Tíminn - 13.12.1974, Qupperneq 1

Tíminn - 13.12.1974, Qupperneq 1
PRIMIIS vélarhitarinn í frosti og kulda IBBB Lofttjakkar Olíutjakkar Stjórnventlar HFHORÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 í DAG Ljósvetningar °9 Bárðdælingar óttast línubilun — sjá bls. 3 250. tölublað — Föstudagur 13. desember — 58. árgangur. Hafrún talin af Gsal—Reykjavik — Fullvist er nú talið að Hafrún BA-10, 15 tonna bátur, hafi farist með tveimur mönnum. Brak hefur fundist, sem talið er vera úr bátnum og ennfremur gúmmi- björgunarbátur og bauja. Mennirnir tveir Díselstöðvar fró Bandaríkjunum? Tómas Árnason gerði orkumál Austur• lands að umtalsefni utan dagskrár í sameinuðu þingi i gær AÞ—Reykjavik — Tómas Arna- son kvaddi sér hljóös utan dag- skrár í sameinuðu þingi i gær og gerði að umtalsefni þann mikla vanda, sem við er að etja I raf- orkumálum Austurlands. Sagði hann, að eins og nú horfði, væri raforkuskortur fyrirsjáanlegur. Benti hann á, að hér væri um mjög alvarlegt vandamál að Bannið ólög- legt? AÞ—Reykjavik — Talsverðar umræður spunnust um rækju- striðið á Húnaflóa á fundi sam- einaðs þings f gær, en Jón Ar- mann Héðinsson gerði þetta mál að umtalsefni utan dagskrár. Vitnaði þingmaðurinn i ræðu sinni til umsagnar Magnúsar Thoroddsen borgardómara um hömlur sjávarútvegsráðuneytis- ins á löndun rækjuafla til vinnslu i rækjuverksmiðjunni á Blönduósi, en í þeirri umsögn er dregið mjög i efa, að ákvörðun ráðuneytisins standist lögum samkvæmt, þar sem hún byggist á röngum for- sendum, þ.e. aö hún sé til vernd- unar atvinnulifs á vissum stöðum en ekki vegna verndunar rækju- stofnsins. ræða, þar sem starfrækslu loðnu- verksmiðja og hraðfrystihúsa á Austurlandi á næstu vertið væri stefnt I hættu. t þvi sambandi gat hann þess, að heildarverðmæti loðnuafurða á þessu ári væru 4 milljarðar og 210 millj. króna, þar af væri hlutur Austurlands 1365 millj. króna eða 32,4% af heildar- verðmætum. 1 ræðu sinni benti Tómas Árnason á tvær leiðir til að firra frekari vandræðum. önnur væri sú að festa kaup á færanlegum disilstöðvum frá Bandarikjunum, sem kosta 14 millj. króna hver. Þá væri einnig sjálfsagt að athuga þann möguleika að nýta gamlar vélar úr togurum eða stórum fiskiskipum og tengja þær rafali til notkunar yfir vertiðina. Gunnar Thoroddsen orkumála- ráöherra svaraði Tómasi Arna- syni. Gat hann þeirra tafa, sem orðið hafa á afgreiðslu á vélum frá Tékkóslóvakiu til Lagarfoss- virkjunar. Sagði hann, að allt yrði gert til þess að koma I veg fyrir orkuskort á Austurlandi. Fleiri tóku til máls, þ.á.m. Halldór Asgrimsson, en hann hef- ur lagt fram fyrirspurn um orku- mál Austurlands og verður hún rædd eftir helgina. sem fórust með bátnum, hétu, Sævar Jónsson, frá Patreksfirði, og Einar Birgir Hjelm frá Kefla- vik. Þeir láta báðir eftir sig konur og tvö börn. Siðdegis á miðvikudag hófst umfangsmikill leit að Hafrúnu, sem þá um morguninn kl. 04 hafði farið i linuróður frá Kefla- vik. Þegar báturinn hélt úr höfn var vindur hægur af suðaustri, en upp úr kl. 7 um morguninn tók veður að versna og snerist vindur i suður og hvessti. Sjó þyngdi þá mjög og gekk einnig á með éljum, og siðar snjókomu. Þegar leið á kvöldið snerist vindur til norðurs og norðausturs, og hélst veðrið þannig fram eftir degi I gær. Þegar báturinn gaf sig ekki fram á tilsettum tima hjá Til- kynningaskyldu islenzkra skipa, var strax farið að kalla bátinn upp, og haft samband við báta sem voru á svipuðum slóðum og þeir beðnir að svipast um eftir Hafrúnu. En bátarnir gátu engar upplýsingar gefið og hann svaraði engum köllum, og var þá undir- búin leit. Björgunarsveitir i Sandgerði, Keflavik og Gerðum voru kallaðar út og beðnar að ganga fjörur, en varðskip stjórnaði leit- inni á sjó. Þegar leitin bar engan árangur á miðvikudag, var ákveðið að hefja skipulega leit i gær, bæði á landi, lofti og á sjó. t birtingu i gærmorgun um kl. 8 voru 25 bátar frá Keflavfk og Sandgerði komnir á leitarsvæðið og hófu leit undir skipulagðri stjórn varðskips, Þyrla Landhelgisgæzlunnar og Slysavarnarfélagsins TF-Gná fór til leitar og flaug yfir strandlengj- unni og á grunnslóðum. Einnig tók tveggja hreyfla flugvél þátt i leitinni og flaug hún yfir og út af Garðskaga. Strax I birtingu voru ennfremur björgunarsveitir úr Sandgerði, Keflavik, og Gerðum komnar á sitt leitarsvæði á strandlengjunni og náði leitársvæðið frá Höfnum, um Garðskaga og inn til Kefla- vikur. Landvélarhf — tveir menn voru á bátnum Skilyrði til leitar I gærmorgun voru hin ákjósanlegustu og skömmu fyrir hádegi fann vélbát- urinn Þorkell Arnason, litt upp- blásinn gúmmibjörgunarbát, um 6 sjómflur vestur af Garðskaga. Gúmmibjörgunarbáturinn var sendur til Reykjavikur I gærdag, og við athugun á honum kom i ljós, að hann var úr Hafrúnu. Varðskip fann um 5 sjómilur vestur af Stakksnesi lóðabelg merktan BA-10 og bauju með fána, sem virtist vera frá bátn- um, auk þriggja skilrúmsfjala. Ennfremur fundu bátar I gær ýmiss konar brak, sem að órannsökuðu máli er ekki hægt að fullyrða að sé úr Hafrúnu, en þó er talið að megnið af brakinu kunni að hafa tilheyrt bátnum. Að sögn Hannesar Hafsteins, framkv.stj. slysavarnarfélagsins var komið með gúmmibjörgunar- bátinn, sem Þorkell Arnason fann, siðari hluta dags i gær, þeg- ar báturinn kom i höfn. — Skoðunarmenn frá Gúmmi- bátaþjónustunni, siglinga- málastofnun og SVFI, athuguðu Frh. á bls. 6 Góðar fréttir af raforkumálum: Snæfellsnes inn á orku- veitusvæði Landsvirkjunar SJ-Reykjavfk. — Unnið er að þvi af fullum krafti að tengja Snæfellsnes inn á orkuveitusvæði Landsvirkjunar gegnum Anda- kilsárvirkjun. Verður reynt að ljúka þvi verki fyrir jól, að sögn Baldurs Helgasonar rafveitu- stjóra. Verið er að ljúka við linu frá Andakil að Vegamötum. Þetta er 66.000 volta stofnllna. Um fullnaðartengingu verður ekki að ræða fyrr en i marz i vor, þegar lina frá Vegamótum til Stykkis- hólms verður væntanlega tilbúin. Strax við fyrri tenginguna léttir mjög á álaginu á Snæfellsnesi sunnanverður, en á nesinu öllu hefur ástandið verið mjög tæpt I raforkumálum. Allar rafvélar I Ólafsvik og Stykkishólmi eru nýttar til hins Itrasta, og eins mun vera annars staðar. Meðvorinu batnar væntanlega einnig norðan jökuls. ástandið Orkuskortur á Hólmavík? — Aðeins eins metra djúpt vatn eftir i lóninu við Þverárvirkjun. Ekki komið dropi úr lofti síðan í júlílok SJ-Reykjavik. — Varla hefur komið dropi úr lofti á Hólmavik siðan i júlilok i sumar, og er mjög slæmt ástand i raforkumálum þar um slóðir af þeim völdum. Hólm- vikingar fá raforku frá Þverár- virkjun, en við hana er mikið lón, sem dugað hefur vel. Nú er þó svo komið, að aðeins eins metra djúpt vatn er eftir I lóninu. Varavélar hafa verið notaðar á svæöinu, en nú bilaði sú helzta þeirra, 300 kw vél i Saurbæ I Dölum. Varð þá að gripa til þess ráös að tengja þetta svæöi við samtengisvæðið á Noröurlandi vestra. Orkustofnun fær um jólin nýja diselvél frá Bandarikjunum, 420kw, og kemur til greina að nota hana til að hlaupa undir bagga á þessu svæði, að sögn Baldurs Helgasonar, rafveitu- stjóra á Norðurlandi vestra. Nú er verið að setja upp 2000 kw vél i Laxárvatnsvirkjun, og verður þvi lokið innan fárra daga. Verður þá gastúrbina, sem notuð hefur verið þar, e.t.v. flutt til Hólmavikur. Orkumagn Laxár- vatnsvirkjunar verður meö tilkomu þessarar nýju vélar samtals 4000 kw Astandið i raforkumálum I Skagafirði og við Húnaflóa hefur verið mjög tæpt að undanförnu, en þó hefur allt gengið áfalla- laust. Norðurland vestra er tengt Laxárvirkjun, og hefur það létt á, þótt raunar hafi orkuveitusvæði Laxárvirkjunar ekki verið aflögufært siðustu vikuna. Bjarnabrunnur og Guðríðarlind JH-Reykjavik. — Ráðamenn hjá oliufélögunum amerisku hafa þrautlesið fornar bók- menntir, og landkönnuðir fornaldar hafa sýnilega orkað á hug þeirra. Oliuleitarfélag, sem kallast Eastcan i daglegu tali, hefur i framhaldi af þessum bóklestri látið skira oliu- og gaslindir, sem fundizt hafa um 570 milur norður af fiskimannabænum St. Johns á Nýfundnalandi, Bjarnabrunn, og er nafnið sótt til Bjarna Herjólfssonar. Aðra gasuppsprettu, sem þetta sama félag hefur fundið á hafsbotni nokkru sunnar hefur sama félag nefnt Guðriðarlind. 1 A. * A \ * >1 * tP LABRADOR SEA Bjarni oil well k • Gudrid gas well Quebec Newfoandland L Nwr*" /L____f U.S.A. r/\ 1 / K ^ V A T L A Halifax ^Sable Island Boston Bjarnabrunnur og Guðriðarlind sjást á þessu korti.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.