Tíminn - 31.12.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.12.1974, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 31. desember 1974. TÍMINN 13 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur (iislason. Kitstjórnarskrifstofur i Kdduhúsinu vift l.indargötu. simar IS30U — 18300. Skrif- stoi'ur i Aftalstræti 7. siini 30500 — afgreiftslusiini 12323 — auglvsingasimi 19523. \'erft i iausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 000.00 á mánuði. Klaftaprent h.f. Um áramót Árið 1974 hefur verið sögulegt ár á vettvangi is- lenzkra stjórnmála. Þvi valda að mestu breyttar ástæður i efnahagsmálum. Vinstri stjórnin bjó við hagstætt viðskiptaárferði, og studdi það mjög framfarastefnu hennar og átti mestan þátt i þeim kjarabótum, sem urðu i tið hennar. Þetta breyttist hins vegar, þegar oliuverðhækkunin mikla kom til sögunnar, jafnhliða verðlækkun á ýmsum mikil- vægum útflutningsvörum. Ótimabær grunn- kaupshækkun á siðasl. vetri gerði svo ástandið verra. Óhjákvæmilegt varð að gripa til sérstakra efnahagsaðgerða. ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra lagði strax i marzmánuði siðastliðnum fram tillögur um ákveðnar efnahagsráðstafanir. Það sýndi sig þá, að ekki er hægt fyrir vinstri stjórn að treysta á ósamstæðan og sundurlausan flokk, eins og Samtök frjálslyndra og vinstri manna eru. Þau sundruðust strax, þegar á reyndi, og notuðu stjórnarandstæðingar sér það til að gera Alþingi óstarfhæft og hindra þannig allar efna- hagsaðgerðir. Fyrir Ólaf Jóhannesson var þá ekki um annað að ræða en að leggja málin i vald þjóð- arinnar með þvi að rjúfa þing og efna til þing- kosninga. Fyrir kosningar náðist samkomulag milli þáverandi stjórnarflokka um bráðabirgðalög, sem fólu i sér verulega kaupskerðingu, þvi að ella hefðu atvinnuvegirnir stöðvazt. Úrslit kosninganna urðu þau, að stjórn- arflokkarnir misstu starfhæfan meirihluta, og reyndi Ólafur Jóhannesson þá að endurreisa vinstri stjórn með þátttöku Alþýðuflokksins. Það tókst ekki, og réð þar mestu, að áhrifamikil öfl innan Alþýðubandalagsins töldu sig sjá fram á vaxandi efnahagserfiðleika, og að þvi gætu fylgt óvinsældir að þurfa að glima við þá. Þessi öfl réðu mestu um það, að Alþýðubandalagið skarst úr leik, enda þótt meginþorri kjósenda þess hefði kosið vinstri stjórn áfram. Fyrir Framsóknar- flokkinn var þá ekki um annað að ræða en að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum, eða gefast upp við vandann, likt og Alþýðubandalagið, og láta getulausa embættismannastjórn taka við. Það hefði sýnt algert ábyrgðarleysi að velja siðari kostinn, og jafnframt verið i algerri andstöðu við helzta kosningaloforð Framsóknarflokksins, sem var það að setja efnahagsmálin ofar öðru á kom- andi kjörtimabili. Þvi var gengið til stjórnarsam- vinnu við Sjálfstæðisflokkinn, þrátt fyrir það, sem hafði borið og ber i milli þessara flokka. Vegna þess, að ekki var fallizt strax á siðastliðn- um vetri á efnahagstillögur Ólafs Jóhannessonar, hefur verðbólgan magnazt geysilega á þessu ári, en hins vegar hefur tekizt að tryggja næga at- vinnu. Það er mikill og góður árangur, og það verður enn ljósara, þegar litið er til nágrannaland- anna, en þar er viðast mikið og vaxandi atvinnu- leysi. Margt bendir nú til þess, að erfiðleikarnir geti farið vaxandi, og stafar það bæði af hinni miklu verðbólgu, sem orðin er, og hættu á versn- andi viðskiptakjörum út á við. Þjóðin verður að snúast við þessum vanda af einbeitni og samhug, og framar öðru verður að gæta atvinnuöryggisins. Það hefur orðið hlutskipti Framsóknarflokksins i meira en hálfa öld að vera jafnan i stjórn, þegar mestir erfiðleikar hafa steðjað að þjóðinni, og hann getur með stolti minnzt þeirra sigra, sem þá hafa unnizt. Framsóknarflokkurinn mun ekki frekar nú en áður vikjast undan ábyrgð og vanda. í trausti þess, að þjóðin beri enn gæfu til að sigrast á miklum erfiðleikum, óskar Timinn lesendum sinum gleðilegs árs og þakkar sambúðina á liðna árinu — Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Vaxandi kreppa hefur einkennt liðna árið Senniiega eykst hún enn á árinu 1975 Feisal kNngir. I HEIMSBLÖÐUNUM keppa nú tveir menn um þaö hvorum beri heldur sá heiðurssess að vera talinn maður ársins 1974. Þessir menn eru keisari Irans og konungur Saudi Arabiu. Ástæðan er sú, að mönnum kemur ekki alveg saman um, hvor eigi meiri þátt i hinni miklu verðhækkun oliunnar og þvi efnahagsástandi, sem hefur fylgt i kjölfar hennar viða um heim og tvimælalaust hefur sett mestan svip á gang mála á árinu, sem er að ljúka. Við nánari athugun mun þó Feisal konungur hafa vinning- inn. Iranskeisari berst að visu meira á, en hinn hefur ráðið og ræður meira á bak við tjöldin. Það hefur verið haft eftir Iranskeisara nú um áramótin, að það sé hrein bábilja að kenna oliuverðhækkuninni um efnahagsástandið, sem skapazt hefur i vestrænum iðnaðarlöndum á þessu ári og lýsir sér i stóraukinni verðbólgu og vaxandi atvinnu- leysi, sem enn er ekki séð fyrir endann á. Orsökina sé að finna i stjórnlitlu þjóðskipulagi umræddra landa. Að vissu leyti má þetta til sanns vegar færa. Enska blaðið The Economist varaði við þessari öfugþróun I grein, sem það birti i júni 1973 og var oliu- verðhækkunin þá ekki komin til sögunnar. Þá strax var fyrirsjáanleg efnahagskreppa i vestrænum löndum. Þau höfðu keppt að siauknum hag- vexti og það leitt til svo mik- illar þenslu á iðnaðarsviöinu, að hráefnaframleiðendur höfðu ekki undan og gátu ekki fullnægt eftirspurn. Hráefna- verðfór þvi mjög hækkandi og annað i kjölfarið. Hagsældin, sem hafði rikt i iðnaðarlönd- unum. byggðist ekki sizt á þvi, að þau höfðu hagnazt á við- skiptum við þróunarlöndin með þvi að selja þeim dýrar iðnaðarvörur og fá ódýr hráefni i staðinn. Þannig hafði nær öll aðstoð við þróunar- löndin farið i súginn i versn- andi viðskiptakjörum. Hækkun hráefnaverðsins boðaði að timabili þessarar siðari nýlendustefnu væri að ljúka. Kapphlaupiö eftir hag- vextinum batt enda á það fyrr en ella. Það mátti vera fyrirsjáan- legt þá, að oliuveröið fylgdi á eftir fyrr en siðar. Hinir öflugu oliuhringar, sem höfðu veriö nær einvaldir i oliuverzlun- inni, höfðu lagt mikla áherzlu á að oliuverðið væri lágt og haldið þvi fast að forráða- mönnum oliuframleiðslurikj- anna, þvi að ella myndi kola- notkun koma aftur til sög- unnar og meiri áherzla verða lögð á framleiðslu kjarnorku og vatnsvirkjanir. Þetta leiddi m.a. til þess, að hér á landi trúði viss hópur efnahagssér- fræðinga þvi um skeið, að vatnsorka væri að verða verðlaus og þvi var gerður hinn illræmdi samningur við álbræðsluna i Straumsvik. Þaö fór þvi saman, að oliu- neyzla margfaldaðist i iðnaðarrikjunum og að þau urðu áhugalitil um að efla aðra orkugjafa. Þau voru þvi óviðbúin að mæta oliuverö- hækkuninni. Þetta gilti ekki sizt um Bandarikin. Þannig áttu oliuframleiðslurikin gullið tækifæri, þegar hrá- efnaverð fór almennt hækkandi á árinu 1973 aö fylgja i kjölfarið. Sá, sem spyrnti einna lengst á móti, var Feisal konungur, enda hafði hann löngum farið að ráðum oliuhringanna. En haustið 1973 gerðist tvennt, sem breytti afstöðu hans. Sterlingspundaeign hans rýrnaði stöðugt vegna verð- bólgunnar og styrjöldin milli Egypta og Sýrlendinga annars vegar og Israels hins vegar hvatti Arabarikin til aö beita oliuvopninu. Þetta siðara hefur sennilega ráðið mestu um, að oliuverðhækkunin kom fyrr en ella, en hún hefði eigi að síður komið. Hún hefur vitanlega haft slæm áhrif á efnahagsástand iðnaðarrikj- anna, en rætur þess liggja þó enn dýpra. Það var kapp- hlaupið eftir auknum hagvext- inum, sem kallaði á oliuverð- hækkunina og verðbólguna, sem nú er glimt við. NÚ UM áramótin veldur mönnum ekkert meiri áhyggj- um en efnahagskreppan, sem hefur magnazt mjög á árinu, sem er að ljúka. Flestar likur benda til, aö það sé réttur spádómur, að ástandið eigi eftir að versna áður en það fer að batna aftur. Enginn vafi er þó á þvi, að iðnaðarrikin eigi eftir að komast á réttan kjöl aftur, þótt þau verði þá að treysta meira á eigið frumkvæði en ódýra orku og hráefni frá þróunarlöndunum. Enginn vafi leikur heldur á vi, að haldið verður áfram að eppa að auknum hagvexti, en sennilega með meiri gát en áður. En það getur tekið nokkur misseri að ná þessu marki. Sá timi getur viða orðið erfiður og ekki sizt hér á landi, þar sem fáar þjóðir eru háðari hinni alþjóðlegu efna- hagsþróun en Islendingar. En þótt næstu ár geti orðið erfið, er óþarft að fyllast bölsýni, eins og t.d. þeirri, að þetta boði hrun hins vestræna lýðræðis. Þvert á móti getur það komið sterkara út úr þessari raun. Þetta fer þó að sjálfsögðu eftir þvi, hvernig brugðizt verður við vand- anum. ÞÓTT sæmilegur friður hafi haldizt á árinu 1974, hafa átökin fyrir botni Miðjarðar- hafsins valdiö áhyggjum og sýnt, að enn er friðurinn ótryggur. Það er nú komiö fram, sem mesti stjórnmála- leiðtogi Israelsmanna, Ben Gurion, varaði við 1967, en hann lagðist þá eindregið gegn árásarstriðinu á hendur Arabarikjunum. Hann sagði, að það gæti leitt til langra átaka, sem gætu hæglega snúizt gegn tsrael. Það kom greinilega fram á allsherjar- þingi S.þ. I haust, að al- menningsálitiö I heiminum er að snúast gegn Israel og mun halda áfram aö gera það, meðan Israelsmenn halda herteknu landsvæðunum og standa i vegi þess, að Palestinumenn eignist varan- leg heimkynni. Ekki er ósennilegt, að allsherjarþingiö hafi orðið Israelsmönnum lærdómsrikt og þeir eigi eftir að draga af þvi réttar niöur- stöður. Þaö myndi auka friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafsins. En þótt iskyggiiega horfi enn fyrir botni Miðjarðar- hafsins, hefur miðað i átt til bættrar sambúðar og traust- ari friðar á ýmsum öðrum sviðum. Sennilega mun fundur leiðtoga risaveldanna i Vladivostok stuðia að bættri sambúð þeirra og samdrætti á vissu sviði vigbúnaðar. Þá eru nú góðar horfur á, að sam- komulag sé að nást á öryggis- málaráðstafnu Evrópu og að henni geti lokið með leiðtoga- fundi á næsta ári. Þá hefur nýlega náðst samkomulag milli þýzku rikjanna, sem styrkir verulega stöðu Vestur- Berlinar, og er liklegt að það bæti sambúðina i Evrópu og auki álit Helmuts Schmidts heima fyrir. Siðast en ekki sizt, er minnzt falls einrææðisstjórnarinnar i Portúgal, sem mun binda enda á nýlenduveldi Portú- gala i Afriku og skapa friðvænlegra ástand þar, þvi að margt bendir nú til, að valdhafar Suður-Afriku ætli að draga af þvi réttar ályktanir. FÁA MUN hafa órað fyrir þvi um siðustu áramót, að áöur en árið væri liðið hefði Brandt látið af stjórnarforustu i Vestur-Þýzkalandi, Heath i Bretlandi, Pompidou i Frakk- landi og Nixon i Bandarlkj- unum. Oll hafa þessi riki fengið nýja stjronarleiðtoga á árinu og sannar það regluna, að allt er i heiminum hverfult. Sögulegust varð fráför Nixons. Segja má, að þaö sýni veikleika lýðræðisins, að maður eins og Nixon skyldi verða forseti Bandarikjanna, en brottför hans sýnir jafn- framt styrkleika þess og yfir- burði. Eftir þessa reynslu stendur hið bandariska stjórn- kerfi styrkara eftir en áður. 1 kommúnistarikjunum reynast valdamenn traustari i sessi en i lýðræðisrikjunum. A þessu ári hefur verið skrifað allmikið um það, að tiu ár séu liðin siöan Bréznjef varð aðal- leiðtogi Sovétrikjanna. 1 Kina hafa þeir Mao og Chou haft forustuna i meira en aldarfjóröung. Nú er Chou sjúkur og Mao orðinn elli- hrumur og mjög óljóst hverjir eftirmenn þeirra veröa. Það er eitt af mörgu, sem menn velta fyrir sér um áramótin, þvi að það getur átt eftir að hafa mikil áhrif á gang heims- sögunnar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.