Tíminn - 24.12.1974, Blaðsíða 35

Tíminn - 24.12.1974, Blaðsíða 35
JÓLABLAÐ 1974 TÍMINN 35 Jónas Guðmundsson: SJÓMANNA- JÓL Jólahald á skipum er ineð öðrum hætti en í landi í draumi sérhvers manns er fall hans falið, segir Steinn og við höldum áfram að berja höfðinu við steininn. Ó, guð, hve skýin voru dökk og þau stungu í stúf við spegilslétt hafið. Bráðum var aftur komin nótt og þá myndum við sigla norðan við grynning- arnar, sem náðu langt til hafs. I. Gamla Nordvest var heilagt skip. bað hafði sjö lestar, sjö borðsali og sjö möstur og hún renndi sér mjúklega gegnum rennislétt hafið. Sunnudagur i landi, sætsúpa til sjós og nú voru að koma jól, jól full af dapurleika, tómleika og köldu ákaviti. Jólahald á dönskum skipum er að þvi leyti til með islenzkum blæ, að þau heyra ekki beint undir skipstjórann eins og t.d. hann Guð og önnur heilög málefni, heldur undir kokkana og brytann. Eins og Gyðingarnir I New York byrja að spiia jólasálmana i september og hafa svo opið dag og nótt og allt aðfangadagskvöld, þá byrja kokkarnir jólin i eldhúsinu á dönsku skipunum á haustmánuð- um. Þá koma um borð jólagæsir, einar 15 held ég, I bláum og hvit- um kössum, þvi það væri óhugs- andi á dönsku skipi, að halda upp á afmæli frelsarans nema með steiktri gæs. Já og með „julefro- kost”, sem er reyndar eins konar máltið allra máltiða i dönsku þjóðlifi og stendur klukkustund- um saman. Nordvest hélt gegnum þunnan isinn og það var byrjað að snjóa. Við mættum stóru brezku skipi i fjarðarmynninu og það var eins og sjálft Oslóartréð væri að koma á móti okkur. Kannski voru þeir lika með seyðing fyrir hjartanu, þvi að þeir veifuðu dapurlega meðan þeir runnu framhjá á þröngum firðinum, aðeins stein- snar frá okkur. Þeir voru lika að sigla fyrir hann Beaverbrook lávarð, sem er það sama i blaða- heimininum og Ford er i bilum. Hann var skier stóð i miðjunni og gaf út blöð. Blöð fyrir alla, þvi kommúnista (eða allt að þvi) og fyrir svartasta ihald. Það má hann eiga karlinn, að honum var sama hvað stóð i blöðunum hans og hann var „organiseraður”. Hann átti mikil skóglendi i Kanada, sem hann seldi i þunnum skifum á götunum i London og Paris og kallaði dag- blöð. Já, hann var áhrifamaður og nú hafði hann sent okkur upp til Botwood til að halda jól. Þar skammt frá átti hann stóra pappirsverksmiðju, eða nánar sagt i Grand Falls, og hann sleppti ekki höndunum af trján- um sinum fyrr en þau voru komin undir handleggina á blaðasölu- drengjunum i Englandi og Frans. Já, og við á vaktinni byrjuðum að tala um jólatré. — Skyldi fólkið i London vita, að dagblöðin eru búin til úr jóla- trjám, sagði Orosco? — Já og skrifuð af jólasvein- um? Nei það vissi ekki nokkur maður, nema við — og Nordvest hélt strikinu inn þröngan skógi vaxinn fjörðinn. Já hann var langur þessi fjörður og hann minnti mig á Austfirði, nema þetta með trén. Bændabýlin á stangli, bátur í fjörunni og mér varð hugsað til hans Jóns á Eyri við Fáskrúðsfjörð. Hann hefði orðið hrifinn af öllu þessu timbri. I. Það var aðfangadagur og þeir höfðu unniö alla nóttina við aö hifa stórar pappirsrúllur um borö i lestarnar. Daly Mail, La Figaro og Daly Mirror. — Kuldinn var nistandi, en svo fór hann að rigna dapurlega meö stórum köldum dropum. Ég var seinn framúr. Ég var aö hugsa um jólimjólin á sjónum. A honum Gylli var soðinn þorskur á aðfangadag og menn hlökkuðu til að koma heim. Við hlökkuðum ekki til neins. Hér kviðu menn jól- unum, eins og illviðri út af Biskay, eða Sjösteina-rifi. Engin gleði, engin eftirvænting, — að- eins þungar stunur og marr i risa- stórum möstrunum, sem blandaðist morgunhóstanum og hrotunum. Kanadamenn halda jólin aö ameriskum, eða brezkum sið. Drekka sig fulla á aðfangadag, ef þeir á annað borð drekka þá áfengi. Þetta er svall ársins og sumir komast ekki úr kojunni fyrr en eftir áramót. Þeir ætluðu að vinna við skipið til klukkan fjögur, siðan yrði allt stopp þar til á miðnætti á jóladag. Það voru eyrarvinnujólin hjá þeim i Bot- wood. Brezka skipið var komið út á Atlantshaf og hjó þar haföld- una, gæsirnar voru komnar i ofn- inn og gleðin var farin úr hjart- anu, veg allrar veraldar. Það voru komin jól og smám saman höfðu hjörtu okkar tæmzt og þrátt fyrir mikla reynslu i að vera hinum megin á hnettinum á stórhátiðum, þá nálguðust mistökin hægt og hægt eins og hlaupari sem veit að hann verður siðastur. III. Jólin höfðu komið um borð sein- ast i nóvember, frá London, þar sem safnað hafði verið smágjöf- um, bókum sem lyktuðu af sagga, rakspira sem lyktaði eins og salmiaksspiritus og gömlu sælgæti, sem bragðaðist eins og þurrt timbur. — Guð minn góður, þessi kvenfélög sagði skipstjórinn og hélt jólagjafapokanum langt frá sér, eins og hann væri að drekkja kettinum. Og það höfðu lika komið gjafir frá T anmörku, frá Marstal, sem var önnur „heimahöfn” skipsins, en þar hafði barnaskóli, eða bekkur i barnaskóla kjörið þennan 12000 tonna kláf „óskaskip” sitt og varð hugsað til snilli þeirra, sem ráku konungdæmið og skipafélögin. Börnin söfnuðu fyrir gjöfum og voru stolt af skipinu og stolt af okkur og útgerðinni. Ef til vill hafa yfirmennirnir i Belsen og Buchenwald fengið svona pakka frá skólabörnum, i Þýzkalandi, börnum sem aðeins lásu um vafa- söm afrek feðranna á vigvellin- um. — Nei við vorum ekki neinar hetjur, sem skoðuðum veröldina og öfluðum auðæva og gjald- eyris, heldur ræflar, sem keyrðu fullt skip af soyjabaunum og rott- um yfir blæðandi úthafið, menn- irnir sem breyttu jólatrjánum i ógeðsleg blöð, full af hatri og lyg- um. Mér fannst ég hafa drepið jólasveininn, þegar ég hugsaði um öll þessi fallegu jólatré, sem orðið höfðu Beaverbrook lávarði að bráð — meö okkar dyggu að- stoð. — Kúrt bátsmaður hafði við orð, að neita að taka við gjöfun- um. Réttast væri að senda krökk- unum ærlega lýsingu af ástandinu um borð, lýsingu á Gyðingunum, sem héldu búrlyklunum, um vist- irnar og á Gyðingunum, sem héldu um málningarpensla og málningu. Nei! Það væri komið nóg af þessu monti. Skipin væru keypt ný og glæsileg, siðan siglt um endalaust hafið og eftir 16 ár þá væri þessum likkistum sökkt af einhverjum Grikkjum, eða alþjóðlegum glæpahringjum, sem lifðu á þvi að kaupa gömul skip og láta þau farast með manni og mús... en auðvitað höfðum við ekki þrek i þetta fremur en neitt annað og við biðum jólanna með tóman haus, afllausa handleggi og lifvana hjarta. Þeir hættu að vinna klukkan fjögur og skipið varð svo undanlega hljótl. Þetta var einmana skip, og ef ekki hefðu verið rafljósin, sem glöpuðu i hvitum leginum og regnvotu þilfarinu, þá hefði það alveg eins getað legið á hafsbotni innanum marfló og krossfiska. — Það voru fáir á ferli. Ég átti vaktina þetta kvöld fram á hádegi næsta dag. Ég fann til einhverrar skelfingar eins og ég bæri ábyrgð á einhverju skelfilegu, einhverju ranglæti, eða glæp. Við höfðum látið þrifa til um eftirmiðdaginn og búið var að koma fyrir þrem jólatrjám i tómum málningar- dollum. Timburmaðurinn var snjall, hann hrærði steypu i föt- urnar og múraði trén niður. Þetta var fljótharðnandi lögur með sóda, og eftir fimm minútur voru trén föst eins og stólparnir i Olfusárbrúnni. Þung ský voru á himninum og hundruð, eða þús- undir af mávi sat úti á isnum sem fyllti fjörðinn. Ef til vill voru þeir lika of máttfarnir til að fljúga og bringan og lappirnar spegluðust i votum isnum. Já það var erfitt að vera mávur, erfitt að vera sjómaður erfitt að vera allt mögulegt þetta kvöld, og þegar allt var tilbúið, fór ég inn i herbergið mitt, til þess að biöa. Ég slökkti ljósið og gaf mig á vald hugsunum. IV. Ég fór að hugsa um jólin á haf- inu. A togurunum, á varðskipun- um. Ekki voru þau öll beysin. Lengst komust þeir á honum Venusi, eða honum Gylli, þegar þeir höfðu soðna ýsu og soðin þrosk i jólamat og tóku trollið inn i hálftima meðan verið var að borða. Það var á kreppuárunum — og svo var trollið sett út aftur og byrjað að toga, og togvindunn- ar tannahjól tautuðu heims um ból, — eins og hann Blásteinn orð- aði það. Blásteinn var mikið skáld og i hátiðlegum kveðskap hans, römmum og fornyrtum er að finna alla óhamingju og fátækt islenzku þjóðarinnar. Ekki aðeins jólin, heldur hinn virka dag og hinar löngu köldu nætur. Þá sjaldan ég hafði verið með, var trollið tekið inn meðan jóla- kveðjur til sjómanna á hafi úti voru lesnar, og menn hlýddu á aftansöng og siðan var aftur byrj- að að veiða og leyst var frá fyrsta pokanum og spriklandi fiskurinn féll á dekkið á sömu minútu og börnin i landi leystu frá sinum poka og pökkum. 1 þá daga var jólatúrinn fullur eftirvæntingar og einhverra fifla- láta. Hin kalda grima byrgði and- lit þitt og hjarta. Maður fékk góð- an mat og menn nálguðust með einhverjum hætti aðra á togurun- um þetta kvöld. Nálguðust hverj- iraðra með sama hraða og menn fjarlægðust hverjir aðra um borð i Nordvest. Einu samfélagsver- urnar voru jólagæsirnar, sem voru fjórar og fjórar hlið við hlið i ofnskúffunum og suðvestanáttin drakk i sig ilminn frá eldhúsinu jafnóðum og bar hann út á blaut- an isinn, þar sem múkkinn sat og slefaði. V. Þögn — dauðaþögn, sú þögn, sem lifir i hávaða, hinu endalausa suði. Stöðugur hávaði er bróðir þagnarinnar, andstæða allra hljóða. Ég sat einn i rökkrinu og vildi vera einn. Með dularfullum hætti fer þig að dreyma. Þú sefur ekki og vakir ekki, alveg eins og i rútu upp á heiði, eða i flugvél yfir hafi. Og ég hrökk upp við að brytinn opnaði og sagði að mig vantaði einan manna i jólaglogg skip- stjórans. — Já auövitað. Og ég hefði sagt nákvæmlega það sama ef hann hefði sagt mér að við værum i Staðarskála i Hrútafiröi, eða við værum að lenda eftir fáeinar minutur norður á Kópaskeri. — Já auðvitað. Auðvitaö yrði ég að taka málstað Gyðinga, mál- stað Beaverbrooks baróns og málstað jólasveinsins og ljóð mitt stökk alskapað út i angur- værð kvöldsins, þvi aö ég fann til ábyrgðar. Ég lika ég var orðinn meðsekur i þvi samsæri, sem felst i þvi að stinga jólatrjám undirhendina á blaðasöludrengj- um heimsins, samsæri sem felst i þvi að brytja jólatré niður i flögur með stórlygum heimsins. i Ljótt er að Ijúga, lygi er naðra. Betra er þó að Ijúga fyrir sjálfan sig en aðra. VI. Jólaglogg hjá skipstjóra á dönsku skipi er sérstök áhrifa- mikil athöfn, hún er eins og út- hlutun á fátækrastyrk sem dreg- izt hefur mánuðum saman, eða upplestur á erfðaskrá riks manns, sem á marga fátæka erfingja. Auðvitað vissu allir um gjafirn- ar, hlandið sem þeir kölluðu rak- vatn, um konfektið, sm bragðað- ist eins og þurrt timbur, um allar þessar dapurlegu, blautu bækur, sem dregnar höfðu verið á hárinu upp úr saggasömum kjöllurum gamalla húsa i mýrarfenum Lundúna og draugalegum kjöll- urum á skozku heiðunum. Jóla- glogg. Það var nokkuð sem menn skildu, og svo var auðvitað visky og koniak fyrir alla. Jóhannes skipstjóri kunni tökin á mönnum sinum, og allt varð að vera með þeirri nákvæmni er krafizt er hjá þeim, sem mæta auga i stjörnu Daviðs. Það varð að vera jólaskap, það varð að draga um „gjafirnar” frá Englandi og allir urðu að leika börn og hina barnslegu gleði, sem tilheyrði jólunum heima i Dan- mörku — Já, þeir léku svo sannar lega vel, tii þess að komast i viskýið. Fjölkvænismaðurinn Monzon brá fyrir sig betri fætin- um og varð eins og hvitvoðungur til augnanna, aldrei hafði fjöl- kvænismaður leikið barn svona innilega og meira að segja finnska nautiö hans Disko reyndi lika að leika barn, eða hálfbjána og gleðin ljómaði af okkur öllum og svo, þegar skipstjórinn hafði „önsket alle mennesker gledilig jul”, var sezt að viskyinu i einn klukkutima fram að mat. Brytinn las matseðil kvöldsins, eins og heilagan boðskap sunnan úr Miðjarðarhafsbotnum, eða austan úr Róm. Jólin voru komin. 1 kvöld voru allir menn skáld. VII. Það er munur á norrænum mönnum, Islendingum og á Bret- um og Bandarikjamönnum, að hinir siðarnefndu drekka sig fulla eins og á gamlárskvöld og að- fangadagskvöld. Þetta virðist óhugsandi, þvi naumast eru til þeir óreglumenn á tslandi, sem eru fullir að aðfangadagskvöld. Menn snerta ekki spil, og vanda talsitt og háttu. Hinn óhamingju- sami maður gefur sig afturhvarf- inu á vald, og það þykir bera vott um að hafa misst svo til öll lifs- tök, nema tóruna, að taka glas á jólakvöldið. Um nóttina kemur hinn ensku- mælandi jólasveinn og hellir gjöf- unum niöur um strompinn og timbraðir foreldrar koma að börnum sinum i stofunni innan um allsnægtir velferðarþjóð- félagsins. Svo er farið i kirkju og hlýtt á jólamessu. Þessi mörk milli þjóðanna eru skýrt dregin. Við héldum þ’-i dönsk jól. Gæsaveizla, sveskju- grautur og hrisgrjónabúðingur. Kaffi og konfekt á eftir. Með undarlegum hætti gerðist eitt- hvað innra með þessum mönnum. Þegar fór að liða á kvöldið fór að gæta engilsaxneskra áhrifa i jóla- haldinu, og auðvitað endaði þetta með venjulegum hætti. Flestir drukku frá sér vitið þessa ömur- legu jólanótt i Botwood.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.