR-ingar stóöu I UBSC-liöinu til aö byrja meö, og var staöan aöeins 30:26 fyrir UBSC I fyrri hálfleik — 6 stiga munur. Staöan i hálfleik var 51:30 fyrir UBSC. Austur- rikismennirnir náöu aö komast yfir 100 stiga markiö á 15. min. siöari hálfleiksins, en leiknum lauk 122:78. sem fyrr segir. Stigahæstu leikmenn KR: Kolbeinn 19, Þröstur 15, Bjarni 11, Birgir 10, Gunnar 7, Bragi 4, Hilmar 4, Kristinn 3 og Þorvaldur 2. Pawelka var stigahæstur UBSC-risanna meö 30 stig, en næstur kom Bandarlkjamaöurinn Taylor meö 25 stig. -SOS. JÓN SIGURÐSSON... sést hér beita bakhandarhöggi I landskeppni gegn Klnverjum. Jón var sigursæll IC III m — hann er orðinn okkar ■ GK* I W I III beztl borðtennisspilari Keflvlkingurinn ungi, Jón Sig- þaö I ferö Islenska landsliösins I mjög sigursæll. Siguröur urösson, er nú oröinn okkar bezti borötennis, sem keppti I Færeyj- Guðmundsson, fararstjóri Is- borötennisspilari. — Hann sýndi um fyrir stuttu, en þar var hann lenzka liösins, sagöi, aö Jón heföi leikiö geysilega vel I Færeyjum og unniö marga góöa sigra. Viö lögöum nokkrar spurningar fyrir Sigurö, varöandi keppnisferö landsliösins. — Hvernig var landskeppnin gegn Færeyingum, Siguröur? — Viö unnum yfirburðasigur i landsleiknum, sem háður var i Þórshöfn og segja tölur bezt, hve yfirburðirnir voru miklir. Þar sigruöu Islendingar 25:3 i karla- flokki, 12:1 i flokki eldriunglinga, 7:4 1 flokki yngri ynglinga og 3:0 i kvennaflokki. — Tóku Islenzku keppendurnir þátt I einhverjum mótum I Fær- eyjum? — Jú, þeir tóku þátt i þremur opnum mótum, I Tvöeyri, Klakksvík og Þórshöfn. — Hvernig stóöu keppendurnir sig i þeim? — Jón Sigurösson stóö sig frá- bærlega vel I opnu mótunum og einnig I landskeppninni. Hann sigraöi I opna mótinu i Tvöreyri og einnig I Klakksvik, þar varö hann bæöi sigurvegari I einliða- leik og tviliöaleik, lék meö Ragnari Ragnarssyni. Þeir sigruöu einnig tviliðaleik i Þórs- höfn, en þar varð Gunnar Finn- björnsson sigurvegari I einliöa- leik. Þá sigruðu unglingarnir i öllum þremur opnu mótunum. Blikar heiðr- aðir HIN árlega unglingasamkoma U.M.F. Breiöabliks i Kópavogi veröur haldin i blósal Félags- heimilisins, laugardaginn 7. desember, og hefst kl. 14. Aö venju veröa þeir iþróttamenn heiöraöir, sem skaraö hafa fram- ár i sinni iþróttagrein á árinu. Islandsmeisturum Breiöabliks i knattspyrnu I 3., 4., og 5. aldurs- flokki veröa veitt verölaun og þeir heiöraðir á fleiri vegu. Islands- meisturum félagsins i Minni bolta veröa veitt verölaun. Þá veröur valinn knattspyrnumaöur ársins i 3., 4., 5. og kvennaflokki og þeir sæmdir verölaunum. Sömuleiöis veröa veitt verölaun i innanhúss- knattspyrnumóti skólanna I Kópavogi, sem fram fór á siöast- liönu vori. A dagskránni veröur einnig stutt ávarp, og aö lokum veröa sýndar eldfjörugar teiknimyndir. Þess er vænzt, aö sem flestir Kópavogsbúar komi á þessa sam- komu til aö heiöra hina ungu afreksmenn bæjarins og kynnast þvi þróttmikla æskulýösstarfi, sem fram fer á vegum Breiöa- bliks. „Hvað eru þeír að leika...?" — sögðu handknattleikskonurnar okkar, þegar þær sáu Valsmenn sigra Gróttu 17:15 í afspyrnulélegum leik Valsmenn unnu sigur yfir nýliöum Gróttu 17:15 f einum lé- legasta leik, sem hefur veriö leikinn i 1. deildarkeppni karla um langan tlma, á miövikudags- kvöldiö i Laugardalshöllinni. Leikmenn liðanna léku oft á tiöum eins og byrjendur — gripu ekki knöttinn og sendu hann út af leikvelli I tlma og ótlma. Valsmenn eru greinilega komnir I mikinn öldudal, þeir voru heppnir aö vinna sigur yfir nýliöunum, en þeir geröu það meö hjálp dómaranna, sem féllu — eins og leikmennirnir — niður I meöalmennskuna. Sanngjörn úr- slit I leiknum, heföi veriö jafn- tefli. Hvorugt liöiö átti skiliö aö vinna. Leikurinn var mjög jafn allan timann og höföu Gróttumenn for- ustuna i fyrri hálfleik, en Vals- menn I þeim siöari — staöan i hálfleik var 8:7 fyrir Gróttu. Mörkin I leiknum skoruöu: Valur: Jón P. 4 (1 viti), Ólafur 3, Stefán 3, Bjarni 2, Agúst 2, Jón K. 2 og Steindór 1. Grótta: Björn 5 (1 viti), Magnús 2, Arni 2, Axel 2, Kristmundur 2, Siguröur og Atli, eitt hvor. Dómarar voru þeir Karl Jóhannsson og Hannes Þ. Sig- urðsson. Leiknum er bezt lýst meö oröum handknattleikskvenna okkar, sem sáu þennan lélega leik: „Hvaö eru þeir eiginlega aö leika?”. -SOS. ■ —> GEIR HALLSTEINSSON... sést hér svifa yfir vörn Arhus KFUM-liösins I leik I Laugardalshöllinni — og skora. Geir sagöi fyrir dráttinn I 16-liöa úrslitunum, aö hann vildi fá Arhus-liöiö sem mótherja. Af þvl varö ekki þá, en ósk Geirs stendur ennþá, hann og félagar hans úr FH-liöinu eiga sér nú þá einu ósk — aö mæta Arhus KFUM I 8-liöa úrslitum Evrópukeppninnar. „Mestu möguleikarnir eru gegn FH-liðinu" — segja leikmenn Árhus KFUM-liðsins. Dregið í Evrópukeppninni í handknattleik á morgun FH-ingar eiga sér eina ósk i Evrópu- keppninni, að mæta dönsku meisturunum Árhus KFUM i 8-iiða úrslitunum. Leik- menn Árhus-liðsins eiga sér einnig ósk — að mæta FH-liðinu! „Ekstrablaðið” sagði frá þvi, að leikmenn Árhus-liðsins teldu mestu möguleikana á þvi að komast i 4-liða úrslitin, ef þeir fengju FH-inga sem mót- herja. Blaöið er þó ekki sammála leikmönnum Arhus KFUM. Þaö segir, aö róðurinn veröi erfiöur hjá liöinu, ef þaö dragist gegn FH. — tslenzkir handknattleiksmenn eru þeir höröustu i heimi, segir blaöiö, og þaö bendir á slagsmálaleik Saab og FH i Linköping I Sviþjóð. Þá (segir blaðið, aö möguleikar Arhus-liösins séu litilir, og væri þvi bezt fyrir liöiö aö dragast gegn sterku og heimsfrægu liöi — t.d. Steaua frá Rúmeniu, eöa Gummers- bach frá V-Þýzkalandi. Ef þessi liö léku gegn Arhus KFUM, þá kæmu áhorfendur til aö sjá þau leika i Danmörku — og þar meö væri peninga- hliöinni bjargaö. A morgun veröur dregið um þaö i Basel I Sviss, hvaða liö leiki saman I 8-liöa úrslitun- um: FH Arhus KFUM VfL Gummersbach, V-Þýzkal. Steaua Bukarest, Rúmenlu Skoda Pilsen, Tékkóslóvaklu Spartacus Budapest, Ungverjal. Lokomotive Sofia, Bulgarfu ASK Vorwarts Frankfurt, A- Þýzkal. -sos.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.