Tíminn - 13.12.1974, Page 4

Tíminn - 13.12.1974, Page 4
4 F östudagur 13. desember 1974. Hringið, við munun syngja — Skrifstofustörf geta veriö hrútleiBinleg, segir Massimo Sirani, sem er miöaldra Róm- verji, Hann starfaöi til skamms timaá rikisskrifstofu i Róm, og var aö þvi kominn aö drepast úr leiðindum. Dag nokkurn tók j hann gijarinn sinn með sér 111 vinnuna, og i staö þess að fara beint heim aö vinnudegi loknum, gekk hann út á götu og söng og lék fyrir vegfarendur. I fyrstu gaf enginn sértimatil aö hlusta á hann, en þegar hann 'haföi gert þetta dag eftir dag um alllangt skeiö, fór fólk aö veita honum athygli. Einkum virtust ástarsöngvar hans falla I góöan jaröveg. Þar kom, aö ást- sjúkir unglingar fóru aö biöja hann aö syngja utan viö glugga sinna heitelskuöu á heitum sumarkvöldum. Og hjörtu ungu stúlknanna tóku undantekn- ingarlaust harðan kipp, þegar flauelsrödd Massimos barst til þeirra utan úr myrkrinu. Þá var þaöv-aö Massimo fékk hug myndina aö fyrirtækinu AB Serenad. Hann stendur ekki lengur á gangstéttum Rómar- borgar og bföur þess aö einhver þarfnist hjálpar hans i ásta- málunum. Nú situr hann viö simann og tekur á móti pönt- unum. Og hann er ekki lengur einn, þvi að hann hefur oröiö aö ráöa til sln aöstoðarfólk, — svo mikil er eftirspurnin — Hlut- verk fyrirtækisins, segir Massimo, er aö hjálpa þeim, sem vilja vinna ástir sinna út- völdu og einnig þeim sem af einhverjum ástæöum hafa þörf fyrir aö blása nýju lifi i kuln- aöar glæður. Tillitssemi, áreiöanleiki og sanngjarnt verö eru einkunnarorö fyrirtækisins. Hljóðbylgjur í gróðrarstöðvum Sovézkir visindamenn hafa smiöaö nýtt hljóöbylgjutæki, sem gerir þaö kleift aö minnka aö verulegu leyti notkun skor- dýraeiturs t.d. I gróörarstööum. Könnunartæki, sem tengt er efnaúöara, gefur vlsbendingu um, hvar krónur tjánna sé aö finna, og setur úöarann I gangj samkvæmt þvi. Hljóðbylgjutæki af þessu tagi eru hvergi annars staöar til. Líklega ekki lögskilnaður Hin hressilega Martha Mitchell óskar alls ekki eftir lögskilnaöi frá manni sinum nr. 2, fyrrverandi rikissaksóknara John Mitchell. Þaö, sem hún óskar eftir er aöeins aðskilnaö- ur aö boröi og sæng. Fram- kvæmdastjóri lögfræöiskrifstof- unnar, sem tók aö sér mál frá Mitchell er hinn litríki lög- fræöingur Melvin Belli. Hann er kunnur fyrir aö vinna flest skaöabótamál, sem hann tekur aö sér. Lögfræöingur Mitchells, Marvin Segal, segir: „Þaö er engin beiskja milli þessara aðila, engin vanþóknun á hvoruga hliö. Vel trúlegt aö hægt veröi aö leysa málin án dómstóla”. Martha segir að John hafi veriö ágætur og fyrir- myndareiginmaður þangaö til hann fór aö gefa sig aö stjórn- málum. Nú hefur Johrt hætt öllu stjórnmálavafstri, svo ekki er útséö um aö sættir geti tekizt, nema, auðvitaö, ef Martha slær I gegn I sjónvarpsþáttum og tal- ar illilega af sér eins og hún er fræg fyrir. En hvernig væri aö koma á þætti, þar sem þau kæmu bæöi fram, Martha og John? Væri það ekki góö hug- mynd? Hér er mynd af Mörthu Mitchell i sjónvarpsþætti. ■■ n " \Í\ Smóvegis um Geraldine Chaplin Hún er, eins og allir vita, dóttir hins fræga Charlies Chaplin, eitt af átta börnum hans og Oonu O’Neill. Chaplin á tvö börn frá fyrra hjónabandi. Nú er Geraldine orðin þritug, hefur aldrei gifzt og ekki eignazt barn fyrr en nú að hún gengur með sitt fyrsta. Slöustu átta árin hef- ur hún átt heima I Madrid á Spáni og búiö þar með Carlos Saura framkvæmdastjóra kvik- myndafélagsins Spanish films. Saura er 41 árs, á tvö börn, Antóníu 15 ára og Carlos 13 ára. Þau búa hjá föður slnum og Geraldine. Saura er að reyna að fá skilnaö, en hjónaskilnaðir eru miklum erfiðleikum bundnir á Spáni. Hér sjáiö þiþ mynd af Carlos Saura og Geraldine Chaplin. Paul Getty yngri kvæntur J. Paul Getty (alnafni afa slns, J. P. Getty) rlkasta manns heimsins) hefur nú aö mestu náö sér eftir fangavistina hjá mannræningjunum á ítaliu, og hann lætur háriö hylja skaddaö eyra sitt. Nýlega birtist mynd af honum með brúöi sinni I evrópskum blööum. Þau létu gifta sig meö lítilli viöhöfn. Paul Getty III er orðinn 18 ára en brúöurin er 25 ára og er þýzk, Martine Zacher aö nafni. Þau voru gefin saman I Sovicille á ítallu. byrja á nýju rifrildi, heldur halda áfram meö þaö frá I morgun. DENNI DÆMALAUSI Og ég, sem hélt ég heföi heyrt ykkur rifast i gærkvöldi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.