Tíminn - 24.12.1974, Blaðsíða 53

Tíminn - 24.12.1974, Blaðsíða 53
JÓLABLAÐ 1974 TIMINN 53 Eyrarhorni en ekki Ingólfshöfða, og mér virðist, að Eyrarhorn sem kirkjustaður hafi verið fyrir utan lög og sögu á íslandi. Þarna hefur sennilega verið kristin, irsk ný- lenda og mörg býli, kannski öld- um saman.Þögnin um Eyrarhorn i þeirri fjölorðu kirkjusögu hlýtur að segja eitthvað. Sólarsteins getur i Sturlungu. Guðmundur biskup góði gaf Hrafni á Eyri sólarstein, þegar Hrafn hafði fylgt honum til vigslu. Svo hef ég rekið mig á, að sólarsteinn er til i Reykholti 1394. Það gæti verið sami steinninn og Hrafni var gefinn. Þorvaldur Vatnsfirðingur drap Hrafn og rændi bú hans. Ef til vill hefur hann náð i sólarsteininn og átt hann, það segir lika sagan, en lika hitt, að hann hafi ekki náð að flytja hann burt, þvi virðist ekki þörf að trúa, og gefið Snorra, er hann fékk Þórdisar, dóttur hans. Það má þvi gera ráð fyrir, að sólarsteinar séu til á Islandi, en fáir sem þekki þá. Enginn slikur er til á fornminjasafninu, en trauðla mundi þar vera meiri dýrgripur, ef til væri. Þegar Flavió kom með kompásinn, um 1300, hefur litið verið gert úr steinum þessum og þeir farið i óhirðuna. Kannski hef ég séð einn. Arið 1917 var rifinn gamall veggur á Egilsstöðum I Vopnafirði. Úr veggnum kom glær steinn, um 10-12 sm. langur, 5-6 sm. breiður, ferhyrndur og lit- ið eitt hornskakkur. Við hugðum hann ómerkilegt silfurberg, og i engu var honum sinnt, sem vænta mátti. Þórarinn Egilsson á Egils- stöðum var i siglingum, segir i Vopnfirðingasögu. En þvi segi ég þetta, að menn gæti þess, að skrýtnir steinar geti verið sólar- steinar og merkilegir gripir. Sólarsteinar ættu að finnast á Is- landi. Þó gæti verið að þeir hefðu lent undir galdratrúna og goldið þess freklega, en svo er hann fylgjusamur íslendingum, að kompásinn hafa þeir nefnt leiðar- stein lengst af. Árið 1387 er ekki getið sólarsteinsins á Hofi, og 1397 er hans eigi heldur getið i Reyk- holti. En aumingja Islendingar minnast þess i próesssiu, að liðin eru 1100 ár siðan Ingálfur eða Ingúlfur heilsaði upp á fólkið á Eyrarhorni. Ég hef tekið þennan þátt saman i tvennum tilgangi: Fyrst, til áréttingar þvi, sem ég hef halöið fram um byggð i þessu landifyrir 874, að það er nú ljóst, aö hér i Hornafirði býr fólk, þegar hinn svo nefndi fyrsti maður kemur að landi. Það er nú þegar fullljóst af Horni og Eyrarhorni, takmörkum Hornafjarðar, er svo heitir enn. Skáld og listamenn hafa látið sér titt i bókmenntum um orsaka- sambandið i lifinu, sem ljóst er, milli vondra glæpa og hörmu- legra örlaga* Þarna á Eyrarhorni er það sagt af misskilningi eða vanskilningi, og þvi trúað af mis- skilningi, að maður hafi komið á autt land, þar sem kristið fólk er fyrir, og þessi maður svo gerður af sperristerti-kertimanni i sög- unni, en kristna fólkið óvirt með ónafni, og logið til um það. Þar sem trúað er slikum sannleik, verður það svo i þessu landa- marki, að eftir tæp 500 ár gengur yfir það alger eyðing af náttúru- hamförum, og landsvæðið sem hét Hérað verður öræfi. Þar bjargast ekkert, ekki einu sinni músin, hún hefur ekki sézt i Litla- Héraði siðan. Ég set þetta hiklaust i sam- band, skuggalega lygi, að nokkrir vikingar hafi fundið hér óbyggt land eftir 870 og orðið siðan á skammri stund menningar þjóð, upp á listir og visindi og stjórn- vizku. Okkur er gefið að vita betur, og vitum nú betur, og þó illt sé að lifa i lyginni, þá er þó hitt verra að vita sannleikann, en afneita hon- um. Það getur svo farið, að skáldin þurfi að athuga orsakasamband vissra hluta, siðar meir. Og i öðru lagi, að nú búast íslendingar til að heimsækja þessar slóðir i aukn- um mæli og i miklum tilgangi, og þá er sjálfrátt að hafa rétt nafn á þessu héraði: Litla-Hérað hét það fram um 1400, og heitir aldrei annað nema upp á afbökun, og að segja öræfasveit er islenzkunni ekki samboðið. Og það er hverj- um Hornfirðingi sjálfrátt að hafa rétt nafn á vestra takmarki fjarðarins og afleggja illa afbök- un og hættulega. Komið er nú I ljós, að allt er eldra I Evrópu en lærðir menn hafa kennt i speki sinni, og Island er þar ekki undantekning. Hin siðari saga Litla-Héraðs hefur hér I engu verið rakin. En þar varð eldgos, flóð og mannaslys 1727, en engin byggðareyðing. Aurar og sandar hið neðra, en hátt uppi gnæfir Hvannadaishnúkur. Gleðileg jól farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu, sem er að liða Búnaðarfélag islands Skaftafell I öræfum — bærinn stendur hátt uppi á hliðarkinn, en einhvern tlma hefur hann kannski stað- ið neðan brekkna, þar sem nú eru aurar. Paparnir eru taidir hafa komið á skinnbátum af hafi, Ingólfur og Hjörleifur sigldu knörrum að landi, en nú hiamma flugvélar sér niður á völlinn undir hamrinum hjá Fagurhólsmýri. óskar viðskiptavinum sinum, svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsœldar ó komandi óri og þakkar góð viðskipti og ánægjulegt samstarf ó liðnum órum Grandavegi 42, Reykjavík — Sími 24360.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.