Tíminn - 24.12.1974, Blaðsíða 42

Tíminn - 24.12.1974, Blaðsíða 42
42 TÍMINN JÓLABLAÐ 1974 Aðalverzlunargatan I Salzburg og sú elzta. Þar hanga ennþá skilti af skó fyrir skóbúð, flaska fyrir vinbúð o.fl. frá þeim timum, sem fáir kunnu að lesa. Við þessa götu bjó Mozart. i gang. En gestgjafar okkar voru meö tvo minni bila, og selfluttu á þeim flest fólkið til næsta áfanga- staðar, sem var i túnjaðri skammt frá hæð einni mikilli. Þarna I túnjaörinum stönzuö- um viö lengi, og þágum rikulegar veitingar hjá gestgjöfum okkar, með bæjarstjórann. sjálfan i far- arbroddi. En af bílnum okkar er þaö aö segja, að það var okkur til happs, að með I förinni voru nokkrir bilspekingar, sem björg- uðu málinu, og það ekki bara i þetta sinn, heldur, þar til sá græni komst yfir allan lasleika. Við sátum þarna i góðu yfirlæti, þar til timi var kominn til aö halda i átt til bæjarins, og þiggja kveldverðarboð á heimilum vina okkar i Niederrimsingen. Þegar þangað kom, dreiföust við á heimili gestgjafanna, þar sem kvöldiö leið fljótt við góðar veitingar og samræður á ýmsum málum, eða öllu heldur mál- leysum, þvi að færri voru vel að sér I þýzkunni. En með þessu var ekki allri gestrisni lokið, þvi að loknu borðhaldi var haldiö til samkomuhúss bæjarins, til eins konar kvöldvöku,! tilefni komu okkar. Þarna voru flest allir bæjarbúar, bæði ungir og gamlir, og heyrðum við sagt, að þaö væri venja þar um slóðir. Þarna undu allir sér vel við hljóðfæraslátt, söng og dans. Þarna var einnig prófessor dr. Wolfgang Suppan, fyrrverandi stjórnandi lúðrasveitarinnar þeirra, sem var stjórnandi hennar, þegar þeir voru hér á ferð. Hann kom frá Austurriki gagngert I tilefni komu okkar og stjórnaði sveitinni þetta kvöld, þegar hún lék nokkur lög. Okkar lúðrasveit lék einnig, og að lokum báðar saman, og var það hljómur mikill. Morguninn eftir þegar risiö var úr rekkju, _ gátum við enn fagnað sólskini með 34 gr. hita, og gengu þvi allir léttklæddir mjög. • Nú var blaðinu snúið við, og um ellefu leytiö ekið i áttina til Frakklands i boði sömu gestgjaf- anna og daginn áður. Aætlað var að sýna okkur i leiðinni stærstu vinverksmiöju álfunnar, sem vln- bændurnir i Breisach hafa slegið sér saman um að reka. En þegar þangaö kom, var liðið of nálægt hádegi til að sýna hana, svo að við héldum áfram ferðinni til Frakk- lands. Þar, i hinum snotra bæ Kaselburg, námum við staðar til aö þiggja hádegisverðarboð þess- ara sömu vina okkar I mjög snotru veitingahúsi. í þessum bæ var mannvinurinn og músikkant- inn Albert Schweitzer upprunn- inn. Bærinn lætur lltið yfir sér, en maður getur vel hugsað sér, aö hér búi rólegt og iöjus^mt fólk. Nú vorum við vel undir þaö búin að hverfa aftur yfir landamærin til Þýzkalands og lita á verksmiðjubákniö. Þegar þar var numið staðar, kom lipur herramaður, sem átti að koma okkur I skilning um, hvaða hlut- verki slik verksmiðja gegndi. Við höfðum daginn áður á leið okkar hingað, séð geysistórar vinekrur, og gerðum okkur þvi ljóst, hver undirstaðan væri að slíkum rekstri. Það voru vinþrúguklas- arnir. Það má um leiö geta þess, að I verksmiðjunni eru pressuð 2000 tonn af vinþrúgum á dag, og þar eru áfylltar 80,000 flöskur á sólarhring, og má það kallast sæmilegur sopi. Fylgdarmaöurinn fór með okkur um marga ganga og sali, þar sem geysistórir vintankar liggja eða standa i löngum rööum. Geta þeir haft i geymslu 110 milljónir lltra I einu. Allt var þarna sérlega hreint og snyrti- legt. Að lokum var okkur boðið i stóran sal með einu þvi lengsta langborði, sem maður getur búizt við að sjá. Og nú fór fram siðasti þáttur sýningarinnar, og það var aö heyra, hvernig fara á með vin, þekkja það og neyta þess. A borðið hafði verið raöað, litlum og nettum glösum, sem snotur blómarós skenkti hæversklega á hjá hverjum og einum, og ofan á ræöustúfinn, sem við höfðum hlustað á rétt áður, dreyptum við jafn hæversklega á glösunum. Þessi athöfn vár endurtekin þrisvar sinnim með nokkru millibili. Þetta voru þrjár tegundir hvitvins, og útskýrði leiðsögumaðurinn fyrir okkur, á hvern hátt hver tegund var frá- brugðin hinum. Þarna fékk maö- ur innsýn i það, sem mætti kalla vinmenningu, og sáum, að tii voru aðrar og háttvislegri aöferðir til aö neyta vins en hvolfa I sig brennivini úr þriggja pela flösku. Að lokinni þessari heimsókn gengum við á fund borgarstjór- ans I Breisach, hlýddum á hann segja þætti úr sögu borgarinnar og skoðuðum kirkju, þar sem sprengikúla frá striösárunum sat enn I einum veggnum. Undir kvöldið fórum við aftur i bað til kunningja okkar I Niederrimsing- en. Seint um kvöldið kvöddum við þá meö söknuði og snerum til Freiborgar. Daginn eftir var haldið til Zurich I Sviss. Með eftirvæntingu héldum við til hins fagra lands, sem svo oft er getið i fréttum. Vegurinn lá viða I löngum bugðum fram með djúpum giljum inn á milli skógi vaxinna hliða og glitrandi vatna. Um kvöldveröar- leytið komum við á gististað. Næsta morgun skoðuðum við borgina við leiðsögn heilladisar frá ferðaskrifstofu einni, og námum meðal annars staðar á eins konar vegarsvölum uppi i hllðinni ofan við borgina. Siðdegis keifuöum við með hljóðfærin inn I gamlan hallargarð, og var þá fólk farið að streyma þar að, þótt nokkur tími væri til stefnu. En þegar timi var til kominn gripum viö til hljóðfæranna og spiluðum við I klukkutima i áheyrn á aö gizka fimmtán hundruö áheyrenda við góðar undirtektir. Eftir hljómleikana vorum við boðin aö langborði miklu til að þiggja veitingar, og var það vel þegið þarna i kveldhlýjunni. Næsta morgun nokkru fyrir hádegi var allur farangur kom- inn á sinn stað, og I ágætis feröaskapi kvöddum við Hótel Stoller, og héldum áleiðis I Wallisdalinn, þar sem ísal hefur aðalbækistöðvar sinar. Leiðin milli þessara tveggja staöa er bæði fögur og rik að tilbreytni, ýmist blómlegar byggðir, skógar eða tignarleg fjöll. Ekið var lengi fram með ánni Ron, á aðra hönd, og var fögur fjallasýn, 'og nálg- uðumst við nú hið kunn Genfar vant en beygðum þá meira til norðausturs i átt til Montana. Þar var ákveðið að gista. Þegar við I rökkurbyrjun nálguðumst Wallis- dalinn, var farið heldur betur aö syrta I lofti. Oll vorum við ókunnug þarna, og um leið og við ókum 1 gegnum þorpið Chippins, urðum við að fá nánari vitneskju, hvar vegurinn lægi upp til Montana. En þangað upp er ekki beinn og breiður vegur, þvl hæðin er 1500 m. Þegar sá græni hafði farið nokkrar beygjur gerði dembiskúr með þrumum, svo að drundi I fjöllunum, og eldingum, sem lýstu upp dalinn og fjöllin i kring. Úr þorpinu og upp til hótelsins er allt að hálfrar stundar akstur, og var þetta með sanni sagt hálfgert ævintýraferð þarna um kvöldið, og var eins og mannskapnum létti, þegar ekið var I hlaöið hjá Hótel Valaisia, sem nú blasti við okkur uppljómað og hnarreist. Þarna ætluðum við að búa I tvo sólarhringa. Þar voru glæsilegar vistarverur rumgóðir gangar og stórir salir, með alls konar þægindum. Sagt var, að þarna gistu margs konar stórmenni, sem sækja mikilvægar ráðstefnur, og að vetrinum til skíðakapparog annað iþróttafólk. Það var þvi ekki laust við að maður fyrst I stað færi svolitið hjá sér. Til beggja handa við þetta glæsilega gistihús eru önnur minni af margs konar gerö og lögun. Um kvöldið ómuðu kirkjuklukkur i grennd. Hingt var til kvöldmessu, og vakti klukkna- hljómurinn sérstaka stemmningu i þessu fagra umhverfi i kvöld- kvrrðinni, en milli kirkjunnar og hótelsins var litið snoturt vatn, umkringt háum laufkrónum. Þaö var ekki hægt að segja annað en við værum stödd þarna á óvenju- legum stað og rómantlskum. Morguninn eftir, skömmu eftir morgunverð, var ekið niður til þorpsins til að þiggja boð Álverk- smiðjunnar, og tók hann á móti okkur, ásamt öðrum ráðamönn- um þar. Spurt var, hvort nokkur úr hópnum starfaði i verksmiðjunni I Straumsvik og glöddust þeir yfir, að einn okkar starfaði þar i sumar. Nú var okkur skipt i tvo hópa, sem héldu sinn I hvora áttina en mættust á miðri leiö. Fengum við næstu tvo timana aö skyggnast inn I starf- semi þessarar miklu verksmiðju. Þarna er unnið úr efni sem brætt er i öðrum verksmiðjum, eins og t.d. Straumsvik, og sáum við stóran hlaða af álblokkum þaðan. Það væri ógerningur að ætla sér Borgarstjórinn kátur náungi. I Niederrimsingen var léttur og að lýsa öllu þvl vélakerfi, sem þarna er að verki, en ein vél er þar þó, sem vakti mikla athygli okkar allra, og reynandi er að segja frá. Þetta er vélin sem feltur út og vinnur á álblokkun- um, þar til þær eru hæfilega þunnar til ýmiss konar fram- leiðslu. Fyrst kemur kranavagn á rennibraut með álblokk I klónum, sem hann sleppir niður I eins- konar rennu, sem er nokkurra metra breið, en margfaltlengi, og fer nú allt af stað. Blokkin fer I gegnum risaháa vél, sem pressar hana um leið og hún fer I gegn. Blokkin heldur áfram eftir renn- unni, en kemur svo aftur og I gegnum vélina, sem pressar hana á ný, og I hvert sinn þynnist blokkin að mun. Þannig heldur þetta áfram, þar til að lokum kemur margra metra næfurþunn plata, tilbúin til margs konar af- nota. Við pressunina er notaður hiti, vatn og olia. Við stönzuðum þarna góða stund, undrandi yfir véltækninni. Nú fóru okkar ráðamenn að athuga ferðalag til Austurrikis, sem var næsti áfangi þegar við færum héðan. Við vorum stödd þarna eins og I djúpum potti með himinhá fjöll á þrjá vegu, en einmitt yfir þau urðum við aö komast. Vegirnir bugðuðust upp snarbrattar hliðarnar en okkar 54 manna bill var það langur, að vafasamtvar, aðhann fullhlaðinn fólki og farangri. kæmist þá leið. Var nú haldin ráðstefna um, hvað gera skyldi, en árangurinn var sá, að farin yrði reynsluferð á bilnum tómum upp brattasta fjallið. Við vorum nokkur úr hópnum setzt inn I bilinn og héldum að nú ætti að fara hringferð um dalinn. En hann rann af stað og stefndi til fjalls. Nú tók hann að skrúfa sig upp eina brekkuna af annarri, og sumsstaðar varð að mjaka honum áfram eftir tilsögn leiðsögumannsins, sem var með i ferðinni. Er upp komst billinn, og samferðafólkið beið niður i þorpinu á meðan og fylgdist með ferðalaginu og það vist af talsverðum áhuga. Nú hófst næsta atriði, sem var að búa sig undir hljómleika kvöldsins, en fyrst var þó að þiggkja kvöld- verðarboð hjá ISAL. Þar var ekkert skorið við neglur hvort heldur var I mat eða drykk. Það stóðst á endum, að þegar þessari veglegu veizlu lauk var hæfilegt að fara að tygja sig fyrir hljóm- leikana, sem fóru fram á torgi bæjarins. Áheyrendur sem voru að mestu fólk frá verksmiðjunni, myndaði hring um okkur, og tóku með okkur dynjandi lófataki. Gert var svolitið hlé I miðjum hljómleikunum, og voru okkur þá enn bornar veitingar, sem voru þakksamlega þegnar. Það var ánægjulegt að spila þarna I kvöldkyrrðinni, og finna jafnframt þakklátsemi fólksins. Litlu seinna komu lofsamleg ummæli um hljómleikana I einu blaðanna á staðnum. Þeir hefðu Eirikur Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.