Tíminn - 24.12.1974, Blaðsíða 24
24
TÍMINN
JoLABLAÐ 1974
L * :Jfc»Ö8Sp£r' \ mm -' iirifi' imiiii 'wmmmf: ^ iis
' • ! \ 1 ! '% < L-i
Ýmsir hafa borih nokkurn ugg I brjósti vegna fjölgunar veiöibjöllu, og eru þaö einkum varpbændur, sem undan henni kvarta.Og satt er það: Mávur og veiðibjalla eru féiags
Iyndar verur, sem oft safnast saman i stórar fylkingar. Er þá liðið stundum harla aösópsmikið.
minnsta kosti um að ræða ákaf-
lega mikla röskun á aðsetursstöð-
um og útbreiðslu fugla, og það eitt
út af fyrir sig er nógu slæmt, jafn-
vel þótt ekki væri um beina fækk-
un að ræða af völdum minks, —
sem vel getur þó verið að sé. Þaö
hefur bara ekki verið rannsakað.
Til eru þau dýr, sem hafa lært
það á mörgum og löngum öldum
að notfæra sér mannabyggð og
ganga á lagið og fylgja i kjölfarið,
hvar sem menn taka sér bólfestu.
Hér á landi hafa fuglar eins og
stokkönd og skógarþröstur fært
sér manninn óspart i nyt, og þann
frið sem myndast i þéttbýli og i
kringum það. Endur koma inn á
friðaðar garðtjarnir hvar sem er i
heiminum.
Dæmi um tegundir, sem eru
enn bundnari manninum, er star-
inn, sem fyrst nam land i Horna-
firði skömmu fyrir siöasta strið.
En honum fer ekki að fjölga að
ráði fyrr en upp úr 1960. Ég held,
að það hafi verið 1963, sem
stararnir héldu innreið sina i
Reykjavik, og upp úr þvi fár þeim
fyrst að fjölga svo um munaði.
Starinn er upphaflega skógarfugl,
en á siöari árum hefur hann flutzt
inn i borgir Evrópu og breiðzt
þaöan út um allan heim.
Eigum við að
flytja inn sauðnaut?
— Það hefur stundum verið
minnzt á innflutning sauðnauta til
RADI
é
NETTE
Stórglæsileg stereosamstæða
SM 40 cassettu með
2 TK 18 S hátölurum
Útvarpstæki með langbylgju, miðbylgju og FH bylgju.Hi-Fi
stereo magnari 2 x 20 Wött Sinus (2 x 35 wött mússik)
Cassettutæki fyrir bæði venjulegar cassettur og
Chrom-cassettur. Al-sjálfvirk upptaka. Innstunga fyrir
Monoeða Stereo hljóðnema, 4 hátalaraogplötuspilara með
inagnetiskri hljóðdós.
Verð á, tækinu kr. 85.365.00 með sölusk.
Vcrð á hátölurum kr. 12.395. pr. st.
Greiðsluskilmálar
HljójTideild
Akureyri
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI 10A
nytja hér á landi. Telur þú þau
lifsskilyrði, sem hér eru fyrir
hendi, vera við þeirra hæfi?
— Til þess að geta svarað þess-
ari spurningu er bezt að byrja á
þvi að huga að loftslaginu hér.
Sauðnaut eru meginlandsdýr,
sem þrifast bezt i mjög þurrum
heimskautalöndum, þar sem úr-
koma er mjög litil og snjór, ef ein-
hver er, er duftkenndur og frýs
ekki saman. Afrerar og blotar eru
stórhættulegir sauðnautum og
hafa oft valdið dauða þeirra i
stórum stil i jöðrum útbreiðslu-
svæðis þeirra. Ég býst ekki viö,
að sauðnaut eigi neina framtið
hér á landi sem villt dýr. Hitt er
annað mál, hvort menn vilja
reyna að rækta þau eins og önnur
húsdýr, heyja handa þeim á
sumrin og fóðra þau að vetrinum
eins og hvern annan búpening.
A hinn bóginn er það um inn-
flutning dýra og plantna að segja,
almennt, að á úthafseyjum eins
og íslendi verða menn að hafa
fyllsta vara á sér og hrapa ekki að
neinu. Slikur innflutningur getur
haft miklar afleiðingar, bæði
beinar og óbeinar, sem oft er
ógerningur að sjá fyrir. Og það er
sannast að segja, að enn er þekk-
ing okkar ekki komin s'vo langt,
að hægt sé að skera úr um það i
hverju einstöku tilfelli, hvort
æskilegt sé að flytja inn þessa eða
hina tegundina.
Sjúkdómar leynast iðulega i
kynstofninum. Jafnel þótt viö
þættumst standa með alheilbrigð
sauðnaut á milli handanna, þá
getur alveg eins verið að i blóði
þeirra leynist sýkill, sem þau
sjálf eru ónæm fyrir — en það er
ekki vist, að islenzkar kindur og
kýr séu það — og það gæti haft
alvarlegar afleiðingar. Um þetta
höfum við ákaflega nærtækt og
átakanlegt dæmi, þar sem sauð-
fjársjúkdómarnir eru
Verum á veröi/
heröum eftirlitið
— Þú vilt kannski nefna eitt-
hvert dæmi um sérlega hættuleg-
an innflutning?
— Já, ég skal fúslega verða við
þvi. tsland er liklega eina stóra
landsvæðið i heiminum, þar sem
ekki eru moskitóflugur. Meira að
segja á Grænlandi og i Lapplandi
eru þær einhver versta plágan á
sumrin. Nú eru flugsamgöngur
orðnar ákaflega örar, þar á
meðal við Grænland, og það er
alvegeins liklegt, að moskitóflug-
ur eigi eftir að berast hingað. En
þá er ég hræddur um að mörgum
þætti orðið vandlifað til sveita á
tslandi, ef sá ófögnuður ætti eftir
að setjast þar að.
— Hvað er hægt að gera til þess
að verja sig fyrir þess háttar
óhappi?
— Fyrst og frémst að stórauka
eftirlit með öllu, sem til landsins
kemur. Ég tel þetta eftirlit vera
alltof slakt, eins og það er nú. Við
megum bókstaflega ekki hleypa
neinu vafasömu inn i landið,
hvorki blómum, dýrum, jarðvegi
né nokkru öðru, sem hugsanlega
gæti stafað hætta af. Það er miklu
ódýrara að fleygja slíkum hlutum
strax, heldur en að biða og sjá til.
-VS.
Þrösturinn fylgir mannabyggð jafnan eftir: og er þess skemmst aö
minnast, að eitt fremsta skáldverk tslendinga á siðari árum, segir frá
þrastarhjónum, sem byggðu sér hreiður á svölum Ibúöarhúss.