Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 4
4 29. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR INDÓNESÍA, AP Það þykir krafta- verki líkast að 20 daga gamalt stúlkubarn skuli hafa komist lífs af í Malasíu eftir að skjálftinn reið yfir, en það fannst á fljótandi dýnu og var komið heilu og höldnu til foreldra sinna. Margir gera nú dauðaleit að ættingjum sínum sem voru á svæðunum sem urðu verst fyrir skjálftanum. Saga af tveggja ára gömlum sænskum dreng hefur vakið vonarglætu meðal margra. Drengurinn var í fríi á eyjunni Phuket í Taílandi með foreldrum sínum sem er saknað. Honum var bjargað frá flóðbylgjunni og komið fyrir á spítala en frænka hans í Svíþjóð fann hann þegar hún var að leita frétta af ættingj- um sínum á netinu. Tveggja ára gamall drengur fannst einn síns liðs á vegkanti á Phuket og tókst að hafa upp á föð- ur hans. Þá björguðu hjálpar- starfsmenn þriggja ára gömlum dreng sem fannst á lífi uppi í tré í suðurhluta Taílands. Þessi tilfelli eru vonarglæta í annars ömurlegu ástandi þar sem íbúar á Srí Lanka hafa þurft að jarðsetja ástvini sína með berum höndum. ■ TAÍLAND, AP Hugsanlegt er að veð- urstofa Taílands hafi frestað því að gefa út viðvörun vegna yfir- vofandi flóðbylgju af ótta við að viðvörunin gæti skaðað ferða- mannaiðnað landsins, að því er embættismenn gáfu til kynna í dag. Sulamee Prachuab, sem er yfirmaður jarðskjálftastofnunar landsins, sagði að stofnunin yrði að sýna varkárni, því ferðamála- ráð ríkisins áliti slíkar viðvaran- ir skaða ferðamannaiðnað rættust viðvaranirnar ekki. S t o f n u n i n sendi frá sér viðvörun vegna y f i r v o f a n d i flóðbylgju á sunnudag, en í útsendingum til f e r ð a m a n n a - staða í landinu var hættan van- metin og við- vörun var ekki birt á netinu fyrr en þremur klukkustundum eftir að fyrsta flóðbylgjan skall á suðurströnd Taílands. Flóðbylgjan mikla kom fyrst að taílenskum ströndum og eyj- um aðfaranótt sunnudags, miðað við íslenskan tíma, um klukku- stund eftir að öflugur jarð- skjálfti varð undan strönd Indónesíu. Staðfest var í dag að meira en 1500 manns hafa farist í Taílandi en búist er við því að mun fleiri hafi farist en opinber- ar tölur segja til um. „Fyrir fimm árum sendi Veð- urstofan frá sér viðvörun um hugsanlega flóðbylgju eftir að jarðskjálfti varð á Papúa í Nýju- Gíneu. Ferðamálayfirvöld kvörtuðu yfir því að slík viðvör- un myndi hafa slæm áhrif á ferðamannaiðnaðinn,“ sagði Sumalee. Ferðamennska er helsta tekjulind Taílendinga. Yfirvöld eru afar uggandi yfir fréttum sem þau telja hugsanlegt að valdi tekjutapi í þessum geira. Surapong Suebwonglee, ráð- herra upplýsinga- og samgöngu- tækni í Taílandi, sagði að nefnd óháðra sérfræðinga og taí- lenskra embættismanna yrði sett á stofn snemma í næsta mánuði. Nefndin myndi kanna hvort Veðurstofan hefði brugð- ist þeirri skyldu að gefa út við- vörun vegna hamfaranna í tíma. Staðfest tala fallinna er þegar komin yfir fimmtíu þúsund en óttast er að mun fleiri hafi fallið. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir hugsanlegt að helmingi fleiri hafi fallið í valinn áður en yfir lýkur vegna farsótta. ■ Efnahagslegar afleiðingar: Srí Lanka verst úti SINGAPÚR, AP Efnahagslegar búsifj- ar af völdum flóðbylgjunnar á Ind- landshafi verða mestar á Srí Lanka og á Maldíveyjum að mati hag- fræðinga í Asíu. Þeir segja að flóð- bylgjan muni ekki hafa varanlegar efnahagslegar afleiðingar í Indónesíu, Indlandi, Taílandi og Malasíu, því skemmdirnar séu ekki miklar í ljósi stærðar landanna. Þar hafi flóðin ekki eyðilagt iðn- aðarsvæði eða skaðað efnahags- lega innviði landsins svo teljandi sé. Öðru máli gegni um Srí Lanka og Maldíveyjar þar sem flóðbylgj- an hrifsaði heilu verksmiðjurnar með sér. ■ FRÁ VETTVANGI Eins og sést reif flóðbylgjan lestarteinana upp og sneri þeim á hvolf. Flóðbylgjan í Indlandshafi: Hreif lest af teinunum INDÓNESÍA, AP Rúmlega þúsund far- þegar í lest meðfram strönd Indónesíu fórust þegar flóðbylgj- an skall á land og hreif lestar- vagnana með sér af teinunum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu í Indónesíu var lestin stöðv- uð á sunnudagsmorgun skömmu áður en bylgjan gekk á land. Sumir farþeganna freistuðu þess að bjarga sér með því að klifra upp á vagnana en það var til einskis. Óvíst er hversu margir lifðu af. Líkin voru flest hver fjar- lægð af vettvangi eftir stutta at- höfn að sið búddista en fingraför voru tekin af flestum líkanna svo hægt væri að bera kennsl á þau síðar meir. ■ ,,Viðvörun var ekki birt á netinu fyrr en þremur klukku- stundum of seint. Á að gera þriðja í jólum að almennum frídegi? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöld? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 32% 68% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun FRÁ SRÍ LANKA Jarðsprengjur eru enn ein ógnin við fólk sem snýr til heimahaganna. Flóðbylgjan á Srí Lanka: Jarðsprengj- ur dreifðust COLOMBO, AP Flóðbylgjan sem skall á Srí Lanka hefur rótað upp jarð- sprengjum og dreift um víðfeðmt svæði og ógnar öryggi þeirra sem lifðu hörmungarnar af og reyna að komast aftur til síns heima sem og hjálparstarfsmönnum á svæð- inu. Fyrir flóðið voru jarðsprengj- urnar á þekktum svæðum sem voru rækilega merkt en þær hafa nú dreifst auk þess sem flest skilt- in eru horfin. Srí Lanka er stríðshrjáð land en síðan 1983 hafa Tamíl-tígrarnir svokölluðu barist við stjórnvöld. Talið er að þeir og ríkisherinn hafi komið fyrir um 1,5 milljónum jarðsprengjum. ■ BJARGAÐ FRÁ DAUÐA Hjálparstarfs- menn björguðu þessum þriggja ára gamla dreng úr tré í suðurhluta Taílands. Vonarglæta í myrkrinu: Ungbarn fannst á fljótandi dýnu Hættuviðvörun var slegið á frest Veðurstofa Taílands er borin þungum sökum af embættismönnum. Taílensk yfirvöld munu skipa óháða nefnd sem á að rannsaka hvort veðurstofa lands- ins hafi frestað viðvörun vegna flóða. AP ■ FLÓÐBYLGJAN ■ FLÓÐBYLGJAN SENDA EKKI HJÁLPARSVEITIR Ísr- aelsmenn hættu við að senda 150 manna hjálparsveit til Srí Lanka eftir að þarlend yfirvöld settu sig á móti því. Yfirvöld í Srí Lanka kunnu því illa að í ísraelsku hjálp- arsveitinni voru 60 hermenn. Ísraelsmenn senda í staðinn fá- menna sveit með neyðargögn. Um 500 Ísraelsmenn eru í Suðaustur- Asíu og þótt enginn hafi fundist látinn er margra saknað. ÞÚSUNDA FERÐAMANNA SAKNAÐ Samkvæmt opinberum tölum hafa að minnsta kosti um hund- rað erlendir ferðamenn farist á flóðasvæðunum en þúsunda er enn saknað og nokkuð víst að tal- an á eftir að hækka. Að minnsta kosti 17 Bretar eru dánir og vitað er um tíu Þjóðverja sem hafa lát- ið lífið og jafnmarga Norðmenn. Þá hafa að minnsta kostir níu Ítalir farist sem og Svíar og Frakkar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.