Tíminn - 31.12.1974, Blaðsíða 28

Tíminn - 31.12.1974, Blaðsíða 28
Þriðjudagur 31. desember 1974. Ttininner peníngar Auglýsitf iTSmanum GSÐI fyrirgódan mat $ KJÖTIDNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Áherzla fulla atvinnu í Neskaupstað — athugað, hvernig aflað verði fjdr fil greiðslu d tjóninu spm knnniiíit er rtskem Kikisstjórnin fól á mánudaginn Viðiagasjóði að koma fram gagn- vart yfirvöldum i Neskaupstað vegna endurreisnarinnar i kjöifar snjóflóðsins. Jafnframt hefur verið skipuð samstarfsnefnd þriggja þingmanna úr Austur- landskjördæmi til að vera tengi- liður inilli Viðlagasjóðs og yfir- valda i Neskaupstað. 1 nefndinni eiga sæti: Lúðvik Jósepsson, Sverrir Hermannsson og Tómas Árnason. Sverrir Hermannsson kallar nefndina saman. Samhliða þessari ákvörðun hef- ur verið hafist handa um endur- skoðun laga um Viðlagasjóð, svo að hann geti lögformlega sinnt 300 millj. kr. tap fyrirsjdanlegt d drinu 1974 Fyrirsjáanlegt er, að tap Flug- leiða verður um 300 millj. kr. á þessu ári. A innanlandsfluginu verður 50 millj. kr. tap og 250 mjllj. kr. tap á Norður-Atlants- hafsleiðinni. Þetta kom fram i ræðu, sem Landinn kjamsar • •. • • a sogusognum — varðandi Geirfinnshvarfið Gsal—Rvlk. — Gátan mikla um hvarf Geirfinns Ginarssonar i Keflavik, og ýmislegt i sambandi við hvarfið, — var mörgum manninum að umræðuefni um helgina, enda gekk sú saga fjöll- unum hærra, að lik Geirfinns hefði fundizt rekið á land i ónafn- greindum firði, og að tveir inenn væru undir lás og slá, viðriðnir hvarfið. Að sögn rannsóknarlögreglunn- ar eru þessar sögusagnir algjör uppspuni, og eiga sér enga stoð i raunveruleikanum. Það sætir furðu, hve slikar hviksögur geta verið miskunnar- lausar og andstyggilegar, — og hvað landinn er fljótur að bíta á agnið og kjamsa á þeim. t umræddri „sögu” voru m.a. nafngreindir þessir tveir menn, sem búið átti að vera að hand- taka. En sem sagt: Sögusagnirnar eru þvættingur einn. örn ó. Johnson forstjóri, flutti á fundi um sölu og markaðsmál, sem Flugleiðir gengust fyrir. örn sagði, að þrátt fyrir timabundna erfiðleika væri ástæða til bjart- sýni, þegar lengra væri litið fram á veginn. Hann væri þess fullviss, að með sameiginlegu átaki allra þeirra, sem hlut ættu að máli, myndu erfiðleikarnir, sem nú steðja að, verða yfirstignir. Á flugleiðum milli tslands og Evrópulanda sagði örn að út- koman væri viðunandi og að flug- ið á þeim leiðum bæri sig fjár- hagslega, vegna þess hve vel setnar flugvélarnar væru. Miðað við hleðslunýtingu ætti að verða allgóður ágóði af flugi á þessum leiðum, en vegna lækkandi tekna af hverjum farþega gerðu tekj- urnar lltið betur en að standa undir kostnaði. Með því að nú er ekki fyrir- sjáanleg farþegaaukning á Norð- ur-Atlantshafsleiðinni, væri ákveðið að fækka sætum á þeirri leið næsta sumar. Jafnframt yrði nýting flugsins á öllum leiðum að vera I hámarki. þessu verkefni og öðrum svipuð- um til frambúðar. Allar greiðslur úr sjóðnum til aðila á Neskaup- stað skulu færðar á sérstakan reikning og falla þær þvl ekki saman við greiðslur vegna goss- ins I Vestmannaeyjum. Rlkisstjórnin hefur það nú til athugunar hjá sér og i samráði við Viðlagasjóð, hvernig aflað verður fjár til greiðslu á þvl tjóni I Neskaupstað, sem ekki fellur undir aðra bótagreiðsluaðila. Tlminn hafði samband við Tómas Arnason alþingismann og spurði hann frétta af starfi þriggja manna nefndarinnar. Tómas sagði, að nefndin hefði þegar komið saman og haft sam- band við þá aðila, sem henni er ætlað aþ vera tengiliður á milli, þ.e. yfirvöld I Neskaupstað, Við- lagasjóð og rlkisstjórnina. Þá áforma nefndarmenn að halda við fyrsta tækifæri austur til Nes- kaupstaöar til viðræðna við heimamenn og athugana á að- stæðum. Nefndin er fyrst og fremst sam- starfsaðili, en Tómas kvað hana leggja áherzlu á að tryggja fulla atvinnu I Neskaupstað. í þvi skyni verði þegar I stað gerðar ráð- stafanir til að koma lagmetisiðj- unni á staðnum I gang, en með fullum afköstum hennar fá 30-40 konur og nokkrir karlar að auki atvinnu. Lagmetisiðjan hefur ekki verið starfrækt að undan- förnu. Saltfiskverkunin er óskemmd, svo að vinnsla i henni ætti að geta hafizt án nokkurrar fyrirstöðu. Þá er áætlað, að við- gerð á frystihúsinu taki a.m.k. nokkrar vikur, en hluti þess slapp Sovétstjórnin óónægð með stefnu Egypta NTB-Moskvu. Tass-fréttastofan tilkynnti I gær, að för Leonid Bresjnefs, leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins, til Egypta- lands, Sýrlands og Libiu hefði verið frestað um óákveðinn tlma. Áður hafði verið tilkynnt, að Bresjneff færi I heimsókn til áðurnefndra landa um miðjan janúar, en nú hefur verið horfið frá þeirri hugmynd. Breyting þessi hefur vakið nokkrar spurn- ingar I hugum fréttaskýrenda. Bresjnef: Auga fyrir auga • fyrir tönn • tönn Af opinberri hálfu I Sovét- rlkjunum hefur ekki verið skýrt frá ástæðunni fyrir breytingunni. Ekki er ljóst, hvert verið hefur umræðuefnið á fundum þeirra Bresjnefs og egypzku ráðherr- anna Ismail Fahmi utanrlkisráð- herra og Mohammed Gamassi, nýskipaðs landvarnaráðherra. En þeir Fahmi og Gamassi héldu til Moskvu fyrir helgi I skyndi. Áreiðanlegar fréttir frá Moskvu herma, að Sovétstjórnin hafi ákveðið, að för Bresjnefs yröi frestað — þá liklega til að láta I ljós óánægju sina með af- stöðu egypzku stjórnarinnar til viðleitni Sovétmanna til að koma á friði I Miðjarðarhafslöndum. Sovézkir ráðamenn vilja eindreg- ið, að Genfar-ráðstefnan komi saman hið allra fyrsta, en eru andvlgir einkaframtaki Henry Kissingers, utanrlkisráðherra Bandarlkjanna, við málamiðlun I deilum Araba og Israelsmanna. Þá virðist Sovétstjórnin vilja tryggja sér me'iri ítök i Egypta- landi, áður en hún láti Egyptum I té fleiri vopn. T.d. telja frétta- skýrendur ljóst, að sovézkir ráða- menn krefjist þess, að hernaðar- ráöunautum frá Sovétrikjunum verði leyft að snúa aftur til Egyptalands, en þeim var visað úr landi á árinu 1972. Reuter-Managua, Nicaragua. Eins og komið hefur fram I fréttum, ruddust nokkrir skæruliðar inn I einbýlishús I Managua, höfuðborg Nicara- gua, þar sem mikill veizlu- fagnaður stóð yfir, og höfðu suma gestanna á brott með sér, en áður urðu þeir þrem . mönnum að bana. Mannræningjarnir hafa krafizt himinhárra f járhæða I lausnargjald fyrir gíslana, en yfirvöld I Nicaragua kváðust i gær hafa fengið þá til að lækka kröfufjárhæðina allverulega. Þá hermdu óstaðfestar fréttir, að það eina, sem stæði nú I vegi fyrir samkomulagi milli yfirvalda og ræningjanna, væri sú krafa skæruliðanna, að glslarnir kæmu með þeim til Kúbu. Yfirvöld hafa að sögn fallizt á, að fjórtán pólitískum föngum, sem setið hafa i fangelsi I Nicaragua, verði leyft að fara rakleitt til Kúbu og fjórum-fimm til viðbótar verði sleppt úr haldi, óski þeir þess. Fréttatilkynning frá skæru- liðunum var lesin I útvarpi i gærmorgun og átti að birtast I öllum dagblöðum i Nicaragua. I tilkynningunni er hinni hægrisinnuðu stjórn landsins brigzlað um landráð, hún sök- uð um að láta efnáhagsmál landsins reka á reiðanum og vera undir hælnum á banda- rlskri heimsvaldastefnu. Enn fremur er frá því skýrt, að samtök skæruliða séu I örum vexti — og þau hafi unnið að undirbúningi mannránsins I fjögur ár. Meðal gíslanna eru ýmsir kunnir borgarar I Nicaragua, þ.á, m. tveir ráöherrar úr stjórn landsins. Þeir voru sagðir við góða heilsu siðdegis I gær. Reuter-Lissabon. Portúgals- stjórn neitaði i gær að tjá sig um fréttir þess efnis, að fund- ur leiðtoga þjóðfrelsis- hreyfinga I Angóla yrði hald- inn I bænum Mombasa i vik- unni. Areiðanlegar fréttir frá Lissabon herma, að stefna Portúgalsstjórnar sé sú að halda öllum upplýsingum um gang mála I nýlendunni leynd- um, unz skýrari linur hafa fengizt. Háttsettir embættis- menn I Lissabon kváðu I gær, að fundarstað og -tlma yrði haldið leyndum fram á síðustu stund. öllu liklegra er, að fundur- inn verði haldinn 10. janúar, enda var sú dagsetning nýlega höfð eftir Jonas Savimbi, leið- toga UNITA-frelsis- hreyfingarinnar. A.m.k. er ljóst, að fyrir dyrum standa viðræður um framtlðarskipan mála I Angóla með fullt sjálf- stæði landsins að markmiði — og aðalhindruninni, þ.e. ósætti frelsishreyfinganna innbyrðis, virðist nú hafa verið rutt úr vegi. sem kunnugt er óskemmdur úr snjóflóðinu. Að lokum sagði Tómas, að vinna við björgunar- og endur- reisnarstörf I Neskaupstað yrði mikil næstu vikur, svo að nefndin vænti þess, að ekki kæmi til at- vinnuleysis þar I vetur. Blaðburðarfólk vantar ó: Bergstaðastræti Suðurlandsbraut Túnin Austurbrún Laugardsveg Voga Sundlaugaveg Kleppsveg (frd 118) Upplýsingar í síma 1-23-23 5?_____t Kópavogi Blaðburðarfólk óskast í eftirtalin hverfi: Digranesveg Skdlaheiði Tunguheiði Traðirnar Umboðsmaður sími 42073

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.