Tíminn - 24.12.1974, Side 6
6
TÍMINN
JÓLABLAÐ 1974
\g£t ■ - , ] I 1 I illl! I 1 II 1 /a 1II1 L i
N0 ..
p M WSmBm. j
jN^IIÉÍ !
I bókhlöðunni sést mebal annars fagurt málverk af Thorvaldsen, nákvœm eftirllking eftir eba hlibstæba vib hina fragu mynd eftlr
Horace Vernet, frummynd sem nú er I Thorvaldsenssafni. Þessa mynd gaf Grettir Eggertsson I Winnipeg forsetrasetrinu og hafbi keypt hana
af fornsala i London. A mibju gölfi eikarborb fornlegt, keypt í London á sinni tíb.
Bókhlaban á Bessastöbum, sem byggb var ab frumkvæbi Asgelrs Asgeirssonar nokkrum árum ábur en
hann hvarf frá embætti og fullgerb var ab innréttingum 1966. Sveinn Kjarval teiknabi innréttingar I
þessa stofu. Bókasafn mikib fylgir stabnum á Bessastöbum, og er meginstofn þess bækur, sem ýmis
fyrirtæki bundust samtökum um ab gefa þangab árib 1969.
sem vegagerb, ræktun og húsa-
byggingar i sveitum er nú komib
á. Sjálfsagt munu kuml finnast
framvegis, kannski mjög merki-
leg, en ég á von á ab það muni
fara hægt, miklu hægar en var á
áratugnum 1950-60.
Skrifborb dr. Kristjáns Eldjárns I skrifstofu hans. t þessari stofu er
mikill og merkilegur bókaskápur, sem Pétur Benediktsson keypti til
Bessastaba, þegar hann var sendiherra i London, og á hib sama vib um
marga abra hluti á Bessastöbum.
Smá og stór verkefni. —
Stærsta stundin
— Hverjar eru veigamestu
rannsóknir, sem þér hafið unnið
að?
Meöan ég var á Þjóðminjasafn-
inu gerði ég og samstarfsmenn
minir venjulega eitthvað talsvert
af uppgröftum á hverju sumri,
fyrir utan það að við auövitað
vitjuðum fjölmargra staöa og lit-
um eftir þeim án þess að nein
veruleg rannsókn færi fram.
Margt af þessum uppgröftum var
smátt og tók skamman tima, en
uppgreftir voru það samt, og auk
þess gerðum við nokkrar stærri
rannsóknir. Til dæmis á
Þórarinsstöðum á Hrunamanna-
afrétti, á Bergþórshvoli, i
Gjáskógum og Sandártungu i
Þjórsárdal og svo i Skálholti.
Starfsmenn safnsins gerðu einnig
mjög merkilegar rannsóknir án
þess að ég væri þar meö, og má
þar einkum nefna uppgröft Gisla
Gestssonar i Gröf i öræfum og
uppgröft Þórs Magnússonar i
Hvitárholti I Hrunamannahreppi,
hvort tveggja stórkostlegir upp-
greftir. Þorkell Grimsson var lika
lengi viö rannsóknir á miðaldabæ
á Reyðarfelli hjá Húsafelli. Sá
uppgröftur er merkilegur en hef-
ur enn ekki verið gefinn út, og
sama máli gegnir um Skálholt, en
vonandi rætist úr þvi. Helzt má
ekki gera fornleifarannsókn
nema gefa út skýrslu um hana.
Ég nefni svo að lokum, að ég hef
verið talsvert úti i Papey við
rannsóknir, en hef ekki lokið þeim
enn og þaðan af siður birt neitt
um þær. Ekkert hef ég enn fundið
frá pöpum en sitthvað annaö
merkilegt.
— Hvaða uppgreftir eru yður
minnisstæðastir?
Þeir eru allir minnisstæðir.
Stærsta stundin var þegar kista
Páls biskups fannst, en það var
utan við allt sem venjulegt er.
Fornleifafræðingur á margar
erfiðar stundir við dauflegt þolin-
mæöisverk i kalsaveðri, en hann
á lika fjölmargar unaðsstundir
þegar árangur kemur i ljós af öllu
erfiðinu og menningarmynd,
smátt eða stórt, blasir við. Ég
held ég geti ekki verið að gera
upp á milli, það er margs að
minnast.
Landið hefur verið
«
kannað rækilega siðustu
hundrað árin
— Hvaö teljiö þér brýnast að
gera á þessu sviði I næstu
framtiö?
Nú vil ég ekki láta neinn halda
að ég ætli mér að segja fyrir
verkum um hvaö brýnast sé eða
leggja áætlanir um rannsóknir,
sem aðrir menn munu fást við og
gera eftir sinu höfði. Þjóðminja-
verði og samstarfsmönnum hans
er fyllilega treystandi til aö ráða
þar skynsamlega ferðinni. Það er
bezt að leita hjá þeim frétta um
framtiðarhugmyndir. En ég skal
segja mina skoöun á þvi hvernig
islenzk fornleifafræði sé á vegi
stödd. Ég tel að á stöastliðnum
hundrað árum sé búið að kanna
landið rækilega með tilliti til forn-
minja og skal nefna nokkur nöfn I
þvi sambandi: Kálund, Sigurður
Vigfússon, Daniel Bruun,
Brynjólfur Jónsson frá Minna-
núpi, Matthlas Þórðarson og svo
þeir, sem verið hafa starfsmenn
Þjóöminjasafnsins á sibustu ártug-
um. En marga aðra mætti nefna,
sem hafa lagt hönd á þennan plóg.
I Árbók fornleifafélagsins og
reyndar mörgum öörum bókum
og ritum, geymist feiknalegur
fróðleikur um þessi efni. Þetta er
frumkönnun, en rannsóknir hafa
ekki verið gerðar nema höggvið i
hér og hvar. En að öllu saman-
lögðu liggur fyrir talsvert alhliöa
þekking á Islenzkum fornminjum
yfirleitt, á almennu eðli þeirra, i
stórum dráttum hvers vænta má.
Mér finnst að heildarmunstur is-
lenzkra fornminja liggi talsvert
ljóst fyrir, vegna starfs allra
þessara manna. Ég á ekki von á
neinum umbyltandi fundum á
þessu sviði. En ég tel vist og
sjálfsagt, að áfram verði haldið
að gera fornleifarannsóknir til
þess að fylla og bæta þá mynd,
sem nú er fyrir hendi og trúlega
rétta hana á ýmsan hátt. Verk-
efnin eru mörg og merkileg, en
misjafnlega brýn, að þvf mér
finnst. Ef til vill er brýnast nú
sem stendur að fullgera heildar-
yfirlit um allt sem til er og frá er
sagt viöa i ritum, gera skýra
heildarskrá. Til eru drög að
þessu, eins og sjálfsagt er, en það
þarf að fullkomna og hafa
heildarsýn yfir það. Mér er vel
kunnugt um aö þjóöminjavörður
hefur fullan hug á þessu.
Hvað um Hraunþúfu-
klaustur?
— Þér hafið lengi verið ritstjóri
Arbókar fornleifafélagsins.
Já, ég hef séð um það rit siðan
1948 og geri það enn, svona til að
leggja góöu málefni lið og
kannski sjálfum mér til
skemmtunar einnig. Ég á orðið
þarna mörg handtök og hef skrif-
að mikið i ritið fyrir utan að sjá
um útgáfu þess. Það sem ég hef
skrifað er fyrst og fremst í Arbók
en ekki i þessum bókum sem við
vorum að tala um, hinsvegar lesa
fáir menn Árbók, hún hefur aldrei
tranað sér neitt fram, þótt hún
eigi aldarafmæli eftir nokkur ár.
Þá viljum við að hún haldi enn
höfði og meira en það. En öll
svona rit eru miklir fátæklingar,
berjast i bökkum.
— Nú hafið þér nýlega birt I
Arbók grein um Hraunþúfu-
klaustur. Var kannski aldrei neitt
klaustur á þessum fræga stað?
Já, ég freistaðist til að skrifa of
mikið sjálfur i siðasta hefti, það
verða ritstjórar sundum að gera,
þegar efni berst af skornum
skammti. Ég skrifaöi þessa grein
um Hraunþúfuklaustur til að
reyna að sýna fram á þaö að það
er fyrst og fremst þjóðsagnastað-
ur, og ég hef enga trú á að þar
hafi verið klaustur nokkurn tima,
eins og oft hefur verið borið I mál.
Ef það sannast svo með upp-
greftri eða á annan hátt, að þar
hafi samt sem áður verið klaust-
ur, skal enginn verða glaðari en
ég, en um leiö verð ég mjög undr-
andi.
Þýðingar og önnur tóm-
stundavinna
— Hvers vegna lögðuð þér
vinnu I aö þýða hið langa verk,
Norðurlandstrómet eftir Petter
Dass?
— Ég geri ráð fyrir að spurt sé
af þvl að ég las dálitið upp úr
þessari þýðingu i útvarp árið
1966, þvi að annars hef ég ekki
komið verkinu á framfæri. Þetta
er eiginlega þjóðarkvæði Norð-
manna og i því er margt
skemmtilegt, bæði góður skáld-
skapur og svo er þetta
menningarsöguleg heimild,
kannski var það mest þess vegna
að ég þýddi það, og auðvitað mér
til gamans. Það getur veriö nógu
gaman að bauka við að þýða
kvæði ekki siður en að ráða kross-
gátu svo að eitthvað sé nefnt sem
maður dundar sér við. Einu sinni
var ég jafnvel að hugsa um að
gefa þetta út og vinir mlnir sum-