Tíminn - 31.12.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.12.1974, Blaðsíða 15
14 TÍMINN Þriðjudagur 31. desember 1974. Þriðjudagur 31. desember 1974. TÍMINN JL5 • I f 'Æ : 1 §Sgf "mS i '• £ ■* 8 •: ; : - .. V > ty ' ' ^ . . Mwmwmm BmHbBhBBHI . ,:’m i ■ .' . m- mm ** >v - 'r-T , - >. , ~ v « V<f ENN eru komin áramót — stund reikningsskila og fyrirheita. Vetrarsólhvörf og svartasta skammdegið að baki og horft er til hækkandi sólar og lengri daga. Gamalt ór er kvatt og nýju heilsað. Þau timamót eru gjarnan notuð sem eins konar sjónarhæð, þar sem staidrað er við og gáð til timans tveggja átta — litið um öxl og horft fram á veginn. tslenzka þjóðin á margs að minnast frá liðnu ári, bæði sól- rikra sumardaga og skamm- degisskugga. Það hefur verið viðburðarikt ár á marga lund. Þeir innlendir atburðir, sem vafalitið munu geymast lengst i minningum og annálum, eru tengdir ellefu alda búsetuaf- mælinu. Þeirra timamóta var minnzt m,eð margvislegum og myndarlegum hætti, m.a. með hátiðahöldum viðs vegar um land og þjóðhátið á Þingvöllum. Alþingi var háð að Lögbergi og gerði samþykkt um sérstaka landgræðsluáætlun næstu árin. Þá samþykktmá skoða sem tákn- ræna viðurkenningu á þeirri skuld sem þjóðin stendur i við landiö. Þá skuld ber henni að gjalda i næstu framtið. Þess er ánægjulegt að minnast, að öll hátiðahöld, bæði i héraði og á Þingvöllum, fóru fram með þeim hætti, að vart er hægt að segja, að þar hafi nokkurn skugga borið á, og voru öllum þeim til sóma, er fyrir stóðu. Margt var það og annað, sem gert var til að minnast land- námsins, þó að það verði hér eigi tiundað. En flest stefndi það að þvi marki að efla samhug þjóðarinnar og vekja heilbrigöan þjóðarmetnað. Þess háttar hug- læg áhrif verða að visu hvorki mæld né vegin, en eigi þarf að efa, að þeirra hafi eitthvað gætt. Og hvort sem slik áhrif hafa ver- ið meiri eða minni og hvort sem þau hafa verið bundin við stundina eða reynast varanlegri, geta þau aldrei orðið nema til góös. Þjóðhátiðarárið ætti að hafa aukið skilning þjóðarinnar á gildi landssögunnar, og sögu sinni mega Islendingar sizt af öllu gleyma. Hún hefur löngum verið sá orkugjafi, sem styrkti þjóöarsálina bezt og svo veröur vonandi einnig á ókomnum árum. Það verða margar, bjartar myndir tengdar landnámsaf- mælinu, sem geymast, þó að á ýmsu hafi annars oltið I þjóðmál um, og þar hafi eigi allt verið sem skyldi. Atburðirnir í fyrravor Á stjórnmálasviðinu urðu miklar sviptingar og örlagarikar, svo sem alkunna er. Þingrof, alþingiskosningar og myndun nýrrar rikisstjórnar. Má ætla, að þau tiðindi öll og aðdragandi þeirra séu mönnum enn i svo fersku minni, að óþarft sé að rekja þau ýtarlega. Hér skulu þvi aöeins nefnd örfá atriði, sem sizt mega gleymast. A það skal fyrst minnt, að fyrr- verandi ríkisstjórn myndi væntanlega enn vera við völd og engar alþingiskosningar hefðu átt sér stað, ef meirihluti eins stjórnarflokksins — Samtaka frjálslyndra og vinstri manna — hefði ekki skorizt úr leik og gengið til liðs við þáverandi stjórnarandstöðu. Gat engum dulizt, hvað fyrir þeim félögum vaktiþá,og hvert þeir ætluðu, þvi aö kosningar vildu þeir ekki. I annan stað skal á það minnzt, að gripið var til þingrofs vegna þess, að meirihluti Alþingis fékkst ekki til að f jalla um frum- varp rikisstjórnærinnar um efna- hagsaðgerðir með venjulegum og þinglegum hætti, þ.e. visa þvi til annarrar umræðu og nefndar til athugunar. t stað þess ætlaði hann að fella frumvarpið við fyrstu umræðu, sem er nær dæmalaust á siðari árum, og óverjandi, eins og á stóð, þegar vissar ráðstafanir voru óhjá- kvæmilegar. En á röksemdir og varnaðarorð var ekki hlustað, en þess eins krafizt, að st jórnin segði af sér. Það var sett öllu ofar og ekkert hirt um þjóöarhag. Aður en ég lagði frumvarpið fram, hafði ég reynt að skapa um það viðtæka samstöðu, jafnvel gert tillögu um myndun stjórnar allra flokka, en öllu slfku var visað á bug. Og ekki lagði ég frumvarpið fram sem neina úr- slitakosti. Ég marg tók það fram I framsöguræðu, að ég væri fús til' að athuga hvers konar breytingar á þvi, enda næðist megintilgang- ur þess eftir sem áður, en allt kom fyrir ekki, og þá var eðlilegt og sjálfsagt að leggja málið i þjóðardóm með þingrofi og kosningum. Úrslit kosninga og stjórnar- myndun Orslit kosninganna urðu svo þau, að stjórnarmenn og stjórnarandstæðingar reyndust jafnmargir. Rikisstjórnin varð þvi að segja af sér. Eftir alllang- ar, árangurslausar stjórnar- myndunartilraunir, þar sem m.a. var þrautkannað, að fyrri stjórn varð ekki endurreist með stuðningi Alþýðuflokksins, m.a. vegna ágreinings um varnarmál og efnahagsmál var núverandi samstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins mynduð. í rauninni var ekki um annan kost að ræða, ef mynda átti starfhæfa þingræðisstjórn, en það er auðvitað ein af frumskyldum þjóðfulltrúanna á Alþingi. Þessi rikisstjórn hefur beitt sér fyrir ráðstöfunum, sem til þessa hafa tryggt landsmönnum fulla at- vinnu og komið I veg fyrir stöðvun atvinnurekstrar. Ég tel þessi minnisatriði nægja varöandi stórnmálaviðburði liðins árs. Þar verður hvort sem er engu um breytt, úr þvi sem komið er. En hinu verður ekki neitað, að erfiðleikarnir nú væru auöveldari viðfangs, ef við þeim hefði verið snúizt á réttan hátt og I tæka tið. Ástand væri annað nú en raun ber vitni og horfurnar aðrar, ef sl. vor hefði náðst sam- komulag um svipaðar efnahags- ráðstafanir og þær, er fólust I frumlögðu efnahagsmála- frumvarpi fyrri rikisstjórnar. Efnahags- legir erfiðleikar framundan — En hverjar eru horfurnar á komandi ári? Sú spurning mun flestum þykja áhugaverðari en upprifjun liðinna og umdeildra atburða. En við þeirri spurn ingu verður seint gefið óyggjandi svar. Þrátt fyrir allar visindaleg- ar framfarir og tölvutækni eru menn I reyndinni litlu nær en áður um það, hvað framtlðin ber i skauti sér. Þó reyna menn að spá i eyðurnar og geta farið nærri um liklega, almenna þróun á vissum sviðum, t.d. i efnahagsmálum, á næstunni, en þó geta óvæntir at- burðir alltaf sett þar strik I reikninginn. Jafnvel morgundag- urinn getur valdið óvæntum straumhvörfum i lifi einstaklinga og heilla þjóða. Það verður þvi alltaf byggt á ágizkunum og spá- dómum, hver framtið þjóðarinnar verði á þvi ári.sem nú fer I hönd. Ég er enginn spámaður og ætla þvi ekki að hætta mér út á þá hálu braut að gizka á, hver verða muni framvindan á komandi ári. Ég vii aðeins segja það, að fram undan eru áreiðanlega efnahagslegir erfiðleikar. Þeim valda að lang- mestu leyti versnandi viðskipta- kjör og innflutt verðbólga, sem ekki er á færi neinna stjórnvalda aö ráða við. £n viðbrögð og viðhorf hér á landi og landlægur verðbólguhugsunarháttur hafa magnað vandann, í stað þess að úr honum hefði þurft að draga með skynsamlegum mótað- gerðum stjórnvalda og þjóðarinn- ar allrar. En i öllum gagnað- gerðum verður að forðast einstefnuakstur. Það verður að gæta þess, að úrræði á einu sviði valdi ekki meiri skaða á öðrum. öll eru mál þessi flókin. En aðal- atriðið er, að viljann vantar. Hver og einn miðar við sinn imyndaða stundarhag og lokar augunum fyrir þeim staðreyndum, sem við blasa, þar á meðal þvi sem er að gerast i kringum okkur I nálæg- um löndum. Það hefur óhjá- kvæmilega sinar afleiðingar hér. En það er sannarlega engin ástæða til að láta hugfallast, þó að um sinn syrti i álinn. Við ís- lendingar höfum oft séð það svartara. Aldrei áður höfum við verið betur undir það búnir að mæta nokkrum mótbyr einsog nú. Og vissulega er engin vá fyrir dyrum, þó að velmegun geti ekki aukizt með sama hraða og allra siðustu árin, eða jafnvel þó að eitthvað þyrfti að draga saman seglin. Við skulum þvi þrátt fyrir allt lita með hæfilegri bjartsýni til komandi árs. Tilvera, framfarir og sjálfstæði okkar íslendinga hafa byggzt á bjartsýni — jafnvel stundum þvert gegn fræði- setningum — og svo verður enn að Landhelgin °g orkumólin Akveðið er, að á árinu 1975 verði nýtt og stórt skref stigið i landhelgismálinu. Með þeirri stórfelldu stækkun landhelginnar ættu stoðir atvinnulifsins að styrkjast. Þegar er hafinn nokkur undirbúningur út- færslunnar, en honum þarf að sinna meir á næstu mánuðum. Engin. mál hafa verið meir á dagskrá iheiminum á liðnu ári en oliuverð og orkumál. Það er eðli- legt þvi að hækkun oliu hefur skipt sköpum i vel flestum iðnaðarrikjum. Þá er farið að leita að öðrum orkugjöfum. Ónotaðar orkulindir verða þvi æ dýrmætari. Oliuverðsprengingin hafði gagnger áhrif á efnahags- mál okkar —- miklu meiri ‘ en menn almennt hafa gert sér grein fyrir. Þrátt fyrir virkjanir og hitaveitur erum við enn svo háðir oliunni. En við eigum miklar, ónotabar orkulindir. A komandi ári og á næstu árum verða orkumálin ein stærstu viðfangsefnin. Við verðum að leggja stóraukna áherzlu á beizlun hinna ónotuðu orkulinda, svo að spara megi sem mest innflutning orkugjafa — oliu og bensins — þó að eftir sem áður verðum við alltaf háðir notkun oliuvara. Það er þvi ekkert vafa- mál, að orkumálin verða mál málanna hjá okkur _ á næstunni og munu krefjast mikilla átaka af stjórnvalda hálfu. Umfram allt þarf náttúrlega að gera ráöstafanir til að koma i veg fyrir það neyðarástand i rafmangs- málum, sem átt hefur sér stað vetur eftir vetur á vissum stöðum. Bptur mó, ef duga skal Núverandi rikisstjórn hefur að ýmsu leyti góð skilyrði til að veita landinu forsjá. Hún hefur mikinn þingstyrk og hún á stuðning hjá stórum meirihluta þjóðarinnar. Hún ætti þvi að hafa góðar for- sendur til að beita sér fyrir skyn- samlegri lausn þeirra vanda- mála, sem við er að fást. En til þess þarf einbeittan vilja og sam- stilltan stuðning þess þingliðs, er hún styðst við. Sgarfsaldur stjórnarinnar er enn of stuttur til þess, að dómur verði felldur um störf hennar. Við skulum biða þess, að af henni fáist meiri reynsla. En þaö er min skoðun, að hún þurfi að taka betur á en hingað til, ef duga skal. Andleg fátækt og mannrækt Þegar litið er til næsta árs, eru horfur um efnahagslega afkomu mörgum, og þá ekki hvað sizt stjórnmálamönnum, efst i huga. Það er eigi óeðlilegt. En vissulega má það ekki gleymast, að við lif- um ekki af brauði einu saman. Það þarf lika að leiða hugann að hinum andlegu afkomuhorfum, ef svo má segja. öll ytri skilyrði sýnast vera fyrir hendi til and- legrar grósku i þjóðlifinu. Og vafalaust má benda á ýmsar framfarir á þvi sviði. Ýmiss konar menningarstarfsemi stendur i blóma. Eigi að siður virðistástæða tilaðvera á verði i þeim efnum, ekki síður en á vett- vangi efnahagsmála og athafna- lifs. Það er sums staðar vottur að fátækt á andlega sviðinu. Og ég held, að sumt af þvi, sem miður fer i þjóðlifinu, megi rekja til þeirrar innri, andlegu fátæktar. Ég nefni aðeins ýmiss konar óreglusemi og rótleysi, að ógleymdri ofbeldishneigð og hryðjuverkum. Og ætli hin taumlausa vinnautn og óreglu- semi eigi ekki stundum rót að ólafur Jóhannesson. HHHH rekja til eirðarleysis og einhvers konar leiðinda — lífsflótta? Ætli þetta sé ekki I sumum tilfellum sprottið af skorti á innri full- nægingu — af vöntun á llfs- fyllingu? Þessi hlið mannlífsins má ekki gleymast. Hún er ekki aöeins verkefni fyrir uppalendur — heimili, skóla og kennimenn — heldur fyrir okkur öll — þjóðina alla. Og þó að tal okkar snúist oft mest um efnahagsmálin, eru vandamálin, e.t.v. þegar alls er gætt, ekki siður hugarfarslegs eðlis og orsakir efnahagsvanda eiga kannske að einhverju leyti upptök sln á huglægu sviði ef grafið er fyrir ræturnar, má rekja þær til breyttra viðhorfa og annars gildismats en áður rikti. Þessum viðfangsefnum I sin- um margvislegu myndum þarf að gefa gaum á komandi ári. Það þarf að muna eftir mannræktinni ekkert siður en efnalegu af- komunni. Með þeim ásetningi skulum við heilsa nýju ári. Ný stjórnarskrá Það ár, sem er aö kveðja I kvöld, var ekki aðeins byggðar- afmælisár. Þaö var einnig stjórnarskrárafmælisár. Fyrir eitt hundrað árum — 1874 — fékk Island sina fyrstu stjórnarskrá. Hún nefndist „stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Islands” og var sett af konungi án atbeina Alþingis og byggðist á mála- greiningu „stöðulaganna”. En með þessari stjórnarskrá fékk Alþingi með konungi löggjafar- vald I sérmálum landsins, og var eigi íengur aðeins ráðgefandi. Þetta var þvi merkur áfangi á leiðinni til sjálfstjórnar og vel þess virði, að hans sé minnzt. Þessari stjórnarskrá var svo breytt með stjórnskipunarlög- unum frá 1903 um heimastjórn, en með þeim varð gerbreyting á stöðu landsins. Þó að við búum nú við lýðveldisstjórnarskrána frá 1944, ásamt siðari breytingum, þá er stofn hennar ennþá að mörgu leyti stjórnarskráin frá 1874. Hér var þvi um merkisafmæli aö ræöa. En á þetta er sérstaklega minnt hér vegna þess, að i málefna- samningi stjórnarflokkanna er svo fyrir mælt, að stjórnarskráin skuli endurskoðuð á kjörtima- bilinu. Starfandi er nefnd til endurskoðunar á stjórnar- skránni. Hún hefur gefið mönnum sérstakt færi á að koma fram með tillögur um stjórnarskrár- breytingar. Er liklegt, að menn noti þetta tækifæri og komi fram með ýmsar hugmyndir, en það verður svo hlutverk nefndarinnar að meta þær. Þó að stjórnarskráin hafi i meginatriðum reynzt vel, er endurskoðun hennar tlmabær. En þar má ekki hrapa að neinu, þvi að helzt hafa þær stjórnarskrár- breytingar, sem gerðar hafa verið I fljótræði reynzt misjafn- lega. Stjórnarnefndin hlýtur að taka mörg atriði til skoðunar, svo sem hvort halda eigi i deilda- skiptinguna, forsetavaldið, hvernig velja á rlkisstjórn, ákvæði um stjórnmálaflokka, skipun uppbótarþingsæta, kjördæmaskipun og kosninga- fyrirkomulag, dómaskipan og mannréttindaákvæði, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Hér verða ekki settar fram neinar ákveðnar tillögur um þessi efni, enda er æskilegt, að menn beri saman bækur sinar um þau, áöur en þeir binda sig við ákveðna lausn. Annað landnáms- afmæli næsta ár Þegar talað er um afmæli, má ekki gleyma þvi, að á næsta ári er merkilegt afmæli. Þá verður haldið hátiðlegt eitt hundrað ára afmæli landnáms Islendinga I Vesturheimi. Haustið 1875 stigu fyrstu islenzku landnemarnir á land við Winnipegvatn i Kanada. Saga Islendinga I Ameriku er merkileg. Þaö er aðdáunarvert, hve vel þeir hafa varöveitt Islenzka tungu og þjóðernis- kennd. Tryggð þeirra og ræktar- semi við ættarlandiö, sem þeir hafa sýnt við mörg tækifæri, veröur seint fullþökkuð. Ég held, aö viö stöndum I þakkarskuld við þá. Ég held, að við höfum ekki stutt þá og sýnt þeim þann skilning sem skyldi. Úr þvi þurfum við að bæta. Vafalaust leggja margir Islendingar leið sina vestur á næsta ári og endur- gjalda þannig heimsókn Isiendinga vestan hafs hingað i sumar sem leið. Atburðirnir í Neskaupstað Enn höfum við verið á það minnt, nú skömmu fyrir áramótin, að Island er land mikilla ná ttúruha mfara . Snjóflóðið i Neskaupstað er hörmulegt áfall, sem hrærir hjarta hvers einasta Islendings. Þar er ekki aðeins um að ræða tjdn fyrir byggðarlagið sjálft, heldur þjóðina alla. Mannslíf verða aldrei bætt, þó að hægt sé að rétta hjálparhönd og sýna samúð, en eignatjónið á að reyna að bæta og endurreisa atvinnu- lifiö svo skjótt sem auöið er. Þjóðin öll verður þar að vera i samábyrgð. Það er vist, að landsmenn allir senda þeim i Neskaupstað samúðarkveðjur. En öll orð eru fátækleg við slik tækifæri. Hitt skiptir mestu að láta verkin tala. Hófsemi í orðum og athöfnum Við fögnum nýju ári, bindum við það vonir og biöjum þess, að óskir okkar rætist. Eins vildi ég sérstaklega óska Islenzku þjóð- inni —þ.e. að hún temdi sér meiri hófsemi á komandi ári en hingað til, og nota ég þá hófsemi I viðtækum skilningi. Þá myndi draga úr hinni taumlausu gjald- eyriseyðslu, óhóflega innflutningi og kaupæði. Þá myndi draga úr hinni skefjalausu eyðslu og llfsþægindakapphlaupi. Þá myndu menn fara gætilegar I framkvæmdum en nú. Þá myndu menn ekki lifa um efni fram. Þá væri kröfum I ýmsum efnum stillt meir i hóf en tiðkazt hefur að undanförnu. Þá myndu menn verða gætnari I orðum, i stað þess að gera góð og gild nafnorð og lýsingarorð innihaldslaus vegna ofnotkunar. Aukin hófsemi i oröum og athöfnum mundi horfa til heilla fyrir þjóöina, þvi að hófsemi er dyggð, sem mjög hefur verið vanmetin að undan- förnu. Þess væri óskandi, að hugarfarsbreyting i þá átt ætti sér stað á komandi ári. Ég vil svo ljúka þessum áramótahugleiðingum með þvi að þakka Framsóknarmönnum fyrir samstarfið á liðnu ári og óska þeim farsældar á nýju ári. Ég þakka þeim fórnfúst og óeigingjarnt starf. Ég þakka þeim margar vinsamlegar, persónulegar kveðjur. Við skulum ekki slaka á starfinu á komandi ári. Landsmönnum öllum óska ég árs og friðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.