Tíminn - 13.12.1974, Side 20

Tíminn - 13.12.1974, Side 20
20 TÍMINN Föstudagur 13. desember 1974. Holton fót- brotinn — Greenhoff nefbrotinn Góður dómari Póstsendum um land allt samdægurs Benfica vonn Mönchengladbach er óstöðvandi... Celtic í víta- spyrnukeppni Stórliðið Benfica frá Portúgal gerði jafntefli (3:3) gegn Celtic i vináttuleik, sem fór fram i Glasgow á miðviku- dagskvöldiö. Þegar greinilegt var oröiö, að um jafntefli væri að ræða, var ákveðiö að hafa vitaspyrnukeppni. Þar voru Portúgalarnir sterkari, þeir skoruðu úr öllum 5 vita- spyrnunum, en leikmenn Celtic misnotuðu eina spyrnu, og urðu úrslit vitaspyrnu- keppninnar þvi 5:4. DOGAN Babacan, tyrkneskur knattspyrnudómari, sem visaði þremur ieikmönnum Atletico Madrid af velli i Evrópukeppni meistaraiiða, þegar hann dæmdi slagsmáiaieik Celtic og Atletico Madrid, var I sviðsljósinu á mið- vikudagskvöldið i Dresden. Þarsýndi hann mjög góða dóm- gæzlu, var ákveðinn og stjórnaöi leik Dynamo Dresden og Ham- borg mjög vel. Hann talaði leik- menn liðanna til og bókaði 3 i bók sina. — SOS. Daninn Jensen sést hér skora mark fyrir Mönchengladbach I „Bundesligunni” hjá sænska landsliös- markverðinum Hellström. í UEFA-bikarkeppninni. Liðið vann stórsigur ó Spdni ★ A|ax féll fyrir Juventus Borussia Mönchenglad- bach er óstöðvandi i UEFA-bikarkeppni Evrópu i knattspyrnu. Liðið átti ekki i vand- ræðum með spánska lið- iðReal Zaragoza á mið- vikudagskvöldið, þegar liðin léku i Zaragoza á Spáni. V-Þjóðverjarnir, með Danina Simonsen og Jensen, unnu stórsig- ur, 4:2. Danirnir skor- uðu tvö mörk i leiknum, og siðan bættu þeir Stie- lik og landsiiðsmaðurinn Heynkes viðmörkum. Þrjú lið frá y-Þýzka- iandi leika i 8-tliða úrslit- um UEFA-bikarkeppn- innar — Mönchenglad- bach, Hamburger SV og 1. FC Köln. Kölnar-líðið vann stórsigur i baráttunni við Partizan Belgrad i Köln (5:1), en fyrri leiknum lauk með sigri Partizan i Belgrad, 1:0. Fimm leikmenn skoruðu mörk 1. FC Köln — Overath, Mueller, Loehr, Growacz og Flohre. Hollenzka stórliðið Ajax frá Amsterdam var slegið út i keppn- inni, þegar liðið lék gegn Ju- ventus frá Italiu. Þrátt fyrir sigur Ajax á miðvikudagskvöldiö (2:1),, komst liðið ekki áfram — Juventus vann fyrri leikinn 1:0, og komst þvi áfram á útimarki, sem Damiani skoraði úr vita- spyrnu. Aðeins 15 þús áhorfendur sáu leik liðanna, sem fór fram i Amsterdam. Amsterdambúar geta nú hugg- að sig viö það, að annað lið frá heimsborginni frægu komst i 8- liða úrslitin. Það er liðið F.C. Amsterdam, sem sigraði v-þýzka liðið Fortuna Dusseldorf i Dussel- dorf 2:1, og komst áfram á samanlagðri markatölu, 5:1. Annað hollenzkt lið komst einn- ig i 8-liða úrslitin, það er F.C. Twente Enscherd, sem gjörsigr- aði Dukla Prag frá Tékkó- slóvakiu, 5:0. (Þaðeru fleiri lið en þau Islenzku, sem fá skelli I Evrópukeppni). Zuidem skoraði ,,hat-trick” — þrjú mörk — og Notten tvö. Liðin, sem leika I 8-liða úrslit- um UEFA-bikarkeppninnar, eru þessi: Mönchengladbach, V-Þýzkalandi Hamburgar SV, V-Þýzkalandi 1. FC Köln, V-Þýzkalandi F.C. Amsterdam, Hollandi Twente Enschede, Hollandi Juventus, italiu Valez Mostar Júgóslaviu Banik Ostrava, Tékkóslóvakiu —SOS Okkar þekktu qóbéi SKÍÐA SKÓR nýkomnir í| 5 gerðum Skozki landsliösmaðurinn JIM HOLTON, sem er miðvörður Manchester United, varð fyrir þvi óhappi sl. laugardag að fótbrotna ileik United gegn Sheffield VVednesday á Hillsborough-leikvellinum I Sheffield. Hann mun ekki leika með United-Iiðinu næstu mánuði og er það mikið áfall fyrir liðið. Hér á myndinni fyrir ofan, sést Holton borinn af leikvelli. JIMMY GREENHOFF.... fyrirliði Stoke, varö einnig fyrir meiðslum á laugardaginn, en þá nefbrotnaði hann I leik gegn Birmingham. -SOS. SANDVIK snjónaglar SANDVÍK SNJÓNAGLAR veita öryggi í snjó og hólku. Lótið okkur athuga gömlu hjólbarðana yðar og negla þó upp. Skerum sniómunstur í slitna h|ólbarða. Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22, GÚMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVlK SlMI 3)055

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.