Tíminn - 24.12.1974, Blaðsíða 55

Tíminn - 24.12.1974, Blaðsíða 55
JÓLABLAÐ 1974 TiMINN 55 Nótt. Tungl í skógarjaðrinum. Maður hljóp löngum, svifléttum skrefum yfir graslendi, kom niö- ur á tábergið, lét fingurna visa fram, lófana niður, og hann hall- aði aftur höfðinu og teygði ferskt loftið. Siöan ekkert. ... Upp úr gryfjunni með þig, lagsi. Þarna niðri er ekkert aö hafa. — Ó, ástriður, segir þá maðurinn og sér ekki handa sinna skil. Ætliö þið að drepa mig. Og lá reyndar flatur og áþreifanlega i leðju. Eða leirkenndum jarðvegi, lóðrétt jarðvegsstáliö við siður hans, höfuð og fætur. Og stóö upp og meig 1 horn gryfjunnar. Siðan réðist hann á leir- stabbann og eftir stundarkorn stóð hann á brúninni og litaðist um. — Er einhver hér? kallaði hann. Orugglega, hugsaði hann. — Onei, var svaraö djúpri röddu, rámri. Aldimmt var umhverfis. — Minna gat það verið samt, sagði maðurinn, kimdi.og var þá ögn uggandi um sinn hag. — Er þaö Hamlet, sagði hann. Situr með hauskúpu milli hand- anna. Sjálflýsandi. Talar. Mælir til þessa tákngildis innri sálar sinnar, dauðrar. Litið eitt varð nú ljósara kringum hann. Vegna timanna, bætti maðurinn við, heyrði ekkert til hins. Hugsaði siðustu orðin upp aftur en kenndi hvergi i huga sér meiningar þeirra og varð gram- ur. Mjósleginn og höfuöstór, stóð á grafarbarmi. Og dulitil lækjarlæna teygði sig frá skörðum mána i skógarjaöri til annars, sem sat á mishæð skammt frá, sá var þéttvaxinn og mikill um herðar og hafði á höföi húfu niður fyrir eyru. Hélt á ein- hverju milli handanna. Kalt var. Flaska, hugsaði maðurinn á grafarbarminum. Hér yfir átti ég erindi, hugsaði hann. Hvað? Engi. Nei. Ég hef meitt mig við fallið. Og þreifaði á sér. Enginn verkur, ekkert blóð. —Er hún á þinum vegum þessi gryfja? spyrði hann ut i loftið. Hinn svaraði: Nei, þinum. — Fáðu þér sopa, sagði hann svo. Fylliraftur hugsaði maðurinn. Flækingsskratti. Og steig nær hinum, fáein skref. Sá á mishæðinni leit upp og andlithans var fölt i tungsljósinu. — Ég var að vekja upp draug, sagði hann. Ætlaði að fylla hann, sjáðu, sagði hann, hóf upp flöskuna, hún var hálf. En hann þoldi meira en ég gerði ráð fyrir. Stakk af. Andskotaðist burt. Meinkjöftugur. Sá er góður, hugsaði maðurinn. — Þú ert eins og niðstöng, sagöi hinn. — Er þetta kogari? spurði hann. — Vitlaus ertu. Smakkaðu. Fráleitt, hugsaði hann. Enginn þarna. Taugaáfall. Fer heim. Og var án þess að vita hvernig kominn með glerið i hendurnar. Saup á, hrelldur. — Vatn, sagði hann undrandi. — Vigt, sagði hinn. — Vigt vatn, þá. — Einmitt, svaraði sá fyrri, tók við glerinu. Saup á, svo að sá undir hökuna. — Timarnir eru breyttir, sagði kyrrsetumaður. Umskiptin standa i einhverju sambandi við hnignun kirkjunnar. En málið er of viðtækt til að leggja á sig að hugsa um það, hikstaði. Nei, gömlu aðferðirnar verka ekki með sama hætti lengur. Og hvar eru þær nýju? Hvaðan kem ég? Hvert er ég aö fara? hugsaöi maöurinn. Það er gamla sagan, og hafði rankað við sér, svo að hann var tekinn að dusta af sér mold. — Ég mæli með þér við sjónvarpið, sagði hann. Hálftlma þátt, einu sinni i viku. Gæti heitið „Hamlet og nútiminn.” Og biður þess að hann komi aftur? Maðurinn litaðist um meðan hann mælti siðustu orðin og var búinn að sjá út stefnu sina. Tvisvar i viku fór hann þessa leið frá þorpinu, sem hann bjó i, og til býlis I þriggja kilómetra fjarlægð frá þvi (u.þ.b.) er komið var fram yfir miðnætti og ljós slokknuð, til baka þaðan aftur, er morgnaði, sá hafði verið háttur hans, frá þvi hann kom með vinnuflokki sinum i þorpið um haustið — þennan vetur, jafnan skemmstu leið og ekki um veginn nema fyrst og siðast. Fór á fund kvenmanns. Hún er löngu sofnuð, hugsaði hann. A leiðinni, hvorri leið, hafði aldrei nema ein hugsun komizt að i huga hans: útleiðinni að ná tii konunnar, sem fyrst, heimleiðinni að ná til baka fyrir rismál, svo að hann kæmist hjá flimtingum vinnufélaganna. Þekkti þvi ekki ásýnd landsins i nóttinni eftir byltuna. Mér er kalt. Ég fer heim. hugsaði hann. Hún vill mig ekki leirugan upp fyrir haus. Heim, hugsaði hann, og þá beindist gremjan, sem tengdi saman þessi hugsanaslitur hans að hinum, sem nærri sat og hann sagði upphátt: — Sama sagan. Þótt þú snúir út úr. — Nú, sagði hinn. t rómnum var hvatning, likt og hann vænti framhalds, sama hvers. Likt og myrkur, eyðileiki og hráslagi i lofti gæddu innihaldslausar sam- ræður sjálfstæðu gildi frá sjónar- miði hans. — Asni sagði maðurinn. — Nú, jæja, svaraði maðurinn á mishæðinni. Sallarólegur. Sá, sem stóð — niðstöng, hafði hinn sagt — sá sjálfan sig fyrir sér frá sjónarmiði hins, fyrst á hraða hlaupum,siðan hverfa ofan i gryfjuna, þá á barmi hennar, loks neypulegan afturreka úr för sinni, ég get ekki snúið við, hugsaði hann. Fór I huga sér ýfir, hvort hann gæti ekki boriö við meiðslum, þau höfðu engin verið. Hlægilegt! — Við látum sem hvorugur hafi hitt hinn, sagði maðurinn að siöustu. — Þá yrði mitt verk litið, svaraði kyrrsetumaður. — Hvern þremilinn ertu að gera hér? spurði hinn og duldi nú ekki tortryggni sina. — Taktu aftur við glerinu. — Ekki er ég uppvakningur. — Það er ósannað mál. Næstum þvi með örvæntingar- hreim sagði sá, sem stóð: Þú sérð það af þvi að ég vil ekki þetta vatn þitt. — Mér heyrðist á þér aðan, að þú tækir ekki skýringu mina alvar- lega. Hefur þér snúizt hugur? — Ekki ég heldur þú, sagði hinn. Þú trúir þessu. Maöurinn á mishæðinni bar flöskuna að vörum sér og tæmdi úr henni i einum teyg. Trúi ég eða trúi ég ekki? spuröi hann svo. Aðkomumaöur steig skrefi nær hinum og nam staðar. Svar hafði hann ekkert, nennti ekki einu sinni að svara skætingi. Af meiri varfærni steig hann annaö skref. Maöurinn á mishæöinni sneri i hann baki, eins og hann haföi gert mestan part til þessa. Aðkomu- maöur bjóst við að stiga enn eitt skref I sömu átt, en þá skaut upp i huga hans hugsun, sem hafði ómeðvitað búið i bakgrunni annarra hugsana hans þá stund, sem hann hafði tafið á þessum stað. Hér ætti ég ekki að vera, hugsaðihann— gekk aftur á bak eitt skref, þvi næst nokkur út á hlið, sneri þá baki i hinn og arkaði af stað heimleiðis. Lyktin, hugsaði hann. Ogleitum öxlá mishæð I’lands- laginu, fjarri. Gekk hraðar. Heim, hugsaði hann. Og sá tunglið ofar skógarjaðrinum, laufþekjuna skýrt afmarkaða i gráu ljósinu, merlaði á hana án . þess að séð yrði að ljósið kæmi úr sérstakri átt og aðeins, ef hann horfði á skóginn út undan sér. Flötin hafði einnig liðast i sundur i dökka og ljósa reiti (eins og skógur og himinni Kyrrðin var i- þyngjandi. Ekki má minna vera en ég kalli til hans i kveðju skyni hugsaði göngumaður. Varð ég hræddur. — Staðnæmdist og snéri sér við. Manninn sá hann hvergi. Og hefur stungið sér i gröfina kom honum i hug, við tilhugsunina fannst honum tunglið hoppa ofar á himininn, enn sem nam breidd þess, sem snöggvast allt vera gegnlýst af gráum bjarma þess. Siðan allt sem fyrr, en augnabliks- breytingin alvörulaus ímyndun hans — en bæri fram til næstu andrár mynd i huga sér, sem hrifi til sin hugarþrek hans og stækkaöi við það: af svörtum hundi. Siðan var allt meö felldu nema þundur i skógarjaðrinum. Maðurinn snéri sér við aftur. Hleyp, hugsaði hann. Skokkaði. Og hann sá fyrir sér seppa skokka frá einu tré til annars i jaðrinum. Spretti úr spori. Og sá fyrir hugskotssjónum sinum hundinn gera það lika. Spretthljóð. Og dýrið brauzt, gegnum þéttriðin gerðin með eld- rauða tunguna lafandi úr hvolftinum. Sjálfsefjun, hugsaði hann. Nam staðar. Eftir hik leit hann við. Skammt frá sat svartur hundur á mishæð, fremur stór. Hann beitti öllum sannfæringarkrafti sinum gegn þessum hundi, en sámur var kyrr. Betri sú vitfirringin, sem leiðir til athafna, en hin, sem leiðir til kyrrlætis. Og hafði hugsað siðustu meðvituðu hugsun sina þessa nótt. Vaninn sá um framhaldið. Gerði það með þvi að knýja fætur hans hvorn fram fyrir hinn, svo hratt, sem framast var kostur. Kom homum heim, og háttaði hann ofan i rúm. Heildu og höldnu. Um morguninn, þegar maðurinn vaknaði i skúrnum við hark i vinnufélögum sinum, heyröi hann inn af opnum gangin- um að einn sagði við annan: — Hvað heldurðu maður? Þegar við vorum að grafa fyrir staurun- um i gær, komum við niður á bein. Fjörleg rödd. önnur áhugasöm: Hvar? — Inni á flötunum. Við létum vita af þvi, og þeir settu okkur I að stækka holuna. Karl frá bæjar- stjórninni hirti beinin jafnóðum og viðlosuðum þau úr mónum. Til að setja þau i vigðan reit.... Vlgt vatn. Nú auðvitað. hugsaði maðurinn og var með harðsperrur i fótunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.