Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 2
2 29. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Átta Íslendingar enn á hóteli á Patong-strönd: Huga að brottför til Bangkok JARÐSKJÁLFTI Hópur átta Íslend- inga á Patong-strönd á eyjunni Phuket í Taílandi heldur enn til á hóteli sínu. Þar sat fólkið að morgunverðarsnæðingi þegar flóðbylgjan skall á ströndinni. Margrét Þorvaldsdóttir, ein úr hópnum, segir þau hafa fundið mikinn hlýhug að heiman. Það hjálpi þeim: „Við erum ennþá í Phatong og ég býst við að við verðum hérna eitthvað áfram. Við höfum ekki náð í ferðaskrif- stofuna til að breyta farseðlun- um.“ Margrét segir þau hafa heyrt að öngþveitið á flugvellinum sé mikið. Þau viti því ekki enn hvort þau komist í burtu en þau ætli að reyna að komast til höfuðborgar- innar Bangkok. Margrét segir að vel fari um hópinn: „Við erum öll saman og höldum ró. Við erum mest hér á hótelinu og næsta nágrenni og förum lítið niður í miðbæ.“ Meira en 430 manns létust á Phuket í Taílandi, samkvæmt heimildum fréttastofunnar AP, og rúmlega eitt þúsund alls í suð- urhluta landsins af völdum flóð- bylgjunnar. 4.100 manns slösuð- ust þar. - gag JARÐSKJÁLFTI Leitað hefur verið að Íslendingum á sjúkrahúsum á eyj- unni Phuket í Taílandi. Utanríkis- ráðuneytið hefur ekki haft upp á ell- efu manns. Nöfnum og kennitölum þeirra hefur verið komið til taí- lenskra stjórnvalda og danskra, að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrif- stofustjóra almennrar skrifstofu ut- anríkisráðuneytisins. Pétur segir að í ellefu manna hópnum séu Íslendingar búsettir vetrarlangt á Pattaya í Taílandi, einn á ferðalagi og fimm manna fjölskylda sem ferðast hafi til Balí. Hvorki Balí né Pattaya varð fyrir flóðbylgju. Þórir Guðmundsson, upplýsinga- fulltrúi Rauða kross Íslands, segir tvær formlegar beiðnir hafa borist um aðstoð við leit ættingja lands- manna af erlendum ættum. Önnur í Taílandi, hin á Srí Lanka. Þórir seg- ir ákveðið að starfsmaður Rauða krossins fari til Srí Lanka á næstu dögum til almennra hjálparstarfa. Somjai Sirimekha, túlkur hjá Al- þjóðahúsinu, starfar með Rauða krossinum við að leita ættingja landsmanna ættaða frá Taílandi. Hún segir að haft hafi verið uppi á allflestum. Sjálf sakni hún vina og kunningja frá Patong-strönd, en fjölskylda hennar sé óhult. Dótturfyrirtæki Icelandair, Loft- leiðir, flaug á vegum sænskra stjórnvalda til að sækja sænska rík- isborgara til Phuket, samkvæmt Guðjóni Arngrímssyni, upplýsinga- fulltrúa Icelandair. Pétur segir ekki hafa komið til tals hjá utanríkisráðuneytinu að Ís- lendingar á svæðinu verði sóttir. Þeir hafi ekki óskað þess. Hins veg- ar hafi hópur fólks á Phuket viljað aðstoð við að komast til Bangkok. Reynt verði að verða við þeim ósk- um næstu daga. Alls hafa nær tuttugu milljónir borist Rauða krossinum til hjálpar- starfa í Asíu. Auk fimm milljóna framlags stjórnvalda veitti poka- sjóður verslunarmanna sömu upp- hæð. Um átta milljónir hafa safnast frá almenningi. gag@frettabladid.is ÓFÆRÐ Í REYKJAVÍK Talsverð ófærð var fyrir norðan og austan um jólin en þar hefur rofað til. Færð á vegum: Búist við snjóþyngslum FÆRÐ Færð á Norðausturlandi og á Austfjörðum er nokkuð góð eftir að óveðrinu slotaði og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð Ís- lands eru allar helstu leiðir austan Akureyrar og á Austfjörðum fær- ar. Holtavörðuheiðin var lokuð á mánudag sökum snóþyngsla en var opnuð aftur í gærmorgun. Helsta ófærðin var á vestan- verðu landinu í gær, aðallega sök- um éljagangs. Samkvæmt Vega- gerðinni má þó búast við auknum snjóþyngslum á næstu dögum og meðfylgjandi ófærð. ■ Söfnunarsíminn er 907 2020 Með því að hringja í söfnunarsímann leggur þú fram 1.000 kr. til hjálparstarfsins í Asíu. Einnig er hægt að leggja fram fé með kreditkorti á www.redcross.is, eða millifærslu á bankareikning 1151-26-000012, kt. 530269-2649. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN kostar birtingu auglýsingarinnar Ég er ekki búinn að taka ákvörðun ennþá en ég hef gaman af því að sprengja og er vanur að kaupa slatta. Jón Gunnarsson er formaður Landsbjargar sem fjármagnar björgunarstarf sitt að miklu leyti á flug- eldasölu um áramótin. SPURNING DAGSINS Jón, hvað á að kaupa fyrir mikið? BEÐIÐ EFTIR HEIMFÖR Svíinn Markus Hultquist hylur vit sín til að bægja frá sér nályktinni sem umlykur allt á Phi Phi eyjum í Taílandi. Norðurlandabúar: 24 látnir STOKKHÓLMUR, AP Að minnsta kosti 24 Norðurlandabúar hafa látist í flóðbylgjunum í Suðaustur-Asíu og óttast er um afdrif fjölda annarra sem er saknað. Af hinum látnu eru tíu Norðmenn, níu Svíar, þrír Danir og tveir Finnar. Utanríkisráðherra Svía segir að sænska þjóðin sé í losti vegna hörm- unganna, en um 1500 Svía er sakn- að. Auk Svíanna er vitað um 200 danska ferðamenn á svæðinu en ótt- ast er um afdrif fjórtán þeirra. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er ekki vitað um 600 Norðmenn, en norsk yfirvöld hafa ekki viljað gefa upp hversu margra er saknað. ■ Ferðaviðvörun: Fólk kanni aðstæður JARÐSKJÁLFTI Utanríkisráðuneytið varar við ferðalögum til suðvestur- hluta Taílands, Norður-Súmötru í Indónesíu, suðausturstrandar Ind- lands, Srí Lanka og Maldíveyja. Ráðuneytið hvetur fólk til að afla sér nákvæmra upplýsinga um hvort öruggt sé að ferðast um suðurhluta Taílands áður en lagt sé upp í ferð. Að fólk kynni sér rækilega aðstæð- ur og ráðleggingar stjórnvalda í Indónesíu og að hvorki sé farið til Srí Lanka né Maldíveyja nema að brýna nauðsyn beri til. Viðvörunin er birt á vef ráðu- neytisins vegna hamfaranna í lönd- unum. - gag MARGRÉT ÞORVALDSDÓTTIR Hún segir Íslendinga í sínum hópi á Patong- strönd halda ró sinni þrátt fyrir hörmungarnar allt í kring. JARÐSKJÁLFTI Smári Sigurðsson, hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, segir beiðni ekki hafa borist frá utanríkisráðuneytinu um aðstoð við að reyna að hafa uppi á þeim Íslendingum sem hugsanlega gætu verið á hættusvæðum í Asíu. Ekki er vitað hvar nokkrir Íslend- ingar eru niðurkomnir í Asíu en þeir eru taldir hafa getað verið á hættusvæðunum þegar flóðbylgj- an reið yfir. Smári segir lögregluna hafa ýmis ráð til að hafa uppi á fólki. Fyrst sé það að hafa samband við yfirvöld í viðkomandi landi. Síðan eru Norðurlöndin í lögreglusam- starfi og á vegum þess eru lög- reglumenn víðs vegar um heiminn og eru tveir starfandi í Bangkok. Alþjóðadeildin hefur því aðgang að þessum mönnum sem eru á staðnum og þekkja kerfið þar. Hann segir þeirra hlutverk vera að liðka fyrir ýmsum málefnum sem kunna að koma upp. Smári segir ekki óalgengt að leitað sé að fólki sem hefur ekkert til saka unnið. Meðal annars er hægt að athuga kortaviðskipti en það er þá gert að beiðni ættingja. Síðan er það greiðslukortafyrir- tækjanna að taka ákvörðun um hvort slíkar upplýsingar verði veittar og geta þau krafist dóms- úrskurðar. - hrs Leiguflugvél Loftleiða: Sækir sænska ríkisborgara JARÐSKJÁLFTI Flugvél frá Loftleiðum, leiguflugsfyrirtæki Flugleiða, fór frá Keflavíkurflugvelli í gær til að sækja sænska ríkisborgara til Phuket í Taílandi að beiðni sænskra stjórnvalda. Vélin lagði af stað klukkan sex í gær og buðu Flugleiðir utanríkis- ráðuneytinu að senda varning með vélinni. Ráðuneytið hafði samband við dönsku hjálparmiðstöðina í Phuket sem óskaði eftir vatni. Öl- gerðin Egill Skallagrímsson brást fljótt við og gaf um tíu tonn af vatni sem sent var með flugvélinni. Vélin tekur 200 farþega í sæti og er búist við að hún verði fullsetin til Stokk- hólms frá Taílandi. - hrs FRÁ TAÍLANDI Smári Sigurðsson, hjá Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, segir meðal annars hægt að hafa uppi á fólki með því að athuga kortaviðskipti. Það sé gert að beiðni ættingja. Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra: Margar leiðir til að leita að fólki M YN D /A P PÉTUR ÁSGEIRSSON Utanríkisráðuneytið hefur haft afskipti af nær 120 Íslendingum að beiðni fjölskyldna þeirra. Ekki tókst að hafa uppi á fjörutíu þeirra í fyrstu. Nú á eftir að hafa uppi á ellefu manns. Talið er að allt að 250 Íslendingar hafi verið í Asíu á öðrum degi jóla. ÍSLENDINGA LEITAÐ Í ASÍU: Pattaya í Taílandi 5 Par Par með barn Suðurhluti Taílands 1 Maður einn á ferð Balí, Indónesíu 5 Hjón með þrjú börn Heimildir frá utanríkisráðuneytinu Íslendinga leitað á sjúkrahúsum Utanríkisráðuneytið hefur ekki fundið ellefu Íslendinga sem leitað er að í Asíu. Ræðismaður Íslands leitaði á öllum sjúkrahúsum á Phuket. Utanríkisráðuneyt- ið hyggst ekki fara að ráðum sænskra yfirvalda og sækja Íslendinga á svæðinu. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR HÖFNUÐU Á FLUTNINGABÍL Tveir fólksbílar óku aftan á flutningabíl í vonskuveðri rétt ofan við Borgar- nes í fyrrakvöld. Flutningabíllinn staðnæmdist vegna snjókófs með þeim afleiðingum að fólksbílarnir höfnuðu aftan á honum. Einn leit- aði læknis að sjálfsdáðum eftir slysið en aðra sakaði ekki. BJÖRGUNARSVEITIR AÐSTOÐA VEGFARENDUR Björgunarsveitir voru kallaðar út eftir að Holta- vörðuheiði var lokað í fyrrinótt. Beina þurfti vegfarendum um Laxárdalsheiði en þar var einnig slæm færð. Þá var lögreglan í Búðardal kölluð út í fyrrinótt til að aðstoða ökumann bifreiðar sem sat föst í Bröttubrekku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.