Tíminn - 24.12.1974, Side 43
JOLABLAÐ 1974
TÍMINN
43
Zentralkellerei I Breisach. Þar taka sumir geymarnir eina milijón lltra. Þar fengum viö aö smakka
nokkrar tegundir af þeim rúmiega 200 tegundum, sem þeir framleiöa. Vfnbændur I Breisgou-héraði eru
aöaleigendur.
AUGLÝSINGADEILD TIMANS
veriö vel heppnaöir. Einnig var
þar minnzt á islenzku konurnar,
sem voru þarna klæddar
upphlutum. Þetta kvöld veröur
okkur eftirminnilegt.
Snemma morguns næsta dag
var búizt til brottfarar til
Austurrlkis. En ekki er hægt aö
kveöja svo þetta umhverfi, að
ekki sé minnzt á útsýnið frá Hótel
Valaisia, morguninn sem viö
fórum. Kyrrð og heiöríkja um-
vafði okkur, þegar viö stóöum
fyrir framan hótelið, og sáust nú
vel hinir himinháu tindar
Alpanna, sem blöstu við okkur
hvitir og hreinir baðaðir
morgunsól. Þarna gnæfði
Weishorn 4510 m hátt, og heil röö
af öðrum tindum, sem allir voru
yfir 4000 m háir. En nær manni
klæddi iögrænn skógurinn, akrar
og engi hliðarnar, en á milli
trjánna glitraði vatnið spegilslétt
og blátt.
Það var unun að virða þetta
fyrir sér um stund,en brottfarar-
timinn var kominn. Við stigum
þögul upp i bilinn, og ókum i
siðasta sinn bugðóttan veginn
niður þorpið. Brátt tóku við
brekkur og beygjur, hærra og
hærra, þar til numið var staðar
uppi I Simplonskarði i 2005 m hæð
yfir sjávarmál , þvi þar fórum við
yfir Alpana. Við horfðum nú
suður á viö til ítaliu. Ekið var um
stund eftir skarðinu með
fjallatinda og háfjallagróöur til
beggja handa, þar til stanzað var
við snoturt veitingahús. Að var
þar um stund og þorstanum
svalað, þvi heitt var þarna uppi.
Þarna uppi á næstu hæð gnæfði
risastór stytta, sem erfitt var að
sjá, hvað táknaði, og hinummegin
við vegin voru tvær kýr á beit
með bjöllur hangandi um hálsinn.
Maður gat alveg eins vel verið
staddur í einum af dölum Noregs,
þar sem þessi bjölluhljómur er
algengur.
Svo var ferðinni haldið áfram,
þar til stoppað var niðri á
láglendi Italiumegin i litlu þorpi.
En litið gat maður séð af
umhverfinu vegna reykjar frá frá
verksmiðju þar i grenndinni, en
þoka huldi fjallasýn. En eitt var
þó vist, að nú hófum við ferð I
landi hinna fornu Rómverja og
mektugu keisara, sem við öll
höfðum lesið um i skóla. En nú
var enginn timi til hugleiöinga
um fortiðina, og halda feröinni
áfram austur á bóginn áleiðis til
Austurrikis. En vegna bilsins
okkar og fjallveganna, urðum við
að taka þessa 100 km lykkju á leiö
okkar. Höfðum við brátt góöa
fjallasýn og sáum landið i allt
öðru ljósi, en þegar við komum úr
skarðinu. En áður en kvöldaði,
brugðum við okkur inn I Sviss
aftur, og höfnuðum i rökkrinu i
furstadæminu Lichtenstein Það
er þar, sem borgararnir eru
skattfrjálsir, það var þvi ekki að
undra þó mannskapnum litist vel
á sig þar, og smakkaðist
maturinn vel!
En ekki mátti dveljast of i
þessu sérstæða riki, þvi að langt
var enn til hinnar gömlu borgar,
Innsbruck i Austurriki. Þar
höfnuðum við svo loks kl. að
ganga tvö um nóttina, og sofnuðu
vist allir vært undir þeim
svellþykku yfirsængum, sem þar
voru I rúmum, eftir lengsta
áfanga ferðarinnar.
Það var ævintýri út af fyrir sig
að vera nú staddur I höfuöborg
Týrólar, þvi oft hafði maður heyrt
getið um týrólska söngva, dansa
ogbúninga o.fl. Um kvöldið gafst
okkur kostur á að fara á týrólska
kvöldskemmtun. Þar var margt
um manninn, og glæsilegur hópur
spilara, dansara og söngvara i
þjóðbúningum, sem komu fram
með 23 skemmtiatriði. Þar
hlustuðum við á bæöi hörpusóló,
xýlófónsóló og marinettsóló, svo
eitthvað sé nefnt. Þetta var
eftirminnileg skemmtun fyrir
okkur, sem aldrei fyrr höfðum
notiö slikrar skemmtunar.
Næsta morgun var enn sama
biðskaparveðrið, en ekki vannst
timi til að skoða eða renna augum
yfir borgina nánar, þvi mikill
ferðahugur var I mönnum. Um
áttaleytið var brunað úr hlaði og
stefnan tekin til hinnar fornfrægu
borgar, Salzburg. Þann dag
áttum við ekki fyrir höndum eins
langan akstur og oft áður i þess-
ari ferð, og vorum þvi komin á
áfangastað upp úr hádeginu.
Þegar við höfðum komið okkur
sæmilega fyrir, gengum við kembd
GLEÐILEG
Borgarstjórinn I Salzburg, Heinrich Salfenauer, og Hans Ploter, stjórnandi lúörasveitarinnar. Hann er
einnig formaður tsienzk-austurriska vinafélagsins á tsiandi. Skiptast þeir hér á gjöfum. Á myndinni er
islenzki konsúllinn Eibl og frú.