Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 10
10 29. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR HJÁLPARSTARF LEIKKONU Angelina Jolie, kvikmyndaleikkona og sér- legur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sést hér með syni sínum Maddox (vinstra megin) og öðrum dreng, í heimsókn til Krabbameinsmiðstöðvar barnaspítala Bandaríska sjúkrahússins í Beirút í Lí- banon á jóladag. Leikkonan eyddi jólunum í Beirút og heimsótti flóttamannabúðir Palestínuaraba. HEILBRIGÐISMÁL Foreldrar eru hvattir til að fylgja tilmælum landlæknis hvað varðar bólu- setningar barna, segir stjórn Sálfræðingafélags Íslands. Stjórnin tekur þar með undir gagnrýni landlæknisembættis- ins á sálfræðing sem í útvarps- þætti varaði foreldra við að nýta sér tilboð um bólusetningar barna sinna. Hann hélt því fram að bólusetningar gætu verið hættulegar, hefðu slæm áhrif á ónæmiskerfi og gætu stuðlað að eyrnabólgum. SÍ hvetur foreldra til þess að fylgja tilmælum landlæknis um bólusetningar barna sinna því hjá embættinu eru nýjastar og bestar upplýsingar um árangur af fyrirbyggjandi heilsufarsinn- gripum eins og bólusetningum barna. SÍ hvetur foreldra til þess að kynna sér þessar upp- lýsingar á heimasíðu landlæknis en þar kemur fram að allir þeir sem um fyrirbyggjandi aðgerðir fjalla og lýðheilsu eru sammála um það að bólusetningar eru virkasta og arðbærasta fyrir- byggjandi aðgerð sem fólk hef- ur yfir að ráða í heilbrigðismál- um. ■ KÆNUGARÐUR, AP Viktor Júsjenko, sigurvegari forsetakosninganna í Úkraínu, segir að sitt fyrsta verk sem forseti landsins verði að fara til Moskvu og reyna að bæta sam- skipti Úkraínu og Rússlands. Júsjenko segir að samskipti ríkj- anna hafi verið „afmynduð“ af úkraínskum viðskiptaklíkum. Í gær var lokið við að telja at- kvæðin og var Júsjenko með tæp 52 prósent atkvæða en mótfram- bjóðandi hans, Viktor Janúkovitsj með rúm 44 prósent. Janúkovitsj situr þó enn við sinn keip og neit- ar að viðurkenna sigur Júsjenkos og segist munu kæra úrslitin til Hæstaréttar. Evrópuráðið hefur hvatt Janúkovitsj til að viður- kenna sigur Júsjenkos. Búist er við endanlegum tölum á föstudag. Klofningur Úkraínu í austur og vestur hefur gleikkað enn frekar í kosningabaráttunni, en Janúkov- itsj naut mikils stuðnings í austri þar sem almenningur talar rúss- nesku, en Júsjenko nýtur velvild- ar Vesturlanda. Vladimir Pútin Rússlandsfor- seti studdi ötullega við bakið á Janúkovitsj í kosningunum og við- urkenndi hann sem löglegan sig- urvegara fyrri kosninganna í nóv- ember sem dæmdar voru ólögleg- ar. Pútin mun vera uggandi vegna stækkunar Evrópusambandsins og NATO í austurátt. Rússland á miklar fjárfestingar í Úkraínu og landið er stór markaður fyrir rússneskan neysluvarning. Júsjenko segir það fyrir öllu að ríkin bæti samskiptin sín á milli enda séu þau nágrannar og deili að miklu leyti sömu menningu og sögu. Hann segir að viðskiptaklík- ur í Úkraínu hafi brenglað sam- skipti ríkjanna og þær hafi verið farnar að mynda vísi að fámennis- stjórn auðmanna. Júsjenko telur þó erfitt að styrkja tengsl ríkjanna efnahagslega séð á meðan það eru ekki samræmdar reglugerðir í tolla- og skattastefnum. Þá hyggst Júsjenko styrkja tengslin við Vesturlönd meðal ann- ars með því að auka ábyrgð Úkra- ínu innan ESB með það að mark- miði að geta sótt um aðild að sam- bandinu eftir þrjú til fimm ár. ■ Stal ómetanlegum gögnum: Töskunni skilað LÖGREGLUMÁL Tösku sem stolið var í verslun Bónuss við Helluhraun skömmu fyrir jól og innihélt ómetanleg læknisgögn vegna langveiks barns var skilað til lög- reglu í fyrrakvöld. Konan sem stal töskunni skil- aði henni sjálf eftir að beiðni þess efnis birtist í fjölmiðlum á Þor- láksmessu. Sonur eiganda tösk- unnar er á leið til læknismeðferð- ar í Bandaríkjunum og voru nauð- synleg gögn vegna meðferðarinn- ar enn þá í töskunni þegar henni var skilað. ■ DRAUGAGANGUR UM ÁRAMÓTIN Mögnuðustu draugar landsins verða í ljósum logum um áramótin. Glámur, Þorgeirsboli, Móri, Skotta og Djákninn á Myrká skapa réttu áramótastemminguna. Þú færð draugakökurnar hjá flugeldasölum íþróttafélaganna og víða annars staðar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P M YN D /N AH AR M AH M O U D T AW IL MISMUNANDI SKOÐANIR Sitt sýnist hverjum um barnabólusetningar. Deilur um barnabólusetningar: Sálfræðingar andæfa orðum starfsbróður ÚKRAÍNA „Fólki er greinilega létt og fegið að óvissunni hefur verið eytt og vill bara snúa sér aftur að daglegu lífi,“ segir Urður Gunn- arsdóttir talsmaður kosninga- eftirlits ÖSE í Úkraínu um nýaf- staðnar kosningar þar. Hlutverki kosningaeftirlitsins lýkur ekki fyrr en endanleg úrslit hafa verið birt og allar kærur af- greiddar, en yfirvöld hafa frest til 15. janúar til að ganga frá þeim. Urður segir erfitt að meta hvort kærurnar verði afgreiddar fyrir þann tíma en það ætti að vera hægt. Hún segir að kosningarnar hafi verið vel heppnaðar þó vissu- lega hafi ýmislegt misfarist til dæmis hvað snertir færanlega kjörstaði. „Það hafa um 700 kærur borist sem mér skilst að sé ekki mikið á mælikvarða svo stórrar þjóðar. Það á eftir að koma í ljós hvað Janúkovitsj getur fært sönn- ur á en ég á ekki von á því að það breyti neinu um úrslitin. Við sáum ekkert sem benti til jafn umfangs- mikils kosningasvindls í þessum kosningunum og í þeim fyrri.“ - bs URÐUR GUNNARSDÓTTIR Segir ekkert benda til umfangsmikils kosn- ingasvindls í þetta skipti. Kosningaeftirlit ÖSE: Óvissu eytt og fólki létt ÚKRAÍNA: Sjálfstætt ríki frá 1991. Stærð: 630 þúsund ferkílómetrar. Íbúafjöldi: 47 milljónir. Höfuðborg: Kænugarður (Kíev) Gjaldmiðill: Hryvnía. Tungumál: Úkraínska og rússneska. Nágrannaríki: Moldóva, Rúmenía, Ungverjaland, Slóvakía, Rússland, Pólland og Hvíta-Rússland. Stjórnarfar: Lýðræði. Þjóðflokkar: 73 prósent Úkraínu- menn, 22 prósent Rússar, eitt pró- sent gyðingar, aðrir 4 prósent. VIKTOR JÚSJENKO ÁSAMT EIGIN- KONU SINNI Júsjenko segir að viðskiptaklíkur í Úkraínu hafi myndað vísi að fámennisstjórn auð- manna sem hafi brenglað tengslin við Rússland. Brýnt að bæta sam- skiptin við Rússland Viktor Júsjenkó verður líklega kjörinn forseti Úkraínu þó að Viktor Janúkovitsj neiti að viðurkenna sigur hans. Júsjenko segir það forgangsmál að bæta samskiptin við Rússland. VIKTOR JÚSJENKÓ: Fæddur: 23. febrúar árið 1954 í Súmy- héraði í norð- austurhluta Úkraínu við landamæri Rússlands. Menntun: Útskrifaðist frá Fjármála- og hagfræðiskólanum í Ternopil árið 1976 og frá Hagfræði- og landbúnaðarstofnun Úkraínu árið 1984. Starfsferill: Hóf starfsferil sinn sem bókhaldari og komst fljótlega til metorða innan bankakerfis Úkraínu sem þá var hluti af Ráðstjórnarríkj- unum. Árið 1993 var hann skipaður Seðlabankastjóri landsins sem hafði nýlega hlotið sjálfstæði. Árið 1998 skipaði Kútsjma, fráfarandi forseti landsins, Júsjenkó forsætis- ráðherra Úkraínu. Júsjenkó gegndi þeirri stöðu til ársins 2001 þar til upp úr slitnaði með honum og Kút- sjma. Í kjölfarið tók Júsjenkó við forystuhlutverki stjórnarandstöð- unnar og varð innan skamms vin- sælasti stjórnmálamaður landsins. Hjúskaparstaða: Er kvæntur Katar- inu Júsjenkó sem er fædd í Banda- ríkjunum. Júsjenkó á, með henni og fyrrverandi eiginkonu sinni, samtals fimm börn. Áhugamál: Er mikill ljóðaunnandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.