Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 31
FÓTBOLTI Chelsea virðast ekkert ætla að gefa eftir í baráttunni um enska meistaratitilinn og eftir 0-2 sigur á Portsmouth í gær hefur liðið átta stiga forystu á toppi deildarinnar. Arsenal á reyndar leik inni og getur minnkað foryst- una niður í fimm stig með sigri á Newcastle á útivelli í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen byrj- aði á varamannabekk Chelsea í gær en kom inn á fyrir Didier Drogba á 58. mínútu. Það var fyrst þá sem hlutirnir fóru að ganga hjá liðinu og náðu Arjen Robben og Joe Cole að tryggja sigur Chelsea á síðustu 10 mínútunum. Hermann Hreiðarsson var í sviðsljósinu í frábærum sigri Charlton á Everton. Fyrst fékk hann vænt olnbogaskot í andlitið frá hinum skapbráða Duncan Ferguson sem var í kjölfarið verð- launaður með rauðu spjaldi. Her- mann skoraði síðan annað mark Charlton með góðu vinstrifótar- skoti eftir hornspyrnu Danny Murphy. Liverpool og Manchester United unnu einnig sína leiki í gær. Florent Sinama-Pongolle skoraði eina mark Liverpool gegn Southampton og það sama gerði Ryan Giggs fyrir Man Utd. gegn Aston Villa. ■ 22 29. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Við hrósum... ...Hermanni Hreiðarsson, varnarmanninum sterka hjá Charlton, en hann skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili í gær þegar hann skoraði seinna mark Charlton í sigri á Everton, 2–0. Hermann hafði reyndar skorað eitt mark á tímabilinu, gegn Crystal Palace í enska deildarbikarnum.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 26 27 28 29 30 31 1 Miðvikudagur DESEMBER AFREKSFÓLK Ég lít svo á að þetta sé stærsti titill sem íþróttamaður á Íslandi getur fengið og það er virkilega gaman að hljóta hann,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður í Chelsea og fyrirliði íslenska landsliðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Eiður bar sigur úr býtum í kjöri Fréttablaðsins og Vísis um íþróttamann ársins 2004. Rúmlega 3.500 manns tóku þátt í kosningu um íþróttamann ársins á íþróttavef Vísis sem stóð yfir í 2 vikur, frá 8. til 22. desember. Eiður Smári hlaut 44% atkvæða og hafði betur eftir harða baráttu við sund- konuna Kristínu Rós Hákonardótt- ur sem hlaut 36% atkvæða. Eins og tölurnar gefa til kynna höfðu þau mikla yfirburði í kjörinu. „Þetta er vissilega mikill heiður. Ég reyni að vera góður sendiherra fyrir Ísland og það er mjög gaman að vita að þjóðin fylgist með manni,“ sagði Eiður jafnframt. Eiginkona Eiðs Smára, Ragn- hildur Sveinsdóttir, og synir þeirra hjóna, Andri Lucas og Sveinn Aron, tóku við viðurkenn- ingunni fyrir hönd Eiðs Smára í gær en hann fékk innrammaða mynd að gjöf sem sýnir hann skora framhjá Gianluigi Buffon í vináttuleik Íslendinga og Ítala í sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi verðlaun eru afhent en þau munu verða veitt á hverju ári hér eftir. Sögðust synirnir vera afar stoltir af pabba sínum en þeir höfðu þó lítinn tíma til að fylgjast með honum í leiknum gegn Portsmouth í gær þar sem Sveinn Aron var í eldlínunni með liði HK í árlegu jólamóti Breiðabliks. Spurður um hvort hann ætli að reyna að feta í fótspor pabba þeg- ar hann yrði eldri var Sveinn Aron ekki að spara stóru orðin: „Ég ætla að verða betri,“ sagði hann og það án þess að blikna. vignir@frettabladid.is FJÖLSKYLDAN Ragnhildur Sveinsdóttir, eiginkona Eiðs Smára Guðjohnsen, tók við viðurkenningunni sem Eiður hlaut fyrir að vera valinn íþróttamaður ársins hjá Fréttablaðinu og Vísi. Með henni voru synir þeirra hjóna, Sveinn Aron og Andri Lucas. ■ ■ SJÓNVARP  15.20 Ensku mörkin á RÚV.  19.00 Heimsbikarinn á skíðum á Sýn.  19.30 Íþróttamaður ársins á Sýn. Bein útsending frá kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2004.  20.00 Íþróttamaður ársins á RÚV. Bein útsending frá kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2004.  20.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Newcastle og Arsenal í ensku úrvals- deildinni í fótbolta.  20.40 Maradona á Sýn. Þáttur um argentínska knattspyrnusnillinginn Diego Maradona.  21.35 Bardaginn mikli á Sýn. Sýnt frá hnefaleikabardaga Sugrs Ray Robinson og Jake LaMotta.  23.15 Íþróttamaður ársins á Sýn. Útsending frá kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2004.  23.55 Ensku mörkin á RÚV. Sendu SMS skeytið JA B3F á númerið1900 og þú gætir unnið. 2 X bíómiðar á 99kr.- 9. hver vinnur 99 kr/skeytið Snæfell fær liðsstyrk: Clemmons á í Hólminn KÖRFUBOLTI Lið Snæfells í Inter- sportdeildinni í körfuknattleik, hefur borist liðsstyrkur. Sá heitir Calvin Clemmons og er frá Charlotte í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Hann er 2,03 metrar á hæð og vegur 113 kíló. Hann lék á sínum tíma með North Carolina háskólanum og Olympic High. Hann var með 12,8 stig, 11,2 fráköst og 3,1 varið skot að meðal- tali með Olympic High. Clemmons, sem er 23 ára að aldri, lék síðast með Musel Pikes í Lúxemborg. Hann skoraði 25 stig, tók 18 fráköst, gaf 3 stoðsending- ar og stal tveimur boltum að með- altali í leik í efstu deild þar í landi. Clemmons, sem mun leika stöðu miðherja hjá Snæfelli, kemur í stað Desmond Peoples sem fékk farmiða fyrir einn, aðra leiðina, til Bandaríkjanna í jólagjöf frá Snæfellsmönnum. ■ „Hlyyynur, Hlyyyyyynur Bærings. Horfir á boltann og tekur hann síðan. Hlyyynur, Hlyyyyyynur Bærings. Horfir á boltann og tekur hann síðan.“ Það er ljóst að það er ekki komið að tómum skáldakofanum hjá þeim stuðnings- manni Snæfells sem samdi þetta textabrot til heiðurs Hlyni Bæringssyni. Enska úrvalsdeildin ÚRSLIT ASTON VILLA–MAN. UTD 0–1 0–1 Ryan Giggs (42.). BOLTON–BLACKBURN 0–1 0–1 Paul Dickov (6.). CHARLTON–EVERTON 2–0 1–0 Talal El Karkouri (82.), 2–0 Hermann Hreiðarsson (85.). FULHAM–BIRMINGHAM 2–3 0–1 Emile Heskey (25.), 1–1 Sylvain Legwinski (34.), 1–2 Darren Carter (41.), 1–3 Robbie Savage (53.), 2–3 Tomaz Radzinski (90.). LIVERPOOL–SOUTHAMPTON 1–0 1–0 Florent Sinama-Pongolle (44.) MAN. CITY–WEST BROM 1–1 1–0 Nicolas Anelka (32.), 1–1 Richard Dunne, sjálfsm. (85.). MIDDLESBROUGH–NORWICH 2–0 1–0 Joseph Desire Job (52.), 2–0 Joseph Desire Job (54.). PORTSMOUTH–CHELSEA 0–2 0–1 Arjen Robben (79.), 0–2 Joe Cole (90.). TOTTENHAM–C. PALACE 1–1 1–0 Jermain Defoe (54.), 1–1 Andy Johnson (79.). STAÐAN CHELSEA 20 15 4 1 40:8 49 ARSENAL 19 12 5 2 47:22 41 EVERTON 20 12 4 4 23:17 40 MAN. UTD. 20 11 7 2 31:13 37 MIDDLESB. 20 10 5 5 34:24 35 LIVERPOOL 20 10 4 6 34:20 34 CHARLTON 20 9 4 7 23:28 31 TOTTENHAM 20 8 5 7 24:19 29 PORSTMOUTH 20 7 5 8 24:27 26 BIRMINGHAM 20 6 8 6 23:21 26 ASTON VILLA 20 6 7 7 22:24 25 MAN. CITY 20 6 6 8 24:21 24 BOLTON 20 6 5 9 26:29 23 NEWCASTLE 19 5 7 7 31:37 22 BLACKBURN 20 3 10 7 19:32 19 FULHAM 20 5 3 12 22:35 18 CR. PALACE 20 3 6 11 20:31 15 NORWICH 20 2 9 9 17:36 15 SOUTHAMPT. 20 2 8 10 18:32 14 WEST BROM 20 1 8 11 16:42 11 LEIKIR GÆRDAGSINS Níu leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í gær: Enn sigrar Chelsea FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. HELJARSTÖKK Hermann Hreiðarsson hefur ávallt kunnað að fagna mörkum með stæl. Á því varð engin breyting í gær þegar hann bauð upp á flikk flakk sem hið ágætasta fimleikafólk hefði án efa verið hið ánægðasta með. Gaman að vita að þjóðin fylgist með manni Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen segir það mikinn heiður að hafa verið valinn íþróttamaður ársins hjá Fréttablaðinu og Vísi. Hann hlaut 44% atkvæða og sigraði eftir harða keppni við Kristínu Rós Hákonardóttur. Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta í gær: Fimm stiga sigur á Englandi KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands- liðið vann fimm stiga sigur á Englandi, 67-72, í Nottingham í gækvöld eftir að hafa haft tveggja stiga forskot í hálfleik, 27-25. Ís- lenska liðið vann fjórða og síðasta leikhlutann 24-13 og þar með fyrri af tveimur landsleikjum þjóðanna en liðin mætast aftur í kvöld og þá í Sheffield. Hin 16 ára Helena Sverrisdótt- ir var allt í öllu í íslenska liðinu með 19 stig, 10 stoðsendingar og 7 stolna bolta en þær Erla Þor- steinsdóttir og Birna Valgarðs- dóttir skoruðu báðar 11 stig. Það munaði einnig mikið um framlög Keflvíkinganna tveggja, Rannveigar Randversdóttir og Maríu Ben Erlingsdóttur af bekknum en saman skoruðu þær 17 stig og nýttu 8 af 14 skotum sínum. „Ég var mjög ánægður með karakterinn í liðinu, að klára leik- inn þegar við vorum búin að missa þær aðeins fram úr okkur. Við komum til baka og spilum alveg gríðarlega vel þrátt fyrir að vera að spila fyrir fullu húsi áhorfenda sem voru allir á bandi Englend- inga. Við erum að sýna það í þess- um leik að við erum í framför. Við erum að fara út með ungt lið og erum að ná góðum úrslitum,“ sagði Ívar Ásgrímsson, landsliðs- þjálfari kvenna, í viðtali eftir leik en íslenska landsliðið hefur unnið 7 af 13 leikjum undir hans stjórn á þessu ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.